Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NANCY Myklebost, sendiherrafrú Noregs á Íslandi á árunum 1965– 1968, er látin. Hún andaðist í Osló mánudaginn 24. mars sl. Eiginmaður Nancyar var Tor Myklebost sendiherra. Þau hjón voru vel þekkt og virt í íslensku sam- félagi á sjöunda áratugnum. Þau eignuðust þrjú börn sem öll eru starfandi blaðamenn í Osló, Nils, f. 1948, Terje, f. 1950, og Tone, f. 1954. Útför Nancyar fer fram fimmtu- daginn 3. apríl nk. Andlát NANCY MYKLE- BOST SAMRÆMD próf til stúdentsprófs verða haldin í fyrsta skipti í fram- haldsskólum landsins á næsta ári. Samkvæmt reglugerðarbreytingu menntamálaráðuneytisins frá 18. mars hefur verið tekin upp þessi nýjung í skólastarfi á framhalds- skólastiginu. Verða því haldin samræmd próf í einni grein, í ís- lensku, í maí 2004 og tvö sam- ræmd próf í maí 2005. Íslenskuprófið á næsta ári er valkvætt, en nemendum verður skylt að taka bæði samræmdu prófin árið 2005. Það ár verður boðið upp samræmd próf í ís- lensku, ensku og stærðfræði og ráða nemendur hvaða tvær grein- ar þeir taka. Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra kynnti breyting- arnar á blaðamannafundi í gær og sagði að verið væri að koma til móts við ábendingar sem hann fékk hjá Félagi framhalds- skólanema og Félagi framhalds- skólakennara. „Ábendingarnar lutu allar að framkvæmd máls- ins,“ sagði hann. „Það var óskað eftir því að prófin yrðu tvö og við höfum fallist á það. Síðan var ósk- að eftir vandaðri kynningu á próf- unum sjálfum og framkvæmdinni. Þess vegna var farið fram á það að framkvæmd prófanna yrði frestað og við urðum líka við þessari ábendingu. Fyrstu prófin verða árið 2004 og verða val- kvæð, en síðan hefjast samræmdu prófin árið 2005 sem skylda fyrir framhaldsskólanemendur.“ Í haust mun Námsgagnastofnun halda kynningar- og umræðu- fundi um prófin í öllum fram- haldsskólum, þar sem fjallað verður um uppbyggingu og inni- hald þeirra, svo og framkvæmd og tilgang. Á fundunum verða einnig sýnd sýnishorn af sam- ræmdu stúdentsprófunum. Tilgangur með prófunum er í fyrsta lagi að veita nemendum og viðkomandi skóla upplýsingar um námsárangur og námsstöðu nem- enda í samræmdu námsgrein- unum. Í öðru lagi að veita við- tökuskólum upplýsingar um námsstöðu einstakra nemenda og gera viðmið fyrir inntöku í ein- stakar deildir á háskólastigi. Í þriðja lagi að veita fræðslu- yfirvöldum upplýsingar um náms- árangur m.a. eftir framhalds- skólum og hvort markmiðum aðalnámsskrár hafi verið náð. Fram kom á fundinum hjá fulltrúum Félags framhalds- skólanema og Félags íslenskra framhaldsskólakennara, að ánægja væri með fyrirhuguð sam- ræmd próf. Morgunblaðið/Golli Samkvæmt reglugerðarbreytingu, sem Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra kynnti í gær, stendur nemendum til boða að taka samræmt stúdents- próf í íslensku næsta vor, en 2005 verður skylda að taka tvö samræmd próf. Hægt að taka samræmd próf í íslensku 2004 Nýjungar boðaðar í skólastarfi á framhaldsskólastiginu NEFND samgönguráðherra sem fjallaði um öflun viðbótarfjár til reið- vega hefur lagt til að aukið fjármagn til uppbyggingar og viðhalds reið- vega komi m.a. frá gjaldeyristekjum. Sturla Böðvarsson kynnti tillögur nefndarinnar á blaðamannafundi í Íþróttasambandi Íslands í gær. Um 137 milljónum hefur verið varið til uppbyggingar reiðvega síðan árið 1999. Nefndin leggur til að hálft prósent af áætluðum gjaldeyristekjum Ís- lendinga af hestatengdri ferðaþjón- ustu fari til reiðvega. Áætlað er að framlag þetta nemi um 38 milljónum króna á ári, næstu fjögur árin. Sturla sagði 20% erlendra ferðamanna nýta sér þjónustu þeirra fyrirtækja sem gera út hesta. Hann sagði þá þjón- ustu nú orðna umtalsverða atvinnu- grein. Hann sagði ennfremur að sú uppbygging sem þegar hefur átt sér stað á reiðvegum sé farin að skila ár- angri. Nefndin leggur einnig fram þá til- lögu að skattur verði lagður á eig- endur reiðhesta. Lagt er til að eig- endur hrossa, fjögurra vetra eða eldri, greiði ákveðið gjald árlega sem færi til viðhalds og uppbyggingar reiðvega. Gjald þetta yrði lagt á í fyrsta lagi eftir fjögur ár. „Reiðvegirnir eru mjög mikilvæg- ir, annars vegar vegna þess að þeir færa reiðumferð frá aðalumferðar- æðum