Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Okkur er borgið, hr. forseti, „víkingarnir“ eru komnir. Mikjálsmessa Tveggja daga heimspekiveisla TVEGGJA dagaheimspekiveislahefst klukkan 13 í dag í Lögbergi, húsi Há- skóla Íslands, stofu 101, þar sem 14 íslenskir heim- spekingar (þar af þrír starfandi erlendis) og einn bandarískur munu flytja erindi. Ráðstefnan, sem Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og fleiri hafa styrkt, kallast „Mikjáls- messa“ og ráðstefnustjór- ar eru heimspekingarnir Kristján Kristjánsson og Logi Gunnarsson. Morg- unblaðið ræddi við Krist- ján. – Hvað er þessi Mikjáls- messa? „Mikjálsmessa er sam- kvæmt almanakinu eftir nákvæmlega sex mánuði en þetta er sérstök Mikjálsmessa að vori, haldin í tilefni af sextugsafmæli Mikaels M. Karlssonar, prófess- ors við Háskóla Íslands og ný- ráðins deildarforseta félagsvís- inda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri, sem var 26. mars. Hér er ekki saman komið landslið ís- lenskra heimspekinga heldur ein- faldlega aðdáendaklúbbur Mikes sem vill heiðra hann á þessum tímamótum.“ – Hver er Mikael M. Karlsson og af hverju er hann þessarar messu verður? „Mike er einn af feðrum aka- demískrar heimspeki á Íslandi. Hann er virtur heimspekingur á alþjóðavettvangi og hefur ritað um mörg ólík sérsvið heimspeki – frumspeki, lögspeki, fornaldar- heimspeki og fleira – en einnig efni er beint tengjast sálfræði, lögfræði og lífeðlisfræði. Hann er þekktur sem frábær kennari í heimspeki- og félagsvísindadeild- um Háskóla Íslands. Auk þess má segja að hann hafi verið óþreyt- andi velgjörðarmaður íslenskrar heimspeki og heimspekinga, ekki síst af yngri kynslóð, enda hefur hann haft hönd í bagga með fram- haldsmenntun þeirra margra. Við settum það skilyrði að efnin, sem rætt yrði um á Mikjálsmessu, tengdust áhugasviðum eða skrif- um Mikes á einhvern hátt, en eins og sjá má af ofansögðu útilokaði það skilyrði ekki margt.“ – Veist þú hvað menn ætla að fjalla um þarna? „Ekki í samáatriðum en ég veit að á föstudeginum, frá kl. 13 til 19, ætla Páll Skúlason og Guðmundur H. Frímannsson að fjalla um menntaheimspeki, Sigurður J. Grétarsson um arfleifð atferlis- hyggju, Atli Harðarson um frelsi og nauðsyn, Ólafur Páll Jónsson um svokallaða náttúrulega hluta og Þorsteinn Gylfason um smætt- arhyggju í líffræði. Á laugardeg- inum (frá 9 að morgni til 19) ræð- um við Eyjólfur K. Emilsson um réttlæti, hann um réttlæti athafna í Ríki Platóns en ég um trúna á réttlátan heim, Róbert H. Har- aldsson um móralisma og mann- lega reynslu, Salvör Nordal um friðhelgi einkalífs, Sigrún Svav- arsdóttir, Logi Gunn- arsson og Vilhjálmur Árnason frá ólíkum sjónarhornum um skynsemi og siðferði, Sigurður Kristinsson um að vera sjálfum sér trúr og að lok- um erlendi gesturinn, Dan Farr- ell, um kenningu Kants um refs- ingar.