Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 9
BJÖRN Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri kvikmyndasviðs Norðurljósa,
sem rekur Smárabíó og Regnbog-
ann, segir það vera til skoðunar inn-
an fyrirtækisins hvort lækka eigi
miðaverð í bíóhúsin á næstunni.
Engin ákvörðun hafi verið tekin
ennþá.
Sambíóin og Háskólabíó lækkuðu
almennt miðaverð um 6,25% hinn 14.
mars sl. Kostar bíómiðinn þar nú 750
krónur í stað 800 króna áður. Ástæð-
an var meðal annars rakin til hag-
stæðrar gengisþróunar Bandaríkja-
dals, sem lækkaði innkaupsverð
myndanna á frjálsum markaði.
Björn segir þróun gengis ekki hafa
veruleg áhrif á rekstur kvikmynda-
húsanna. Nokkur hluti myndanna sé
keyptur á frjálsum markaði, eins og
myndin Chicago sem nú er sýnd, en
þau viðskipti hafi farið fram fyrir
tveimur árum. Gengi dollars þá var
mun hærra en nú. Flestar myndirnar
komi hins vegar í gegnum dreifi-
samninga við stærstu kvikmyndaver
heims og þá fái kvikmyndasvið Norð-
urljósa aðeins hlutfall af hverjum
seldum miða í tekjur. Þróun gengis
hefur lítil áhrif á þau viðskipti.
Björn segir að samkeppni bíóhús-
anna birtist líka í gæðum salanna.
Hann segir gæðin meiri í sölum
Smárabíós en annars staðar og það
sama eigi við Regnbogann eftir
breytingar á sölum. Þægindi bíó-
gesta hér á landi séu með því mesta
sem þekkist.
Skoða mögulega
lækkun bíómiðans
Smárabíó og Regnboginn
GRÆNLANDSFLUG, sem fyrir-
hugar áætlunarflug milli Akureyrar
og Kaupmannahafnar frá og með
28. apríl, hefur enn ekki fengið
flugleyfi frá yfirvöldum til að fljúga
á fyrrnefndri leið. Flugfélagið fyrir-
hugar að fljúga frá Akureyri til
Danmerkur tvisvar í viku allt árið
um kring.
„Það hafa verið umræður í gangi
að undanförnu milli íslenskra og
danskra flugmálayfirvalda um mál-
ið og flugmálastjóri hitti í vikunni
flugmálastjóra Danmerkur þar sem
þetta mál var rætt frekar. Við
reiknum með að það verði komin
niðurstaða í þetta af okkar hálfu vel
fyrir þann tíma sem þeir áætla að
hefja sitt flug,“ sagði Heimir Már
Pétursson, upplýsingafulltrúi Flug-
málastjórnar. Hann gat ekki sagt
til um hver niðurstaðan yrði.
Grænlandsflug ekki
komið með flugleyfi
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík-
ur vísaði í gær frá dómi máli
Félags íslenskra bæklunar-
lækna gegn Tryggingastofnun
ríkisins. Ágreiningur deiluaðila
snerist um túlkun á samningi
frá 1998 milli TR og Lækna-
félags Reykjavíkur sem heim-
ilar lækni að taka einstakling til
meðferðar án greiðsluafskipta
sjúkratrygginga ef einstakling-
urinn óskar þess sjálfur. Skiln-
ingur TR var sá að ákvæði
samningsins um þetta væri ein-
göngu til að verja hagsmuni
viðkomandi sjúklings. Félag
bæklunarlækna taldi umrædd-
an samning ekki fela í sér tak-
mörkun á heimild læknis til að
taka að sér læknisverk gegn
annars konar greiðsluskilmál-
um en fram komi í samningn-
um. Krafðist félagið viðurkenn-
ingar á því að læknum væri
heimilt að vinna sams konar
læknisverk fyrir sjúkratryggða
einstaklinga að ósk þeirra
sjálfra gegn öðru endurgjaldi
en því sem ákveðið er í samn-
ingnum.
Frávísunarúrskurður hér-
aðsdóms byggðist á því að
krafa stefnanda tengdist ekki
nánar afmörkuðu sakarefni,
heldur virtist sem almennt
væri verið væri að leita úr-
lausnar dómsins. Slík kröfu-
gerð væri í andstöðu við lög um
meðferð einkamála. Hjörtur O.
Aðalsteinsson héraðsdómari
kvað upp úrskurðinn.
Máli bækl-
unarlækna
vísað frá
dómi
PENINGAFÚLGAN sem fannst á
víðavangi fyrr í vetur og skilað var til
lögreglunnar, er enn í vörslu hennar
þrátt fyrir að auglýst hafi verið eftir
eigandanum. Enginn hefur gert til-
kall til peninganna og virðist útlit
fyrir að vegfarandinn sem fann þá,
fái þriðjunginn í sinn hlut sem fund-
arlaun á næsta ári, en samkvæmt
reglum frá árinu 1811 um óskilamuni
hefur réttur eigandi eitt ár og einn
dag til að vitja þeirra. Ekki fæst upp-
gefið um hversu mikla peninga er að
ræða, svo fólk reyni ekki að gera til-
kall til þeirra undir fölsku flaggi.
Auglýst var eftir fjáreigandanum 17.
febrúar og hafa margar fyrirspurnir
borist lögreglu án þess að nokkur
hafi þó sagst eiga umrædda peninga-
fúlgu.
Peningafúlgan
enn í vörslu
lögreglu
Fermingarskartgripir
Skarthúsið, s. 562 2466, Laugavegi 12
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Hnepptar peysur með vösum
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030.
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18,
lau. 10—16.
Bankastræti 14, sími 552 1555
Toppar og bolir
Ljósar gallabuxur
frá
Ný sending
Sportleg vorlína
pils, jakkar, buxur, bolir
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
Laugavegi 46, sími 561 4465
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, laug. frá kl. 10-16.
2ja
daga tilboð
15% afsl. af öllum
nýjum vörum
Buxur í miklu úrvali
TRY ME galla og kaki
Verið velkomin
Hallveigarstíg 1 (Iðnaðarmannahúsið) • sími 588 4848
Opið mán.-fös. kl. 11-18, laugard. kl. 11-16
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna
10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum
um land allt. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, virka daga frá
kl. 9-15.30 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-14.
Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við
kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs-
ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs-
ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is.
Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um
stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag,
t.d. námsfólk erlendis.
Utankjörstaðaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins
Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð,
105 Reykjavík – Símar 515 1735 og 515 1736
Bréfasími 515 1739 – Farsími 898 1720
Netfang: oskar@xd.is
Þýsk jakkaföt 18.600
Ný sending
Laugavegi 34, sími 551 4301
Laugavegi 28,
sími 562 6062.
Toppar, dragtir o.fl.
Mikið úrval á tilboðsslánni
Vor 2003
Hverfisgötu 6,
101 Reykjavík
sími 562 2862.