Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 SIGURÐUR Viggó Kristjánsson flugstjóri hjá US Airways í Bandaríkjunum flaug til Kúveit fyrr í vikunni með þá menn sem taka eiga við stjórn Íraks til bráðabirgða að stríðinu loknu og voru þeir með 80 milljónir dala í peningum í kössum með sér. Far- þegar Sigurðar í þessu flugi töld- ust það mikilvægir að Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kvaddi farþegana í eigin persónu áður en lagt var upp frá Bandaríkjunum áleiðis til Kúveit. Þriggja stjörnu hershöfðingjar „Ég tók við Airbus-vélinni með ríkisstjórninni nýju í Róm og flaug með þá áfram til Kúveit. Þessir menn eiga að taka við stjórninni í Írak þegar stríðinu lýkur. Þetta voru yf- irleitt eldri þriggja stjörnu generálar sem höfðu verið kallaðir til til þess að koma saman ein- hverri bráðabirgða- stjórn í Írak og vera sjálfir í henni til að byrja með.“ Sigurð- ur segir að um 160 manns hafi verið í vélinni hjá honum og langflestir þess- ara manna eigi að koma að bráðabirgðastjórninni í Írak að stríðinu loknu. „Þeir komu frá Andrews-her- flugvellinum rétt fyr- ir utan Washington og Don Rumsfeld kom sjálfur út á flug- völl og kvaddi hvern einasta mann með handabandi. Við tók- um síðan við vélinni í Róm og flugum henni niður til Sádi-Arabíu og upp til Kúveit. Þetta voru nær allt Bandaríkjamenn en þarna var líka hátt- settur arabískur mað- ur sem fæddur er í Líbanon og ég sá að það var stór grein um hann í Time Magazine um daginn. Farangurinn var í raun ekkert síðri en farþegarnir því við vorum með áttatíu milljónir dollara í beinhörðum peningum með okkur í stórum hvítum kössum. Mér skildist að þá peninga ætti að nota til þess að borga fólkinu, sem á að sjá um rafmagns- og vatnsveitukerfið, einn dollar á dag.“ Sögðust ætla að vera komnir til Bagdad á sunnudaginn Sigurður segir greinilegt að Bandaríkjamenn ætli að vera til- búnir um leið og stríðinu lýkur að taka við og koma upp starfhæfri stjórn í landinu. „Það var dálítið skrýtið og ég veit ekki hvort þessir háttsettu menn sem voru í vélinni hjá mér ætluðust til þess að við heyrðum það en þeir sögðu: „Nú erum við hér í dag og við verðum í Bagdad á sunnudaginn.“ En ég veit nú ekki hvort það hefst hjá þeim.“ Sigurður Viggó segist vera bú- inn að fljúga fyrir US Airways í ein 34 ár, hann hafi flutt frá Ís- landi árið 1968 en hafi þá áður verið búinn að fljúga fyrir Flug- félag Íslands. „Einhvern tíma í bensínhallærinu í gamla daga lagði US Airways nokkrum vélum og þá flaug ég tvö ár fyrir Tjære- borg í Danmörku en kom síðan hingað til Bandaríkjanna aftur. Ég bý núna í Scottsdale í Ari- zona, það er eiginlega úthverfi frá borginni Phoenix. Það eru meira að segja tveir flugmenn og kunn- ingjar mínir frá Íslandi búnir að kaupa hús hérna í nágrenni við okkur,“ segir Sigurður. Íslenskur flugstjóri flaug með bráðabirgðastjórnina til Íraks Voru með 6,4 milljarða króna í beinhörðum peningum um borð hjá Sigurði Viggó Sigurður Viggó Kristjánsson MIKIL viðskipti urðu í kringum Fjárfestingarfélagið Straum hf. í gær. Það seldi öll hlutabréf sín í SÍF hf. að nafnvirði 209,9 milljónir króna á genginu 5,2 eða samtals fyrir tæp- lega 1,1 milljarð króna. Kaupendur voru Skeljungur með 95,4 milljónir og Sjóvá-Almennar tryggingar með 119,7 að nafnvirði. Jafnframt seldi Skeljungur hlut sinn í Straumi, 160 milljónir eða 5,7% heildarhlutafjár. Loks keypti Straumur töluvert af eigin bréfum, 74 milljónir króna að nafnvirði, á genginu 3,10 en seldi síð- an Lífeyrissjóðum Bankastræti 7 64 milljónir króna að nafnvirði. Lífeyr- issjóður sjómanna keypti svo ríflega 5% hlut í Straumi, eða 80,8 milljónir að nafnverði. Eignarhlutur Straums í SÍF er nú enginn en var áður 14,08%. Eignar- hlutur Skeljungs í SÍF er nú 6,04% heildarhlutafjár en var áður enginn. Hlutur Sjóvár-Almennra trygginga í SÍF er nú 197 milljónir króna að nafnvirði eða 13,22% heildarhlutafjár en var áður 5,19% heildarhlutafjár. Eftir kaup