Morgunblaðið - 30.03.2003, Side 20
20 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞORSKASTRÍÐIN viðBreta eru með merkustuþáttum í utanríkissögu Ís-lendinga eftir seinniheimsstyrjöld. Sigur hafð-
ist í baráttu um helstu auðlind Ís-
lands, fiskinn í hafinu umhverfis
landið. Samt var andstæðingurinn
miklu sterkari. En hann neytti nær
aldrei aflsmunarins af öllum kröft-
um. Þorskastríðin urðu aldrei alvöru
stríð, og það var Íslands lán. Sú
lukka var þó fallvölt. Leynd var ný-
lega létt af breskum skjölum um að-
draganda annars þorskastríðsins við
Breta 1972–73 og þau sýna að þeir
voru til í Lundúnum sem sögðu rétt-
ast að láta Íslendinga aldeilis finna
til tevatnsins. Þá hefði ekki þurft að
spyrja að leikslokum. Þótt skipherr-
ar og skipverjar Landhelgisgæsl-
unnar hafi verið færir í flestan sjó
hefðu þeir orðið að leita vars fyrir
freigátum breska sjóhersins – nema
þær hefðu fyrst verið búnar að fylgja
þeim ráðum sem voru ígrunduð ytra;
að skjóta á varðskipin, taka þau her-
skildi eða sökkva þeim.
Víti til varnaðar
Fyrsta þorskastríðið, 1958–61,
varð aldrei svo harðvítugt. Íslend-
ingar stækkuðu fiskveiðilögsöguna í
12 mílur en breski flotinn verndaði
togara í „hólfum“ innan línu og kom í
veg fyrir að varðskip gætu fært þá til
hafnar fyrir landhelgisbrot. Bretar
unnu þó aðeins stundarsigur, í besta
falli, og þegar vinstri stjórn Ólafs Jó-
hannessonar færði fiskveiðilögsög-
una í 50 mílur árið 1972 sáu margir
þeirra mikla meinbugi á því að
bregðast eins við. Í utanríkisráðu-
neytinu í Lundúnum sögðu embætt-
ismenn að hægt væri að draga þenn-
an lærdóm af fyrsta þorskastríðinu:
„Skærur milli herskipa og varð-
skipa gera líklega að engu allar vonir
um sættir.
Við getum tæplega vænst þess að
fá önnur ríki eða samtök, Atlants-
hafsbandalagið þar með talið, til að
hafa áhrif á Íslendinga. Sá þrýsting-
ur í þessa veru, sem við getum von-
ast eftir, mun vega jafnþungt og sá
þrýstingur sem við sjálfir verðum
beittir.
Lausn næst ekki nema sterk rík-
isstjórn sé við völd á Íslandi og hún
sé reiðubúin að semja í einlægni.
Við verðum að vera við því búnir
að bjóða umtalsverðar tilslakanir, án
þess að fá nokkuð á móti, til þess að
bæta andann í samningaviðræðum.
Samkomulag næst aðeins ef við
gefum mikið eftir og því lengur sem
við bíðum, því verri verður lausnin
að lokum.“
Hvað var þá til ráða? Ráðherrar í
ríkisstjórn íhaldsmannsins Edwards
Heaths vildu helst ekki fallast á
þessar niðurstöður. „Við eigum þá
bara að láta alveg undan og gefast
upp fyrir Íslendingunum!“ skrifaði
einn stjórnarliða og í fiskimálaráðu-
neytinu var tekið dýpra í árinni. Tog-
aramenn gætu ekki misst fengsæl
fiskimið undan Íslandi í einni svipan.
Niðurstaðan í Lundúnum var því sú
að hvað sem liði fyrri reynslu yrði
Bretland að bregðast við.
Leiftursókn frekar en herskipavernd
Herskipaverndin í fyrsta þorska-
stríðinu var kostnaðarsöm og kom
niður á öðrum verkefnum breska
flotans. Árið 1972 hafði heimsveldið
gamla rifað seglin enn frekar og
flotaforingjar staðhæfðu að þeir
gætu ekki séð af fleirum en 1–2 frei-
gátum til langvarandi gæslu á Ís-
landsmiðum. Slík vernd yrði aðeins
til málamynda. Þar að auki væru
nýrri skip Breta með þynnri byrðing
en þau eldri og mættu síður við því
hnjaski sem væri að vænta í elting-
arleik við íslensk varðskip. Um vor
og sumar þetta ár, þegar útfærslan í
50 mílur var í vændum, lögðu for-
svarsmenn sjóhersins þess vegna til
að í stað þess að reyna af veikum
mætti að verja togara til langframa,
skyldi stefnt að sigri í eitt skipti fyrir
öll.
Greinargerð breska varnarmála-
ráðuneytisins um slíka stefnu er all-
svakaleg lesning: „Komi til þess að
sjóhersins sé þörf er snörp leiftur-
sókn þar sem hann hefði frumkvæðið
talin betri en ómarkviss herskipa-
vernd í hólfum sem gæti dregist
mjög á langinn. Ríkisstjórn Bret-
lands myndi þá taka af skarið og lýsa
afdráttarlaust yfir að við myndum
beita valdi til að mæta ólöglegum að-
gerðum Íslendinga á úthafinu. Verði
togarar okkar engu að síður teknir,
myndi herskipafloti okkar ... stefna
að því að hernema eða gera óvirk
eins mörg varðskip Landhelgis-
gæslu Íslands og kostur er. Slík við-
brögð myndu koma togurum allra
þjóða til góða og hefðu án efa sérlega
sterk áhrif á íslensku ríkisstjórnina.
Aftur á móti mætti vænta pólitískra
vandræða innan Atlantshafsbanda-
lagsins og Rússar gætu dregist inn í
átökin nema einhvers konar sam-
komulag hefði fyrst tekist við þá.
