Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 33
Ríkisstjórn á
villigötum
S
ÍÐAST liðið haust skrif-
aði ég grein á þessum
vettvangi þar sem ég
færði rök fyrir því að
yfirvofandi árás á Írak
og umsókn Íslands um sæti í ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna
kallaði á umræðu um örygg-
isstefnu Íslands. Við gætum ekki
leyft okkur þann munað kald-
astríðsáranna að fylgja „góða lið-
inu“ í blindni. Innrás í Írak er nú
hafin í andstöðu við vilja meiri-
hluta þjóða í öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna (SÞ). Ríkisstjórnin
hefur lýst yfir stuðningi við þess-
ar aðgerðir. Yfirlýsingar eru
nokkuð á reiki. Rökin fyrir af-
stöðunni liggja ekki fyrir. Utan-
ríkisráðherra hefur þó sagt að
hann hafi aldrei útilokað einhliða
aðgerðir gegn Írak, ályktun ör-
yggisráðsins nr. 1441 réttlæti inn-
rás og loftárásirnar á Kosovo séu
fordæmi. Gera verður at-
hugasemdir við allt þrennt.
Forsætisráðherra sagði raunar
snemma hausts „að einstök ríki
fari með einhliða hernaði á hend-
ur Írak“ ef ekki náist samstaða
um slíkar aðgerðir á vettvangi
SÞ. Þessi orð féllu áður en
Bandaríkin ákváðu að leita sam-
þykkis öryggisráðsins á ályktun
1441. Eftir þá samþykkt hefur ut-
anríkisráðherra marglýst stuðn-
ingi við hlutverk SÞ við lausn
Íraksdeilunnar. Þrátt fyrir leit
hef ég hvergi fundið stuðning
hans við einhliða stríð fyrr en í
þessari viku og þá raunar ekki í
orði heldur verki. Fram til þessa
hafði ég talið mig vera sammála
stefnu utanríkisráðherra gagnvart
Írak. Að virða hlutverk Samein-
uðu þjóðanna. Að friðsamlegrar
lausnar væri leitað í lengstu lög
þó að hótun um valdbeitingu væri
nauðsynleg við afvopnun Íraks.
Ég taldi mig jafnframt hafa stað-
festingu fyrir því að utanrík-
isráðherra teldi útilokað að beita
hervaldi nema eftir viðurkenndum
leikreglum þjóðaréttar og með
víðtækum alþjóðlegum stuðningi.
Utanríkisráðherra kynnti þessa
stefnu í skýrslu um utanríkismál
á Alþingi 27. febrúar síðast liðinn.
„Sameinuðu þjóðirnar hafa grund-
vallarhlutverki að gegna og engin
stofnun kemur í þeirra stað,“
sagði utanríkisráðherra. Stefnu
Íslands sagði hann byggjast á
ályktun 1441 og þeirri skoðun að
vopnaeftirlitsmenn ættu að fá
meiri tíma. „Ísland styður frið-
samlega lausn og stríð er neyð-
arúrræði.“ Ekki er lengra síðan
en 11. mars að þessi afstaða var
ítrekuð af fastafulltrúa Íslands
hjá Sameinuðu þjóðunum á opn-
um fundi öryggisráðsins. Hvergi í
máli hans, frekar en í máli utan-
ríkisráðherra, kom fram stuðn-
ingur við einhliða aðgerðir ef ör-
yggisráð SÞ heimilaði ekki
vopnavald með nýrri ályktun. Á
Alþingi 27. janúar sagði utanrík-
isráðherra þvert á móti „alveg
ljóst af okkar hálfu að við teljum
algjörlega nauðsynlegt að þetta
mál komi til umfjöllunar örygg-
isráðsins á nýjan leik, það höfum
við margsagt.“ Og mánuði síðar
að „ef gripið verður til þess neyð-
arúrræðis, [væri mikilvægt] að
um það verði góð alþjóðleg sam-
staða.“ Ekkert hald hefur reynst í
þessum orðum. Ísland er í fá-
mennum hópi ríkja sem styðja
tafarlausar hernaðaraðgerðir
gegn Írak einsog frægt er orðið.
