Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er mjög auðvelt að láta heimsmálin leggjast á sálina í sér þessa dagana, draga sig niður. Hörmungar stríðsins í Írak snerta alla heims- byggðina og þó að átökin eigi sér stað svo að segja hinum megin á hnettinum finnur maður til von- leysis og mikillar sorgar yfir að enn á ný skuli svo vera komið að vopnin séu notuð til að leysa ágreiningsmálin. Það er líka auð- velt að hugsa sem svo að þar sem milljónir manna eigi um sárt að binda í þessum heimi, ýmist vegna ógnar sálsjúks einræðis- herra, sprengna bandamanna eða hungursneyðar, eigi maður nú ekki skilið að njóta lífsins hér heima á Ís- landi. Þess í stað væri rétt- ast að syrgja, ganga nið- urlútur um göturnar og helst ekki brosa, enda engin ástæða til. En hver græðir nú á því? Ég var far- in að láta stríðið í Írak hafa þó nokkur áhrif á sálartetrið og sá fram á myrka daga þegar ég af rælni skellti lagi með írsku hljóm- sveitinni U2 á fóninn í fyrradag. Það var eins og við manninn mælt, Bono, hinn glæsilegi söngv- ari hljómsveitarinnar, söng sig inn í hjarta mitt og um stund tók ég gleði mína á ný. Þá fór ég að velta fyrir mér hvað það væri sem léti mér líða vel. Og hann Bono og lögin hans góðu kom strax upp í hugann. Á undanförnum árum hefur orðið geðrækt fest sig í sessi í ís- lenskri tungu og vonandi vitund þjóðarinnar einnig. Geðrækt er af sama toga og líkamsrækt, hún felur í sér allt það sem ræktar geðið, andlega heilsu okkar. Geð- rækt, sem er verkefni, sem miðar að bættri geðheilsu, á vegum Landlæknisembættisins og fleiri aðila, hefur með góðum árangri leitt okkur fyrir sjónir að jafn nauðsynlegt er að leggja rækt við geðið og líkamann. Og Bono á í mínu tilfelli stóran þátt í því. Geð- rækt mælir nefnilega með því að við veltum fyrir okkur hvað það er sem hefur góð áhrif á okkur. Svo er lagt til að öllum góðu hlut- unum sé safnað saman í þar til gerðan geðræktarkassa. Ég ætla að leyfa ykkur að gægjast í minn kassa, en hann er reyndar eins og er frekar huglægur. Vonandi verður það til þess að vekja ein- hverja til umhugsunar um nauð- syn þess að njóta lífsins þó að heimurinn virðist stundum á helj- arþröm. Það er svo undarlegt hvað tón- list getur haft góð áhrif á mann. Án þess að skilja af hverju gerum við okkur flest grein fyrir því og sjálfsagt eiga allir sína eftirlætis hljómsveit eða lag sem verður til þess að bros færist yfir varirnar og góðar minningar hrannast upp í huganum. Eins og komið hefur fram er Bono minn maður í þessu tilliti en leiðir okkar hafa legið saman undanfarin ár og sam- bandið ætíð verið gott og gefandi. Stundum er best að vera einn með Bono, t.d. í freyðibaði við kertaljós, en það getur líka verið gaman að njóta hans í félagsskap annarra, t.d. bestu vinkvenna minna. Vinahópurinn er auðvitað vel til þess fallinn að rækta geðið með. Að hlæja sig máttlausan yfir raunverulegum skemmtisögum er eitt það besta þunglyndismeðal sem er á boðstólum. Í geðræktar- kassanum mínum eru margar myndir, bæði ljósmyndir og kvik- myndir. Ljósmyndirnar eru frá ýmsum tímabilum í lífi mínu og hverri og einni þeirra fylgir heill hellingur af minningum. Þegar bláminn færist yfir hugann er alltaf skothelt að draga fram myndaalbúmin og hlæja svolítið (allar myndir sem vekja slæmar minningar eiga auðvitað bara heima í ruslinu!). Þá eru nokkrar kvikmyndir sem hafa fylgt mér í gegnum tíðina sem mér finnst gott að grípa til á gráum dögum. Reality Bites og