Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 49 UM daginn sat ég fund með nokkr- um formönnum handknattleiks- félaga. Þar barst umræðan að al- mennt erfiðri fjárhagsstöðu íþróttafélaga í landinu. Sú staða leiddi til þess að erfitt væri orðið að fá fólk til starfa fyrir félögin og svo gætti skilningsleysis bæjaryfir- valda um mikilvægi íþróttastarfs- ins. Því kom upp sú hugmynd hvort íþróttafélögin ættu ekki að fara í verkfall til að undirstrika mikilvægi sitt. Leggja niður æfingar í öllum flokkum, hverjir myndu þá rísa upp? Eitt er víst að við sem þekkj- um til starfa íþróttafélaganna ger- um okkur fulla grein fyrir því mikla starfi sem félögin vinna samfélag- inu í vil. Ómældur er félagslegur ávinningur og fjárhagslegur sparn- aður bæjarfélaga að hafa þessa fjöldahreyfingu þar sem nánast all- ir vinna í sjálfboðavinnu. Ef íþróttahreyfingin færi í verk- fall myndi skapast algjör ringulreið hjá iðkendum og foreldrum. Þá yrði stutt í þá kröfu almennings að bæjarfélög önnuðust þennan rekst- ur að fullu og það myndi leiða til verulegrar útgjaldaaukningar. Er ekki núverandi fyrirkomulag hag- kvæmast þar sem allir taka hönd- um saman og hver leggur sitt fram? Mörg sveitarfélög hafa stutt vel við bakið á hreyfingunni og má í því sambandi nefna Seltjarnarnesbæ og íþróttafélagið Gróttu. Aðstaðan fyrir handknattleikinn er mjög góð á Nesinu enda sýndi Grótta/KR í meistaraflokki karla hvað þetta skiptir allt miklu máli með vel- gengni sinni í Evrópukeppninni um daginn. Ein sterkasta fimleikadeild landsins er hjá Gróttu sem um síð- ustu helgi eignaðist Íslandsmeist- ara í fimleikum kvenna. Og nú stendur til að byggja gervigrasvöll, völl sem fráfarandi bæjarstjórn samþykkti að lokið yrði við árið 2003. Við byggingu vallarins skap- ast í fyrsta sinn sambærileg að- staða fyrir allar deildir félagsins. Með fyrirhuguðum velli á Hrólfs- kálameli samkvæmt tillögu ÆSÍS náum við að tengja saman búnings- aðstöðu, æfingasvæði og keppnis- aðstöðu á sama stað. Aðstaða sem er einstök að flestra mati og önnur bæjarfélög myndi dreyma um. Þessi nálægð bæjaryfirvalda við foreldra, iðkendur og íþróttafélagið á Nesinu skilar sér í öflugra félags- og íþróttastarfi. ÁSGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, formaður ÆSÍS. Hvað gerðist ef íþrótta- félögin færu í verkfall? Frá Ásgerði Halldórsdóttur Í SVÍÞJÓÐ var Ekobanken stofn- aður 1998 (á grundvelli Ekospare- kassan) og hann vex stöðugt, t.d. jukust innlán í bankann um 32% á árinu 2001. Í Noregi, Danmörku, Þýskalandi og víðar eru slíkir bank- ar líka starfandi. Í slíkum bönkum leggur viðskiptavinurinn í upphafi fram stofnfé, að lágmarki ca 1.000 kr. Ekkert hámark er á stofnfjár- eigninni, en enginn má fara með meira en 10% atkvæða á fundum. Hægt er að velja innlánsreikninga eftir þeim málefnum sem fólk vill að fái lánafyrirgreiðslu, t.d. ræktunar- mál, málefni barna og ungmenna, menningarstarfsemi o.fl. Líka er boðið upp á almennan innlánsreikn- ing. Margir vilja einmitt gjarnan leggja fé sitt á reikninga, þar sem þeir vita í hvað peningarnir eru not- aðir. Erlendis hafa umhverfisbank- arnir stutt frjálsa skóla, ýmiss konar menningarverkefni, lífræna ræktun, framleiðslu náttúrulyfja, bókaútgáfu o.m.fl. Slík verkefni geta gegnt mik- ilvægu hlutverki í hverri byggð, þó að þau séu stundum vanmetin. Afkoma umhverfisbankanna í ná- grannalöndunum hefur verið góð, enda er rekstrarkostnaði þeirra haldið í lágmarki. Auðvitað eru um- hverfissjónarmið höfð að leiðarljósi í rekstrinum og það leiðir sjálfkrafa til lægri kostnaðar, því að þá er farið vel með orku og hráefni, búnaður er einfaldur og ódýr o.s.frv. Með þess- um hætti er hægt að hafa útláns- vexti lægri en gengur og gerist. Nú er að sjá hvar fyrsti sproti ís- lensks umhverfisbanka muni vaxa. Það verður þar sem drífandi fólk býr og jarðvegur er fyrir frumkvæði, sem stuðlar að heilbrigðu samfélagi. GUÐMUNDUR SIGVALDASON, Vestursíðu 6c, Akureyri. Umhverfisbanki Frá Guðmundi