Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í NÝRRI SKÝRSLU Ríkisendur- skoðunar, Tölvukerfi sýslumanns- embætta, var farið í saumana á tölvumálum 26 sýslumannsemb- ætta, jafnframt því sem bent er á ýmsa vannýtta möguleika upplýs- ingatækninnar. Í henni kemur m.a. fram að vel sé staðið að víðneti embættanna og sameiginlegum net- þjónum sem Umferðarstofa rekur og að öryggismál hennar séu í mjög góðu lagi. Ríkisendurskoðun telur aftur á móti ástæðu vera til þess að huga betur að öryggismálum embætt- anna sjálfra, gæta þurfi að því að starfsmenn séu skilgreindir sem notendur og að hver og einn hafi persónubundin aðgangs- og lykil- orð. Á þessu er mikill misbrestur að mati Ríkisendurskoðunar. Þá er og bent á að mikilvægt sé að í tölvum embættanna sé einungis notaður löglegur hugbúnaður. Að mati Rík- isendurskoðunar er starfsemi emb- ættanna þess eðlis að taka verður af öll tvímæli um þetta atriði. Í skýrslunni segir að nokkuð góð samvinna sé á milli starfsmanna skattkerfisins og sýslumannsemb- ættanna sem annast innheimtu fyr- ir ríkissjóð en á það bent að álagn- ingarkerfi ríkisskattstjóra tengist hins vegar ekki nægilega vel inn- heimtukerfi ríkissjóðs sem aftur valdi auknu álagi á starfsmenn embættanna og skapi viðskiptavin- um viss óþægindi. Úr þessu þurfi að bæta. Ríkisendurskoðun telur sömuleið- is æskilegt er að eyðublöð embætt- anna verði rafræn, svo að auðveld- ara verði að nálgast þau en nú er raunin og gögn berist á fljótlegri og skilvirkari hátt milli staða. Það fyrirkomulag geti einnig ýtt undir vissa verkaskiptingu sýslumanns- embættanna utan Reykjavíkur og aukið samvinnu þeirra við úrlausn mála. Ríkisendurskoðun skoðar tölvukerfi sýslumannsembættanna Tengsl álagning- ar- og innheimtu- kerfa þarf að bæta til var að efla heilsugæsluna sem grunneiningu heilbrigðiskerfisins, stjórna aðgangi að sérgreinalæknum með tilvísanakerfi í stað gjaldtöku, eða koma á „valfrjálsu stýrikerfi“ eins og ASÍ orðar það, og endur- skoða verkaskiptingu sjúkrahúsa og sérgreinalækna. Einnig var lagt til að verðmyndun lyfja yrði tekin til gagngerrar endurskoðunar með því markmiði að hagræða og lækka lyfjaverð. Lyf, sem að mestu séu inn- flutt, hafi hækkað um 12% undanfar- ið ár um leið og gengi krónunnar gagnvart dollar hafi lækkað veru- lega. Helmingur vegna tryggingamála Af þessum rúmu 9 milljörðum er um helmingurinn, 4,5 milljarðar, vegna tillagna í tryggingamálum. Gert er ráð fyrir að tryggja öryrkj- um sem búa einir tekjur sem nema a.m.k. 100 þúsund kr. á mánuði með því að hækka tekjutryggingu. Kostnaðarmat ASÍ á þessu var um 1,6 milljarðar en þar sem ríkið hefur gert samkomulag við öryrkja um SAMKVÆMT mati hagdeildar Al- þýðusambands Íslands, ASÍ, munu tillögur sambandsins í velferðarmál- um kosta rúma níu milljarða króna á næstu fjórum árum. Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, segir það for- gangsverkefni fyrir ríki og sveitar- félög að hrinda þessum tillögum í framkvæmd þannig að tryggja megi velferð allra einstaklinga í þjóðfélag- inu og ekki síst þeirra sem minnst mega sín. Svigrúm sé til aukinna út- gjalda vegna þeirra uppgangstíma sem framundan séu hér á landi í tengslum við stóriðjuframkvæmdir og fleiri umfangsmikil verkefni. