Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAU tíðindi áttu sér stað á ársfundi viðskipta- og hagfræðideildar í febr- úar síðastliðnum að nýtt tímarit leit dagsins ljós sem ber nafnið Tímarit um viðskipti og efnahagsmál. Tíma- ritinu er ætlað – eins og nafnið gefur til kynna – að vera vettvangur fyrir fræðilegar greinar um viðskipti og efnahagsmál. Sá sem hér ritar hefur verið skipaður sem ritstjóri en tíma- ritið hefur lögheimili í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Á síðustu árum hefur fjölgað mjög í hópi viðskipta- og hagfræðinga. En ekki aðeins það. Sá hópur sem hefur lengri háskólamenntun – meistara- gráðu eða meira – hefur margfaldast að stærð. Hér er því að spretta upp fræðasamfélag sem ofangreindu riti er ætlað að þjóna. Tímaritið stendur vitaskuld opið öllum viðskipta- og hagfræðingum sem sinna fræðilegum rannsóknum. Ennfremur eru fræði- menn í öðrum greinum sem hafa hag- ræn mál að rannsóknarefni, s.s. sagn- fræði, félagsfræði eða mannfræði, hvattir til þess að senda greinar til tímaritsins. Útgáfa blaðsins verður tvískipt. Annars vegar verða greinar birtar op- inberlega á veraldarvefnum á slóðinni http://www.efnahagsmal.hi.is um leið og þær hafa náð þeim fræðilegu kröf- um sem til þeirra eru gerðar. Nú þeg- ar hafa þrjár greinar verið birtar með þeim hætti á vefnum. Hins vegar verða greinarnar birtar í prentaðri útgáfu í lok hvers árs. Gerðar eru fræðilegar kröfur til greinarhöfunda sem eru samhljóða þeim er þekkjast meðal vísindatímarita erlendis og al- kunnar eru innan flestra fræðigreina. Fræðilegar kröfur Ritstjóri er fyrsti umsagnaraðili um greinarnar og kemur þeim í hend- ur tveggja dómbærra aðila, sem hafa fræðiþekkingu á því sviði sem greinin tekur til. Það er gert undir tvöfaldri nafnleynd. Ritrýnar fá ekki að vita nafn greinarhöfundar og nafnleynd ritrýna er einnig tryggð. Í áliti ritrýna mun koma fram mat á því hvort að greinin geti – að gerðum breytingum – uppfyllt þær fræðilegu kröfur sem til hennar ber að gera. Ritrýni er ætl- uð til þess að tryggja fræðilegar kröf- ur, en er einnig með öðrum þræði þjónusta við greinarhöfunda og nauð- synlegur þáttur í því ferli að rita góða fræðigrein. Greinar sem birtast í tímaritinu gefa full rannsóknarstig samkvæmt reglum Háskóla Íslands. Einnig eru gerðar kröfur um læsi- leika, að viðfangsefni og niðurstöðum sé lýst með skýrum hætti í inngangi. Markmiðið er að greinarnar verði auðlesnar fyrir hag- og viðskipta- fræðinga og aðra með sæmilega inn- sýn í þessi fræði. Greinar eiga helst að vera á íslensku en ritstjóri tekur einn- ig við fræðigreinum á ensku eða öðr- um tungumálum, ef efnið er talið eiga erindi við íslenska lesendur. Þá eru gerðar kröfur um frágang og upp- setningu sem lýst er nánar á heima- síðunni. Í ritnefnd tímaritsins eru Ágúst Einarsson prófessor og deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar, Ragn- ar Árnason prófessor í hagfræðiskor og Runólfur Smári Steinþórsson dós- ent í viðskiptafræðiskor. Nýtt tímarit er fætt Eftir Ásgeir Jónsson „Gerðar eru kröfur um læsileika.“ Höfundur er hagfræðingur. ajonsson@hi.is ÞAÐ vakti athygli margra að í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins mánudaginn 24. mars lýsti Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra því með dramatískum hætti hvernig ill- mennið Saddam Hussein lét skera tunguna úr hermanni fyrir tiltekið agabrot svo manninum blæddi út. Ráðherrann tók þetta dæmi til þess að hnykkja á nauðsyn þess að steypa ógnvaldinum af stóli með stríðsárás sem ætlað er að taka öllum fram sem heimurinn hefur áður orðið vitni að. Sprengjunum er látið rigna yfir Írak, Bagdad brennur, blóðið rennur, óbreyttir borgarar tætast í sundur og bandamenn granda