Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 22
STRÍÐ Í ÍRAK 22 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ L JÓST er nú orðið að mót- spyrna hersveita Sadd- ams Husseins er meiri en bæði herforingjar og sér- staklega stjórnmálamenn í Bandaríkjunum og Bret- landi gerðu ráð fyrir áður en ákveðið var að gera innrás í Írak. Þótt trúlega megi halda því fram að herförin gangi í grófum dráttum að mestu samkvæmt áætlun – og hér er talað í hernaðarlegum en ekki pólitískum eða „áróðurslegum“ skilningi – bendir margt til þess að stríðið í Írak muni dragast á langinn. Þótt hernaðurinn hafi fram til þessa líklega verið í samræmi við áætlanir er sú staða sem nú er komin upp í Írak um margt ólík því sem ætla hefði mátt áður en innrásinni var hleypt af stað. Fjölmargar skýringar eru á þessu. Að ýmsu leyti var ríkjandi staða fyrirsjáanleg en um margt vísar hún m.a. til einfaldra hugmynda manna á Vesturlöndum um írösku þjóðina og hugmyndaheim araba. Fedayeen Saddam Herforingjar bandamanna segja að sérsveit- ir Íraka haldi einkum uppi vörnum í bæjum og borgum Íraks. Þessi liðsafli hafi engu að tapa. Menn þessir og sérstaklega foringjar þeirra eigi sér enga framtíð í Írak að Saddam gengn- um. Þessi liðsafli hefur verið helsta fyrirstaðan til þessa; til að sigrast á honum er óhjákvæmi- legt að ógna lífi óbreyttra borgara. Á undanliðnum dögum hefur einkum verið horft til svonefndra Fedayeen-sveita. Þetta er liðsafli ungra manna sem eiga allt sitt undir Saddam og stjórn hans. Þessir menn hafa verið eitt helsta tæki þeirrar ógnarstjórnar sem ríkt hefur í Írak. Bandamenn segja að Fedayeen Saddam eins og þessi liðsafli nefnist eða „Písl- arvottar Saddams“ ógni óbreyttum borgurum og komi í veg fyrir uppgjöf hefðbundinna her- sveita sem eru lítt þjálfaðar og sýndu ekki mikla mótspyrnu í Persaflóastríðinu 1991. Engin ástæða er til að draga í efa að þetta valdatæki Íraksforseta skili þessa dagana því verki sem því hefur verið falið. Svik og vanmetin þjóðernishyggja Staðan er hins vegar flóknari en svo að þessi skýring dugi ein. Írakar í suðurhlutanum hafa ekki risið upp gegn stjórn Saddams Husseins og fagnað komu innrásarhersins. Ítarlega hefur verið fjallað um að þetta geti vart komið á óvart, fólk þetta hafi beinlínis verið svikið í stríðinu 1991 þegar bandamenn hvöttu það til uppreisnar en komu síðan ekki til hjálpar þegar Saddam Hussein brást til varnar og bældi uppreisnina niður í skelfilegu blóðbaði. Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, lýsti því beinlínis yfir í vikunni að bandamenn hefðu brugðist Írökum í suður- hlutanum 1991. „Núna munum við ekki bregð- ast ykkur,“ sagði Blair í yfirlýsingu sem teljast verður söguleg. Blair var að vísa til ákvörðunar föður núverandi Bandaríkjaforseta og margra þeirra manna sem ráða nú ríkjum vestra og voru í ráðgjafarliði George Bush eldra. Fullyrða má að rísi þessi hluti þjóðarinnar upp á annað borð geri hann það ekki fyrr en all- ur þorri alþýðu manna hefur fengið sannfær- ingu fyrir því að Saddam Hussein verði í þetta skiptið hrakinn frá völdum. Langur tími kann því að líða áður en upp- reisn verður gerð gerist það á annað borð. Og ef til vill er vert að hafa í huga að uppreisn alþýðu