Morgunblaðið - 22.03.2003, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 11
BYGGÐASTEFNA á Íslandi er að
mörgu leyti frábrugðin byggða-
stefnu næstu nágrannaþjóða okkar,
en beinar fjárhagslegar aðgerðir
gegna mun stærra hlutverki í
byggðastefnu hér á landi þegar mið-
að er við önnur Norðurlönd. Kostn-
aður vegna byggðamála á Íslandi
kemur ekki nema að litlu leyti fram í
útgjöldum ríkisins. Þannig er áætlað
að á liðnu ári hafi heildarkostnaður
vegna þessa málaflokks numið tæp-
um 8 milljörðum króna en um 2,4
milljarðar komu frá ríkinu. Lang-
stærsti hluti útgjalda vegna byggða-
mála felst í þeirri jöfnun sem á sér
stað gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfé-
laga. Þetta er á meðal þess sem fram
kemur í nýrri skýrslu: Fólk og fyr-
irtæki – Um búsetu og starfsskilyrði
á landsbyggðinni, sem Byggðarann-
sóknastofnun og Hagfræðistofnun
unnu og kynnt var á málþingi í Há-
skólanum á Akureyri í gær.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
og viðskiptaráðherra sagði í ávarpi
sínu á málþinginu að framkvæmd
byggðaáætlunar sem samþykkt var
á Alþingi fyrir réttu ári væri nú kom-
in á gott skrið og m.a. hefði góð sam-
vinna náðst við önnur ráðuneyti um
framkvæmd sameiginlegra verk-
efna. Fyrsta stóra verkefnið var opn-
un Nýsköpunarmiðstöðvar á Akur-
eyri í lok síðasta árs, en henni væri
ætlað að vera framvörður í nýrri at-
vinnusókn á landsbyggðinni.
Ráðherra sagði ástæðu til að
leggja áherslu á möguleika lands-
byggðarinnar sem tengdust kostum
upplýsingasamfélagsins, en hvað
varðar hagnýtingu upplýsinga- og
fjarskiptatækni stæðist landsbyggð-
in ekki samanburð við höfuðborgar-
svæðið og því nauðsynlegt að bæta
þar úr.
Þá nefndi Valgerður sem dæmi
um veigameiri verkefni stofnun önd-
vegisseturs á sviði auðlindalíftækni
við Háskólann á Akureyri, en þar er
fyrirhugað að safna saman þekkingu
og reynslu til að byggja upp rann-
sókna- og nýsköpunarstarfsemi á
sviði auðlindalíftækni. „Markmiðið
er að unnt verði að stofna til arðbærs
fyrirtækjareksturs innan fárra ára
sem t.d. gæti tengst sjávarlíftækni,
þar sem erfðaefnið er fengið úr líf-
ríki sjávar – eða sem tengist land-
búnaðarlíftækni þar sem erfðabreytt
iðnaðarprótein væru ræktuð með
hefðbundnum ræktunaraðferðum
landbúnaðarins,“ sagði Valgerður.
Í skýrslunni sem kynnt var á mál-
þinginu eru settar fram tillögur
varðandi byggðamálin, þar sem m.a.
er lagt til að þrír stórir byggðakjarn-
ar verði efldir utan höfuðborgar-
svæðisins, þ.e. Norðurland með Ak-
ureyri sem miðpunkt, Vestfirðir með
Ísafjörð og Mið-Austurland með Eg-
ilsstaði. Tryggvi Herbertsson for-
stöðumaður Hagfræðistofnunar
fjallaði um tillögurnar og sagði að
ástæða fyrir því að lögð væri áhersla
á þessa kjarnauppbyggingu væri
ekki sú að byggð á jaðarsvæðum
skipti engu máli. Þvert á móti væri
markmiðið að efla miðlæga byggða-
kjarna sem gætu styrkt svæðið um-
hverfis. Því er í skýrslunni lagt til að
áhrifasvæði þessara þriggja byggða-
kjarna verði stækkuð, þannig að jað-
arbyggðir geti sótt þangað ýmsa sér-
hæfða framleiðsluþætti og þjónustu.
Þær aðgerðir sem lagt er til að
ráðist verði í til að efla byggðakjarn-
ana eru að efla menntun, samgöngur
og fjarskipti og bæta þannig að ein-
hverju leyti upp mikinn flutnings-
kostnað.
Styrkir til menntamála
verði meginstoðin
Í máli Tryggva kom fram að
skýrsluhöfundar legðu til að styrkir
til menntamála yrðu meginstoðin í
því að styrkja byggðakjarnana þrjá.
Þannig verði Háskólanum á Akur-
eyri gert kleift að koma upp öflugum
útibúum á Egilsstöðum og Ísafirði,
þar sem hægt yrði að taka a.m.k.
fyrstu árin í fjölmennustu greinum
háskólanáms, s.s. viðskiptafræði,
lögfræði, heilbrigðisgreinum og
kennaramenntun. Eins verði fram-
haldsskólum gert kleift að koma upp
útibúum á smærri þéttbýlisstöðum
til að ungt fólk ætti þess kost að vera
í heimabyggð til 18 ára aldurs.
