Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 9 0 6 1 / S IA .IS Næring ekki refsing VERÐ á varanlegum kvóta í krókaaflamarks- kerfinu hefur aldrei verið jafn hátt og er nú nánast það sama og í aflamarkskerfinu eða „stóra kerfinu“ svokallaða. Þá er nú mikil spurn eftir krókabátum í sóknardagakerfi og menn tilbúnir til að greiða hátt verð fyrir bæði sóknardaga og dagabáta. Mjög mikil spurn hefur verið eftir varan- legum kvóta í krókaaflamarkskerfinu undan- farna mánuði og hefur markaðsverð aldrei verið hærra, að sögn Eggerts Sk. Jóhannes- sonar, hjá Skipamiðluninni Bátum & kvóta. Dæmi eru um að kílóið af kvóta í krókaafla- marki hafi verið selt á 940 krónur, miðað við óveidda varanlega hlutdeild. Á sama tíma í fyrra var söluverðið um 570 krónur og hefur kvótaverðið því hækkað um 65% á einu ári. Verð á varanlegum kvóta í aflamarkskerfinu er nú um 1.250 krónur og segir Eggert að munurinn á kvótaverði í „litla“ og „stóra“ kerfinu hafi aldrei verið minni. Eggert segir að nú sé nánast ekkert fram- boð af leigukvóta í krókaaflamarkskerfinu hjá skipasölum. Segir hann að lánastofnanir hafi verið duglegar að veita fjármagn til kaupa á veiðiheimildum. „Það getur skýrt að hluta til það háa verð sem nú er uppi á kvótanum.“ Eggert segir að jafnframt hafi verið mikil ásókn í kaup á krókabátum í sóknardagakerfi sem og einstökum sóknardögum eftir að sóknareiningu var breytt í klukkustundir. „Dagabátarnir eru hreinlega uppseldir hjá okkur og margir kaupendur tilbúnir að stökkva strax á öfluga dagabáta sem settir eru á sölu. Þannig var góður sóknardagabát- ur, með 21 sóknardegi, seldur á 35 milljónir fyrir skömmu,“ segir Eggert. Verð á krókakvóta hefur hækk- að um 65% STARFSMENN Bústólpa á Ak- ureyri voru í óða önn að taka upp áburð komandi vors á Tangabryggju í gær, en öðrum skipsfarmi vorsins var skipað upp fyrr í vikunni á Akureyri og Dalvík. Áburðurinn er frá Áburðarverksmiðjunni. Ólafur Jónsson, fram- sáðvöru og öðrum vörum tengdum fóðrun og jarðrækt. Áhersla hefur verið lögð á vöruþróun með það að mark- miði að auka gæði framleiðsl- unnar. Einnig hefur aukin áhersla verið lögð á að fræða bændur um framleiðsluvörur Bústólpa og fóðrun almennt. Ólafur. Hann sagði mikilvægt að koma áburði til bænda á réttum tíma, en flestir bændur bera á í maímánuði og fyrr ef tíð er góð. Bústólpi framleiðir fóður fyr- ir nautgripi, sauðfé, svín, hross, varp- og alifugla auk þess sem á boðstólum er úrval af áburði, kvæmdastjóri Bústólpa, sagði að fyrirtækið dreifði áburði um allt Norðausturland, eða á svæðinu frá Ólafsfirði og aust- ur að Vopnafirði. „Veturinn hefur verið ein- staklega mildur og léttur og bændur eru bjartsýnir á að vor- ið verði einnig gott,“ sagði Morgunblaðið/Kristján Hörður Harðarson var að afgreiða áburðarpoka á Tangabryggjunni á Akureyri í gær og af nógu var að taka. Áburður sendur til allra átta Framkvæmdastjóri Bústólpa segir bændur bjartsýna á gott vor ÞAÐ eru öfgar að segja að konur hafi frelsi til að fara úr fötunum þegar það virðist vera miklu minna frelsi til að vera í fötunum. Þetta segir Katrín Anna Guðmunds- dóttir, verkefnisstjóri hjá Land- steinum, en hún var þátttakandi í hringborðsumræðum fjögurra kvenna um femínisma sem fjallað er um í Daglegu lífi í dag. Katrín er þarna að vísa til að hennar mati erótískra mynda í ný- útkomnu skólablaði Verslunar- skóla Íslands sem í ár er skipt í stelpu- og strákahluta. Valgerður Pálmadóttir, nemandi í MH, lýsir blaðinu þannig: „Í strákahlutanum var til dæmis viðtal við Ron Jeremy [klámmyndaleikari] og önnur grein þar sem strákar voru spurðir hvaða „típu“ af stelpu þeir vildu vera með og stelpurnar þannig flokkaðar. Stelpumegin var verið að tala mikið um ofát og anorexíu.