Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, undanúrslit, þriðji leikur: Keflavík: Keflavík - UMFN .................19.15 KNATTSPYRNA Deildabikar karla: Egilshöll: Fram - KR ............................18.30 Egilshöll: Þróttur R. - Fylkir ...............20.30 Í KVÖLD ALEXANDERS Petersons, leik- maður Gróttu/KR, mun líklega leika með þýska liðinu Magde- burg næsta vetur. Félögin hafa verið í sambandi undanfarna daga og Petersons fór til Magde- burg á dögunum og æfði með lið- inu. Forráðamenn Magdeburg báðu í fyrradag um sólarhrings frest til að ákveða sig og veitti Grótta/KR þann frest. Magde- burg hafði hins vegar ekki haft samband við Gróttu/KR seint í gærkvöld þegar blaðið fór í prentun. Samkvæmt heimildum blaðsins eru þó mestar líkur á að Alfreð Gíslason og félagar hjá Magde- burg velji Petersons sem arftaka Ólafs Stefánssonar, sem fer til Ciudad Real á Spáni eftir þetta keppnistímabil, en mikið hefur verið leitað að eftirmanni hans. „Ég vona að þetta gangi allt upp, aðallega vegna Petersons. Hann langar að fara út að spila og þetta yrði fínt tækifæri fyrir hann,“ sagði Kristján Guð- laugsson, formaður handknatt- leiksdeildar Gróttu/KR, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Spurður hvort félagið væri farið að kíkja eftir leikmanni í stað Petersons sagði Kristján: „Við er- um auðvitað alltaf með augun op- in, en svo ég svari spurningunni þá er svarið já, við erum farnir að skoða hvað er í boði.“ Morgunblaðið/Golli Alexanders Petersons er væntanlega á leið til Magde- burg í Þýskalandi. Petersons fer líklega til Magdeburg HANDKNATTLEIKUR Fram – Valur 29:16 Framhús, 1. deildarkeppni karla, Esso- deildin, fimmtudagur 27. mars 2003. Gangur leiksins: 0:1, 3:5, 4:6, 6:6, 6:7, 11:7, 17:8, 20:8, 22:12, 25:12, 26:15, 29:15, 29:16. Mörk Fram: Valdimar Þór Þórsson 7, Har- aldur Þorvarðarson 4, Stefán Baldvin Stef- ánsson 4, Hjálmar Vilhjálmsson 4, Þorri Björn Gunnarsson 3, Björgvin Björgvins- son 3/2, Héðinn Gilsson 2/1, Guðjón Finnur Drengsson 1, Martin Larsen 1. Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 26 (þar af 9 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Vals: Hjalti Pálmason 6, Markús Máni Mikaelsson 2, Ragnar Ægisson 2, Sig- urður Eggertsson 2, Hjalti Gylfason 1, Snorri Steinn Guðjónsson 1, Brendan Þor- valdsson 1, Þröstur Helgason 1/1. Varin skot: Pálmar Pétursson 12 (þar af 4 til mótherja), Roland Valur Eradze 8 (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Valgeir Ómarsson og Bjarni Viggósson. Áhorfendur: Um 310. ÍR – KA 23:24 Austurberg: Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 4:3, 7:6, 9:8, 11:11, 12:13, 13:18, 17:20, 19:20, 20:23, 23:24. Mörk ÍR: Einar Hólmgeirsson 9, Sturla Ás- geirsson 6/4, Ingimundur Ingimundarsson 2, Kristinn Björgúlfsson 2, Bjarni Fritzson 1, Fannar Þorbjörnsson 1, Ólafur Sigur- jónsson 1, Ragnar Helgason 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 8 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Mörk KA: Andrius Stelmokas 7, Arnór Atlason 5, Jónatan Magnússon 5, Einar Logi Friðþjófsson 3, Hilmar Stefánsson 2 Árni Björn Þórarinsson 1, Baldvin Stefáns- son 1/1. Varin skot: Eyedijus Petkiavicius 16/1 (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 22 mínútur. Andrius Stelm- okas og Þorvaldur Þorvaldsson fengu báðir reisupassann fyrir þrjár brottvísanir. Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Pálsson. Áhorfendur: Um 250. HK – Stjarnan 29:27 Digranes: Gangur leiksins: 1:1, 3:3, 5:5, 6:6, 8:6, 10:8, 12:10, 13:11, 15:12, 17:13, 18:14, 20:15, 21:17, 23:18, 23:21, 27:24, 28:25, 29:27. Mörk HK: Ólafur Víðir Ólafsson 6, Alexand- er Arnarson 6, Már Þórarinsson 5, Atli Þór Samúelsson 3, Jaliesky Garcia 3, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3, Elías Már Halldórs- son 2, Samúel Árnason 1. Varin skot: Arnar Freyr Reynisson 11 (þar af 5 til mótherja), Björgvin Gústavsson 6. Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 9/3, Þórólfur Nielsen 7, Zoltán Belányi 3, Arnar Agnarsson 3, Sigtryggur Kolbeins 2, Gunnar Ingi Jóhannsson 1, Björn Friðriks- son 1, David Kekelia 1. Varin skot: Árni Þorvaldsson 8 (þar af 2 sem fóru aftur til mótherja), Guðmundur K. Geirsson 5. Utan vallar: HK 12 mín. og Stjarnan 12 mín. Dómarar: Arnar Kristinsson og Hafsteinn Ingibergsson höfðu ekki nægilega góð tök á leiknum. Áhorfendur: 137. FH – Víkingur 35:27 Kaplakriki: Gangur leiksins: 0:1, 3:2, 7:4, 10:5, 12:9, 16:9, 18:10, 18:12, 18:14, 20:16, 22:21, 26:22, 28:26, 29:27, 35:27. Mörk FH: Logi Geirsson 11/4, Magnús Sig- urðsson 5, Arnar Pétursson 5, Hálfdán Þórðarson 4, Hjörtur Hinriksson 3, Guð- mundur Pedersen 3, Björgvin Þór Rúnars- son 3, Ólafur Björnsson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 14/1 (þar af 6 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Víkings: Eymar Kruger 9/1, Björn Guðmundsson 7, Þórir Júlíusson 5, Ragnar Hjaltested 4/2, Davíð Guðnason 2. Varin skot: Jón Árni Traustason 7 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas El- íasson, frekar slappir. Áhorfendur: 150. UMFA – Haukar 21:26 Varmá: Gangur leiksins: 0:2, 2:3, 2:5, 5:5, 6:8, 8:9, 9:12, 11:12, 11:13, 14:15, 16:17, 16:19, 18:19, 20:21, 20:24, 21:26. Mörk Aftureldingar: Valgarð Thoroddsen 7/1, Daði Hafþórsson 5/1, Haukur Sigur- vinsson 3/1, Sverrir Björnsson 3/1, Atli Rúnar Steinþórsson 1, Einar Hrafnsson 1, Hrafn Ingvarsson 1. Varin skot: Ólafur H. Gíslason 20/2 (þar af 5 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hallgrímsson 8, Halldór Ingólfsson 5/1, Aron Kristjánsson 3, Robertas Pauzoulis 3, Vignir Svavarsson 2, Þorkell Magnússon 2, Aliaksandr Shamk- uts 1, Pétur Magnússon 1, Þórir Ólafsson 1/1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 19 (þar af 5 til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson, hræðilega slakir. Áhorfendur: Rúmlega 100. ÍBV – Selfoss 36:28 Vestmannaeyjar: Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 5:4, 8:6, 10:8, 11:10, 14:11, 15:12, 15:14, 15:15, 19:15, 21:16, 23:17, 24:19, 26:21, 28:22, 30:23, 31:25, 33:26, 34:27, 36:28. Mörk ÍBV: Michael Lauritsen 10, Sigurður Ari Stefánsson 6, Sigþór Friðriksson 5, Sig- urður Bragason 4, Kári Kristjánsson 3, Davíð Óskarsson 2/1, Robert Bognar 2, Er- lingur Richardsson 2, Ríkharð Guðmunds- son 1, Jens Elíasson 1. Varin skot: Viktor Gigov 8 (þar af 1 til mót- herja). Eyjólfur Hannesson 10 (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 14 mínútur. Mörk Þórs: Ramunas Mikaloris 7/1, Andri Úlfarsson 6, Hörður Bjarnason 3, Jón Brynjarsson 3, Reynir Jakobsson 3, Ívar Grétarsson 2, Atli Kristinsson 2, Guðmund- ur I. Guðmundsson 1, Atli Rúnarsson 1. Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 20/1 (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Helgi Rafn Hallsson og Hilmar Guðlaugsson. Áhorfendur: 70. Þór – Grótta/KR 26:25 Höllin, Akureyri: Gangur leiksins: 0:1, 4:3, 4:7, 6:11, 10:14, 12:17, 19:20, 19:23, 23:25, 26:25. Mörk Þórs: Goran Gusic 12/4, Árni Þór Sig- tryggsson 6, Páll Gíslason 3, Aigars Lazdins 3, Bergþór Morthens 1, Þorvaldur Sigurðs- son 1. Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 14 (þar af1 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Gróttu/KR: Páll Þórólfsson 8/2, Magnús A. Magnússon 7, Alexander Petter- sons 7, Davíð Ólafsson 2, Alfreð Finnsson 1. Varin skot: Kári Garðarsson 17/1 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 18 mín. Dómarar: Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson. Nokkuð sundurleitir en stóðu sig þokkalega í erfiðum leik. Áhorfendur: Um 200. Staðan: Haukar 25 19 1 5 757:606 39 Valur 25 16 5 4 673:562 37 ÍR 25 18 1 6 733:638 37 KA 25 16 3 6 686:633 35 HK 25 14 3 8 699:659 31 Þór 25 15 1 9 711:679 31 Fram 25 13 4 8 649:609 30 FH 25 14 2 9 680:642 30 Grótta/KR 25 14 1 10 664:591 29 Stjarnan 25 7 2 16 676:729 16 ÍBV 25 7 2 16 607:710 16 Afturelding 25 5 3 17 602:670 13 Víkingur 25 1 3 21 629:796 5 Selfoss 25 0 1 24 598:840 1  Leikir í síðustu umferð, sunnudaginn 30. mars kl. 16.15: Stjarnan - Þór, Haukar - ÍR, KA - ÍBV, Sel- foss - HK, Grótta/KR - FH, Valur - UMFA, Víkingur - Fram KÖRFUKNATTLEIKUR Grindavík – Tindastóll 92:77 Íþróttahúsið í Grindavík, úrslitakeppni karla, Intersportdeildin, þriðji leikur í und- anúrslitum, fimmtudagur 27. mars. Gangur leiksins: 6:4, 13:12, 18:16, 21:27, 27:31, 30:36, 41:42, 47:44, 51:50, 55:50, 60:56, 66:60, 74:72, 80:74, 90:74, 92:77. Stig Grindavíkur: Helgi Jónas Guðfinnsson 24, Darrel Lewis 23, Páll Axel Vilbergsson 18, Guðmundur Bragason 15, Guðlaugur Eyjólfsson 8, Predrag Pramenko 2, Guð- mundur Ásgeirsson 2. Fráköst: 31 í vörn - 10 í sókn. Stig Tindastóls: Clifton Cook 23, Michail Andropov 15, Kristinn Friðriksson 13, Axel Kárason 10, Óli Barðdal 9, Einar Aðal- steinsson 5, Helgi Viggóson 2. Fráköst: 22 í vörn – 10 í sókn. Villur: Grindavík 17, Tindastóll 16. Dómarar: Leifur Garðarsson og Sigmund- ur Már Herbertsson. Áhorfendur: Um 350.  Grindavík er yfir 2:1. NBA-deildin Boston – Golden State..........................95:107 Toronto – Cleveland ...............................89:83 Indiana – Philadelphia ...........................85:91 New Jersey – New York......................101-95 Detroit – Atlanta ..................................102-99 Memphis – Phoenix ..............................99:101 Chicago – Miami .....................................82:74 Houston – LA Lakers ............................93:96 New Orleans – Orlando..........................95:97 Denver – Milwaukee ..........................108:103 Utah – Portland ......................................94:85 Seattle – Washington .............................74:80 LA Clippers – Dallas..........................107:114 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót kvenna ÍR - HK/Víkingur .......................................0:4 FH - Fjölnir.................................................2:2 Göngubolti, mýgrútur mistaka ogmörk á stangli; þetta var öll dýrðin sem áhorfendum var boðið upp á framan af leik hjá Þórs og Gróttu/ KR í gær. Leikurinn var afskaplega mik- ilvægur og greinileg streitumerki hjá leikmönnum, sem áttu í erfiðleikum með að finna takt- inn. Úr þessu rættist í seinni hálfleik og þægilegt forskot gestanna minnk- aði smám saman uns allt ætlaði vit- laust að verða í lokin og það voru síð- an Þórsarar sem knúðu fram sigur, 26:25. Það er því ljóst að Þórsarar eru sloppnir inn í úrslitakeppnina. Gestirnir í Gróttu/KR voru öllu betri lengst