Annar kostur felst í því að taka með
valdi íslenska togara eða koma í veg
fyrir að íslensk varðskip geti látið úr
höfn.“
Íslendingar yrðu þá ekki teknir
neinum vettlingatökum. Togararnir,
sem Bretar réðust að, yrðu væntan-
lega færðir til Bretlandseyja og þær
hugmyndir að hindra varðskip í að
sigla frá landi þýða varla annað en að
freigátur sætu fyrir þeim í fjarðar-
mynni eða hafnarkjafti, nema þá að
átt sé við lagningu tundurdufla! Það
má heita ótrúlegt að einhverjum hafi
dottið í hug að ganga svo hart fram.
Breskur blaðamaður, sem fylgdist
með þorskastríðinu 1972–73 og að-
draganda þess, kveðst þó hafa heyrt
þá um slíkar hugleiðingar.
Í sjávarútvegsráðuneytinu virtust
sumir embættismenn einnig vera
hrifnir af því að láta hart mæta
hörðu, því ef varðskip yrðu fyrst
„tekin úr leik yrði herskipavernd á
eftir svo miklu léttari“. Þar var líka
nefnt að hægt væri að mæta skorti á
freigátum með því að leigja togara
og vopna þá. Þeim rökum að verndin
í fyrsta þorskastríðinu hefði verið
dýrkeypt yrði þannig ekki svarað
með því að leggja upp laupana held-
ur taka fastar á móti.
Í skýrslu varnarmálaráðuneytis-
ins var viðurkennt að mikil áhætta
fylgdi svo eindregnum aðgerðum.
Skip gætu sokkið, kæmi til skotbar-
daga. En kostirnir væru alltaf þeir
að flotinn þyrfti ekki að vera bund-
inn á Íslandsmiðum um lengri tíma,
togarar allra þjóða fengju að fiska í
friði og íslenskum ráðamönnum
myndi skiljast að Bretar ætluðu ekki
að gefa eftir. Hér höfðu menn því í
huga „byssubátapólitíkina“ frá
blómaskeiði breska heimsveldisins á
nítjándu öld, Pax Britannica, þegar
Bretar sendu herskip um víða veröld
til að gæta hagsmuna sinna og and-
stæðingarnir urðu að láta undan of-
ureflinu.
„Lafhægt að semja“
En nú var öldin önnur. Í utanrík-
isráðuneytinu sögðu bæði embættis-
menn og lögfræðilegir ráðunautar að
hugleiðingar um sjóhernað á hendur
Íslendingum væru með öllu tilgangs-
lausar. Einnig vó þungt að herskipa-
vernd hafði sett aðild Íslands að Atl-
antshafsbandalaginu í uppnám í
fyrsta þorskastríðinu. Harðari
stefna yrði enn hættulegri og vinstri
stjórnin í Reykjavík kvaðst jú hafa í
huga að skipa Bandaríkjamönnum á
brott úr herstöðinni við Keflavík.
Ekki mætti hella olíu á þann eld. Þá
væru nokkurs konar hefndaraðgerð-
ir alltaf í blóra við alþjóðalög og al-
menningsálitið í heiminum myndi
fordæma yfirgang Breta.
Þar að auki lifðu vonir um samn-
inga og málskot til Alþjóðadómstóls-
ins í Haag. Fyrsta þorskastríðinu
hafði lokið árið 1961 með samkomu-
lagi við Breta þar sem viðreisnar-
stjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks
féllst á að kæmi til frekari deilna
vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar
mætti skjóta henni til dómstólsins.
Bretar töldu enn að Íslendingar
myndu, eins og einn embættismanna
þeirra sagði síðar, „standa við orð sín
eins og heiðursmönnum sæmir“. Allt
frá því að vinstri stjórnin komst til
valda árið 1971 höfðu sendinefndir
þjóðanna jafnframt hist og reynt að
komast að málamiðlun um veiðar
breskra togara innan 50 mílna. Í júlí
1972 var lokalotan haldin og Bret-
arnir virtust reiðubúnir að koma
mjög til móts við nær alla skilmála
Íslendinga. En það dugði ekki til,
jafnvel þótt Einar Ágústsson, hinn
sáttfúsi utanríkisráðherra Fram-
sóknarflokksins, teldi unnt að ná við-
unandi samningum. Vandinn var sá
að Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs-
ráðherra stóð í veginum. Það sögðu
íslenskir embættismenn að minnsta
kosti, sárgramir yfir þrjóskunni í
þessum staðfasta forystumanni Al-
þýðubandalagsins sem vildi nær
hvergi hvika frá ýtrustu kröfum.
John McKenzie, sendiherra Breta í
Reykjavík, sagði svo frá í skeyti til
utanríkisráðuneytisins í Lundúnum:
„[Hans G.] Andersen hefur tjáð
mér að á stormasömum ríkisstjórn-
arfundi eftir að slitnaði upp úr við-
Þorskastríð og hvernig á að vinna
þau – að mati breska sjóhersins
Skiptar skoðanir voru meðal Breta um hvernig bregðast ætti við þorskastríðunum. Töldu sumir að beita ætti fullri hörku.
Varðskipið Þór ásamt breskri freigátu.
Þorskastríðin eru merkur
kafli í íslenskri sögu. Það
virðist hafa orðið Íslandi til
láns að Bretar neyttu aldrei
aflsmunar síns af fullum
krafti. Bresk skjöl um að-
draganda þorskastríðsins
1972–73 sýna að þeir voru
til í Lundúnum sem töldu
réttast að láta Íslendinga
aldeilis finna til tevatnsins.
Guðni Th. Jóhannesson
rifjar upp söguna.