“ Jóhannes Kjartansson, ritstjóri Verslunarskólablaðsins, segir að hugsunin hafi verið sú að gera eitt- hvað nýtt með því að skipta því í andstæður. „Þetta er meira til gamans gert. Jóhannes segir að ljósmyndarar hafi fengið mikið frelsi. „Okkur finnst þetta ekki sér- staklega erótískar myndir og ættu ekki að fara fyrir brjóstið á nein- um. Það var enginn neyddur til að gera neitt og allir höfðu mjög gam- an af þessu.“ Andhverfa frelsis?  Daglegt líf/B4 STJÓRN Kaupþings banka hf. og bankaráð Búnaðarbanka Ís- lands hf. hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um sam- vinnu eða sameiningu bankanna. Með viðræðunum er stefnt að því að mynda stærri og sterkari ein- ingu sem er betur í stakk búin til að veita víðtæka og samkeppn- ishæfa fjármálaþjónustu hér á landi sem og á alþjóðlegum mörkuðum. Stefnt er að því að ljúka viðræðum eins skjótt og kostur er. Sameiginlegt markaðsvirði bankanna tveggja er um 62 millj- arðar króna. Kaupþing banki er metinn á rúma 32 milljarða og Að sögn Sigurðar Einarsson- ar, stjórnarformanns Kaupþings banka, virðist í fljótu bragði sem þessir tveir bankar falli ágæt- lega saman. Hann leggur hins vegar áherslu á að í ljós eigi eftir að koma hvort komist verði að niðurstöðu sem leiði til samvinnu eða sameiningar bankanna. Kemur á óvart Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir að það komi á óvart að bankaráð Búnaðar- bankans hafi kosið að ræða við Kaupþing þar sem fyrirfram mætti ætla að hægt væri að ná meiri samlegðaráhrifum annars staðar með hagsmuni hluthafa í huga. Þar segist hann eiga við Íslandsbanka og Landsbanka. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir einnig að það komi á óvart að samrunaferli innan fjármálageir- ans hér á landi hefjist með við- ræðum um sameiningarkost sem, samkvæmt alþjóðlegri reynslu, ekki skilar mestri og öruggastri samlegð á markaði. Þar á hann við að viðræður hefj- ist milli viðskiptabanka og fjár- festingarbanka en ekki milli við- skiptabanka. Búnaðarbankinn á tæpa 30 millj- arða. Til samanburðar má geta þess að markaðsvirði Pharmaco, verðmætasta félagsins í Kaup- höll Íslands, eru rúmir 49 millj- arðar króna. Markaðsvirði Ís- landsbanka er rúmir 45 milljarðar og Landsbankans um 28 milljarðar. Hjörleifur Jakobsson, formað- ur bankaráðs Búnaðarbanka Ís- lands, segir þetta vera áhugavert verkefni og að sameinaður banki geti veitt viðskiptavinum sínum betri þjónustu jafnframt því sem hann yrði vel í stakk búinn til frekari sóknar innanlands sem utan Kaupþing og Búnaðar- bankinn ræða sameiningu  Frumkvæðið/4 ÞÝSKA flutningaskipið BBC Sweden missti tvo frystigáma í sjóinn skammt frá Vest- mannaeyjum aðfaranótt miðvikudags, en skipið er á vegum Atlantsskipa á leið til Es- bjerg í Danmörku. Stefán Kjærnested, framkvæmdastjóri Atlantsskipa, sagðist í gær ekki hafa fengið skýrslu um málið og gæti því ekki tjáð sig mikið um það. Skipið hefði verið sjósett fyrir um mánuði og tæki 274 gámaeiningar, en 25 gámar hefðu verið á dekki. Það hefði lent í mjög slæmu veðri og misst tvo frystigáma en hann vissi ekki nákvæmlega hvar og hvernig. Hins vegar ætti ekki að stafa hætta af gámunum því þeir hlytu að hafa sokkið til- tölulega fljótt. Samkvæmt áætlun á skipið að koma til hafnar á morgun. Stefán segir að Atlants- skip fari eftir ítrustu kröfum og skipið hafi verið lestað samkvæmt ítrustu kröfum varð- andi sjóbúnað og annað, en skipstjórinn sjái um lestunina og beri ábyrgð á henni. Tveir frysti- gámar í sjóinn við Eyjar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.