hverjir öðrum. Þannig er veruleiki stríðsins. Leiðarahöfundi Morgunblaðsins miðvikudaginn 26. mars ofbauð þetta líka með tunguna þótt honum ofbjóði ekki stríðið með tilheyrandi blóðsút- hellingum og eyðileggingu. Við deil- um þeirri skoðun með utanríkisráð- herra og Morgunblaðinu að réttarfari í Írak er stórlega ábótavant og refs- ing eins og tunguskurður stenst ekki hugmyndir lýðræðisþjóða um mann- úðlega meðferð fanga og mannrétt- indi. Í Evrópu var þessari refsingu enn beitt á 17. öld við guðlastara áður en þeim var varpað á bálið. Nú erum við Evrópumenn löngu hættir þessu. En það er víðar pottur brotinn en í Írak og íslamskur refsiréttur er í nokkrum löndum araba eins og aftan úr fornöld líkt og Gamla Testamentið, undanfari þess Nýja og Kóransins, sé enn óendurskoðuð lögbók. Vinir okk- ar og samherjar í stríðinu gegn Írak, Saudi-Arabar, höggva enn hendur og fætur af þjófum og þeir grýta ótrúar konur til bana. Hvað finnst Halldóri Ásgrímssyni að við eigum að gera í því máli? Hin íslömsku sharíalög eru miðaldaarfur sem á engan hátt sam- rýmist lýðræði og helgi einstaklings- ins. Þau breiðast út með fátæktinni til æ fleiri landa múslíma í Asíu og Afr- íku. Samkvæmt sharíalögunum er lögmætt að grýta bæði karla og konur (oftast konur) til bana fyrir siðferð- isbrot. Það gilti í Afganistan á tímum talíbana, það gildir í Íran, Súdan og í Norður-Nígeríu eins og frægt er og að hluta í Pakistan. Ætlar ríkisstjórn Íslands líka að styðja Bandaríkin, andmælalaust eins og hún væri tunguskorin, í stríð við þessar þjóðir og aðrar á sömu braut til að frelsa þær frá ómannúðlegri löggjöf og rétt- arfari? Eða ætlum við að nota tunguna til að tala á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna og annarra alþjóðastofnana gegn mannréttindabrotum af þessu tagi, fyrir upprætingu fátæktar, fyrir mannúð og réttlæti og fylgja sjálf þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem við höfum undirgengist? Tunguskorin? Eftir Einar Karl Haraldsson og Steinunni Jóhannesdóttur „Það er víðar pottur brotinn en í Írak.“ Einar Karl er frambjóðandi Sam- fylkingar í Reykjavík suður og Steinunn rithöfundur. Einar Karl Haraldsson Steinunn Jóhannesdóttir DÝRALÆKNAR eru ítrekað bún- ir að sækja um leyfi til að reka ein- angrunarstöð í nágrenni Keflavíkur og fengið neitun frá landbúnaðar- ráðuneytinu. Beindu þeir kvörtun til umboðsmanns Alþingis yfir ákvörð- un landbúnaðarráðuneytisins og varð niðurstaða hans sú að það hafi ekki verið lögmæt ákvörðun af hálfu landbúnaðarráðuneytisins að synja dýralæknunum um að reka einangr- unarstöð fyrir gæludýr. Röksemdir ráðuneytisins fyrir synjun byggðust m.a. á því að ekki væri gert ráð fyrir því í lögum að aðrir en opinberir að- ilar hefðu með höndum rekstur sótt- varnarstöðva. Rekstur sóttvarna- stöðvarinnar fyrir gæludýr í Hrísey var boðinn út í árslok 1993 og var gerður samningur um rekstur stöðv- arinnar við einkaaðila sem hefur rek- ið hana síðan. Í kjölfar kvörtunar dýralæknanna við umboðsmann Alþingis, var lögum um innflutning gæludýra breytt þannig að landbúnaðarráðherra get- ur falið einstaklingum rekstur einangrunarstöðvar og einnig á ráð- herra skv. lögunum að ákveða með reglugerð hvaða kröfur eru gerðar til einangrunarstöðva. Þessi breyting á lögunum átti sér stað árið 2000. Við rekstur einangrunarstöðvar í ná- grenni Keflavíkur, sem rekin væri af dýralæknum, yrði mun betra og stöð- ugra eftirlit með innfluttum hundum og köttum, bæði hvað varðar sjúk- dóma og smit og almennt heilsu- ástand þeirra meðan sóttkví varir. Einangrunarstöðin yrði í minni fjar- lægð frá flugvellinum sem eykur að- gengi eiganda gæludýra til þess að fylgjast með dýrunum sínum og minnkar álagið á dýrin. Oft hafa dýr- in komið langan