Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kynni okkar Ólafs hófust fyrir tuttugu og fimm árum þegar hann fór að vera með Berglindi dóttur minni. Eignuðust þau soninn Magn- ús Ásgeir sem var mitt fyrsta barna- barn og lifandi eftirmynd Ólafs. Sambúð þeirra Ólafs og Berglindar stóð stutt en alla tíð síðan var Óli í góðu vinfengi við okkur hjónin. Hann var hvers manns hugljúfi, sérstak- lega fyrir kurteisa og góða fram- komu og var hann því alltaf aufúsu- gestur á heimili okkar Heiðu. Óli kom iðulega til okkar og þá oft með dætur sínar, Anitu og Tinnu. Má segja að hann hafi verið hér heima- gangur, svo vel fór á með okkur Heiðu og honum og að mörgu leyti var hann okkur sem sonur. Ólafur hafði átt við þunglyndi að stríða í seinni tíð og var svo komið síðastliðið haust að hann fór til Spán- ar að læknisráði og dvaldi á Costa Del Sol í hálft ár. Hann var mjög ánægður þarna, naut þar sólar, hlýju og birtu sem hafði góð áhrif á þung- lyndiseinkennin. Á Spáni fór hann strax að nema frekari málaralist og sendi hann okkur góðar myndir eftir sig í gjörbreyttum stíl, sem tóku mið af því milda og góða umhverfi sem hann dvaldi í. Við Óli vorum í stöðugu og góðu sambandi meðan hann dvaldi úti og eins og oft vill verða, jafnvel í nánara sambandi heldur en hérlendis. Meðal annars tefldum við símskák með SMS sem stóð yfir í nokkrar vikur, þar til hann gekk frá mér. Óli var kappsamur og góður í skákinni og hafði yndi af allri keppni, svo sem knattspyrnu og íþróttum yf- irleitt. Við skiptumst á faxbréfum, sem Óli myndskreytti skemmtilega enda sérlega listfengur. Það má segja að myndlistin hafi átt hug hans allan og þegar hann skipti um hús- næði var alltaf tekin afstaða til þess hvort hægt væri að mála á staðnum. Þannig háttaði til í hans fallegu íbúð í Stúfholtinu sem hann var svo ánægð- ur með. Síðasta kvöld Ólafs á Íslandi, ÓLAFUR GUNNAR SIGURÐSSON ✝ Ólafur GunnarSigurðsson fædd- ist í Reykjavík 4. maí 1959. Hann lést í Hol- landi 14. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson sjómaður, f. 1. ágúst 1921, d. 12. júní 1965, og kona hans Lilja Hjartardóttir, f. 4. júní 1919, d. 28. október 1993. Systkini Ólafs eru: Garðar Heimir, f. 1941, Jón Hlöðver, f. 1945, Páll, f. 1948, Kristín, f. 1952, og Sigþór, f. 1956. Börn Ólafs eru: Magnús Ásgeir, f. 1982, Eva Dögg, f. 1985, Aníta Selma, f. 1987, Tinna Margrét, f. 1989, Sindri Arnór, f. 1994, og Danía Rún, f. 1998. Útför Ólafs Gunnars verður gerð frá Kapellunni í Fossvogi í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. 6. október 2002, heim- sóttum við hjónin hann til að kveðjast í íbúð hans. Við þetta tækifæri tók ég þá mynd af Óla sem fylgir þessum skrif- um. Það fyrsta sem við tókum eftir þegar við komum inn var stórglæsilegt fiska- búr af bestu gerð, því allt sem hann eignað- ist þurfti að vera vandað og fallegt. Uppsetning í fiska- búrinu, með granít- steinum, gróðri og fiskum var hreint augnayndi og sýndi vel hversu list- fengur Óli var. Augljóst var að hann var stoltur af þessu, sem hann mátti vera, en ekki hafði hann mörg orð þar um. Hógvær að vanda. Fjölmörg málverk gaf Óli okkur hjónum og eru myndir hans stöðugur gleðigjafi. Hann stundaði sundæfingar lengi vel og líkamsrækt og var ákaflega vel á sig kominn. Var hann tekinn til við líkamsrækt líka þarna syðra. Þegar líða tók á vorið kom í hann óyndi á Spáni og í lokin var hann kominn til Hollands. Þegar ég heyrði það var ég að vona að hann væri á heimleið eins og