Öryggisráðið vann afrek þegar
ályktun 1441 var samþykkt ein-
róma í ráðinu. Með því töldu
margir því forðað að til einhliða
aðgerða gegn Írak kæmi. Í álykt-
un 1441 segir að uppfylli Írakar
ekki skilyrðislaust kröfur SÞ um
afvopnum standi þeir frammi fyr-
ir alvarlegum afleiðingum. Ljóst
var að þær gætu verið marghátt-
aðar og harðar. Hervald var ekki
útilokað í framhaldinu. Jafnljóst
var þó að til þess þyrfti nýja
ályktun öryggisráðsins. Þetta
„margsagði“ utanríkisráðherra í
janúar. Þetta var forsenda hins
víðtæka stuðnings. Bandaríkin og
Bretland hefðu ekki undirbúið
nýja samþykkt í síðustu viku ef
ríkin hefðu talið ályktun 1441
heimila innrás að alþjóðalögum.
Rök ríkisstjórnarinnar
standast ekki.
Loftárásirnar í Kos-
ovo eru heldur ekki
nothæft fordæmi til að
styðjast við í Íraksmál-
inu. Umdeilt er hvort þær hafi
staðist alþjóðalög sem leyfa að-
eins valdbeitingu í sjálfsvörn eða
með samþykki öryggisráðs SÞ.
Fjölmargir hafa þó rökstutt lög-
mæti loftárásanna sem íhlutun af
mannúðarástæðum. Allir þátttak-
endur þeirrar umræðu hafa þó
viðurkennt að ströng skilyrði
þurfi að vera fyrir hendi til að
ganga fram hjá öryggisráði SÞ.
Forsenda slíks sé yfirvofandi
harmleikur sem öryggisráðið sé
ófært til að taka á vegna beinna
hagsmuna einhvers fasta-
fulltrúanna sem beitt geti neit-
unarvaldi gegn aðkallandi aðgerð-
um.
Í Kosovo var yfirvofandi þjóð-
armorð sem koma mátti í veg fyr-
ir með íhlutun. Skilyrði um víð-
tækan alþjóðlegan stuðning var
jafnframt uppfyllt. Kosovo-
aðgerðirnar voru studdar af
NATO, Evrópusambandinu og
meginþorra ríkja innan Samein-
uðu þjóðanna. Þar á meðal sjö
næstu nágrönnum Serbíu. Í þriðja
lagi þurfti að liggja fyrir að ekki
væri hægt að ná sömu mark-
miðum án vopnavalds. Jafn-
klárlega og Kosovo-aðgerðirnar
uppfylla þessi skilyrði blasir við
að innrás í Írak gerir það ekki.
Ekki vegna þess að forseti lands-
ins sé ekki jafnsvikull og slæmur
og af er látið. Hann er einfaldlega
ekki sú ógn að það réttlæti að ör-
yggisráð SÞ sé sniðgengið.
Vopnaeftirlitsmenn og fjölmörg
ríki telja að afvopna hefði mátt
Írak án innrásar.
Síðast en ekki síst geta afleið-
ingar Íraksmálsins verið ógn við
frið og stöðugleika. Öryggiskerfi
heimsins og alþjóðalög eru í upp-
námi. Samstaðan í baráttunni
gegn hryðjuverkum er rofin.
Klofningur er kominn upp innan
NATO og Evrópusambandins.
Engin leið er að spá fyrir um af-
leiðingar innrásarinnar fyrir botni
Miðjarðarhafs. Við slíkar að-
stæður hlýtur framlag Íslands að
geta verið annað og ígrundaðra
en skilyrðislaus stuðningur við
stríð. Morgunblaðið setur fram
kaldastríðs rök fyrir stuðningi við
Bandaríkin. Stuðningur þeirra
hafi reynst okkur dýrmætur í
þorskastríðum. Flestir sagnfræð-
ingar myndu þó ekki síður stað-
næmast við að nýr breskur utan-
ríkisráðherra trúði á friðsamlegar
lausnir deilumála og að barátta
Íslands og fleiri á vettvangi SÞ
hafi leitt til viðurkenningar á 200
mílna lögsögu í alþjóðalögum.
