Morgunblaðið - 22.03.2003, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
– leiðandi í lausnum
Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001
SIGURÐUR Viggó Kristjánsson
flugstjóri hjá US Airways í
Bandaríkjunum flaug til Kúveit
fyrr í vikunni með þá menn sem
taka eiga við stjórn Íraks til
bráðabirgða að stríðinu loknu og
voru þeir með 80 milljónir dala í
peningum í kössum með sér. Far-
þegar Sigurðar í þessu flugi töld-
ust það mikilvægir að Donald
Rumsfeld, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, kvaddi farþegana
í eigin persónu áður en lagt var
upp frá Bandaríkjunum áleiðis til
Kúveit.
Þriggja stjörnu
hershöfðingjar
„Ég tók við Airbus-vélinni með
ríkisstjórninni nýju í Róm og
flaug með þá áfram til Kúveit.
Þessir menn eiga að
taka við stjórninni í
Írak þegar stríðinu
lýkur. Þetta voru yf-
irleitt eldri þriggja
stjörnu generálar
sem höfðu verið
kallaðir til til þess
að koma saman ein-
hverri bráðabirgða-
stjórn í Írak og vera
sjálfir í henni til að
byrja með.“ Sigurð-
ur segir að um 160
manns hafi verið í
vélinni hjá honum
og langflestir þess-
ara manna eigi að
koma að bráðabirgðastjórninni í
Írak að stríðinu loknu.
„Þeir komu frá Andrews-her-
flugvellinum rétt fyr-
ir utan Washington
og Don Rumsfeld
kom sjálfur út á flug-
völl og kvaddi hvern
einasta mann með
handabandi. Við tók-
um síðan við vélinni í
Róm og flugum henni
niður til Sádi-Arabíu
og upp til Kúveit.
Þetta voru nær allt
Bandaríkjamenn en
þarna var líka hátt-
settur arabískur mað-
ur sem fæddur er í
Líbanon og ég sá að
það var stór grein um
hann í Time Magazine um daginn.
Farangurinn var í raun ekkert
síðri en farþegarnir því við vorum
með áttatíu milljónir dollara í
beinhörðum peningum með okkur
í stórum hvítum kössum. Mér
skildist að þá peninga ætti að
nota til þess að borga fólkinu,
sem á að sjá um rafmagns- og
vatnsveitukerfið, einn dollar á
dag.“
Sögðust ætla að vera komnir
til Bagdad á sunnudaginn
Sigurður segir greinilegt að
Bandaríkjamenn ætli að vera til-
búnir um leið og stríðinu lýkur að
taka við og koma upp starfhæfri
stjórn í landinu.
„Það var dálítið skrýtið og ég
veit ekki hvort þessir háttsettu
menn sem voru í vélinni hjá mér
ætluðust til þess að við heyrðum
það en þeir sögðu: „Nú erum við
hér í dag og við verðum í Bagdad
á sunnudaginn.“ En ég veit nú
ekki hvort það hefst hjá þeim.“
Sigurður Viggó segist vera bú-
inn að fljúga fyrir US Airways í
ein 34 ár, hann hafi flutt frá Ís-
landi árið 1968 en hafi þá áður
verið búinn að fljúga fyrir Flug-
félag Íslands. „Einhvern tíma í
bensínhallærinu í gamla daga
lagði US Airways nokkrum vélum
og þá flaug ég tvö ár fyrir Tjære-
borg í Danmörku en kom síðan
hingað til Bandaríkjanna aftur.
Ég bý núna í Scottsdale í Ari-
zona, það er eiginlega úthverfi frá
borginni Phoenix. Það eru meira
að segja tveir flugmenn og kunn-
ingjar mínir frá Íslandi búnir að
kaupa hús hérna í nágrenni við
okkur,“ segir Sigurður.
Íslenskur flugstjóri flaug með
bráðabirgðastjórnina til Íraks
Voru með 6,4 milljarða króna í beinhörðum peningum um borð hjá Sigurði Viggó
Sigurður Viggó
Kristjánsson
MIKIL viðskipti urðu í kringum
Fjárfestingarfélagið Straum hf. í
gær. Það seldi öll hlutabréf sín í SÍF
hf. að nafnvirði 209,9 milljónir króna
á genginu 5,2 eða samtals fyrir tæp-
lega 1,1 milljarð króna. Kaupendur
voru Skeljungur með 95,4 milljónir
og Sjóvá-Almennar tryggingar með
119,7 að nafnvirði. Jafnframt seldi
Skeljungur hlut sinn í Straumi, 160
milljónir eða 5,7% heildarhlutafjár.
Loks keypti Straumur töluvert af
eigin bréfum, 74 milljónir króna að
nafnvirði, á genginu 3,10 en seldi síð-
an Lífeyrissjóðum Bankastræti 7 64
milljónir króna að nafnvirði. Lífeyr-
issjóður sjómanna keypti svo ríflega
5% hlut í Straumi, eða 80,8 milljónir
að nafnverði.
Eignarhlutur Straums í SÍF er nú
enginn en var áður 14,08%. Eignar-
hlutur Skeljungs í SÍF er nú 6,04%
heildarhlutafjár en var áður enginn.
Hlutur Sjóvár-Almennra trygginga í
SÍF er nú 197 milljónir króna að
nafnvirði eða 13,22% heildarhlutafjár
en var áður 5,19% heildarhlutafjár.
