Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ EGGERT Ágúst Sverrisson, fram- kvæmdastjóri einstaklingstrygg- ingasviðs hjá VÍS, tekur ekki undir það sem fram kemur í fyrirsögn Morgunblaðsins í gær að skaðabóta- lög hafi ekki hækkað ökutækja- tryggingar. Héldu talsmenn trygg- ingafélaganna fram því gagnstæða í Morgunblaðinu á miðvikudaginn. Áður hafði komið fram að ábyrgð- artryggingar ökutækja hafa tvöfald- ast í verði á undanförnum sex árum. Eggert segir misskilning að tengja hækkun iðgjalda við vísitölu neyslu- verðs líkt og gert var í frétt Morg- unblaðsins. Miða eigi hana frekar við launavísitölu sem hafi hækkað mun meira en vísitala neysluverðs eða um tæp 60% á þessu tímabili. „Rósmundur Guðnason, deildar- stjóri hjá Hagstofu Íslands, er ekki að segja að skaðabótalögin hafi ekki hækkað ökutækjatryggingar,“ segir Eggert um frétt blaðsins í gær og út- skýrir frekar: „Árið 1999 er mismun- andi hækkun [iðgjalda] hjá trygg- ingafélögunum en flest voru að hækka um 37–41%. Menn átta sig ekki á að Hagstofan segir að við út- reikning vísitölunnar af þessari hækkun sé hluti hennar gæðabreyt- ing í hækkuninni vegna þess að með breytingu á skaðabótalögum séu neytendur að fá viðbótargæði. Það er mat Hagstofunnar. Þess vegna mælist það ekki inni í vísitölu trygg- inga hjá Hagstofunni nema að hluta þó að iðgjöldin hafi hækkað.“ Tjónabætur vegna líkamstjóna byggjast á launum Eggert segir það rugla marga að iðgjöld í ábyrgðartryggingum öku- tækja breytist ekki miðað við breyt- ingar á neysluverðsvísitölu heldur við breytingar á vísitölu ökutækja- trygginga. Þessar vísitölur taki m.a. mið af breytingu á launavísitölunni en ekki vísitölu neysluverðs. „Stærsti hluti í greiðslu á tjóna- bótum vegna líkamstjóna byggjast á launum viðkomandi en samkvæmt skaðabótalögunum ber að verð- tryggja þau miðað við launavísitölu. Bætur vegna t.d. þjáninga- og miska taka hins vegar mið af breytingu á neysluverðsvísitölunni.“ Þetta segir Eggert skýra af hverju iðgjöld hafi hækkað mun meira en vísitala neysluverðs segi til um. „Launavísi- talan hefur hækkað meira en vísitala neysluverðs eins og þegar hefur komið fram. Það er skýringin. Gróft mat mitt er að einhvers staðar milli 50–60% hækkun verður vegna verð- lagsbreytinga og 40–50% vegna taxtahækkunar á tryggingum. Enn- fremur má benda á að í mars 1997 voru iðgjöld í lægri kantinum miðað við undanfarin ár og m.a. lækkuðu iðgjöldin rúmlega 20% haustið 1996.“ Iðgjöld tengd við launavísitölu FÉLAGSBÚSTAÐIR hf. í Reykjavík hafa nú keypt 50 íbúðir af þeim 150 íbúðum, sem ákveðið hefur verið að kaupa á árinu. Stjórn Félagsbústaða ákvað árið 1999 að kaupa 100 íbúðir á ári. Það ár voru keyptar 96 íbúðir en síðan hafa 100 íbúðir bæst við á ári. Um nýliðin ára- mót var 881 umsækjandi á bið- lista eftir félagslegri íbúð frá Félagsbústöðum og í samræmi við flýtiframkvæmdir var ákveðið að kaupa 150 íbúðir í ár, 100 íbúðir 2004, en 75 íbúðir 2005 og jafnmargar 2006. Sigurður Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða, segir að það sem af sé árinu sé búið að kaupa 50 íbúðir. Verið sé að byggja fjölbýlishús við Þórðarsveig 1–5, þar sem verði 50 tveggja herbergja þjónustu- íbúðir fyrir aldraða og fatlaða og verði þær afhentar seinni partinn í júlí. 16 þessara íbúða hafi verið keyptar í fyrra en 34 í ár en auk þess hafi 16 íbúðir verið keyptar á þessu ári, þar af tvær í gær. Að sögn Sigurðar er mesta áherslan lögð á að kaupa tveggja herbergja íbúðir enda sé mest