þjóðveganna og hins vegar eru reiðvegir sem liggja inn á há- lendið mjög mikilvægir svo hægt sé að halda uppi þeirri þjónustu sem þar er. Bættir reiðvegir eru forsenda fyrir því að við getum aukið þjónustu við ferðamenn í þessum hestatengda ferðaiðnaði,“ sagði Sturla. Sturla sagði það hafa komið sér nokkuð á óvart að ein tillagan hefði verið að skattleggja reiðhesta en í nefndinni sat fulltrúi frá Landssam- bandi hestamannafélaga. „Það verður að ná samkomulagi við Landssamband hestamanna- félaga um það. Ef hestamenn eru til- búnir að leggja fram fjármuni með þessum hætti teljum við það vera af hinu góða. Ríkisvaldið mun ekki leggja til sérstaka skattlagningu. Ef hestamenn vilja taka þá ákvörðun, er það af hinu góða,“ sagði Sturla. Farið verður yfir tillögurnar á næstunni og verða þær hugsanlega lagðar fyrir fyrir afgreiðslu fjárlaga næsta haust. „Við vitum ekki á þessu stigi hvort aukið fjármagn verður veitt í reið- vegi. Ég tel að það séu allar líkur á því miðað við þessar tillögur, að það verði hægt að leggja meiri fjármuni fram ef samkomulag næst um það við hestamenn, en þetta eru þeirra tillögur,“ sagði Sturla. Hluti gjaldeyristekna fari í gerð reiðvega Morgunblaðið/Jim Smart Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti í gær tillögur um reiðvegi. Hæstiréttur féllst á það að ákvörðun stjórnar félagsins hefði verið ólögmæt jafnframt því sem ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík, sem var órjúfanlega háð gildi fyrstnefndu ákvörð- unarinnar, væri ógild. Þar sem lögmætur fé- lagsfundur Rekstrarfélags Kringlunnar hafði hins vegar samþykkt hina umdeildu ákvörðun stjórnarinnar eftir uppsögu héraðsdóms var tal- ið að fyrirtækin hefðu ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að krafa þeirra um rúllustig- arnir yrðu settir upp aftur upp næði fram að ganga. Sama máli gegndi um kröfu þeirra á RÚLLUSTIGAMÁL í Kringlunni, sem staðið hefur á annað ár, hlaut endi í Hæstarétti í gær þegar kröfu nokkurra verslunareigenda um að stigarnir verði settir upp á ný var vísað frá. Rétturinn féllst hins vegar á að ákvörðun stjórnar Rekstarfélags Kringlunnar, um að fjar- lægja tvo rúllustiga milli 1. og 2. hæðar í syðri hluta norðurhúss Kringlunnar, hefði verið ólög- mæt. Héraðsdómur hafði áður dæmt ákvörðun stjórnar félagsins ólögmæta og skipað félaginu að setja rúllustigana upp aftur. hendur Reykjavíkurborg. Var þessum kröfum því vísað frá dómi en að öðru leyti var héraðs- dómur staðfestur. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Hrafn Braga- son, Markús Sigurbjörnsson og Pétur Kr. Haf- stein. Lögmenn Rekstrarfélags Kringlunnar voru Hanna Lára Helgadóttir hrl. og Halldór Jóns- son hdl. Lögmenn Kringluverslana voru hæsta- réttarlögmennirnir Björn Ólafur Hallgrímsson, Sigurbjörn Magnússon og Hilmar Magnússon. Kröfu um að rúllustigar verði settir upp vísað frá við forvarnir. Mikill tími mun því sparast hjá lögreglunni í allri tölvu- vinnslu sem leiðir til þes að lögreglan mun verða öflugri og sýnilegri við löggæsluna sem því nemur,“ sagði dómsmálaráðherra. SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra undirritaði í gær samning við Skýrr hf. um smíði og hönnun nýs upplýsingakerfis fyrir lögregluna en því er ætlað að koma í stað fimm eldri lögreglukerfa sem lögreglan hefur nú til umráða. Kerfinu er ætlað að halda utan um dagbókarskráning- ar lögreglunnar, skýrslugerð, vinnslu mála, handtökur og önnur gögn þessu tengd. Lögreglukerfið verður keyrt á lokuðu tölvuneti dómsmálaráðuneytisins sem nær til lögregluembætta um allt land. Á fundi með blaðamönnum sagði Sólveig að hið nýja upplýsingakerfi myndi án efa skipa Íslandi í farar- brodd á þessu sviði. Nefndi ráðherra í þessu samhengi að unnt yrði að nota Tetra-kerfið með markvissari hætti sem gagnaflutningsleið og unnt yrði að færa hluta tölvuvinnsl- unar á vettvang. „Kerfið mun klár- lega auka skilvirkni lögreglunnar og flýta allri tölvuvinnslu auk þess sem mögulegt verður að vinna með skil- virkari hætti ýmsa tölfræði, bæði upplýsingar fyrir almenning og eins til að nýta við stjórn löggæslu sem og Nýtt upplýsingakerfi fyrir lögregluna Morgunblaðið/RAX F.h. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.