Þorskastríðin réttlæta því ekki að
Ísland taki sér stöðu með stríði
en gegn reglum þjóðaréttar og
friðsamlegri lausn deilumála. Fá-
ar þjóðir eiga meira undir vexti
og viðgangi alþjóðastofnana og
virðingu fyrir grundvallarreglum í
samskiptum ríkja.
Eftir Dag B. Eggertsson
’ Stefnan stangast á viðþjóðarétt, rök og fyrri yfirlýs-
ingar utanríkisráðherra. ‘
Höfundur er læknir og borgarfulltrúi.
Netfang: dagur@reykjavik.is
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 33
í, hvaða
m um að
nir þess
in. Inn-
og skil-
á þingi
r
ldu af
rdeilum
lands,
hafa
á und-
im báð-
tri
ins veg-
all for-
m,
fngilti
nan vé-
g sam-
sluna
ru and-
væði
mfylk-
da-
gar
s- og
r raunar
a sterk
i verið
eim, að
-isma?
rfum.
ds-
ríkja-
stjórn. Með því er Jacques Chirac að fylgja stefnu í
anda Charles de Gaulles. Að lokum gekk Chirac of
langt að mati Blairs. Bretar og Bandaríkjamenn féllu
frá tilraunum til að fá nýja ályktun samþykkta í ör-
yggisráði SÞ á þeirri forsendu, að Frakkar mundu
beita neitunarvaldi, hvað sem yrði í boði.
Í kalda stríðinu var talað um tvípóla-veröld, sem
skiptist milli austurs og vesturs. Nú er sagt, að ver-
öldin sé orðin einpóla, þar sem Bandaríkin hafi ekk-
ert mótvægi vegna hernaðarlegra yfirburða. Frakkar
hafa alls enga burði til að skapa mótvægi við hern-
aðarmátt Bandaríkjamanna. Frakkar vilja hins vegar
veita Bandaríkjamönnum pólitískt aðhald. Franska
neitunarvaldið innan öryggisráðsins er öflugasta tæki
þeirra til þess.
Spurning er, hvort ein afleiðing átakanna við Sadd-
am verður breyting á reglunum um fastafulltrúa og
neitunarvald í öryggisráðinu. Lengi hefur verið á döf-
inni að breyta skipan og starfsháttum öryggisráðsins.
Krafan um það verður háværari eftir því sem erf-
iðara er fyrir SÞ að gegna hlutverki sínu vegna
ágreinings innan öryggisráðsins.
Þótt oft hafi verið harkalega deilt í ráðinu í kalda
stríðinu, voru línur þó alltaf skýrari en nú og enginn
hafði hag af því að leggja þennan samráðsvettvang
niður. Enginn hefur heldur hag af því núna en and-
rúmsloft til breytinga er allt annað eftir að spenna
kalda stríðsins hvarf.
Ný hernaðarstefna kemur til sögunnar með innrás-
inni í Írak. Hún er kennd við „pre-emption“ á ensku,
en á íslensku hefur orðið verið þýtt sem forkaups-
réttur eða það að tryggja sér eitthvað á undan öðr-
um. Við skilgreiningu á þróun öryggis- og alþjóða-
mála, er nauðsynlegt að finna gott íslenskt orð um
það, að grípa til vopna gegn andstæðingi sínum til að
afstýra því, að hann geri árás. Hingað til hefur kjarni
hernaðarstefnunnar byggst á „containment“, innilok-
unarstefnu, það er þeirri stefnu að hamla gegn því að
óvinveitt ríki færi út hernaðarlegt eða stjórnmálalegt
yfirráðasvæði sitt, eins og segir í Ensk-íslensku orða-
bókinni.
Að „pre-emptive“ skref hefur verið stigið til að af-
vopna Saddam á eftir að móta umræður um varn-
aráætlanir og hernaðarstefnu framvegis.
x x x
Tony Blair sagði í sjónvarpsávarpi á fimmtudags-
kvöld:
„Í 12 ár hefur veröldin reynt að afvopna Saddam;
eftir stríð hans, þar sem hundruð þúsunda hafa fallið.
