Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 50
Víkverji skrifar... SKRÝTIÐ var að lesa í Morg-unblaðinu að hafinn væri inn- flutningur á „léttkolsýrðum og óáfengum ávaxtadrykkjum frá Bretlandi“. Er þetta ekki bara gos, svona eins og Fresca eða Egils app- elsín? Kannski er málið það, að selja á drykkina á veitingahúsum og skemmtistöðum, samkvæmt fréttinni, og þar er orðið svo mikið framboð af áfengum gosdrykkjum, að taka þarf sérstaklega fram að venjulegt gos sé óáfengt. x x x VÍKVERJI er kátur með hér-aðsdóm um að verðmerkingar í búð hafi verið ófullnægjandi og að þar verði að bæta úr. Víkverji hefur oft gert að umtalsefni skort á verð- merkingum, þá einkum og sér í lagi í verzlunargluggum. Reynslan hef- ur kennt skrifara að því dýrari, sem viðkomandi búð er, þeim mun verri eru verðmerkingarnar í glugg- unum. Dýrustu herrafataverzl- anirnar sýna t.d. ekkert verð í gluggum sínum. Víkverja finnst að þeir, sem selja dýra vöru, eigi bara að sýna við- skiptavinum verðið kinnroðalaust og réttlæta það þá með gæðunum og kannski þjónustunni (fyrir nú ut- an það að fara að landslögum). Kannski halda einhverjir kaupmenn að þeir fæli viðskiptavinina frá með því að sýna hátt verð í verzl- unargluggunum, en Víkverji lætur a.m.k. ekki lokka sig inn í búðir, þar sem verðmerkingar vantar. Hann fer helzt ekki inn í slíkar verzlanir. x x x LESANDI hafði samband við Vík-verja og sagðist telja að vaxta- stigið væri enn hærra hér á landi en talað væri um, það væri bara ekki allt kallað vextir, sem þyrfti að greiða af lánum. Lesandinn er ætt- ingi konu, sem lézt fyrir skömmu. Hún var með skuldabréfalán í banka og afborgunin var skuldfærð af reikningi hennar mánaðarlega. Eftir andlát konunnar lenti lánið í vanskilum í 55 daga, þar sem ætt- ingjarnir höfðu ekki upplýsingar um það. Þegar að því kom að greiða dráttarvexti af láninu, var ættingj- unum brugðið, af því að drátt- arvextirnir reyndust bara brot af þeirri upphæð, sem bankinn krafð- ist fyrir vanskilin. Nánar tiltekið voru dráttarvextirnir 506 krónur, „vanskilagjald“ 1.050 krónur og „vanskilakostnaður“ 2.750 krónur. Þetta þóttu lesandanum dýrir 55 dagar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hér er rétt verðmerkt – en reyndar á ensku. Lítil stórfrétt ÓGNVÆNLEGAR fréttir frá Írak birtast á skjám landsmanna þessa dagana. Sú frétt sem skaut mér og mörgum öðrum mestan skelk í bringu átti þó ekki uppruna sinn í Írak heldur í miðborg Kaupmanna- hafnar. Þar var íslenski fáninn brenndur á torgum úti að viðstöddu marg- menni. Við þurfum ekki frekar vitnanna við, þarna sást svart á hvítu að Ísland er komið á „landakortið“ sem eitt þeirra ríkja sem styðja innrásina og stríðið á hendur Írak. Mig langar að spyrja landsmenn tveggja spurn- inga: Hvað kostaði það okkur að vera hlutlaus? Skyldu landsmenn ennþá vera að hlæja að jólasvein- inum í dómsalnum? Ragnheiður. Sniðgöngum banda- rískar vörur FÆRA má rök fyrir því að í hvert skipti sem við kaup- um vörur framleiddar í Bandaríkjunum séum við styðja beint við stríðs- rekstur Bandaríkjamanna. Af greiddu vöruverði fer einhver hluti beint eða óbeint í gegnum skatta og önnur gjöld til alríkis- stjórnar Bandaríkjanna, en stór hluti útgjalda hennar fer í útgjöld vegna stríðs og stríðstóla. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Ég hvet því fólk til þess að sniðganga bandarískar vörur og gefa með því skýr skilaboð um hvað okkur finnst. Það er e.t.v. ekki margt sem við getum gert en þetta er vissulega eitt af því. Kjartan Jónsson, Holtsgötu 23. Grunnlífeyrir ungra öryrkja RÍKISSTJÓRNIN var að hækka grunnlífeyririnn til ungra öryrkja. Ég fagna því auðvitað. Það breytir ekki hinu, að þessi ríkisstjórn er búin að vera í stöðugu stríði við ör- yrkja og leggja formann Öryrkjabandalagsins í hálfgert einelti. Það er gott og blessað að ríkisstjórnin hafi hækkað grunnlífeyrinn