farfuglarnir og hefði bara tyllt sér í Hollandi, en hann fékk þá sjúklegt og alvarlegt kvíðakast og lenti inni á spítala og virtist það svo draga hann til dauða. Í sambúð sinni með Guðrúnu Guð- mundsdóttur eignaðist hann tvær dætur, Anitu og Tinnu, og var alltaf kært með þeim og sérstaklega Tinnu sem var mjög lík honum í útliti. Ólafur lærði símsmíði hjá Lands- símanum og starfaði þar sem slíkur lengst af sinni starfsævi. Hann hafði þó alltaf mikinn áhuga á sjómennsku, var um tíma hjá gæzlunni og á fiski- skipum. Bera sjávarmyndir hans gott merki um hversu vel honum lík- aði á sjónum. Svo minnst sé á gæzl- una þá man ég alltaf að hann kenndi mér þau handbrögð sem hann lærði þar varðandi meðferð á íslenska fán- anum. Þannig var reglusemin og snyrtimennskan honum í blóð borin. Mörg önnur störf stundaði Óli. Hann var hörku duglegur, sem dæmi um það má nefna að hann stundaði mað- katínslu um nætur þegar þannig viðraði án þess að slá af annarri vinnu. Hann var mjög kappsamur og laginn við tínsluna og tíndi alltaf margfalt á við aðra. Virtist hann í þessu sambandi þekkja Reykjavík eins og lófann á sér. Ólafur virtist eiga í erfiðleikum með að mynda varanleg tilfinninga- sambönd við sambúðarkonur sínar, má ef til vill rekja það til þess að hann ólst upp á barnaheimili (Reykjahlíð) frá 2 ára aldri og var þar með Sigþóri bróður sínum í átta ár þar til þeir fóru aftur í Ásgarðinn til móður sinn- ar, en þá var faðir þeirra látinn. Það er með ólíkindum að árið 1961 skuli enn hafa verið þau úrræði ein fyrir fátæka foreldra að koma börnum sín- um fyrir. Yngstu þremur systkinun- um af sex var nánast ráðstafað til vandalausra vegna fátæktar. Kristín, tíu ára systir þeirra bræðra, sá um þá á þessum tíma af miklum dugnaði. Henni var samt komið fyrir í sveit og þeir síðan sendir á barnaheimilið. Vonandi er samfélagshjálpin orðin meiri í dag, því svona uppeldi hlýtur að setja á manninn mark. Magnús Ásgeir, elsta barn Óla, taldi mjög viðeigandi að hinn gullfal- legi sálmur Kveðja, lag og texti eftir Bubba, yrði sunginn við útförina og er ég því hjartanlega sammála og kveð Ólaf minn góða vin með fyrsta erindi sálmsins: Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Magnús Ásgeir Bjarnason. Elsku pabbi minn, nú bara veit ég ekki hvar ég á að byrja. Ég átta mig varla á því að þú sért farinn frá þess- ari jörð og fluttur til himna. Svona gengur víst lífið fyrir sig sinn vana- gang en mér finnst þetta samt svo skrítið, að ég muni aldrei sjá þig aft- ur eða heyra í þér fyrr en ég sjálf flyt til þín á himnum, sem ég vona samt að verði ekki fljótlega heldur þegar ég verð orðin gömul og grá. Vonandi mun eldri en þegar þó fórst af jörðu, því ekki er hægt að segja að þú hafir verið gamall. Aðeins 43 ára og strax farinn. Mér finnst það óskiljanlegt að Guð skuli alltaf þurfa að taka þá góðu og það er svo sárt fyrir þá sem eftir standa. Ég verð að segja að það er ekkert auðvelt fyrir mig að sjá á eftir þér elsku pabbi minn. Mér þótti svo vænt um þig og þykir það enn og mun ætíð elska þig af öllu hjarta og ég veit svo sannarlega að þér þótti líka vænt um mig. Hvert skipti sem við töluðumst við í síma sagðir þú ég elska þig og sagði ég það sama til baka. Ég er svo ánægð að ég skuli bara eiga góðar minningar um okkur saman eins og þegar ég kom með þér í vinnuna á Hróa hetti og hjálpaði við störfin. Ef þetta er seinasta skipti sem ég get talað við þig eða til þín í minningargrein er svo margt sem ég hefði viljað