spurn eftir þeim eða um tveir þriðju hlutar biðlist- ans, en því miður sé afskaplega lítið af þessari stærð á mark- aðnum. Með byggingunni við Þórðarsveig sé því verið að koma til móts við þörfina. Hafa keypt 50 íbúðir á árinu KAUPÞING banki hf. átti frum- kvæðið að því að óska eftir viðræðum við bankaráð Búnaðarbanka Íslands hf. um samvinnu eða sameiningu bankanna. Í tilkynningu frá Búnaðarbankan- um kemur fram að bankanum hafi borist bréf frá Kaupþingi banka, dagsett 25. mars síðastliðinn, þar sem óskað er eftir viðræðum milli stjórnar Kaupþings banka og banka- ráðs Búnaðarbanka Íslands um nán- ara samstarf, sameiningu eða sam- runa bankanna. Segist bankaráð Búnaðarbankans hafa fjallað um bréf Kaupþings banka í gær og ákveðið að hefja viðræður við Kaupþing banka. Sterkir bankar hvor á sínu sviði Hjörleifur Jakobsson, formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands hf., segir það vera mjög áhugavert verkefni að skoða hugsanlegt sam- starf bankans og Kaupþings banka. Hann segir að bankarnir séu báðir sterkir, hvor á sínu sviði. Sameinaður banki geti veitt viðskiptavinum sín- um betri þjónustu jafnframt því sem hann yrði vel í stakk búinn til frekari sóknar innanlands sem utan. Viðræður milli bankanna hefjast að sögn Hjörleifs strax í næstu viku. Hann segir að menn komi ágætlega undirbúnir til viðræðna. Ýmsir möguleikar í sambandi við hugsan- legt samstarf banka hér á landi hafi verið skoðaðir. Hann reikni því með að aðilar verði fljótir að finna út hvernig hlutirnir liggi í þessum efn- um. Aðspurður segir Hjörleifur að Vá- tryggingafélag Íslands, VÍS, hafi ekki komið til tals í sambandi við hugsanlegt samstarf Búnaðarbank- ans og Kaupþings banka. Bankar sem falla ágætlega saman Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður Kaupþings banka hf., segist lítast ágætlega á hugsanlegt sam- starf bankans og Búnaðarbankans. Hann segir að í fljótu bragði virðist þessir tveir bankar falla ágætlega saman. Búnaðarbankinn sé mest með hefðbundna bankastarfsemi sem og fjárfestingarbankaarm, sem sé að gera nokkurn veginn það sama og Kaupþing banki. Það eigi hins vegar eftir að koma í ljós hvort kom- ist verði að niðurstöðu og því sé of snemmt að segja nokkuð frekar um fyrirhugaðar viðræður. Að sögn Sigurðar eru báðir aðilar sammála um að reyna að láta viðræð- ur taka sem stystan tíma. Hægt sé að gera ráð fyrir nokkrum vikum þó ekki sé unnt að gefa ákveðin tíma- mörk. Kemur á óvart Íslandsbanki keypti í gær 155 milljónir króna að nafnverði í Bún- aðarbankanum. Eignarhlutur Ís- landsbanka í Búnaðarbankanum er nú 7,85% en var áður 4,99%. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segir að bankinn líti á Búnaðarbankann sem góðan fjár- festingarkost og hafi verið að auka hlut sinn í honum á undanförnum vikum. Það hefur ekki farið leynt að Ís- landsbanki hefur haft hug á að sam- einast Búnaðarbankanum og óskaði m.a. eftir því að taka þátt í einkavæð- ingu hans síðastliðið sumar. Að sögn Bjarna var það stefna rík- isstjórnarinnar á þeim tíma að fjár- málafyrirtæki tækju ekki þátt í einkavæðingarferli viðskiptabank- anna. Hann segir það hins vegar ekki koma á óvart að viðræður um sam- einingu á fjármálamarkaði séu hafn- ar nú enda hafi það verið vitað að hagræðingarferli fjármálafyrirtækj- anna myndi hefjast eftir einkavæð- ingu Búnaðarbanka og Landsbank- ans. „Það kemur hins vegar á óvart að bankaráð Búnaðarbankans hafi kosið að ræða við Kaupþing þar sem fyrirfram mætti ætla