Fram koma einnig tillögur er
varða flutningskostnað og sam-
göngur, en hvað þær varðar er m.a.
lagt til að við forgangsröðun fram-
kvæmda í samgöngukerfinu verði
sérstaklega skoðað hver áhrifin
verði á stærð atvinnu- og þjónustu-
svæða. Eins verði kerfið byggt upp á
þann hátt að samgöngur frá jaðar-
svæðum að miðstöð hvers byggða-
kjarna verði auðveldaðar, sem og
samgöngur milli landsbyggðamið-
stöðvanna og höfuðborgarsvæðisins.
Í skýrslunni kemur einnig fram
tillaga um að ríkisstofnanir komi sér
upp vefþjónustu þannig að einstak-
lingar og fyrirtæki þurfi síður að
leita til höfuðborgarsvæðisins til að
sinna erindum sínum.
Skýrsla um búsetu- og starfsskilyrði kynnt á málþingi um byggðamál á Akureyri í gær
Vilja efla þrjá
byggðakjarna
á landsbyggð
Morgunblaðið/Kristján
Fjöldi fólks sat málþingið um byggðamál í gær. Fram kom að um 8 milljörðum sé varið til byggðamála á ári.
Akureyri. Morgunblaðið
SAMNINGUR um yfirtöku Torfa-
lækjar- og Svínavatnshreppa á upp-
græðsluþætti Landsvirkjunar á
virkjunarsvæði vestan Blöndu var
undirritaður í Blöndustöð í fyrra-
kvöld. Viðstaddir undirritunina
voru meðal annars sveitarstjórn-
armenn viðkomandi hreppa, for-
stjóri Landsvirkjunar svo og nú- og
fyrrverandi stöðvarstjóri Blöndu-
virkjunar. Samningurinn hljóðar
upp á það að Torfalækjar- og
Svínavatnshreppur fá greiddar 100
milljónir króna gegn því að annast
alla uppgræðslu og áburðardreif-
ingu á virkjunarsvæði vestan
Blöndu um ókomna tíð. Samninginn
undirrituðu þeir Jóhann Guð-
mundsson, oddviti í Holti, fyrir
hönd Svínavatnshrepps, Erlendur
G. Eysteinsson, oddviti á Stóru-
Giljá, fyrir hönd Torfalækj-
arhrepps og Friðrik Sophusson for-
stjóri fyrir hönd Landsvirkjunar.
Þeir Jóhann og Erlendur kváðust
í samtali við Morgunblaðið vera
sáttir við samninginn og í sama
streng tók Friðrik Sophusson. Þeir
Jóhann og Erlendur sögðu að ekki
væri búið að útfæra hvernig staðið
yrði að uppgræðslumálum í fram-
tíðinni en ljóst væri að áherslur í
þessum málum hefðu breyst frá því
samningar um Blönduvirkjun voru
fyrst undirritaðir í mars árið 1982.
Þessi samningur er í raun loka-
áfangi í að færa skyldur Lands-
virkjunar yfir á heimamenn sam-
kvæmt samningnum frá 1982.
Friðrik sagði að nú gætu menn ein-
beitt sér að því að rækta nábýlið
þegar allir samningar væru að
baki. Jóhann Guðmundsson sagði
að heimamenn væru mjög sáttir við
Landsvirkjun sem þegn í samfélag-
inu og hefðu öll samskipti við fyr-
irtækið gengið mjög vel í gegnum
tíðina.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Samninginn um yfirtöku á uppgræðsluþætti Blönduvirkjunar undirrituðu
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og oddvitarnir Jóhann Guð-
mundsson og Erlendur G. Eysteinsson. Á myndinni er Rán Jónsdóttir,
stöðvarstjóri Blönduvirkjunar, að óska oddvitunum til hamingju.
Yfirtaka uppgræðslu
á virkjunarsvæði
vestan Blöndu
Blönduósi. Morgunblaðið.
HAFNAR eru viðræður um myndun
nýs meirihluta í bæjarstjórn Vest-
mannaeyja á milli Vestmannaeyjalist-
ans og Andrésar Sigmundssonar,
sem er eini bæjarfulltrúi Framsókn-
arflokks og óháðra. Lúðvík Berg-
vinsson V-lista segir engan vafa leika
á því að bæjarstjórnarmeirihluti
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks sé fallinn og þetta staðfestir
Andrés Sigmundsson.