“ – Þú þekkir þitt eigið erindi best. Segðu mér meira af því. „Mike hefur talsvert fjallað um heimspekilegar og aðferðafræði- legar forsendur félagsvísinda. Ég ætla að feta ögn í fótspor hans með því að rýna heimspekilega í tiltekna þekkta kenningu í fé- lagssálfræði, kenninguna um trú fólks á að heimurinn sé almennt réttlátur, og siðferðilegar afleið- ingar hennar. Ættu foreldrar og kennarar til dæmis að letja börn eða hvetja til að trúa á réttlátan heim, í skilningi þessarar kenn- ingar? Til þess að svara þeirri spurningu þarf að túlka þessa meintu trú fólks á einhvern hátt. Hvers vegna trúir fólk á réttlátan heim? Það er yfirleitt látið óskýrt í kenningunni. Sé þessi trú, að minnsta kosti í heimshluta okkar, t.d. ekki annað en eitt dæmi þeirr- ar almennu trúar að dygðir borgi sig á endanum þá kynni að mega skýra hví sterkir trúmenn á rétt- lætið virðast oft trúa því jafnframt að þolendur óréttlætis eigi það skilið. Ég reyni þannig að túlka þessa trú á jákvæðari hátt en oft er gert í félagssálfræði og sýna fram á að ef til vill sé hún að ein- hverju leyti skynsamleg og gagn- leg.“ – Varst þú sjálfur einhverntíma nemandi Mikes? „Já, og hann hafði óafmáanleg áhrif á mig eins og marga aðra. Enginn verður samur eftir að hafa kynnst honum og Barböru konu hans. Mike er bandarískur að uppruna en eftir ára- tuga dvöl hér er hann orðinn meiri Íslending- ur en flestir aðrir. Ís- lensk tunga leikur hon- um m.a. á vörum, sbr. fræg gamanorð hans „staglspeki“ og „ruglspeki“ um analýtíska heimspeki og meginlandsheim- speki, „aflýsingu“ um póstmód- ernisma og alræmda skilgrein- ingu hans á fjarnámi: „að vera engu nær“. Mike er engum manni líkur og það er ótrúlegur hvalreki fyrir okkur sem vinnum við Há- skólann á Akureyri að fá hann nú til starfa.“ Kristján Kristjánsson  Kristján Kristjánsson er pró- fessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri þar sem hann hefur starfað í rúman áratug. Hann er og kjörfélagi í St. Edmund’s College, Cambridge. Kristján lauk doktorsprófi í siðfræði og stjórnmálaheimspeki frá St. Andrews-háskóla 1990. Hann hefur birt tvær heimspekibækur á ensku, síðast Justifying Emo- tions (2001), og þrjár á íslensku, síðast Mannkosti (2002), auk fjölda ritgerða í alþjóðlegum tímaritum. Hann hlaut Hvatning- arverðlaun Rannsóknarráðs Ís- lands árið 1997. Meginrannsókn- arsvið hans eru mannlegar tilfinningar og siðferði. Hann er kvæntur Chia-jung Tsai listfræð- ingi og eiga þau einn son. Þekktur sem frábær kennari VERSLUNUM í miðborg Reykja- víkur hefur fækkað frá árinu 1996 úr 372 í 303 í fyrra. Árið 1999 var 351 verslun í miðborginni. Þetta kom fram í skýrslu Jakobs H. Magnús- sonar, formanns Þróunarfélags mið- borgarinnar, á aðalfundi í fyrradag. Jakob sagði verslunum mest hafa fækkað í Kvosinni en Skólavörðu- stígur og hliðargötur hefðu nánast haldið sínu undanfarin sjö ár eða frá því talning félagsins hófst en hún fer fram árlega. Hann sagði markaðs- nefnd miðborgar nýlega hafa tekið til starfa en hún er skipuð fulltrúum félagsins og Laugavegssamtakanna. Sagði hann nefndina hafa ýmislegt á prjónunum, m.a. að skreyta borgina með gulum borðum fyrir páskana. Höfuðborgarstofa gagnleg Svanhildur Konráðsdóttir, for- stöðumaður Höfuðborgarstofu, flutti