að hægt væri að ná meiri samlegðaráhrifum ann- ars staðar með hagsmuni hluthafa í huga,“ segir Bjarni. Aðspurður segist hann þar eiga við Íslandsbanka og Landsbanka. Spurður um hvort sameining Ís- landsbanka og Búnaðarbanka gæti orðið vegna samkeppnissjónarmiða segir Bjarni að ekki sé hægt að full- yrða neitt í þeim efnum öðruvísi en að láta á það reyna. Meiri samlegð af samruna viðskiptabanka Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka Íslands, segir að ekki komi á óvart að viðræður um samruna á fjármálamarkaði hefjist eftir að einkavæðingu bankanna lauk. Það sé eitthvað sem allir hafi búist við. Hann segir að samrunaferli sé hafið annars staðar á Norðurlönd- um eftir niðursveiflu síðustu tveggja ára. Þar séu að verða til stórar ein- ingar innan fjármálageirans og við- horf samkeppnisyfirvalda á Norður- löndum sé að breytast í að heimila stærri einingar. „Það sem þó kemur á óvart er að ferlið hefjist með viðræðum um sam- einingarkost sem, samkvæmt alþjóð- legri reynslu, ekki skilar mestri og öruggastri samlegð á markaði, þ.e. að viðræður hefjist milli viðskipta- banka og fjárfestingarbanka. Mark- aðurinn hefði líklega frekar átt von á að fyrst hefði verið freistað að ná fram samruna tveggja almennra við- skiptabanka sem skilar mun meiri samlegðaráhrifum. Það er vel þekkt innlend og alþjóðleg reynsla að sam- legðaráhrif af samruna tveggja við- skiptabanka sem starfa á sama markaði og reka sambærilega þjón- ustu skilar 12-15% kostnaðarlækkun af samanlögum rekstrarkostnaði. Samruni fjárfestingarbanka, eins og Kaupþing er, og viðskiptabanka skil- ar ekki nema 6-8% kostnaðarlækk- un,“ segir Halldór. Viðræður að hefjast um sameiningu Kaupþings og Búnaðarbankans Frumkvæði að viðræðun- um kom frá Kaupþingi Morgunblaðið/Sigurður Jökull Morgunblaðið/Árni Sæberg DEYFÐ á bandarískum ferðamark- aði sem rekja má til stríðsátakanna í Írak varð til þess að Flugleiðir ákváðu að fresta því að hefja áætl- unarflug til og frá New York um rúmlega þrjár vikur, að sögn Guð- jóns Arngrímssonar, upplýsinga- fulltrúa félagsins. Flugið átti að hefjast 14. mars en hefst þess í stað 7. apríl. Guðjón segir að þessi deyfð hafi verið yfir ferðamarkaði í Bandaríkjunum um nokkra hríð og óvíst hvenær hann taki við sér. Fé- lagið bregðist við með því að herða róðurinn í sölu- og markaðsstarfi. Sumarið líti vel út en meiri óvissa ríki um sölu í vor. Guðjón segir að áætlunarflugið sem hefst 7. apríl verði sams konar og átti að hefjast 14. mars. Engin áform séu um að breyta þeirri áætl- un sem ákveðin var í fyrrahaust. Aðspurður segir hann ómögulegt að spá fyrir um hvenær lifna muni yfir ferðamarkaði í Bandaríkjunum eða hvaða aðstæður þurfi til þess. Þar í landi virðist almenningur vera smeykari við ferðalög en Evrópubú- ar. Guðjón segir viðbúið að í upphafi stríðsátaka fyllist fólk óhug og fé- laginu hafa borist fyrirspurnir um hvort öllu sé óhætt á áfangastað og sumir hafa frestað för sinni. Að nokkrum dögum liðnum skynji flestir að stríðið hafi engin sérstök áhrif á daglegt líf þeirra, viðhorfið breytist og fljótlega líði þessi ótti hjá. Guðjón segir því að engin áform séu um frekari breytingar hjá Flug- leiðum vegna stríðsins í Írak. Stríði virðist fyrst og fremst hafa áhrif á flugið milli Evrópu og Bandaríkj- anna. Bókanir í ferðir til Íslands í sumar séu ágætar og íslenski mark- aðurinn hafi verið líflegur. New York- flugi frest- að vegna Íraksstríðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.