veg að, innilokuð í búrum marga klukkutíma. Það er því varla á bætandi að leggja það á þau að láta þau bíða á Keflavíkurflugvelli eftir flutningi út í Hrísey innilokuð í þröngum búrum þessar viðbótarklukkustundir. Árið 2001 var settur á fót starfs- hópur á vegum embættis yfirdýra- læknis til að gera áhættugreiningu vegna innflutnings á gæludýrum til Íslands. Þeirra niðurstaða varð að setja yrði reglur um flutning á dýrum frá komu til landsins til einangrunar- stöðvar. Þau benda á að þegar dýrið kemur til Keflavíkur sé það tekið beint inn í bíl í flutningsbúrinu og flutt til Reykjavíkurflugvallar. Þaðan sé það flutt til Akureyrar og frá Ak- ureyri sé það flutt með ferju til Hrís- eyjar. Ef allt gengur samkvæmt áætlun, tekur flutningurinn frá Keflavík til Hríseyjar um þrjár klukkustundir. Við spyrjum; ef áætl- un bregst, hvað verður þá um dýrin? Hvar eru þau geymd og hvernig? Það er athugunarvert að á sama tíma og dýralæknarnir hafa verið að sækja um leyfi fyrir rekstur einangr- unarstöðvar í nágrenni Keflavíkur, ráðstafaði landbúnaðarráðuneytið 20 milljónum í að fjölga búrum í Hrísey árið 2001. Hefði ekki verið nær lagi að leggja þessa fjárhæð í að setja á fót bráðabirgðaeinangrunarstöð í Keflavík þegar þeir vissu að þetta væri orðið hitamál eða fresta stækk- un einangrunarstöðvarinnar þangað til að ljóst væri hvaða kröfur yrðu gerðar til reksturs einangrunar- stöðvar fyrir innflutt gæludýr? Núna er í vinnslu reglugerð í land- búnaðarráðuneytinu sem samkvæmt heimildum þaðan á að verða tilbúin í næsta mánuði. Sú reglugerð á að skilgreina nánar þær kröfur sem verða gerðar til einangrunarstöðvar í framtíðinni. Þeir telja að einangrun- arstöðin í Hrísey uppfylli þessar kröfur og flutningur dýranna komi búnaðinum í Hrísey ekkert við. Áhugavert er að landbúnaðarráðu- neytið hafi ekki sett reglugerð fyrir sína eigin starfsemi fyrr, en það hef- ur nú tekið u.þ.b tvö ár að semja þessa reglugerð. Það er líka athygl- isvert að á meðan landbúnaðarráðu- neytið eyðir milljónum króna í ein- angrunarstöð sem að okkar mati er að verða úrelt skv. nútíma dýra- verndunarsjónarmiðum, er annars staðar, eins og í Noregi, búið að setja á fót einangrunarstöð á Eidsvoll sem er í 25 mín. fjarlægð frá Garder- moen-flugvelli. Landbúnaðarráðuneytið hefði átt að sjá sóma sinn í því að setja sjálft upp einangrunarstöð í Keflavík og bjóða svo reksturinn út til þeirra sem hafa áhuga. Þeir ættu að sjá sóma sinn í því að láta rétt dýranna ganga fyrir! Það verður spennandi að sjá hvernig nýja reglugerðin mun líta út og hvort kröfurnar verði svo strang- ar að nær ómögulegt verði að setja á fót sóttkví í Keflavík sem uppfyllir þessar kröfur vegna allt of mikils kostnaðar. Við hvetjum dýravini til þess að beita röddum sínum fyrir því að flýtt verði fyrir smíði á nýrri einangrunar- stöð fyrir hunda og ketti sem staðsett yrði stutt frá Keflavíkurflugvelli. Við myndum frekar vilja sjá að þessum 25 – 30.000 krónum sem fara í flutn- ingskostnað fyrir dýrin frá Reykja- vík til Hríseyjar, verði varið í betri þjónustu og betra eftirlit með dýr- unum. Við bendum jafnframt á að ef einangrunarstöð yrði rekin í Kefla- víkurnágrenni myndi það stuðla að minni smithættu þar sem dýrin yrðu flutt beina leið til einangrunarstöðv- arinnar, jafnt að nóttu sem að degi. Réttur dýranna Eftir Lindu Wiium „Flýtt verði fyrir smíði á nýrri ein- angrunar- stöð fyrir hunda og ketti við Keflavíkurflugvöll.