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu kynnti ASÍ tillögur sínar á nýlegri ráðstefnu um velferðarmál. Kynnt var yfirgripsmikil vinna fjög- urra hópa sem tóku fyrir húsnæðis- mál, heilbrigðismál, tryggingamál og fátækt. Auk fulltrúa ASÍ áttu fulltrú- ar um 20 samtaka og stofnana sæti í vinnuhópunum. Á fundi með blaðamönnum í gær lögðu talsmenn ASÍ áherslu á að til- lögurnar væru sumar hverjar þess eðlis að hægt væri að útfæra þær með mismunandi hætti og velja fleiri en eina leið að þeim markmiðum sem ASÍ vildi ná fram. Í þeim tilvikum hefði hagdeildin reiknað út kostnað miðað við gefnar forsendur. Yrðu aðrar leiðir farnar gætu kostnaðar- tölur ýmist hækkað eða lækkað. Fram kom bjartsýni á að stjórnvöld myndu bregðast við tillögunum. Þannig sagðist Þorbjörn Guðmunds- son, formaður velferðarnefndar ASÍ, finna fyrir miklum áhuga á tillögun- um, m.a. innan heilbrigðiskerfisins. Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, sagði það vel gjörlegt fyrir eina rík- ustu þjóð heims að hrinda tillögun- um í framkvæmd. Fyrri gildi endurheimt Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, sagði að með til- lögunum væri vonast til að fyrri gildi úr velferðarkerfinu yrðu endur- heimt. Að kerfið byggðist á aðgengi fyrir alla þannig að efnahagur réði ekki um aðkomu að þjónustu hins op- inbera. Gjaldtaka hefði leitt til auk- innar fátækar og misskiptingar í þjóðfélaginu. Því hefði vaxandi hóp- ur fólks ekki sama tækifæri á að vera virkir þjóðfélagsþegnar. Hér væri um brýnt forgangsverkefni að ræða sem snerti stóran hóp fólks. Séu tölurnar skoðaðar nánar þá skal í fyrsta lagi nefnt að hagdeild ASÍ telur tillögur í heilbrigðismálum ekki valda kostnaðarauka til langs tíma litið. Er það mat m.a. byggt á upplýsingum úr heilbrigðiskerfinu sjálfu, þar sem tillögurnar hafa feng- ið jákvæðar undirtektir að sögn tals- manna ASÍ. Tillögurnar byggi ann- ars vegar á því að auka skilvirkni og ná fram hagræðingu og hins vegar að draga úr gjaldtöku og auka þjón- ustu. Meðal þess sem ASÍ lagði þar hækkun bóta sem metin er á um einn milljarð er viðbótarkostnaður af þessari aðgerð um 600 milljónir. ASÍ telur að það kosti um tvo milljarða að draga úr skerðingu á tekjutryggingarauka aldraðra. Þar er miðað við að hækka skerðingar- mörk tekjutryggingaraukans til þess sama og er í tekjutryggingu. Hækkun atvinnuleysisbóta í 93 þúsund kr. á mánuði, til samræmis við lágmarkslaun, gæti þýtt 800 milljóna viðbótarframlag, miðað við 3,5% atvinnuleysi. Þegar dregur úr atvinuleysi á þessi tala svo að lækka. Vilja forystumenn ASÍ að gripið verði nú þegar til þessarar aðgerðar. Sömuleiðis mun það kosta 800 milljónir að hækka umönnunar- greiðslur foreldra langveikra barna í 80% af fyrri launum þeirra. Þá miðar ASÍ við að hækka sjúkradagpeninga til fyrra horfs, þ.e. í 60% af lág- markslaunum, og þetta mun kosta ríkið rúmar 300 milljónir króna. Eitt brýnasta verkefnið að mati ASÍ er að grípa til aðgerða í húsnæð- ismálum. Eyða þurfi biðlistum eftir félagslegum leiguíbúðum, en þar bíði um 1.700 fjölskyldur eftir þaki yfir höfuðið. Byggja þurfi um 600 íbúðir á ári. Gert er ráð fyrir að biðlistun- um verði eytt á þremur árum og það kosti um 400 milljónir. Annars vegar er miðað við að fjölga þeim íbúðum sem lánað er til á lægstu vöxtum og hins vegar að auka vaxtaniður- greiðsluna þannig að miðað við 1% vexti í stað 3,5% eins og gert er í dag. Þá er lagt til að vaxtaniðurgreiðsla gagnvart eldri félagslegum leigu- íbúðum verði aukin miðað við 1% vexti og kostnaður við það áætlaður 1.250 milljónir króna. Tillögur til að draga úr aukinni