korteri fyr- ir kosningar, þegar hrun blasir við Framsókn í kosn- ingunum í maí. Það breytir ekki hinu, að þessi sama ríkisstjórn er búin að kroppa næstum tíu þúsund krónur á hverjum mánuði frá þessum sömu ungu ör- yrkjum, með því að hækka ekki bætur þeirra í takt við laun annarra í samfélaginu. Sama ríkisstjórn hefur líka lækkað skattfrelsismörkin, þannig að öryrkjar, aldrað- ir og láglaunafólk sem eru með lítið meira en strípað- ar bætur þurfa nú að borga sem svarar einum mánað- arbótum í tekjuskatt. Þannig er verið að hirða milljarð á ári í skatt af verst settu hópunum. Þetta var ekki svona 1995 þegar ríkisstjórnin tók við. Sandra Franks, Skólatúni 3, Bessastaðahreppi. Tapað/fundið Gucci-kvenúr týndist SILFURLITAÐ Gucci- kvenúr týndist í Kópavogi (Lækjasmára) sl. mánu- dag, 24. mars. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 821 2636. Fundarlaun. Dýrahald Aska er týnd ASKA, sem er steingrá læða með hvítan blett á kviðnum, týndist frá Lambastekk þriðjudaginn 18. mars sl. Hún var með fjólubláa ól og var eyrna- merkt. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um ferðir Ösku eru beðnir um að hafa samband í síma 557 7276, 696 7181 eða 899 2013. DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Bremon og Baltimar Notos koma í dag. Mánafoss, Atlantic Peace, Skógafoss og Halifax fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan, kl. 13.30 bingó Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 13– 16 spilað í sal, bingó kl. 13.30. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, og opin handa- vinnustofa. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Bingó. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, gifs o.fl., kl. 9.30 legg- ur gönguhópurinn Gönuhlaup af stað, kaffi á eftir göngunni, kl. 14 brids og almenn spilamennska. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á föstudögum kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9.30 glerbræðsla, kl. 14. spænska. Ekki fé- lagsvist í dag. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Opið hús verður í Gjábakka laugardag- inn 29. mars kl. 14. Dagskrá: Kynning á Grænlandsferð. Harmonikuleikur. Kaffi og meðlæti. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Pútt og brids kl 13.30, dansleikur í kvöld kl. 20.30, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9.30 sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug, spilasalur opinn frá hádegi. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9.15 vefn- aður, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 gler- listahópur, kl. 10 ganga. Kl. 14–15 bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 bað, handavinna, út- skurður, fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Fótaaðgerð, hár- greiðsla. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigvalda, kl. 15 sýna nemendur Sig- valda dansa. Rjóma- pönnukökur með kaffinu, allir velkomn- ir. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaðgerð, kl. 12.30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjábakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laug- ardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á fimmtud. kl. 13–15 á Loftið í Hinu húsinu, Póst- hússtræti 3–5. Opið hús og kaffi á könn- unni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Kvenfélagið Hrönn. Minnt er á kynning- ardaginn í Stýri- mannaskólanum laug- ardaginn 29. mars. Glímufélagið Ármann. Aðalfundur verður 10. apríl kl. 20 í Sóltúni 16, 2. hæð, venjulega aðalfund- arstörf. Minningarkort Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtak- anna, Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562 5605, bréfasími 562 5715. Í dag er föstudagur 28. mars, 87. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þess vegna, mínir elskuðu bræð- ur, verið staðfastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni. (1. Kor. 15, 58.) HernaðaráætlunBandaríkjamanna og Breta í Írak hefur verið lýst með orðunum „lost og ótti“. Dana Milbank á Washington Post notar einmitt þau orð í gam- ansamri grein til að lýsa viðbrögðunum í París og Bagdad í liðinni viku þeg- ar Palaueyjar tilkynntu að þær hefðu gengið í bandalag hinna viljugu þjóða.     Tuttugu þúsund eyj-arskeggjar búa í ferðamannaparadísinni Palau. Þar er enginn her og eru varnir landsins í höndum Bandaríkja- manna. „Þetta er frekar táknrænt,“ segir Hersey Kyota, sendiherra Palau, í viðtali við Milbank og bætir við að forsætisráð- herranum á Palau „hafi fundist það góð hugmynd [í heimsókn til Wash- ington] að skrifa stuðn- ingsbréf, svo hann gerði það“.     Palau er ein af sex þjóð-um í bandalaginu sem ráða ekki yfir her, en hinar eru Kosta Ríka, Ís- land, Marshalleyjar, Míkrónesía og Salómons- eyjar. Auk þess er Afgan- istan í bandalaginu.     Helgi Ágústsson sendi-herra er spurður í greininni hvort Ísland muni senda hermenn til Írak. Í blaðinu segir að hann hafi „hlegið hjart- anlega á skandinavíska vísu. „Auðvitað ekki – við höfum engan her,“ sagði hann. „Þessi var góður, já.““ Svo bætir hann við: „Við lögðum niður vopn einhvern tíma á 14. öld.“     Í raun er framlag Íslandsí bandalagi staðfastra þjóða þess eðlis að stuðla að „enduruppbyggingu og mannúðaraðstoð“ er haft eftir Helga í viðtal- inu og ennfremur að ekki hafi enn verið farið fram á þennan stuðning.     Þá segir í WashingtonPost: „Embætt- ismenn hafa lagt fram listann til að sýna, eins og Donald H. Rumsfeld varnarmálaráðherra hélt fram, að núverandi bandalag sé „stærra en bandalagið í Persaflóa- stríðinu árið 1991.“ En það var raunverulegt hernaðarbandalag 34 ríkja, þar sem öll lögðu fram hermenn, herþotur, herskip og sjúkralið.“     Að lokum er bent á það íWashington Post að Angóla hafi verið bætt á lista staðfastra þjóða í síðustu viku, en tekið út aftur skýringarlaust af Hvíta húsinu. Með heppni komi Marokkó í staðinn: „Vikublaðið Al Usbu’al-Siyassi í Mar- okkó hélt því fram að Marokkó hefði boðist til að senda 2 þúsund apa til aðstoðar við leit að jarð- sprengjum. Starfsmaður sendiráðs Marokkó gat ekki stað- fest þátttöku apa í banda- lagi staðfastra þjóða.“ STAKSTEINAR Bandalag staðfastra þjóða LÁRÉTT 1 söngrödd, 4 slen, 7 rúm, 8 flóðhestur, 9 forskeyti, 11 bölvaða, 13 stórir geymar, 14 dreg í efa, 15 jurtatrefjar, 17 farmur, 20 mann, 22 grunar, 23 Gyðingar, 24 iðjan, 25 lengdareining. LÓÐRÉTT 1 tala óskýrt, 2 hliðum, 3 sjá eftir, 4 skaplyndi, 5 öskur, 6 hinar, 10 reglu- systir, 12 upplag, 13 skil- veggur, 15 barið nauta- kjöt, 16 sogdælan, 18 sóum, 19 grassvörður, 20 orgar, 21 ófögur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 kúnstugur, 8 álfur, 9 lunti, 10 góu, 11 lerki, 13 ríman, 15 skæla, 18 sakna, 21 rót, 22 leiti, 23 ofnar, 24 kunnáttan. Lóðrétt: 2 úlfar, 3 surgi, 4 Ullur, 5 unnum, 6 háll, 7 kinn, 12 kál, 14 íma, 15 sýll, 16 ætinu, 17 arinn, 18 stolt, 19 kanna, 20 akra. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 OKKUR langar að senda þakkarkveðjur á 6. og 7. hæð háskólasjúkrahússins í Fossvogi fyrir lífgjöf sem aldrei verður fullþökkuð. Við hjónin höfum notið tímans sem við fengum eftir batann yndislega vel því við vitum svo vel að ef heilsan fer þá hrynur allt. Dvölin í Hveragerði setti svo punktinn yfir i-ið. Þar var dekrað við okkur. Það átti líka við blómin þar á bæ. Þau eru gull- falleg. Ég spurði stúlkuna á staðnum um áburð- argjöf og hún mælti með áburðinum „Glæði“. Ég á fíkus sem alltaf hefur fellt blöðin í skammdeginu þangað til ég fór að nota þennan áburð. Hann er framleiddur úr þangi og framleiðandi er Guðjón D. Gunnarsson, Reykhólum. Það verður enginn svikinn af þessari vöru. Hugheilar kveðjur frá okkur hérna í Njarðvík. Gréta og Svenni. Þakkarkveðjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.