Víkingur Smárason, formaður
Framsóknarfélagsins í Vestmanna-
eyjum sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að Framsóknarflokkur-
inn hefði ekki veitt Andrési
Sigmundssyni umboð til meirihluta-
viðræðna við V-listann og fulltrúaráð
flokksins hefði ekki tekið ákvörðun
um að slíta núverandi meirihlutasam-
starfi við sjálfstæðismenn í bæjar-
stjórn.
Nýr meirihluti myndaður
strax eftir helgina
Andrés Sigmundsson segir hóp
vera innan Framsóknarflokksins sem
ekki sé sáttur við að gengið verði til
samstarfs við V-listann. „Mín afstaða
í málinu er aftur á móti alveg óbreytt.
Ég hef slitið samstarfinu við Sjálf-
stæðisflokkinn og ég hef hafið viðræð-
ur við V-listann og ég stefni að því að
ljúka þeim viðræðum sem fyrst.“
Andrés segist vonast til að hægt
verði að ljúka þeim viðræðum strax
eftir helgina en aðspurður um stuðn-
ing við sig í málinu segir hann: „Það
má orða það þannig að ég þekki mitt
heimafólk og ég veit nú svona nokk-
urn veginn hvaða stuðning ég hef. “
Framsóknarmenn komu saman til
skyndifundar í hádeginu í gær til að
fara yfir þá stöðu sem upp er komin
eftir að meirihlutinn í bæjarstjórn
klofnaði í atkvæðagreiðslu sl. fimmtu-
dag um afstöðu til tillögu samgöngu-
ráðherra um að þriggja manna nefnd
verði skipuð til að fara yfir nýlega
skýrslu starfshóps um samgöngur til
Eyja. Ákveðið hefur verið að boða til
stjórnarfundar í framsóknarfélaginu
kl. 10:30 í dag vegna málsins.
Niðurstaða á mánudaginn
Í gærmorgun sendu Andrés og
Lúðvík frá sér undirritaða yfirlýsingu
um að hafnar væru viðræður um
myndun nýs meirihluta.
Guðjón Hjörleifsson, oddviti sjálf-
stæðismanna, segir að Andrés hafi
lýst yfir að hann sé, „prívat og per-
sónulega“, búinn að slíta meirihluta-
samstarfinu. „Fulltrúaráð Framsókn-
arflokksins hefur ekki slitið
samstarfinu og við erum með sam-
komulag við Framsóknarflokkinn og
óháða. Þeir eru að funda í dag og á
morgun en hvort Andrés gerir þetta
sem persóna og fer yfir og myndar
meirihluta, en hann getur gert það
samkvæmt þeim leikreglum sem í
gildi eru, eða hvort þetta verður
tveggja flokka samkomulag, verður
tíminn að leiða í ljós,“ sagði Guðjón.
Lúðvík segir að menn muni gefa
sér góðan tíma yfir helgina til að fara
yfir málin í þeim meirihlutaviðræðum
sem hafnar séu.
Guðjón Hjörleifsson tók fram að
engir hnökrar hefðu verið á samstarf-
inu á kjörtímabilinu innan þess trún-
aðarhóps meirihlutans sem vinnur að
málefnum Vestmannaeyjabæjar.
Gott trúnaðartraust hefði skapast á
milli manna og engan skugga hefði
borið þar á. Það væri því synd hvernig
komið væri nú.
Viðræður hafnar um
myndun nýs meirihluta
Sviptingar og óvissa í bæjarstjórn Vestmannaeyja
Framsóknarfélagið hefur ekki veitt umboð til viðræðna
samskiptum meðferðaraðila við not-
endur þjónustunnar. Aðstaða og um-
hverfi verði skapað til að uppfylla
þessi skilyrði.
Áhersla verði lögð á breytta stefnu
í ríkjandi meðferðarúrræðum þar
sem notkun og ávísun geðlyfja verði
tekin til gagngerrar endurskoðunar.
Efld verði til muna aðkoma þverfag-
legra aðila að meðferðarúrræðum.
Gengið verði frá samningum varðandi
greiðslur af hálfu almannatrygginga-
kerfisins fyrir sálfræðiþjónustu á
sama hátt og fyrir geðlæknisþjón-
ustu.“
NÍU félög hafa sent frá sér sameig-
inglega ályktun um áherslur í geðheil-
brigðismálum. Félögin eru Geðhjálp,
Þroskahjálp, Blindrafélagið, MS-fé-
lag Íslands, Félag heyrnarlausra,
Kraftur – styrktarfélag, Sjálfsbjörg –
landssamband fatlaðra, Áhugahópur
um geðheilbrigðismál og Umhyggja,
styrktarfélag langveikra barna. Fer
ályktunin hér á eftir:
„Öllum verði tryggður jafn aðgang-
ur að geðheilbrigðiskerfinu. Þjónust-
an verði sniðin að þörfum og á for-
sendum notenda þjónustunnar.
Virðing verði höfð í fyrirrúmi í
Öllum verði tryggður
jafn aðgangur
Ályktun um geðheilbrigðismál