Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsing um sveinspróf í matvæla- og framreiðslugreinum Sveinspróf verða haldin í bakaraiðn, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu 2.-5. júní 2003 í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Umsóknarfrestur er til 1. maí Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann tíma. Ath. að greiða þarf leyfisgjald sveinsbréfa kr. 5.000 við innritun. Upplýsingar og umsóknir: Fræðsluráð hótel- og matvælagreina, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík, sími 580 5254, fax 580 5255. http://www.fhm.is Fræðsluráð hefur heimild til að fresta prófi í einstökum greinum ef þátttaka verður ónóg. Með umsókn skal fylgja afrit af námssamningi og brautskráningarskírteini eða námsferilsblað iðnmenntaskóla. Fræðsluráð hótel- og matvælagreina S TEMMNINGIN er eins og að fara á landsleik. Það sópast fólk úr öllum áttum að Höllinni, öll bílastæði eru yfirfull og umferðarhnútur við Suðurlandsbrautina. Ef til vill er stóri munurinn sá að fólk er ekki beint með hnút í maganum af spenningi, meira fiðring. Það eru aftur á móti fjölmargir með bindishnút. Svo virðist sem bindi séu komin aftur í tísku. Margir eru í sínu fínasta pússi og stór dagur runninn upp í lífi hvers sjálf- stæðismanns. Landsfundur er að hefjast. Þetta er viðburðurinn sem allt snýst um; það missir enginn sjálf- stæðismaður af setningunni. Í raun væri hálfdauft að vera sjálfstæð- ismaður ef ekki væri fyrir þessa eins og hálfs tíma athöfn. Enda mæta margir snemma. Og allir eru sestir þegar kórinn hefur upp raust sína. – Ísland, farsælda frón … Hvert sem auga er litið getur að líta sjálfstæðismenn. Þeir eru í öll- um stærðum og gerðum. Ýmist alvarlegir eða brosandi. Vakandi eða geispandi. Í fljótu bragði virðist ekki neitt sérstakt sem einkennir þá. Ef ekki væri fyrir bláa litinn í fötum, dúkum, veifum, merkjum og íslenska fánanum, þá gæti þetta verið hvaða stjórnmálaflokkur sem er. – Komdu nú að kveðast á … Vel á annað þúsund sjálfstæðismenn sitja hljóðir og hlusta á kórinn og klappa ákaft á milli laga. – Ég sé tvo náfrændur mína sem eru bolsévikkar í kórnum, hvíslar sessunautur blaðamanns. Annar flett- ir landsfundarmöppunni í örvæntingarfullri leit að spennandi lesn- ingu, þriðji gerir þá ánægjulegu uppgötvun að Írak rímar Chirac. Gegnt honum er ungur sjálfstæðismaður í óða önn að senda SMS. Ef til vill kærustu sem er ekki í flokknum. Blaðamaður hafði raunar rek- ist á ófríska konu, sem hafði verið keyrð að stéttinni fyrir utan Höll- ina og skilin eftir þar. Henni hafði ekki tekist að snúa manni sínum, þrátt fyrir mikinn sannfæringarkraft. En náttúran gerði það að verk- um að hún hafði betur. Ófætt afkvæmi þeirra var mætt á sinn fyrsta landsfund. – Ísland, farsælda frón, er spilað á blásturshljóðfæri á meðan kór- inn gengur úr salnum hylltur af sjálfstæðismönnum. Sessunautur blaðamanns réttir honum símann og segir umhyggjusamur: – Það eru leikir ef þú vilt. Davíð Oddsson forsætisráðherra er stiginn í pontu. Það er hlustað í alvöru, en líka hlegið og klappað meðan á ræðunni stendur. Og hann klykkir út með: – Áfram Ísland! Eftir ræðuna kvartar sjálfstæðismaður að austan yfir því að vera orðinn þreyttur í höndunum. Þar eru menn ekkert að liggja á kröft- um sínum. – Tókstu lagið? spyr blaðamaður söngelskan fyrrum þingmann. – Fundurinn á nú eftir að standa í nokkra daga, svarar hann og er ekkert að flýta sér. Í anddyrinu er sjálfstæðismaður í köflóttri skyrtu, sem vekur at- hygli á flíkinni og segir glaðbeittur: – Stétt með stétt. Þegar líður á kvöldið hefjast mikil veisluhöld víða um borgina. Einn sjálfstæðismaður drífur sig strax aftur út á land til að flýja lands- byggðarhóf í kjallara Valhallar, sem nær hápunkti þegar norðlenskur sjálfstæðismaður syngur njallann á færeysku. Snemma á föstudagsmorgni sitja ráðherrar Sjálfstæðisflokksins fyrir svörum. Í salnum er gamall bóndi frá Þórshöfn sem mætti á sinn fyrsta landsfund árið 1963. – Hefurðu eitthvað haft upp úr allri þessari fundarsetu? spyr blaða- maður. – Ég hef kynnst fólki og öðrum lífsviðhorfum en heima, svarar hann. Það getur verið hollt fyrir bændur sem ferðast lítið og það gef- ur þeim allt aðra sýn á tilveruna. Gegnt honum situr Raufarhafnarbúi sem safnar filmum með mynd- um af fólki í þar til gerðar möppur og varðveitir eins og frímerki. Hann stimplar blaðamann með myndavélinni. Gamalgróinn sjálfstæðismaður var 15 ára þegar hann fékk full- trúaráðsskírteini árið 1954. – Ég slóst á vörubílspöllum undir stjórn Þorbjarnar á Borg í plak- atastríðinu, segir hann í spurðum fréttum. – Ha!? – Þetta var fyrir kosningarnar árið 1956 þegar það komst í tísku að líma auglýsingaplaköt á ljósastaura og víðar. Herdeildir Heimdellinga voru gerðar út og herkænskan gekk út á að átta sig á því hvaða leið Allaballar færu og sigla svo í kjölfarið. Fyrir utan er skýjað og rigning, enda er búið að nota upp allan bláa litinn í Höllinni. En það er hlýtt og gróðurinn að taka við sér. – Hvað talar fólk um? spyr blaðamaður þegar leigubíllinn siglir frá Höllinni. – Veðurfarið, svarar leigubílstjórinn og ljóst að úti í þjóðlífinu talar fólk um allt annað en pólitík, eða hvað? – Fólk er hrætt við að bráðum komi gaddur sem skemmi gróð- urinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lífið á landsfundi SKISSA Pétur Blöndal gaumgæfði sjálfstæðis- menn í Höll- inni ÞRÁTT fyrir litla fiskneyslu þjóðarinnar afþakka krakkarnir í Háteigsskóla ekki fiskmáltíðirnar sem Þröstur Harðarson matsveinn ber á borð fyrir þá einu sinni til tvisvar í viku. Þröstur segist leggja mikla áherslu á gæði fisksins og því velji hann langoftast þorsk framyfir ýsuna, enda sé hann einfaldlega mun betra hráefni og sú staðreynd að hann sé útflutnings- verðmæti endurspegli það. Þröstur segir mikilvægt að matreiða fisk á einfaldan hátt fyrir börn. „Ég held að nútímaforeldrar séu að brenna sig á því að vera að gumsa einhverju sósusulli yfir og setja í ofn. Síðan tína börnin grænmetið úr. Það er best að hafa fiskinn sem náttúrulegastan og fram- reiða hann soðinn eða steiktann. Svo lætur maður með- lætið bara til hliðar.