Sigvaldasyni ALLAR vinstristjórnir hafa komið á óðaverðbólgu, engin hefur setið heilt kjörtímabil. Vinstri flokkarnir lofa að koma á vinstristjórn fái þeir til þess umboð kjósenda. Það er alltaf gott gamla máltækið um vinstri stjórnir að ,,sporin hræða“. Ég hefi skrifað áður um þá hörmung sem allar vinstri- stjórnir hafa skilið eftir sig þó þeim hafi aldrei tekist að sitja út heilt kjörtímabil. Enginn þarf að efast um verðbólguna sem allar vinstristjórn- ir koma á. Ég hefi áður sagt að Hag- stofan sendi mér upplýsingar um all- ar vinstristjórnir frá 1939-1990. Þær tölur eru hrikalegar, allt að 130% verðbólga. Þetta sýna tölur allra vinstri stjórna þar til stöðugleika- tímabilið byrjaði í tíð Davíðs Odds- sonar frá vori 1991. Eftir að þjóð- arsáttarsamningarnir voru gerðir 1990 gjörbreytir um, verðbólgan síð- an er sú lægsta á tuttugustu öldinni. En veldur hver á heldur, það hefði verið hægt að glutra niður gullnum tækifærum en þetta sýnir stjórn- visku. Við sem komin erum yfir miðj- an aldur munum þegar vinstri stjórnir voru við völd. Þess vegna getur maður ekki sett sig í spor þeirra er vilja aftur vekja upp þessa óværu, það hljóta að vera annarlegar hvatir sem stjórna þeim. Mesta hættan er að yngri kjósend- ur voru margir hverjir börn þegar síðustu vinstri stjórnir voru við völd. Því er það enn meiri ósvífni vinstri flokkanna að stefna að samstarfi eft- ir kosningar í skjóli þess að ungling- ar þekki ekki verk þeirra. Sem betur fer eru merki þess í skoðanakönnunum að yngra fólkið styður Sjálfstæðisflokkinn, þó það séu ekki kosningar. En unglingar eru greint fólk og fylgjast vel með málum. Það er skylda okkar sjálf- stæðismanna að kynna vel fyrir þeim er ekki þekkja ,,sporin sem hræða“; að vera vel á verði og útskýra mun á vinstri og hægri stjórnum. Nærtæk- asta dæmið núna er kannski við- skilnaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er hún hrökklast með svikum frá borgarstjórastólnum í Reykjavík en vinstra liðið hefur stjórnað þar síðan 1994. Þar koma í ljós sannarlega hrikalegar tölur. Skuldir hafa í hennar tíð rúmlega ell- efufaldast, sem sé aukist um 1100%. Þetta ætti að vera góð lexía þeim er boða nú vinstri stjórn. Það er ekki furða þó R-listinn í Reykjavík reri lífróður í vor til að halda völdum svo ekki kæmist upp um fjármálin í Reykjavík. Það ber allt að sama brunni. En þrátt fyrir nærtækustu dæmi skirrast ekki v-grænir og Samfylkingin við að boða vinstra samstarf fái þeir til þess fylgi í kosn- ingunum 10. maí í vor. Annað mál er svo að maður fær ekki skilið hvernig þeir ættu að koma sér saman, því þar er hver höndin upp á móti annarri. Sumir sem muna kommana fyrr á ár- um mundu nú segja að þeim mundi ekki verða skotaskuld úr því að kok- gleypa nokkur álver, jafnvel þó þau væru í gangi, með sinn 1100-2000 gráða hita. Því skora ég á alla hugs- andi kjósendur að hafna vinstri stjórn og styðja einhuga Sjálfstæð- isflokkinn,og með því áframhaldandi hagsæld inn í 21. öldina. KARL ORMSSON, fv. deildarfulltrúi, Starengi 26, 112 Reykjavík. Aldrei aftur vinstristjórn Frá Karli Ormssyni milljóna starfslokasamning vi› sjálfa(n) flig Ger›u www.isb.is  Vertu me› allt á hreinu! Vi›bótarlífeyrissparna›ur Íslandsbanka Fá›u borga› fyrir a› spara! Byrja›u  strax! fia› mu nar  milljón um. Vi›bótarlífeyrissparna›inum má líkja vi› risastóran starfslokasamning sem flú gerir vi› sjálfa(n) flig. fiín getur be›i› vegleg upphæ› vi› starfslok. Ekki hika, flví fyrr sem flú byrjar a› spara flví hærri ver›ur „samningurinn“. Vegna mótframlags launagrei›anda og ríkis er vi›bótarlífeyrissparna›ur besti sparna›ur sem völ er á. Fyrir hverjar 10.000 kr. sem flú leggur  fyrir í vi›bótarlífeyrissparna› leggjast 6.000 kr. til vi›bótar inn  á reikninginn flinn. fia› jafngildir 60% ávöxtun strax! Klára›u máli› á isb.is e›a komdu  vi› í næsta útibúi Íslandsbanka. Útibú Eignast‡ring Eignafjármögnun Fyrirtækjasvi› Alfljó›asvi› Marka›svi›skipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.