manna á tilteknum stöðum í Írak myndi einnig skapa tímabundinn vanda. Slíku fylgir ólga og ofbeldi; menn nýta tækifærið til að ná fram hefndum. Ennfremur er nú ljóst að leiðtogar banda- manna hafa misskilið í grundvallaratriðum þjóðerniskennd Íraka. Írakar líta á Saddam Hussein sem sitt vandamál. Þorri þjóðarinnar sýnist hið minnsta líta á innrásarliðið sem, ein- mitt, innrásarlið; erlendan herafla er sendur hafi verið til landsins. Litlu virðist skipta þótt þeir Blair og Bush hamri á því að tilgangurinn sé að frelsa þjóðina undan ógnarstjórn. Að vísu er það svo að sá málflutningur kemst tæpast til skila við alþýðu manna í Írak en engum blöðum er um það að fletta að innrásin nýtur ekki þess stuðnings í Írak sem margir á vesturlöndum reiknuðu með. Þetta kann vissulega að breytast eftir því sem á átökin líður og endirinn nálgast. En óráð- legt er að gera ráð fyrir því. Ein ótrúlegasta frétt, sem sá sem þetta ritar hefur heyrt frá því stríðið í Írak hófst, birtist í breska ríkissútvarpinu, BBC, á miðvikudag. Þar var sagt frá mönnum sem nú dveljast í flóttamannabúðum í Íran. Þessir viðmælendur fréttamannsins voru svonefndir „Fenja-Arab- ar“, shítar sem sætt hafa mikilli og stöðugri kúgun af hálfu Saddams Hussein. Þetta fólk var brytjað niður eftir stríðið 1991, fótunum var gjörsamlega kippt undan lífsafkomu þess. Heimabyggðir þess voru lagðar í rúst. Þessir menn, fólk sem flúið hafði ofsóknir og kúgun í Írak, áttu þá ósk eina að geta snúið aft- ur heim til að berjast gegn sveitum banda- manna. Orrustan um Bagdad Gera má ráð fyrir því að dragi úr mótstöðu herafla Íraka í suðurhlutanum og nærri Bagd- ad eftir því sem bandamönnum tekst að upp- ræta Fedayeen-liðsaflann og aðrar sérsveitir sem halda uppi mestri mótstöðu í Basra og í öðrum lykilbæjum og -borgum á leiðinni til Bagdad. Það mun hins vegar taka nokkurn tíma og vikur kunna að líða þar til suðurhlutinn getur með einhverju móti talist „öruggt svæði“. Lokatakmark þessarar herfarar liggur skýrt fyrir: Koma á Saddam Hussein frá völdum og uppræta meinta gereyðingarvopnaeign hans. Flest bendir til þess að í Bagdad vofi yfir orr- usta sem komast muni í sögubækur. Sú orrusta er fjarri því hafin og fréttir sem birst hafa í þá veru grátbroslegt dæmi um algjört dómgreind- ar- og þekkingarleysi. Bandaríkjamenn hafa litla reynslu og hana vonda af borgarhernaði á síðustu áratugum. Bretar hafa sökum ástandsins á Norður-Ír- landi mun meiri reynslu af slíkum átökum. Þeirra verður þörf. Hafa ber í huga að áður en þessi orrusta hefst munu bandamenn þurfa að sigrast á úr- valshersveitum Íraka, Lýðveldisverðinum, sem tekið hefur sér stöðu umhverfis borgina. Óger- legt er að segja fyrir um hversu langan tíma það kann að taka. Á óvart hefur komið að svo virðist sem bandamenn hafi ekki náð að nýta til fullnustu yfirburði sína í lofti á þann veg sem margir ætluðu áður en átökin hófust. Veður hefur að vísu sett strik í reikninginn og í gær virtist sem það væri að banta. En liðsauka er líklega þörf og raunar var boðað á miðvikudag að um 30.000 manna lið myndi bætast við her- afla bandamanna í Írak. Vikur munu líða þar til þessar sveitir verða tilbúnar til bardaga. Hrynji íraska stjórnin ekki innan frá og tak- ist