“ Hann segist telja að ástæðu lítillar fiskneyslu þjóð- arinnar sé að finna í því að fiskurinn sé einfaldlega ekki í tísku. Nútíma uppskriftir innihaldi miklu frekar kjúklingakjöt eða annað hráefni en fisk. „Ég hvet bara matreiðslumenn sem starfa í þessum stóru mötuneyt- um að hafa fisk oft á boðstólum og velja hann vel, það er lykilatriði.“ Lykilatriði að velja fiskinn vel Morgunblaðið/Árni Sæberg Á SEX ára tímabili, frá árinu 2000 til 2006, mun Evrópusambandið verja 213 milljörðum evra til mál- efna sem tengjast byggðastefnu, en meginmarkmið byggðastefnu ESB er að stuðla að efnahagslegum og félagslegum jöfnuði milli allra svæða sambandsins. Um er að ræða þriðjung útgjalda sambandsins, en byggða- og landbúnaðarstefna þess mynda bróðurpart útgjalda þess. Þetta kom fram í erindi Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskipta- ráðherra á ráðstefnu um ESB og byggðamál sem haldin var í Háskól- anum á Akureyri á föstudag. Valgerður sagði að Íslandi hafi nýlega verið boðið að taka þátt í einni framkvæmdaáætlun innan byggðastefnunnar, svonefndri Norðurslóðaáætlun, og tæki iðnað- arráðuneytið þátt í henni. Ákveðið var í framhaldi af því að framlag ís- lenskra stjórnvalda til áætlunarinn- ar yrði 25 milljónir króna á ári á tímabilinu frá 2002 til 2005. „Þetta er okkar eina beina aðkoma að byggðaáætlun ESB,“ sagði Val- gerður. Norðurhéröð Noregs, Sví- þjóðar, Finnlands og Skotlands auk Færeyja og Grænlands eiga einnig aðild að Norðurskautsáætluninni en norðvesturhluta Rússlands stendur einnig til boða að taka þátt í verk- efninu. Sagði ráðherra þessi svæði margt eiga sameiginlegt, þar væru gjöfular náttúruauðlindir, hrein en viðkvæm náttúra, víða fjalllent og samgöngur erfiðar en á svæðunum byggi vel menntað vinnuafl sem byggi dreift og atvinna þess oft háð náttúruauðlindum svæðisins. Sam- merkt væri með þessum svæðum að fólki fækkaði í dreifbýli. „Markmið þessara verkefna er m.a. að finna lausnir og stunda rannsóknir á sviði samgöngu- og fjarskiptamála, stuðla að atvinnuþróun og vist- vænni nýtingu náttúruauðlinda. Í mínum huga er það enginn vafi að þátttaka í Norðurslóðaáætluninni muni verða bæði lærdómsrík og já- kvæð fyrir Ísland,“ sagði Valgerð- ur. Varfærnir útreikningar „Reyndar tel ég að við fengjum sérstöðu okkar viðurkennda eins og Svíar og Finnar í sínum aðildar- samningum,“ sagði hún og benti á að Finnar hefðu fengið um 30% meira úr byggða- og uppbygginga- sjóðum ESB en þeir létu í þá. „Ég sé enga ástæðu til þess að við yrð- um eftirbátur þeirra. Af hverju ætti dreifbýlasta land Evrópu með óblíðust veðurskilyrði og hlutfalls- lega dýrasta vegakerfi í Evrópu að fá minna úr uppbyggingarsjóðum ESB en Finnar?“ spurði ráðherra. Valgerður taldi að þeir sem reiknað hefðu út kostnað Íslands við hugs- anlega aðild að ESB hefðu verið of varfærnir, þeir hefðu áætlað að framlög til Íslands úr byggðasjóð- um ESB yrðu 1.500 til 2.000 millj- ónir, „en ég tel nærri lagi að tvö- falda þá upphæð,“ sagði Valgerður og taldi líklegt að sérstaða Íslands yrði viðurkennd í þeim stækkunar- viðræðum sem nú ættu sér stað um ESB. Telur spár um hlut Íslands úr sjóðum ESB varfærnar Eigum ekki að vera eftirbátur annarra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.