Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 39 inga á nýliðinni öld. Við vorum svo lánsöm að eiga slíkan persónuleika á tímum sem þurftu ekki einungis á góðum listamönnum að halda heldur líka mönnum sem vörðuðu veginn í menningarlegi tilliti. Störf Árna Kristjánssonar í ís- lensku þjóðlífi eru geysilega marg- þætt og mikil að vöxtum. Til marks um það er rétt að nefna störf hans sem píanóleikara og kennara en hann kenndi í fimmtíu ár við Tónlist- arskólann í Reykjavík. Þegar Páll Ís- ólfsson tónskáld og organleikari lét af störfum sem skólastjóri Tónlistar- skólans í Reykjavík tók Árni við því starfi og gegndi því þangað til hann tók við starfi tónlistarstjóra Ríkisút- varpssins. Á þeim tíma var starfssvið tónlistarstjóra ekki einungis bundið við útvarpið heldur var rekstur og sérstaklega listræn stjórnun Sinfón- íuhljómsveitar Íslands stór þáttur í starfi hans. Enda þótt starf Árna hjá Ríkisút- varpinu væri mjög tímafrekt hafði hann samt tíma aflögu til að halda tónleika, kenna, skrifa greinar og halda erindi. Er það með ólíkindum hvernig hann fór að því að komast yf- ir þetta allt. Ég minnist með gleði og þakklæti ógleymanlegra tónleika sem Árni hélt með Erling Blöndal Bengtsson þegar þeir léku til dæmis öll verk Beethovens fyrir selló og pí- anó. Einnig minnist ég stórkostlegra tónleika í Austurbæjarbíói þegar hann lék með ítalska fiðlusnillingn- um Pinu Carmirelli. Píanóleikur Árna var gæddur ein- stakri tónfegurð og næmleika sem er sjaldgæft að heyra, jafnvel hjá heimsþekktum listamönnum. Sjálfur var ég svo heppinn að fá að leika með honum kammermúsík við nokkur tækifæri og var það mér ómetanleg lífsreynsla. Árni var mikill gæfumaður í einkalífi því í eftirlifandi eiginkonu sinni Önnu Steingrímsdóttur eignað- ist hann einstakan lífsförunaut. Við hjónin sendum börnum þeirra og fjölskyldum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ég hitti Árna í síðasta sinn hér á jörðu 23. desember síðastliðinn. Ég kom gangandi utan úr skammdeginu og nálgaðist Sóltún þar sem þau Anna bjuggu síðustu misserin. Mat- salurinn var uppljómaður en fátt manna var þar inni. Hvíthærður maður sat við píanóið umkringdur litlum hópi ástvina. Þessi mynd segir allt: Annars vegar list Árna Krist- jánssonar og hins vegar þeir sem unnu honum sem manneskju og listamanni. Ég er þakklátur fyrir að þjóðin skyldi eiga slíkan mann. Guð helgi og blessi minningu Árna Krist- jánssonar píanóleikara. Gunnar Kvaran. Kveðja frá Félagi íslenskra tónlistarmanna Árið 1940 stofnuðu tólf tónlistar- menn, sem allir höfðu lagt á sig langt tónlistarnám erlendis, fagfélag ís- lenskra tónlistarmanna. Árni Krist- jánsson píanóleikari var einn af stofnendum og var alla tíð drifkraft- ur í starfi félagsins. Vart var sú nefnd innan félagsins að hann legði þar ekki sitt lið, auk stjórnarstarfa. Hann var ritstjóri og upphafsmaður að útgáfu tímaritsins Tónlistarinnar, sem félagið hafði forgöngu um að gefa út, og lét sig nótnaútgáfu miklu varða auk fjölþættra hagsmunamála tónlistar og tónlistarfólks. Árni er tvímælalaust einn frum- kvöðlanna í íslensku tónlistarlífi með píanóleik sínum og kennslu, skóla- stjórn, útvarpsmálum og ritstörfum. Slík upptalning er fátækleg þegar hugsað er til hins ómetanlega starfs sem hann vann fyrir list og menn- ingu. Árni var heiðursfélagi í Félagi ís- lenskra tónlistarmanna og félagið vottar honum virðingu sína og þökk að leiðarlokum og biður ástvinum hans blessunar Guðs. Margrét Bóasdóttir. Það er glampandi sól og mannlífið iðar af eftirvæntingu og kæti. Sum- arið hafði verið gott og stutt í fyrsta skóladaginn. Mér hafði áskotnast mikill fjársjóður, skínandi túkall sem ég geymdi í hendinni og lét mig dreyma um allar þær allsnægtir sem biðu mín. Við mamma göngum niður Laugaveginn og ég valhoppa við hlið hennar. Allt í einu heyrist djúp og þýð rödd fyrir aftan mig: „Stúlka mín, getur ekki verið að þú hafir misst þennan túkall?