af í leiknum í gær. Þórsurum gekk illa að finna svar við framliggjandi vörn gestanna og herbragð þeirra að koma út á móti Pettersons heppnaðist aðeins að hálfu leyti því Páll Þórólfsson lék þá lausum hala. Staðan var 4:3 eftir sex mínútur en breyttist í 4:7 þegar 13 mínútur voru liðnar. Heimamenn voru arfaslakir, ráðalausir og taugaveiklaðir í sókn- inni. Hjá gestunum skoraði Páll að vild og Kári Garðarsson var góður í markinu. Staðan í leikhléi var 10:14. Seinni hálfleikur var skemmtilegri og Þórsurum tókst að minnka mun- inn í eitt mark, 19:20, en þá skoruðu gestirnir þrjú mörk í röð og mun- urinn því enn fjögur mörk þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Lokamínúturnar voru æsispenn- andi, staðan 23:25 þegar 3 mínútur voru eftir og gestirnir þá einum fleiri. Aigars Lazdins skoraði fyrir Þór eftir gegnumbrot og Goran Gusic jafnaði með góðu marki úr horninu. Þórsarar voru síðan einum fleiri og 13 sek. til leiksloka var dæmt var víti á Gróttu/KR. Nokkuð umdeildur dómur og raunar gengu menn af göflunum það sem eftir lifði leiks og fuku út. Gusic skoraði úr vítaskotinu og tryggði Þór heldur óvæntan sigur miðað við gang leiksins. Gusic var langbestur Þórsarar eins og í undanförnum leikjum og skoraði 12 mörk. Árni Sigtryggsson kom næstur með 6. Vörnin hrökk í gang í seinni hálfleik. Þórsarar skor- uðu ekkert mark af línu en Hörður Sigþórsson lék meiddur og náði sér ekki á strik. Hjá Gróttu/KR voru Páll, Petersons og Magnús Agnar á línunni allt í öllu og skoruðu 22 af 25 mörkum liðsins. Þá virtist fyrrum markvörður KA, Kári Garðarsson, sjá rautt á móti gömlu erkifjendunum og varði oft stórvel. Þetta dugði ekki til, lánið var með Þórsurum í lokin og nú er að duga eða drepast fyrir Gróttu/KR í síðasta leiknum. Haukar í kröppum dansi Haukar lentu í kröppum dansi erþeir sóttu Aftureldingu heim að Varmá og það var ekki fyrr en á síðustu níu mínútun- um að Hafnfirðing- um tókst að hrista Mosfellinga af sér og vinna með fimm marka mun, 26:21. Þar með tylltu Haukar sér í efsta sæti deildarinnar fyrir síðustu umferðina á sunnudag- inn en þá taka þeir á móti ÍR-ingum á heimavelli. „Nú er þetta í okkar höndum í síð- ustu umferðinni, þá verðum við að sýna fram á að við verðskuldum deildarmeistaratitilinn,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, að leiks- lokum að Varmá. Það virtist vera eitthvað kæru- leysi í leikmönnum Hauka í upphafi, svo virtist sem þeir héldu að ekkert þyrfti að hafa fyrir sigrinum, enda er staða liðanna afar ólík í deildinni. Aftureldingu tókst með baráttu og leikgleði að halda í við Hauka þannig að gestirnir náðu yfirleitt ekki nema eins marks forystu og a.m.k. í þrí- gang í síðari hálfleik átti Afturelding möguleika á að jafna metin, en tókst ekki. FH vantar enn eitt stig FH-ingar þurfa eitt stig á mótiGróttu/KR í lokaumferð deild- arinnar á sunnudaginn til að tryggja sér sæti í úrslita- keppninni eftir sigur á Víkingi, 35:27, í Kaplakrika. FH-ing- ar skoruðu sex síð- ustu mörk leiksins en baráttuglaðir Víkingar náðu óvænt að veita Hafn- firðingum keppni í síðari hálfleik eft- ir að heimamenn höfðu náð mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik, 18:10. Leikmenn FH virtust líta á síðari hálfleikinn sem formsatriði og leikur þeirra datt niður á afar lágt plan, sérstaklega hvað varnarleikinn varð- ar, og áhugi liðsmanna FH á leiknum virtist takmarkaður. Værukærðin var alls ráðandi hjá FH-ingum fram- an af síðari hálfleiknum og Víkingar gengu á