bandamönnum ekki að koma Saddam Huss- ein fyrir kattarnef áður en orrustan um Bagdad hefst má búast við því að hún verði löng og sér- lega blóðug. Berjist sérsveitir Íraka og Fed- ayeen Saddam-liðsaflinn af sama ofsa þar og hann gerir nú í suðurhluta landsins er ljóst að þar má búast við miklum hörmungum. Hættan á miklu mannfalli í röðum óbreyttra borgara verður mikil, ekki síst ef réttar reynast þær fullyrðingar bandamanna að Írakar hiki ekki við að fela hergögn og liðsafla í íbúðarhverfum. Þá er frá því greint þessa dagana að einhverjir íraskir hermenn eða Fedayeen-liðar klæðist borgaralegum fatnaði í þeirri von að komast þannig í færi við hermenn bandamanna. Sé þetta rétt kemur uppi í hugann ákveðin mynd af því sem kann að ríða yfir í Bagdad. Sú ógeðfellda ályktun blasir því við að líklega þurfi að uppræta með öllu þennan liðsafla í Bagdad áður en stríðinu lýkur. Þarna ræðir um mikinn fjölda fólks, ef til vill um 15.000 manns, kannski fleiri. Óábyggilegar sjónvarpsfréttir Stríðið í Írak er nýhafið. Staðan er óljós og heildarmyndina skortir. Fréttir sjónvarps- stöðva sem senda út allan sólarhringinn beint frá vígstöðvunum hafa reynst með öllu óábyggilegar og glannaskapurinn víða slíkur að undrun hlýtur að vekja. Fréttamenn á víg- stöðvunum sýna aðdáunarvert hugrekki en yf- irsýn þeirra yfir vígstöðuna og rás atburða er engin. Þeir eru með öllu háðir því sem þeim er sagt og þeir sjá og heyra. Ekki er við þá að sak- ast í þessu efni. Orðrómur verður að stórfrétt enda spurnin eftir slíkum tíðindum mikil og við- varandi hjá mörgum þeim sem fréttastofunum stjórna. Ítrekað hefur það gerst að fréttir af rétt- nefndum stóratburðum hafa reynst rangar. Nægir þar að nefna fregnir af uppgjöf 51. véla- herdeildar Íraka, 8.000 manna liðsafla, og full- yrðingar sem helstu sjónvarpsstöðvar á borð við Sky og CNN klifuðu á klukkustundum sam- an á miðvikudagskvöld þess efnis að gríðarmik- illi bryndeild, 1.000 farartækjum og 5.000 mönnum, hefði verið stefnt frá Bagdad til að ráðast gegn bandamönnum suður af borginni. Báðar þessar fréttir voru rangar og voru á end- anum bornar til baka af herstjórn bandamanna. Ágæt regla traustrar fréttamennsku á sýni- lega ekki við í þessu stríði: „Náðu fréttinni fyrstur allra en fáðu hana fyrst rétta.“ Stríði á því stigi sem nú geisar í Írak fylgir mikil ringulreið. Fréttir beint af vígstöðvunum eru vitanlega mikilvægar. En á þær ber að líta sem vísbendingar um það sem kann að vera að gerast, kann að hafa gerst og kann að vera í vændum. Stríðið er nýhafið og varfærni er þörf. Ljóst virðist hins vegar að hyggilegt er að búa sig undir mjög blóðug átök á næstu vikum. Blóði drifnar vikur fram undan Vígstaðan í Írak er flókin og erfitt er að fá fram skýra heildarmynd. Ásgeir Sverrisson leitast við að greina gang stríðsins til þessa og það sem fram undan kann að vera. Reuters Breskir hermenn mæta íröskum borgurum nálægt Basra. ’ Fréttir sjónvarpsstöðvahafa reynst með öllu óábyggilegar og glanna- skapurinn víða slíkur að undrun hlýtur að vekja. ‘ ’ Sú ógeðfellda ályktunblasir því við að líklega þurfi að uppræta með öllu þennan liðsafla í Bagdad áður en stríðinu lýkur. ‘ asv@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.