“ Ég sný mér við og lít upp til manns sem tekur kurteislega ofan og hneigir sig. Sólin blindar mig en ég sé samt góðlegt bros og finn hlýja nærveru þessa óþekkta manns sem ómögulegt er að gleyma. „Geymdu hann vel, þetta gæti verið lukkupeningur,“ segir hann með stríðnisbrosi, tekur ofan aftur og gengur svo teinréttur og glæsilegur sína leið út í sólskinið. Ég lít spyrjandi á mömmu sem segir með miklum áhersluþunga: „Þetta var Árni Kristjánsson, okkar mesti píanóleikari.“ Mig setur hljóða og skyndilega hafði þessi túkall fengið alveg nýja merkingu. Öll áform um innkaup fuku út í veður og vind og enn þann dag í dag geymi ég þennan litla lukkupening vel. Það var svo rúmum áratug síðar að lukkutúkallinn sannaði gildi sitt og ég gerðist nemandi Árna við Tón- listarskólann í Reykjavík. Hann var ekki maður margra orða í kennslu en það fór aldrei á milli mála hvað hon- um fannst. Ást hans á tónlistinni og innsæi gerðu tímana að upplifun sem seint verður hægt að setja í orð. Auk þess að veita ómetanlega leiðsögn á hljóðfærið hafði hann mikil áhrif á mig sem ungling, bæði í lífi og list. Stundum eftir mikið puð og erfiða viðureign við stórt verk átti hann það til með einu augnaráði eða örfáum orðum að gefa því öllu tilgang þannig að maður gleymdi stað og stund og varð uppnuminn af verkinu. Mér er það mjög minnisstætt þegar hann gekk léttfættur upp tröppurnar í Tónlistarskólanum til að hlusta á mig spila Grieg konsertinn, þá tæp- lega níræður. Hann settist við hljóð- færið og spilaði hljómsveitarpartinn eins og hann hefði aldrei gert annað. Hann þekkti hverja rödd, hvert stef og gaf því öllu ljóðrænt líf. Honum þóttu efnistökin fullhikandi hjá mér og náði í blað og blýant og skrifaði niður nokkrar línur sem Ibsen hafði skrifað í gestabók Griegs: „Spil som stenen spruter gnister! Spil som dyrehammen brister!“ og um leið var öll feimni við verkið horfin. Hann kunni svo vel að hrífa mann með sér og leysa tónlistina úr læðingi. Allt var einhvern veginn ævintýri fyrir honum. Það var eins og hann heyrði tónskáldið tala. Hann lifði tónlistina á sinn einstaka hátt og miðlaði upp- lifun sinni ógleymanlega. Það eru sannarlega forréttindi að hafa notið leiðsagnar og vináttu Árna Kristjánssonar. Hans vitjunar- tími er kominn en rödd hans á eftir að bergmála lengi meðal komandi kynslóða. Ég er þess fullviss að hans bíður heiðurssæti á himnum. Ég minnist Árna með innilegu þakklæti og söknuði og sendi Önnu og öllum ástvinum hans hlýjar samúðarkveðj- ur. Og þegar allt er horfið heyrist ekkert lengur ekkert og það heyrist (Úr ljóði eftir N.A. Valkeapaa.) Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Árni Kristjánsson, einn af merk- ustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, er horfinn af sjónarsviðinu. Hann var lærifaðir fjölmargra píanónem- enda, allt frá fyrstu dögum Tónlist- arskólans í Reykjavík eða frá 1933, þrem árum eftir að skólinn tók til starfa. Síðar tók hann við af dr. Páli Ísólfssyni sem skólastjóri skólans. Fyrstu kynni mín af Árna eru mér ljóslifandi í minningunni, er ég sem byrjandi í píanóleik lék menúett eftir Mozart á prófi. Hinn vingjarnlegi persónuleiki hans og hvetjandi við- brögð höfðu góð áhrif. Síðar