lagið og minnkuðu muninn niður í eitt mark um miðjan hálfleik- inn, 22:21, og þeir náðu að hanga í FH-ingum allt þar til fimm mínútur voru til leiksloka. Þá sprungu þeir á limminu og FH-ingar skoruðu hvert markið á fætur öðru úr hraðaupp- hlaupum. Logi Geirsson var skástur í liði FH-inga ásamt Magnúsi Sigmunds- syni markverði en greinilegt var á öllu að FH-ingar litu á leikinn sem skylduverkefni. Hætt er við að þeir verði hins vegar að spila miklu betur á móti Gróttu/KR ætli þeim að tak- ast að komast í hóp átta efstu lið- anna. Eymar Kruger var besti mað- ur Víkinga og lék Magnús Sigurðsson í vörn FH-inga grátt og þá átti Björn Guðmundsson fínan leik. Átta marka sigur ÍBV Eyjamenn luku heimaleikjum sín-um í vetur á sigri þegar neðsta lið deildarinnar, Selfoss, kom í heim- sókn. ÍBV leiddi nánast allan leikinn og jók forskot sitt jafnt og þétt. Loka- tölur leiksins, 36:28. Daninn Michael Lauritsen var yfir- burðamaður í liði heimamanna og eins var Sigurður Ari Stefánsson öfl- ugur undir lokin. Gísli Rúnar Guð- mundsson þjálfari Selfoss var þeirra besti maður og þrátt fyrir að fá á sig 36 mörk varði hann oft á tíðum mjög vel. Andri Úlfarsson átti einnig ágætis leik. Dapurt í Digranesi Andleysi var einkenni leiks HK ogStjörnunnar í Digranesi í gær- kvöldi. Fyrri leikur liðanna sem fram fór í Ásgarði í Garða- bæ var bráðfjörugur og skemmtilegur en allt annað var uppi á teningnum að þessu sinni. Deyfð var yfir báðum liðum í leik sem þrátt fyrir allt hefði getað orðið hin besta skemmtun en HK vann með tveggja marka mun, 29:27. „Það er búin að vera hálfgerð lægð hjá okkur frá því í bikarúrslitaleikn- um og við verðum að vinna í því áður en við förum inní úrslitakeppnina,“ sagði Ólafur Víðir Ólafsson, leikmað- ur HK, en hann sýndi á köflum fín tilþrif en líkt og aðrir leikmenn náði hann ekki að halda dampi allan leik- inn. „Þetta var bara göngubolti og þótt einhverjir hafi talið að þetta væri skyldusigur hjá okkur þá urð- um við virkilega að leggja okkur fram í lokin til að knýja fram sigur. Við duttum niður á þeirra plan,“ sagði Ólafur Víðir. Liðin skoruðu aðeins tvö mörk á fyrstu átta mínútum leiksins en þá tóku leikmenn við sér og á næstu mínútum sem fylgdu var eins og liðin gleymdu að leika vörn og sölluðu inn hverju markinu á fætur öðru. HK-ingar höfðu aðeins betur á þessum kafla, þeir skoruðu úr 8 sóknum í röð á meðan Stjarnan skor- aði úr 7 af 8. HK-hafði þriggja marka forskot í leikhléi, 15:12, og í síðari hálfleik gerðu heimamenn það sem þeir þurftu til að taka bæði stigin sem í boði voru en Stjörnumenn með Vilhjálm Halldórsson í broddi fylk- ingar náðu ekki að ógna þeim að neinu ráði í seinni hálfleiknum. Ólafur Víðir og Alexander Arnar- son léku best í liði HK ásamt Arnari Frey Reynissyni markverði, sem stóð á milli stanganna í síðari hálf- leiknum og varði á köflum mjög vel. Hjá Stjörnunni léku þeir Vilhjálmur Halldórsson og Árni Þorvarðarson markvörður best. Lukkan með Þór í lokin TALSVERÐAR breytingar urðu á röð liða í töflunni í næstsíðustu umferð Esso-deildar karla í handknattleik í gærkvöld. Þær helstar að Haukar náðu tveggja stiga forystu þegar Valur og ÍR töpuðu sín- um leikjum og Fram komst upp í átta liða keppnina – um sinn í það minnsta – þar sem Grótta/KR tapaði og hrapaði niður í 9. sætið. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Ívar Benediktsson skrifar Guðmundur Hilmarsson skrifar Sigursveinn Þórðarson skrifar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.