segja frá og skrifa til þín þannig að ég geti orðið sátt. Ég á ekki eftir að geta skrifað meira til þín en að minnsta kosti verður þetta birt og einhverjir munu lesa þetta og heyra að ég hafi verið svo heppin að eiga besta pabba á jarðríki. Ég elska þig, elsku pabbi minn, og nú getur þú sofið rótt. Þín dóttir Tinna Margrét Ólafsdóttir. Elsku pabbi, það er alltaf sárt að kveðja einhvern sem manni þykir vænt um en svona er víst lífið því miður. Ekkert fær þessu breytt núna en lífið með þér var yndislegt og því miður hefur þér lengi liðið illa og gast ekki meira og vonandi ert þú kominn á betri stað og líður sem allra best. Ég trúi því ekki enn að þú sért farinn en þannig er það bara og ég verð að reyna að sætta mig við þá staðreynd. Pabbi þú ert yndislegur maður sem hefur alltaf verið góður við allt og alla og ég á einungis góðar minningar um þig. Ég minnist þess þegar ég og vin- kona mín vorum hjá þér og þú fórst inn á bað og horfðir í spegilinn og sagðir fegurð þín lýsti upp alheim- inn. Þegar þú komst síðan fram hlæj- andi setti að okkur öllum hlátur. Tími minn með þér er búinn að vera ynd- islegur og mun ég aldrei gleyma þér og ég mun varðveita allar okkar góðu minningar og stundirnar sem við átt- um saman. Elsku pabbi, takk fyrir að hafa verið til og leyft mér að kynnast svona góðri manneskju, vonandi líð- ur þér sem allra best og vonandi sjáumst við þegar minn tími er kom- in. Ástar- og saknaðarkveðjur. Þín dóttir, Anita Selma Ólafsdóttir. Lífi okkar er fléttað svo rækilega saman við líf annarra hér á jörðunni að við gerum tæpast nokkuð án þess Hugheilar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR JÓNSSONAR bílstjóra, Heiðarvegi 48, Vestmannaeyjum. Innilegar þakkir til starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja fyrir hlýja og góða umönnun. Indíana Björg Úlfarsdóttir, Eygerður Anna Jónasdóttir, Þorsteinn Gísli Þorsteinsson, Ingimar Jónasson, Fríða Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLI KRISTINN BJÖRNSSON, Norðurvangi 9, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju mánu- daginn 31. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjarta- vernd. Jarþrúður Lilja Daníelsdóttir, Daníel Þór Ólason, Þóra Tómasdóttir, Björn Viðar Ólason, Hlynur Geir Ólason, Hilda Björk Daníelsdóttir, Sólveig Anna Daníelsdóttir, Ásta Valgerður Björnsdóttir, Erna Diljá Daníelsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN HULDA TÓMASDÓTTIR hjúkrunarkona, Kristnibraut 12, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ miðviku- daginn 19. mars. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélag Íslands. Ingibjörg Sesselja Gunnarsdóttir, Guðmundur Aðalsteinn Gunnarsson, Guðleif Bender, Jóhanna Gunnars, Katrín Gunnvör Gunnarsdóttir, Hákon Örn Arnþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR frá Holti undir Eyjafjöllum, fyrrum húsfreyja á Víkingavatni, er látin. Útför fer fram í kyrrþey. Ragna S. Sveinsdóttir, Sólveig A. Sveinsdóttir, Benedikt Ó. Sveinsson, Jakob L. Sveinsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÓSKAR SIGURÐSSON fyrrum verkstjóri, til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 28. mars, kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, þeim sem, vilja minnast hans, er bent á Hrafnistu í Hafnarfirði. Bragi Óskarsson, Sonja Håkansson, Guðfinna Óskarsdóttir, Guðmundur Ívarsson, Sigurður Óskarsson, Sigurbjörg Símonardóttir, Sigurður R. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.