When Harry Met Sally (brjálæðislega róm- antískar og tónlistin í báðum frá- bær) hreinsa huga minn á auga- bragði af neikvæðni. Félagsskapur við hitt kynið er heldur ekki svo afleit geðrækt. T.d. finnst mér gaman að hitta spilafélagana annað slagið (að- allega vegna þess að við stelp- urnar vinnum þá alltaf – eða næstum alltaf!) og ganga af þeim fundi sem sigurvegari með bros á vör. Mér finnst líka ótrúlega upp- lífgandi að hitta tvo litla rauð- hærða frændur mína sem segja mér leikskólabrandara og hafa skemmtilegustu sýn í heimi á lífið og tilveruna. Ómissandi er að knúsa heimilisköttinn, Fróða Ing- ólfsson, þétt og innilega kvölds og morgna þó að hálfur feldurinn verði eftir á peysunni minni. Svo mæli ég með því að lesa Andr- ésblað fyrir svefninn, vakna á laugardagsmorgnum og spila kleppara til að vakna almennilega og njóta þess að ganga í vorblíð- unni (sem lítið fer fyrir þessa dagana reyndar …). En faðmlag og koss á kinn frá syni mínum er samt áhrifaríkasta leið mín til geðræktar. Það jafnast ekkert á við það. Ekki einu sinni Bono blessaður. Á heimasíðu Geðræktar er að finna gagnlegt efni um hvernig best er að viðhalda andlegri hreysti í dagsins önn. Við erum nefnilega öll alltaf að flýta okkur og megum stundum ekki vera að því að hugsa um sálina. Ef við stöldrum við er það vegna þess að við hreinlega getum ekki meira. En til að geta meira, er nefnilega eins og margoft hefur verið bent á, nauðsynlegt að hafa til þess orku, bæði andlega og líkamlega. Á mínu heimili eru kossar sagðir „bensín“ á sálina og það eru sko orð að sönnu. Líkamleg vellíðan og andleg haldast í hendur. Þegar okkur líð- ur vel í hjartanu erum við frekar upplögð til að leggja stund á lík- amsrækt. Að sama skapi er frísk- andi að hoppa aðeins og skoppa og fá svitaperlur á ennið. En þó að ég ætli þrátt fyrir hörmungar stríðs að halda áfram að brosa framan í heiminn þá mun ekki sá dagur líða að ég hugsi ekki hlýtt til saklauss fólks í Írak sem á um sárt að binda. Freyðibað með Bono Stundum er best að vera einn með Bono, t.d. í freyðibaði við kertaljós, en það getur líka verið gaman að njóta hans í félagsskap annarra, t.d. bestu vinkvennanna. Í því felst mikil geðrækt. VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ✝ Hallbjörn Sig-urður Björnsson fæddist á Ísafirði 24. febrúar 1926. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans við Hringbraut föstudagskvöldið 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Sigurðar- dóttir, f. 1. septem- ber 1892, d. 13. apr- íl 1981, og Björn Jóhannsson, f. 28. október 1901, d. 14. mars 1982. Fóstur- foreldrar Hallbjörns voru Amalía Geirsdóttir, f. 3. janúar 1877, d. 16. mars 1951, og Daníel Eiríks- son, f. 5. september 1886, d. 6. nóvember 1953. Systkini Hall- björns voru Matthildur Sigríður, f. 27. nóvember 1920, d. 23. febr- úar 2002, Jóhann Rósinkrans, f. 20. ágúst 1924, Torfi, f. 30. nóv- ember 1927, Björn, f. 22. júní 1932, Jónas Guðmundur, f. 6. ágúst 1929, d. 7. júní 2002, og Kristján Friðrik, f. 29. maí 1934. Hallbjörn átti einnig fóstursyst- ur, Guðrúnu Guðbjörgu Guð- mundsdóttur, f. 16. ágúst 1918. Hinn 15. október 1949 kvæntist Hallbjörn eftirlifandi eiginkonu sinni Helgu Ásgrímsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð, f. júní 1949. Börn þeirra eru: a) Eggert Garðarsson, f. 7. febrúar 1972, sonur hans er Sigvaldi, f. 9. júní 2000. b) Lísa, f. 24. júlí 1986. 