átti ég því láni að fagna að njóta handleiðslu hans í nokkur ár, mikilvæg og mót- andi ár. Minnisstæðar eru kennslu- stundirnar við gamla Steinway-flyg- ilinn í stofunni baka til í „Þrúðvangi“ við Laufásveg, þar sem skólinn var þá til húsa. Sagt var að flygillinn hefði verið þar mörgum árum áður á sama stað í húsinu er Einar Ben. var þar húsráðandi. Árni hafði lag á að opna töfraheima, ekki aðeins tónlist- arinnar, heldur listanna allra fyrir nemendum. Hann gerði viðfangsefn- in, tónverkin, meira heillandi og jók skilning á þeim með vel völdum dæmum úr hvaða listgrein sem var. Með eftirminnilegum dæmum „kveikti“ hann eiginlega í nemand- anum, opnaði augu hans fyrir marg- slungnu litrófi listanna. Hann opnaði glugga í ýmsar áttir, oft óvæntar. Um leið jók hann á einbeitingu nem- andans fyrir einstökum þáttum, ná- kvæmni í smáatriðum, með því að efla athygli þeirra. Að sjálfsögðu fór hann í hin fjölmörgu tæknilegu atriði sem nauðsynleg eru hverjum píanó- leikara, en lagði ávallt áherslu á mik- ilvægi þess að hafa vakandi athygli fyrir eðli og einkennum hvers tón- verks, tengslum tækni og túlkunar. Forvitinn nemandi gat að kennslu- stund lokinni fengið brennandi áhuga á að kynna sér verk tiltekins rithöfundar, skoða einhverja mál- verkasýningu, hlusta eftir nið fossins eða hlýða á tónlist aðra en píanótón- list. Það vakti áreiðanlega ekki fyrir Árna að ala upp fageðjóta í píanóleik. Hvort þessar tilraunir hans náðu til- ætluðum árangri eða ekki er víst að hann sáði frækornum í vitund nem- enda sem uxu fyrr eða síðar upp í eitthvað sem hefur orðið hverjum og einum mikils virði. Auk kennarans Árna átti ég þess kost að heyra hann á tónleikapall- inum, á einleikstónleikum, í píanó- konsertum og kammertónlist. Ekki ætla ég að hætta mér út í að lýsa leik hans nánar, en vil samt ekki sleppa því að nefna, að þar birtist næm og djúp túlkun, streymandi eins og af sjálfu sér, áreynslulaus og eðlileg. Þessi næmleiki Árna birtist ekki aðeins í tónlistinni, því að bæði var hann víðlesinn á nokkrum tungu- málum og hafði sérstakt vald á ís- lensku máli. Kom þetta bæði fram í umfjöllun hans um tónlist af ýmsu tagi í útvarpi, en ekki síður í þýð- ingum hans og bókum um nokkur þekkt tónskáld. Er ég starfaði í nokkur sumur á tónlistardeild rík- isútvarpsins kynntist ég betur þessari hlið Árna, en þá bjargaði hann mönnum oft frá stirðum orða- bókarþýðingum með því að koma með fleygar í staðinn. Hin síðari ár- in heimsótti ég Árna af og til ásamt Hauki Guðlaugssyni, söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar. Hann hélt skýrri hugsun þrátt fyrir háan ald- ur, kímnigáfu sinni og þessari skemmtilegu sjálfsgagnrýni sem honum var svo eðlislæg og við kunnum vel að meta. Með Árna Kristjánssyni kveðjum við einn af máttarstólpum íslensks tónlistar- lífs. Halldór Haraldsson. Ég kveð Árna Kristjánsson píanó- leikara með miklum söknuði og þakklæti. Fráfall hans var ekki óvænt. Hann var orðinn 96 ára gam- all. Seinast hitti ég hann á afmæl- isdaginn hans 17. desember síðast- liðinn. Það geislaði af honum innri ró og sátt öldungsins og um leið hlýja og tignarleg fegurð. Þessi sjón renn- ur mér seint úr minni. Árni var alla tíð mikill höfðingi og glæsimenni. Hann umgekkst okkur unglingana, sem hófu hjá honum pí- anónám, eins og við værum prinsar eða prinsessur. Þegar við gengum inn í kennslustofuna breyttist hún samstundis í höll. Árni opnaði fyrir okkur hvern glæsisalinn af öðrum til helstu meistara tónbókmenntanna: Bachs, Mozarts, Beethovens, Schu- berts, Chopins … Hinn háleita, göf- uga og