Lífeyrissjóðs sjómanna í gær er hlutur hans í Straumi 140,8 milljónir króna að nafnvirði, eða um 5%. Eignarhlutur Lífeyrissjóða Bankastræti 7 er nú 164 milljónir að nafnvirði eða sem svarar til 5,9% af heildarhlutafé. Straumur hf. hefur ennfremur gert samning við Íslands- banka hf. og Landsbanka Íslands hf. um viðskiptavakt á útgefnum hluta- bréfum félagsins. Loks hefur Kauphöll Íslands orðið við þeirri beiðni Straums, að hluta- bréf félagsins verði í framtíðinni í flokknum Aðallisti hlutafélög í stað Aðallisti hlutabréfasjóðir í kjölfar þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á hlutverki og starfsemi félags- ins. Sáttur við verðið Þórður Már Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Straums, segir þau viðskipti sem orðið hafi í gær ósköp eðlileg. Sjóðurinn hafi metið aðstæð- ur þannig að heppilegt væri að selja bréfin í SÍF á þessum tímapunkti og hann væri sáttur við það verð sem fengizt hefði. Hann segir jafnframt að uppfærslan á lista Kauphallarinn- ar sé rökrétt framhald þess, sem á undan hafi gengið, en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar um þessi við- skipti. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að í haust hafi Skelj- ungur átt töluvert í SÍF og SR mjöli. Það hafi verið selt og keypt í staðinn í Straumi. Því megi segja nú að þau viðskipti hafi einfaldlega verið að ganga til baka. Um það sé ekkert meira að segja. Straumur hf. selur fyrir um milljarð í SÍF Skeljungur og Sjóvá-Almennar kaupa SEX bílar lentu utan vegar á leið yfir Holtavörðuheiðina norðanmegin nið- ur í Hrútafjörð í gærkvöldi. Einn af þeim var stór flutningabíll með tengi- vagn, sem valt á hliðina. „Aðstæður eru mjög erfiðar. Það er fljúgandi hálka og leiðindaveður. Það gengur á með dimmum éljum og varla stætt á veginum,“ sagði Hannes Geirsson, lögregluvarðstjóri á Hólmavík, þegar hann var við björgunarstörf. Engin slys urðu á fólki. Hannes taldi vöru- flutningabílinn ónýtan en hinir bílarn- ir voru fjarlægðir af vettvangi. Sex bílar útaf á Holta- vörðuheiði ÍSLANDSMÓTIÐ í hópfimleikum hófst í Laugardalshöll í gærkvöldi og sýndu keppendur glæsileg til- þrif. Áhorfendur kunnu vel að meta það sem fyrir augu bar og veittu keppendum dyggan stuðning. Á myndinni má sjá Kolbrúnu Sveinsdóttur úr Gerplu sýna listir sínar þegar hún stekkur af tramp- ólíni. Auk þess var keppt í gólfæf- ingum og stökki á dýnu. Mótið heldur áfram í dag en þá fer fram einstaklingskeppni á áhöldum. Mótinu lýkur á sunnudag. Morgunblaðið/Sverrir Glæsileg tilþrif  Stjarnan/54 SAMSKIP hf. ætla að byggja um 25.000 fermetra hús fyrir alla starfsemi félagsins. Framkvæmdir við þessa stærstu vörumiðstöð landsins hefjast í vor og er gert ráð fyrir að þeim ljúki haustið 2004, en áætlað er að heildarkostn- aður slagi hátt í tvo milljarða króna. Knútur Hauksson, forstjóri Samskipa, segir að það verði mikil breyting að hafa alla starfsemina undir einu þaki á svæði félagsins við Vogabakka í Reykjavík, en út- boðin verði send út eftir helgi. „Við byrjum í vor og ætlum að ljúka byggingunni í september eða októ- ber á næsta ári,“ segir hann. Er í fimm húsum Samskip eru með viðamikla starfsemi í fimm húsum, en Knút- ur segir að mikil hagræðing verði því samfara að hafa allt á sama stað. „Við erum með langstærstu dreifingarmiðstöð landsins,“ segir hann í því sambandi og bendir á að félagið dreifi vörum í um 200 versl- anir um allt land daglega fyrir ut- an dreifingu til veitingahúsa og annarra. Þessi starfsemi, land- flutningakerfið ásamt tollvöru- geymslu og öllum innflutningi, verði í byggingunni, sem auðveldi allt starfið og tengingu á milli mis- munandi sviða. Núverandi húsnæði Samskipa er um 20.000 fermetrar en Knútur segir að nýja húsnæðið komi til með að nýtast mun betur og auð- velt verði að stækka það eftir þörf- um. Byggja stærsta vöruhús landsins Framkvæmdir Samskipa Kostnaður áætlaður um tveir milljarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.