erindi á fundinum um þýðingu Höf- uðborgarstofu fyrir miðborgina sem hún sagði ekki síst vera á sviði ferða- mála og verslunar. Meðal markmiða hennar væri að efla og samræma kynningar- og markaðsmál Reykja- víkur til að styrkja stöðu höfuðborg- arinnar í alþjóðlegri samkeppni á sviði ferðamála. Svanhildur benti á að 90% ferðamanna sem gistu borg- ina væru erlendir ferðamenn en Höf- uðborgarstofa hefur m.a. upplýs- ingamál fyrir ferðamenn á sinni könnu og skipulagningu ýmissa menningarviðburða. Sagði hún að spáð væri um 7% meðalfjölgun ferðamanna hélendis á næstu árum. Gjaldeyristekjur af þeim væru álíka miklar og af ál- og kísiljárnútflutn- ingi en fjárfestingar í greininni mun minni. Hún sagði að samkvæmt töl- um frá löndum Evrópubandalagsins væri hlutur erlendra ferðamanna í verslun kringum 24%. Hlutfallið væri mun lægra hérlendis og þyrfti að ýta undir aukningu á því sviði. Hún sagði Reykjavík skipta miklu máli í ferðaþjónustu, m.a. sem mið- stöð ráðstefnuhalds. Hún væri lykill að ferðamennsku utan háannatíma. Þórólfur Árnason borgarstjóri flutti einnig erindi á fundinum sem hann nefndi betri en London, París, Róm og gerði hann þar m.a. að um- talsefni val manna á búsetu. Mögu- leikarnir væru mun meiri en fyrir nokkrum áratugum. Hann sagði miðbogina hafa þróast undanfarin ár m.a. þannig að borgarbúar sæktu ekki þangað daglegar nauðþurftir heldur ýmsar félagslegar þarfir. Sagði borgarstjóri að á næstu árum myndi hann láta til sín taka varðandi frekari þróun miðborgarinnar. Ýmis stórverkefni sem væru framundan kæmust ekki til framkvæmda næstu tvö til þrjú árin, svo sem Sunda- braut, flutningur flugvallar og bygg- ing tónlistar- og ráðstefnuhúss. Verslunum fækkar í Kvos en síður í hliðargötum Morgunblaðið/Golli Liðlega 100 manns sátu aðalfund Þróunarfélags miðborgarinnar í Iðnó. KÆRUNEFND Heimsviðskipta- stofnunarinnar, WTO, hefur lagt fram drög að úrskurði sem gengur gegn Bandaríkjunum í deilunni við Evrópusambandið sem kvartaði til stofnunarinnar yfir því að Banda- ríkjastjórn skyldi hafa lagt verndar- tolla á innflutt stál í fyrravor. Banda- ríkjamenn hafa lýst því yfir að þeir hyggist áfrýja úrskurði kærunefnd- arinnar en formaður nefndarinnar er Stefán Haukur Jóhannesson, fasta- fulltrúi Íslands í hjá WTO í Genf. ESB brást við ákvörðun Banda- ríkjanna með því að ákveða að leggja tolla á stál frá löndum utan ESB. EFTA-ríkin, sem aðild eiga að Evr- ópska efnhagssvæðinu og innri markaði ESB, féllu í flokk með þess- um löndum. Þetta töldu EFTA-ríkin vera brot á EES-samningnum en ESB taldi sig ekki geta gert undan- þágu fyrir þau. Íslensk stjórnvöld eiga ekki beinna efnahagslegra hagsmuna að gæta en töldu málið snúast um grundvallaratriði. Svo fór að ESB liðkaði til gagnvart Norð- mönnum, sem áttu beinna hagsmuna að gæta, með ýmsum aðferðum án þess þó að hvika þó frá fyrri afstöðu sinni í málinu, þ.e. að EFTA-löndin stæðu utan ESB-markaðarins að því er varðaði innflutning á stáli. WTO hefur úrskurðað ESB í hag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.