4) Iðunn, f. 29. september 1960, maki Robert S. Robertson, f. 12. ágúst 1968. Börn þeirra eru a) Kalmar Þór, f. 20. febrúar 1998. b) Sóley Emelía, f. 24. desember 2000. 5) Símon Jónsson, f. 26. mars 1953, maki Björk Erlends- dóttir, f. 2. mars 1958. Börn þeirra eru: a) Jóhanna Soffía, f. 15. september 1977, maki Júlíus Ágústsson. Börn þeirra eru Arn- ór Sindri, f. 24. mars 2000, og Tristan Máni, f. 27. september 2002. b) Haukur Símonarson, f. 9. desember 1980. c) Erla Símonar- dóttir, f. 8. nóvember 1982, í sam- búð með Bjarka Þór Árnasyni. Barn þeirra er óskírð Bjarkadótt- ir, f. 18. mars 2003. d) Selma, f. 15. desember 1993. Einnig á Sím- on af fyrra hjónabandi: a) Eirík, f. 18. október 1972, og b) Re- bekku, f. 8. janúar 1975, í sambúð með Ægi Ísleifssyni. Börn þeirra eru Rakel Birta Guðnadóttir, f. 28. október 1996, og Sigurður Jökull, f. 4. janúar 2000. Hallbjörn ólst upp hjá fóstur- foreldrum sínum á Suðureyri frá tveggja ára aldri. Hann vann við störf er tengdust sjómennsku. Árið 1973 fluttist hann ásamt eig- inkonu sinni til Reykjavíkur og hóf störf hjá Íshúsfélagi Vest- mannaeyja við Kirkjusand. Árið 1976 hóf hann störf hjá Áburð- arverksmiðju ríkisins og lauk hann starfsferli sínum þar árið 1994. Útför Hallbjörns fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 15. október 1928. Foreldrar hennar voru María Þórunn Friðriksdóttir, f. 24. ágúst 1901, d. 17. febrúar 1990, og Ás- grímur Ingibjartur Jónsson, f. 19. febr- úar 1905, d. 1. des- ember 1979. Börn Hallbjörns og Helgu eru: 1) Ægir, f. 31. janúar 1950, maki Geirlaug Helgadóttir, f. 16. ágúst 1951. Börn þeirra eru: a) Klara, f. 18. júní 1971, maki Sigurður H. Stefáns- son. Börn þeirra eru Stefán Æg- ir, f. 30. júlí 1999, og Helga Kristín, f. 19. mars 2003. b) Helga, f. 9. ágúst 1977, í sambúð með Hauki Haukssyni. Barn þeirra: Steinunn Eva, f. 26. júní 2002. c) Arnar, f. 10. september 1979, í sambúð með Heiðdísi Dögg Eiríksdóttur. 2) Hervör, f. 12. maí 1951, maki Guðjón Guð- jónsson, f. 16. september 1946. Börn þeirra eru: a) Kristín María, f. 9. nóvember 1971. b) Guðjón Elmar, f. 15. júlí 1978, í sambúð með Jórunni Helgu Steinþórs- dóttur. c) Hallbjörn Sigurður, f. 25. desember 1981. 3) María Ingi- björg, f. 26. ágúst 1952, maki Hilmar Þór Kjartansson, f. 16. Elsku pabbi. Enginn á sér trygg- an morgundag, hvorki ungur né gamall, því inn í þennan heim fæð- umst við og úr þessum heimi verðum við einnig að fara. Þrátt fyrir að þetta sé gangur lífsins verðum við aldrei undir það búin að kveðja hinni hinstu kveðju. Það er svo stutt bilið milli gleði og sorgar. Sem betur fer hugsum við sjaldan út í það hvað líf- ið er hverfult, en svo kemur það fyr- ir að við erum minnt á það að við eig- um bara augnablikið sem er að líða – þetta hér og nú. En nú ert þú farinn frá okkur í langt ferðalag, búinn að ganga veg þessarar veraldar til enda. Hver hefði trúað því að þú ættir ekki afturkvæmt eftir hjarta- uppskurðinn, en raunin varð önnur. Mér finnst þetta enn vera draumur og að ég eigi bara eftir að vakna. Kvöldið áður en þú fórst yfir móð- una miklu gekk ég föstum ákveðnum skrefum út af Landspít- alanum, alveg viss um að þú yrðir hressari morguninn eftir, en svo varð ekki. Heilsu þinni hrakaði mjög um nóttina. Þegar ég kom til þín um hádegið fannst mér heimurinn hrynja yfir mig, þetta var langur föstudagur, um kvöldið varst þú kominn á æðra tilverustig. Minningabrotin eru mörg frá þessum árum. Við áttum samleið í 52 ár, rerum á sama báti á sömu mið, fengum alls konar veður, bæði skin og skúrir. Þú varst hógvær, traustur og góður faðir og vorum við mjög náin. Við töluðum saman í síma á hverjum degi. Þú og mamma voruð dugleg að koma í heimsókn til mín, þannig að sambandið milli okkar var mjög gott. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar, það kom stundum fyrir að við vorum ekki sammála og þá tók við góðlátlegt þras. Stundum greip mamma inn í og sagði okkur að hætta því það gæti endað með ósköpum, en umræðan endaði aldrei þannig því við höfðum bara gaman af þessu tali okkar. Þú varst mjög ljúfur, vildir allt fyrir alla gera. Þú varst mjög ríkur maður og fjölskyldan var þér allt. Það fæddust tveir litlir gullmolar inn í fjölskyldu okkar 18. og 19. mars, stúlkubörn, tveimur dögum áður en þú yfirgafst þennan heim þannig að ríkidæmi þitt varð meira. Mamma var stoð þín og stytta í líf- inu. Ég ætla að trúa því að tíminn lækni öll sár og að allt þetta hafi ein- hvern tilgang. Megi Guð styrkja og styðja mömmu og okkur öll. Þín dóttir, Hervör. Elsku afi. Alltaf gat maður leitað til þín, hvort sem það var til að fá góð ráð, eyra til að hlusta eða biðja þig um hjálparhönd. Þú varst alltaf til í að gera allt fyrir alla, þér fannst gaman að gera við og smíða hluti, enda varstu mjög handlaginn. Takk fyrir allt, elsku afi. Sátum saman einn sólglaðan dag á Suðureyri. Hamingja, hlátur. Þannig man ég best eftir þér. En dag einn kom skugginn, hann kom til að vera. Ekki leið á löngu að sálin flaug í burtu með englum Guðs. Vona að hinsta ferðin hafi verið góð. Veit að við munum hittast hinum megin. (Jórunn Helga.) Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Megi Guð vera með elsku ömmu og allri fjölskyldunni. Guðjón Elmar Guðjónsson og Jórunn Helga Steinþórsdóttir. Elsku afi minn, sá dagur er kom- inn sem ég óttaðist mest, dagurinn sem ég kveð þig í síðasta sinn. En nú líður þér vel og það er fyrir öllu. Það er mjög sárt að geta ekki komið í Austurbergið og hitt þig og spjallað við þig um heima og geima, sérstaklega um sameiginlega áhugamálið okkar, Súganda, og litla sæta húsið ykkar ömmu þar sem þér fannst best að vera. Þegar ég kom vestur og heimsótti ykkur, sem ég gerði eins og oft og ég gat, tókstu alltaf í höndina mína og hvíslaðir að mér: „Mikið er nú gott að hafa þig hér, Helga mín, eigum við ekki að plata ömmu þína til að hafa kjöt í karrí í matinn?“ Á kveðjustund sem þessari streyma að allar góðu minningarnar um þig og það er það dýrmætasta sem við eigum. Það síðasta sem þú sagðir við mig var hversu ríkur þú værir að eiga okkur öll að. Elsku besti afi minn, við erum líka rík að hafa átt þig að. Elsku amma mín ég bið guð að veita þér styrk á þessum erfiða tíma. Ég kveð þig, afi minn, með sökn- uði og mun ávallt geyma minn- inguna um þig í hjarta mínu. Þín afastelpa Helga. Sofðu, unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt, sem myrkrið veit, – minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóh. Sigurj.) Sofðu rótt, elsku afi. Þín litlu afabörn Stefán Ægir, Steinunn Eva og Helga Kristín. HALLBJÖRN SIGURÐUR BJÖRNSSON Í dag kveð ég elskulegan fóstur- föður minn, Hallbjörn Sigurð Björnsson, með söknuði og þakk- læti fyrir allt sem hann gaf mér á uppvaxtarárum mínum og síðar fjölskyldu minni. Ég bið góðan guð að vaka yfir fósturmóður minni og styrkja hana í hennar miklu sorg. Sofðu rótt, elsku Bjössi. Símon Jóhann Jónsson. HINSTA KVEÐJA Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.