næma skilning hans á verkum þeirra gerðum við að okkar eigin. Hann miðlaði af þessum fjársjóði með óendanlegri gjafmildi, hann spilaði tónlist þeirra fyrir okkur eða með okkur og útskýrði ýmist með orðum, látbragði og jafnvel dansi ef á þurfti að halda. Að kennslustund lok- inni beið blákaldur raunveruleikinn í Kópavogsstrætó á leiðinni heim en hugurinn var staddur allt annars staðar, líkt og snortinn töfrasprota. Einstakur skilningur Árna á list- inni, fáguð framkoma hans, kímni- gáfa og frásagnargleði auk hlýju gagnvart nemendum sínum, sem átti sér engin takmörk, er ómetanlegt veganesti allra sem nutu kennslu hans. Í starfi þeirra sem tónlistar- menn, kennarar og túlkendur mun Árni Kristjánsson lifa áfram og áhrif hans berast komandi kynslóðum. Við Árni Tómas sendum Önnu og afkomendum þeirra Árna innilegar samúðarkveðjur. Selma Guðmundsdóttir. Með Árna er genginn fulltrúi þeirrar veraldar sem var. Glæsilegur og virðulegur ásýndar með stálgráan hármakka, í ullarfrakka og með hatt á höfði sem hann tók ofan þegar hann heilsaði fólki og skipti þá engu hvort um unglingsstúlkur eða heldri menn væri að ræða. Á göngum Tón- listarskólans bar hann gjarnan hönd að höfði þegar hann heilsaði nem- endum sem ósjálfrátt réttu úr sér og stækkuðu sjálfir. Árni var einstakur kennari og bjó yfir leiftrandi skáldlegri sýn á til- veruna. Hann bar ómælda virðingu fyrir tónlistargyðjunni og hvers kon- ar tilbúningur í tónlistarflutningi var eitur í hans beinum. Upplifun hans var sterk og smitaði svo út frá sér að eftir spilatíma þar sem Debussy var viðfangsefnið hafði nemandinn heim- sótt Impressjónistasafnið í París, teygað að sér vatnaliljur Manets, lif- að í ljóðum Baudelairs og komið við í Moulin Rouge. Allt gerðist þetta kannski í einni kennslustund í stofu 3 í Tónó og þetta voru góð ferðalög. Árni var allt í senn heimsmaður, fagurkeri, lífskúnstner og óborgan- legur prakkari. Meðfædd fullkomn- unaráráttan og leitin að þeirri fegurð sem í tónlistinni býr leiddu til þess að hann gerði allt að því ómannlegar kröfur til sjálfs sín, en um leið skynj- aði hann skoplegri hliðar þessarar ástríðufullu leitar og hafði þá á orði að líkt hefðust þeir að, riddarinn hugumprúði Don Kíkóti og hann. Nú leitar hugurinn til hinna fjöl- mörgu heimsókna á Hávallagötuna þar sem alltaf var hátíð. Árni situr í hornstólnum í stofunni og er kominn í hæstu hæðir, en Anna ber púrtvín og aðrar kræsingar á borð um leið og hún bætir í frásögn bóndans þar sem við á. Þakklæti fyrir óviðjafnanlega leið- sögn um undraveröld listarinnar er mér efst í huga á kveðjustund. Bless- uð sé minning Árna Kristjánssonar. Svana Víkingsdóttir. Kennari okkar hr. Árni Kristjáns- son píanóleikari hefur kvatt jarðlífið. Betri kennara er vart hægt að hugsa sér. Hann hreif okkur með sér um leynistigu tónlistarinnar, um holt og hæðir, skóga og vötn Noregs og Þýskalands. Dimmar borgir Evrópu og bjarta heima alheimsins. Kenndi okkur að meta vorperlur og sumar- blíðuna er streymdi gegnum tónlist- ina. Hann kenndi okkur að njóta, finna málarana og skáldin gegnum tónana, finna fegurðina í litbrigðum listarinnar. Hann mótaði hug okkar og tilfinningar. Kæri Árni, hafðu þökk fyrir frá- bæra leiðsögn. Guð blessi vegferð þína inn í ljósheima og Guð blessi þitt fólk sem eftir situr með söknuð í hjarta. Arndís Steingrímsdóttir, Erla Stefánsdóttir, Hildur Karlsdóttir. Árni Kristjánsson og Anna Guðrún Steingrímsdóttir. Árni Kristjánsson og Dietrich Fischer-Dieskau. Björn Ólafsson fiðluleikari og Árni Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.