Eftir kaup Lífeyrissjóðs sjómanna
í gær er hlutur hans í Straumi 140,8
milljónir króna að nafnvirði, eða um
5%. Eignarhlutur Lífeyrissjóða
Bankastræti 7 er nú 164 milljónir að
nafnvirði eða sem svarar til 5,9% af
heildarhlutafé. Straumur hf. hefur
ennfremur gert samning við Íslands-
banka hf. og Landsbanka Íslands hf.
um viðskiptavakt á útgefnum hluta-
bréfum félagsins.
Loks hefur Kauphöll Íslands orðið
við þeirri beiðni Straums, að hluta-
bréf félagsins verði í framtíðinni í
flokknum Aðallisti hlutafélög í stað
Aðallisti hlutabréfasjóðir í kjölfar
þeirra breytinga sem gerðar hafa
verið á hlutverki og starfsemi félags-
ins.
Sáttur við verðið
Þórður Már Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Straums, segir þau
viðskipti sem orðið hafi í gær ósköp
eðlileg. Sjóðurinn hafi metið aðstæð-
ur þannig að heppilegt væri að selja
bréfin í SÍF á þessum tímapunkti og
hann væri sáttur við það verð sem
fengizt hefði. Hann segir jafnframt
að uppfærslan á lista Kauphallarinn-
ar sé rökrétt framhald þess, sem á
undan hafi gengið, en vill að öðru
leyti ekki tjá sig frekar um þessi við-
skipti.
Kristinn Björnsson, forstjóri
Skeljungs, segir að í haust hafi Skelj-
ungur átt töluvert í SÍF og SR mjöli.
Það hafi verið selt og keypt í staðinn í
Straumi. Því megi segja nú að þau
viðskipti hafi einfaldlega verið að
ganga til baka. Um það sé ekkert
meira að segja.
Straumur hf.
selur fyrir um
milljarð í SÍF
Skeljungur og Sjóvá-Almennar kaupa
SEX bílar lentu utan vegar á leið yfir
Holtavörðuheiðina norðanmegin nið-
ur í Hrútafjörð í gærkvöldi. Einn af
þeim var stór flutningabíll með tengi-
vagn, sem valt á hliðina. „Aðstæður
eru mjög erfiðar. Það er fljúgandi
hálka og leiðindaveður. Það gengur á
með dimmum éljum og varla stætt á
veginum,“ sagði Hannes Geirsson,
lögregluvarðstjóri á Hólmavík, þegar
hann var við björgunarstörf. Engin
slys urðu á fólki. Hannes taldi vöru-
flutningabílinn ónýtan en hinir bílarn-
ir voru fjarlægðir af vettvangi.
Sex bílar
útaf á Holta-
vörðuheiði
ÍSLANDSMÓTIÐ í hópfimleikum
hófst í Laugardalshöll í gærkvöldi
og sýndu keppendur glæsileg til-
þrif. Áhorfendur kunnu vel að meta
það sem fyrir augu bar og veittu
keppendum dyggan stuðning.
Á myndinni má sjá Kolbrúnu
Sveinsdóttur úr Gerplu sýna listir
sínar þegar hún stekkur af tramp-
ólíni. Auk þess var keppt í gólfæf-
ingum og stökki á dýnu.
Mótið heldur áfram í dag en þá
fer fram einstaklingskeppni á
áhöldum. Mótinu lýkur á sunnudag.
Morgunblaðið/Sverrir
Glæsileg tilþrif
Stjarnan/54
SAMSKIP hf. ætla að byggja um
25.000 fermetra hús fyrir alla
starfsemi félagsins. Framkvæmdir
við þessa stærstu vörumiðstöð
landsins hefjast í vor og er gert
ráð fyrir að þeim ljúki haustið
2004, en áætlað er að heildarkostn-
aður slagi hátt í tvo milljarða
króna.
Knútur Hauksson, forstjóri
Samskipa, segir að það verði mikil
breyting að hafa alla starfsemina
undir einu þaki á svæði félagsins
við Vogabakka í Reykjavík, en út-
boðin verði send út eftir helgi. „Við
byrjum í vor og ætlum að ljúka
byggingunni í september eða októ-
ber á næsta ári,“ segir hann.
Er í fimm húsum
Samskip eru með viðamikla
starfsemi í fimm húsum, en Knút-
ur segir að mikil hagræðing verði
því samfara að hafa allt á sama
stað. „Við erum með langstærstu
dreifingarmiðstöð landsins,“ segir
hann í því sambandi og bendir á að
félagið dreifi vörum í um 200 versl-
anir um allt land daglega fyrir ut-
an dreifingu til veitingahúsa og
annarra. Þessi starfsemi, land-
flutningakerfið ásamt tollvöru-
geymslu og öllum innflutningi,
verði í byggingunni, sem auðveldi
allt starfið og tengingu á milli mis-
munandi sviða.
Núverandi húsnæði Samskipa er
um 20.000 fermetrar en Knútur
segir að nýja húsnæðið komi til
með að nýtast mun betur og auð-
velt verði að stækka það eftir þörf-
um.
Byggja
stærsta
vöruhús
landsins
Framkvæmdir Samskipa
Kostnaður áætlaður
um tveir milljarðar