“ Höfundur er laganemi í HR. EF ÞAKKA má það einum manni að hafa kennt Íslendingum að skoða landið sitt, þá nefni ég Ómar Ragn- arsson. Nokkrir orðsnillingar og skáld hafa lýst landinu svo að í þá er vitnað þegar dýrt er talað, en stikl- ur Ómars og fréttaskot hafa gefið okkur nýja sýn á fósturjörðina. Þetta er ómetanlegur sjóður og í mörgum tilvikum opinberun fyrir þá sem ekki þekkja svæðin sem hann kynnir. Ómar er drifinn áfram af lífs- krafti sem fáum er gefinn. Hann hefur aftur og aftur stofnað sér í lífshættu til að sanna og sýna hverj- um töfrum Ísland býr yfir. Ekki má heldur gleyma hve fundvís hann er á fólk sem ekki fer troðnar slóðir og hefur önnur viðhorf til lífsins en al- mennt gerist. Ég dái Ómar fyrir ósérhlífni og elju sem hann hefur sýnt með gerð þáttarins „Á meðan land byggist“. Þar lagði hann allt undir. Fjárhags- legur stuðningur enginn og engin trygging fyrir því að verkið yrði sýnt. Eldhuginn sést ekki fyrir. Þátturinn er þrekvirki hvernig sem á hann er litið. Enginn hefði megnað að gera hann upp á eins- dæmi nema hann, studdur af konu sinni í þessum slag. Ómar forðast eins og eldinn að taka afstöðu til mála. Ég hefði viljað heyra hrifningar- manninn segja hug sinn allan um Kárahnjúkavirkjun. Honum er svo mikið í mun að vera heiðarlegur í starfi sínu sem fréttamaður að það er komin lopalykt af málflutningn- um. Við skiljum þó að Bandaríkja- menn aflögðu stíflugerð og vatns- aflsvirkjanir fyrir 30 árum. Ekki vegna þess að framfarir tengdar orkuöflun væru ekki ofar- lega á lista hjá mesta iðnríki heims. Nei, þeir áttuðu sig á því að óbæt- anleg landspjöll fylgdu virkjana- framkvæmdunum. Andstaða þjóðar- innar við misþyrmingu landsins var svo sterk að engum Bandaríkja- manni dettur í hug að orða vatns- aflsvirkjanir. Óspillt land er mun dýrmætara en orkuver, en þjóðgarðar í landinu eru iðulega á svæðum þar sem þetta tvennt stangast á. Ómar er einn þeirra sem fyrst hreyfði hugmyndinni um Vatnajök- ulsþjóðgarð. Hún er allavega ekki komin frá Landsvirkjun eða ríkisstjórninni. Hún er ábending verndunarsinna sem ráðamenn vilja nú gera að sinni til að klóra yfir spjöllin sem unnin eru, og drepa umræðunni á dreif. Ef virkjanamálið hefði snúist um eflingu atvinnuveganna á Austur- landi hefðu stjórnvöld ekki átt þátt í að hrifsa lífsbjörgina frá sjávar- byggðunum eins og Seyðisfirði. Menn hefðu skoðað aðra möguleika á atvinnuuppbyggingu. Auðvitað á Vatnajökulsþjóðgarð- ur að ná frá strönd til strandar, um allt áhrifasvæði jökulsins. Með góðu skipulagi væri hægt að stýra umferð um garðinn þannig að árekstrar yrðu ekki. Fjöldi ferða- manna gæti notið fjölbreyttrar dval- ar á svæðinu án þess að ofgera því. Vatnajökulsþjóðgarður yrði eins og Ómar ýjar að einstakur í veröld- inni. Í honum verður furðulegt samspil elds og ís, sem hvergi á sér hlið- stæðu, jökulfljót, eyðisandar, hraun og vinjar sem hvergi er að finna á jörðinni. Í vaxandi þrengslum í heiminum í dag er rík þrá manna eftir víðern- um, ósnortnu landi. Auðvelt yrði að laða fólk í þjóðgarð sem byði upp á slík ævintýri. Augljóst er að hefði þeim millj- örðum sem búið er að sólunda í það sem kallað er undirbúningsrann- sóknir vegna virkjanna norðan Vatnajökuls verið varið til að móta þjóðgarð á svæðinu ættum við nú slíkan griðreit með mun fleiri störf- um en álverið nokkurtíma býður upp á. Grand Canyon í Arizona er einn af 360 þjóðgörðum í Bandaríkj- unum, í honum einum vinna 3.500 manns. Snúum af stórvarasamri braut áð- ur en í hreint óefni er komið. Upp- lýstar þjóðir forðast vatnsaflsvirkj- anir og spjöllin sem þær valda. Aðeins í þriðja heiminum eða við vafasamt stjórnskipulag eru slíkar framkvæmdir þvingaðar fram hvort sem íbúum líkar betur eða verr. Orðspor það sem Ísland hefur bíður hnekki gagnvart umheiminum við virkjanabröltið og það fyrnist seint. Lengi lifi Ómar Eftir Pál Steingrímsson „Orðspor það sem Ísland hefur bíður hnekki gagnvart umheiminum við virkjanabröltið.“ Höfundur er kvikmynda- gerðarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.