fá- tækt eru metnar af ASÍ á um 2,7 milljarða króna. Þyngst vega tillögur um að ríkið leggi til 1,6 milljarða til að hækka barnabætur og draga úr tekjutengingum sem bráðaaðgerð. Vill ASÍ að stefnt verði að frekari breytingum á barnabótakerfinu samhliða breytingum á skattkerfinu. ASÍ leggur ennfremur til að sveit- arfélög dragi úr gjaldtöku vegna þjónustu við börn í grunnskólum, tómstunda barna og tónlistarnáms og íþróttaiðkana. Þetta muni kosta um 500 milljónir króna. Hækkun dreifbýlisstyrks til fram- haldsskólanema gæti kostað um 400 milljónir en miðað er við að sá hluti styrksins verði tvöfaldaður sem er vegna kostnaðar við uppihald fjarri heimili. Loks telur hagdeild ASÍ að með því að sveitarfélög hækki tekju- viðmið sín fyrir fjárhagsaðstoð auk- ist kostnaðurinn um 500 milljónir og með niðurfellingu fasteignagjalda hjá tekjulágum eldri borgurum bæt- ist við 200 milljónir. Tillögur Alþýðusambands Íslands í velferðarmálum Morgunblaðið/Jim Smart Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, lengst t.h., kynnir forsendur kostnaðarmats tillagna í velferðar- málum og á hann hlýða Þorbjörn Guðmundsson, formaður velferðarnefndar ASÍ, Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ. Kostnaðurinn metinn á rúma 9 milljarða króna Ekki reiknað með að tillögur í heil- brigðismálum valdi auknum kostnaði                         !   " #$ %   &    &) !  *  #+  ,      & -!  ( * %   .'       ( /        0 0 1 2%   3!  * '   45* #    ) ( (  4 5  1 HARÐNANDI átök í Írak munu halda áfram að auka spennu og óróa á olíumörkuðum og hugsanlega leiða til hækkunar á hráolíuverði, að mati Magnúsar Ásgeirssonar, yfirmanns innkaupadeildar Olíufélagsins/Esso. Hann á þó ekki von á verðið fari í sama farið og fyrir rúmum tveimur vikum. Þá kostaði tunnan af hráolíu 35 dollara en hún kostaði undir lok gærdagsins rúma 25 dollara. Á mánudagsmorgun fór verðið á olíu- tunnunni niður í 24 dollara. „Það er verið að framleiða töluvert mikla olíu í heiminum og sjálfsagt er eftirspurninni vel fullnægt í augna- blikinu. Það er bara þessi stríðsótti sem veldur titringi,“ segir Magnús. Hann segir að olíuframleiðslan sé að komast í eðlilegt horf í Venesúela sem skipti mjög miklu fyrir Banda- ríkjamarkað. Hins vegar hafi dregið mjög úr olíuútflutningi frá Nígeríu, sem Bandaríkjamarkaður hafi treyst á, vegna verkfalla og óróa. Heimsframleiðsla á hráolíu innan OPEC ríkjanna er nú 26,6 milljónir tunna á dag. Magnús segir að OPEC hafi lýst því yfir að þau geti aukið framleiðsluna um allt að 1,3 milljónir tunna til viðbótar við það sem nú er framleitt. Þá hafi formaður OPEC sagt á mánudag að samtökin yrðu í mjög nánu samstarfi við Rússland, Noreg og Mexíkó um að tryggja aukna olíuframleiðslu. „Fyrir síðustu helgi var talað um að stríðið yrði yfirstaðið á viku til tíu dögum en nú sagði Rumsfeld í morg- un [fyrradag] að það gæti staðið mánuðum saman. Bara sú setning ein og sér getur leitt til þess að það fari í gang frekari titringur.“ Magnús segir að margoft sé búið að spá lækkandi olíuverði til lengri tíma litið og t.d. hafi formaður OPEC sagt í viðtali við CNN á mánudag að þegar stríðinu lyki gæti olíuverð farið niður undir 20 dollara á tunnuna. Útlit fyrir spennu á olíumörkuðum                     ! "     !"" # "$" # %      #   $   einfækni: Hið fullkomna jafnvægi milli einfaldleika og tækni. Talar þú Micra? F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.