Eftirlitsmenn SÞ segja, að enn sé ekki vitað um mik-
ið magn af efna- og sýklavopnum eins og anthrax, VX
taugaefni og sinnepsgasi í Írak.
Svo val okkar er skýrt: að draga saman seglin og
skilja Saddam eftir enn öflugri en áður; eða að stíga
skref til að afvopna hann með valdi. Að hörfa kynni
að veita okkur stundarró en ég held, að í mörg ár
mundum við iðrast yfir veiklyndi okkar.
Það er rétt, að Saddam er ekki eina ógnin. Hitt er
einnig satt – eins og við Bretar vitum – að besta ráðið
til að takast friðsamlega á við framtíðarógnir er að
bregðast við augljósri ógn af staðfestu.
Að fjarlægja Saddam verður til góðs fyrir íbúa
Íraks. Fjórar milljónir Íraka eru í útlegð. 60% íbú-
anna þurfa matvælaaðstoð. Þúsundir barna deyja ár
hvert vegna fæðuskorts og sjúkdóma. Hundruð þús-
unda hafa verið hraktar frá heimilum sínum eða
myrtar.“
Þegar hugað er að þessum staðreyndum, er erfitt
að átta sig á því, hvernig unnt er í nafni mannúðar
eða umhyggju, að snúast gegn því, að Saddam sé
steypt af stóli. Andstæðingar stríðsins bregðast þó
jafnan ókvæða við, þegar sagt er, að mannúðarsjón-
armið búi að baki andstöðunni við Saddam. Þeir vilja
frekar ræða um vopnaeign Saddams en ofbeldi hans
gegn írösku þjóðinni.
Því fyrr sem Saddam Hussein áttar sig á raunveru-
legri og vonlausri stöðu sinni, því betra fyrir Íraka og
okkur öll. Uppgjöf er skynsamlegasta úrræði Sadd-
ams.
ræði Saddams
bjorn@centrum.is
ga og réttar, þjónusta borgara
og vernda þá með öllum til-
um. Sú mikla áhersla sem rík-
efur á undanförnum árum lagt
ngu fíkninefnalögreglu hringinn
andið hefur skilað sér margfalt
samfélagsins í heild. Öflugt for-
eftirlitsstarf er rekið af hálfu
ar um allt land, og langar mig
a í því sambandi að minnast á
m náðst hefur á þessum vett-
ögreglunni á Ísafirði, sem víða
athygli. Efling götueftirlits á
rsvæðinu hefur einnig skilað
ngri og rétt er að nefna gott og
tollgæslunnar og lögreglunnar
á Keflavíkurflugvelli í þessu sambandi.
Ýmis áhugaverð verkefni eru í gangi í
þessu sambandi, eins og t.d. átak lögreglu-
embættanna á Suðurnesjum þessa dagana
hefur sýnt og sannað. Lögreglan gerir nú
minna upptækt af E-pillunni svokölluðu en
áður, sem lögreglan telur til marks um ár-
angur af löggæslu og þyngri refsingum.
Það virðist einfaldlega orðið áhættusam-
ara fyrir fíkniefnasalana að koma þeim í
umferð. Tengsl vímuefna við ýmis önnur
alvarleg afbrot eru öllum ljós og því alveg
skýrt að barátta lögreglunnar við innflytj-
endur og sölumenn dauðans er eitt af
brýnustu verkefnum hennar.
Frelsi til hvers?
Í þriðja lagi hefur verið fullyrt að menn
eigi að hafa frelsi til að gera hvað sem er
og segja þeir sem því halda fram að það
styðji lögleiðingu kannabisefna. Ég hef
vissulega verið talsmaður frelsis en tel það
ekki spurningu um frelsi að fá heimild til
að eyðileggja sjálfan sig og þar með valda
fjölskyldu og vinum ómældum þjáningum,
áhyggjum og jafnvel skaða. Slíkt frelsi
skrifa ég ekki upp á.
Höldum baráttunni áfram
Úrtöluraddir heyrast gjarnan í
tengslum við umræðu um lögleiðingu
kannabisefna þess efnis að barátta yf-
irvalda gegn fíkniefnum sé töpuð. Er þá
vísað til þess að þrátt fyrir allt sem gert
hafi verið sé fíkniefnaneysla algeng og
mikið böl í samfélaginu. Það er rétt en þó
eru ýmis jákvæð teikn á lofti, t.d. sýna
rannsóknir að dregið hefur úr hassneyslu
grunnskólanema á síðustu árum. Við skul-
um einnig spyrja okkur hvernig ástandið
væri ef fíkniefni hefðu fengið að flæða yfir
landið mótstöðulaust og enginn áróður
væri rekinn gegn neyslunni. Hver væri
staðan ef lögreglan hefði ekki verið efld,
meðferðarúrræðum fjölgað og forvarn-
arstarfið aukið? Auðvitað má og á að gera
betur, en töfralausnin gegn fíkniefnavand-
anum er ekki sú að gefast upp. Slíkt hefði
skelfilegar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar
í för með sér. Það verður ekkert gefið eftir
í þessum efnum fái ég einhverju um það
ráðið.
áttunni gegn fíkniefnum
vernig
efðu
mót-
ur væri
Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra.
gir, að afstaða ríkisstjórn-
i mörgum sinnum komið fram í
í utanríkismálanefnd. Hjá utan-
ra kom aldrei fram, að Íslend-
að ljá land og lofthelgi undir
m tæki þátt í stríðinu í Írak. Hið
ð utanríkisráðherra hafði allt
n en ríkisstjórnin hefur núna.
r breytt afstöðu sinni. Honum
var því enn skyldara en ella að gera utan-
ríkismálanefnd grein fyrir sinnaskiptum
sínum.
Það er svo annar, og sérkennilegur vink-
ill á málinu, að það skuli vera Davíð Odds-
son, sem kemur fram og ver ákvörðun rík-
isstjórnarinnar. Hefur hann tekið yfir
mótun utanríkisstefnunnar? Það er lítil
furða, þótt bál logi víða í Framsókn-
arflokknum yfir ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar.
Á Stöð 2 í sagðist utanríkisráðherra vera
ósáttur við, hvernig Bandaríkjamenn túlka
afstöðu Íslands. Með leyfi að spyrja: Vissi
utanríkisráðherra ekki hvað hann sagði
sjálfur við bandarísk stjórnvöld? Eða var
það kannski einhver annar sem tjáði þeim
afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar? Var
það kannski forsætisráðherrann?
Í Írak eru yfir ellefu milljónir barna.
Stöðug styrjaldarógn hefur hvílt eins og
mara yfir þeim. Hún hefur markað allt
þeirra litla líf. Sum þeirra vilja ekki halda
því áfram. Það er sorglegt að ógnin, sem
vofir yfir lífi þeirra, hefur verið þeim slík
sálræn þjáning að fjórum af hverjum tíu
börnum í Írak finnst lífið ekki þess virði að
lifa því. Það er ein af niðurstöðum kan-
adískrar skýrslu sem kom út í janúar um
líðan íraskra barna sem búa í skugga
stríðs.
Þessi börn, og saklausir óbreyttir borg-
arar í Írak, eru kennileitin sem gnæfa upp
úr bakgrunni ákvörðunarinnar um árás-
arstríð gegn Írak. Höfum í huga, að RÚV
greindi frá því í miðnæturfréttum í fyrra-
kvöld að sérfræðingar teldu mögulegt að
hundruð þúsunda óbreyttra borgara yrðu
fórnarlömb árásarstríðsins. Sem stjórn-
málamanni og sem íslenskum borgara
finnst mér það óendanlega dapurlegt að Ís-
land skuli vera komið á lista yfir þjóðir,
sem viljugastar eru til að styðja stríðið.
Það er ekki hlutverk lítillar, friðsamrar
þjóðar.
g Írak
sem ís-
r það
sland skuli
r, sem vilj-
ríðið.“
Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.