Morgunblaðið - 30.03.2003, Side 22
22 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ræðunum hafi minnstu munað að
[Einar] Ágústsson segði af sér vegna
þess að [Lúðvík] Jósepsson neitaði
að halda samningum áfram á grund-
velli þeirra tillagna sem Lafði
Tweedsmuir [aðalsamningamaður
Breta] hafði lagt fram. Andersen
fullyrðir að það hefði þó verið í sam-
ræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar á fundi fyrr um daginn. Hann tel-
ur þetta staðfesta að Jósepsson vilji
ekki lausn, en hann heldur að sam-
ráðherrar hans geti enn neytt hann
til þess að gefa eftir.
Í raun réð óbilgirni Alþýðubanda-
lagsins og ótti annarra stjórnmála-
flokka við að sýnast linari gagnvart
Bretum miklu um að upp úr viðræð-
unum slitnaði. Íslensk stjórnvöld
sniðgengu sömuleiðis þann bráða-
birgðaúrskurð Alþjóðadómstólsins
að bíða lokaniðurstöðu og leyfa veið-
ar þeirra (og Vestur-Þjóðverja) upp
að ákveðnu marki. Íslendingar
myndu sækja rétt sinn á miðunum
sjálfum, ekki við samningaborð eða
fyrir dómstólum. Þetta þótti mun
hraustlegri stefna í huga fólks en úr-
töluraddir um málamiðlanir, þolin-
mæði og skuldbindingar frá 1961.
Það er önnur saga en þessi hér hvort
það hafi verið skynsamlegt sjónar-
mið.
„Árásir á úthafinu“
Á miðnætti 1. september 1972 var
íslensk fiskveiðilögsaga færð út í 50
mílur. Bretar sendu ekki herskip á
vettvang, heldur voru vopnlaus eft-
irlits- og hjálparskip togaraflotanum
innanhandar. Utan línu sveimaði ein
freigáta með fyrirmæli um að láta lít-
ið fyrir sér fara. Fljótlega skarst þó í
odda. Breskir togarar létu skipanir
varðskipa um að hætta veiðum í
landhelgi sem vind um eyru þjóta og
máluðu jafnvel yfir nafn og númer
svo ekki væri hægt að skrá þá og
sekta síðar meir. En þá létu varð-
skipsmenn krók koma á móti bragði.
Á fimmta degi átakanna skar Ægir,
undir stjórn Guðmundar Kjærne-
sted, á annan togvír eins togarans.
Þessu höfðu Bretar ekki búist við.
Allar þeirra áætlanir höfðu gert ráð
fyrir að varðskipin myndu setja tog-
ara á „svartan lista“ og reyna að ráð-
ast til uppgöngu í þá. Togvíraklipp-
urnar reyndust frábært leynivopn.
Þær voru nógu skeinuhættar til að
valda usla en ekki jafn ögrandi og
áhættusamar og hertaka togara.
Bretar reiddust þó við, eins og
gefur að skilja, og sendiherra þeirra
í Reykjavík mótmælti þessum „árás-
um“ á úthafinu sem stefndu lífi og
limum manna í stórhættu. Þótt það
væru ýkjur gátu klippingar vissu-
lega verið varasamar, í það minnsta
að sögn þeirra sem urðu vitni að
þeim í togurunum. Sjómennirnir
urðu æfir og þingmenn þeirra
ókyrrðust. Gæti floti hennar hátign-
ar ekki skakkað leikinn?
Illra kosta völ
Aftur þurfti að íhuga herskipa-
vernd. Nú töldu embættismenn
varnarmálaráðuneytisins að fjórir
kostir kæmu til greina. Í fyrsta lagi
væri hægt að senda 1–2 freigátur á
Íslandsmið til að fylgjast með at-
burðarásinni og senda skýrslur um
framferði varðskipanna. Í þessu
væri þó lítil vernd og bæði togara-
jöxlum og almenningi heima fyrir
þætti lágt lagst fyrir sjóherinn að
standa í slíkri tilkynningaskyldu en
gera ekkert til varnar breskum
þegnum á hinu opna hafi.
Í öðru lagi gætu 1–2 freigátur
reynt að fylgja herskáustu varðskip-
unum og hindra að þau kæmust í
tæri við togarana. Aftur mætti segja
að slíkar aðgerðir stoðuðu lítt til
lengdar. Í þriðja lagi væri hægt að
veita vernd í hólfum eins og í fyrsta
þorskastríðinu. Þá yrðu sex skip
bundin við Íslandsgæslu hverju sinni
og það þyldi sjóherinn alls ekki, að
sögn varnarmálaráðuneytisins. Eng-
in freigáta yrði í Miðjarðarhafi eða
við Eyjaálfu þótt Bretar hefðu
skuldbundið sig til þess, einungis ein
freigáta gæti verið öðru hvoru í
Karíbahafi þar sem næg voru verk-
efnin og leggja yrði af Beira-vaktina
svokölluðu, en bresk herskip sigldu
undan ströndum Mósambík og
reyndu að koma í veg fyrir að olía og
vopn bærust til liðsmanna Ians
Smiths sem höfðu lýst yfir sjálfstæði
nýlendunnar Ródesíu (nú Zim-
babwe) innar í Afríku þvert á vilja
stjórnvalda í Lundúnum.
Var þá svona komið fyrir sjóhern-
um? Að ein lítil fiskveiðideila, næst-
um því á heimaslóð, væri honum um
megn? Yfirmenn flotans sögðu að
hugsanlega væri hægt að nota fjórar
freigátur á Íslandsmiðum en eftir
stæði að hann gæti tæpast uppfyllt
skyldur sínar annars staðar, afli
togaranna myndi engu að síður
snarminnka, hættan á afdrifaríkum
skærum við varðskipin yrði áfram til
staðar og verndin gæti þurft að vara
til frambúðar.
„Árásarstefnan“
Einungis lokalausnin var eftir.
Forsvarsmenn flotans sögðu á nýjan
leik að þeir vildu hafa „frumkvæði á
miðunum, færi svo að herskip yrðu
að sigla norður að Íslandsströndum.
Best væri að bíða með allar aðgerðir
uns varðskip hefði greinilega brotið
alþjóðalög, helst með því að ráðast
um borð í togara vel utan 12 mílna
markanna. Síðan myndu Bretar bera
fram hörð mótmæli á alþjóðavett-
vangi og fylgja þeim eftir í verki,
„þrátt fyrir alla pólitísku og lagalegu
annmarkana“.
Þetta var „árásarstefna“ Breta, og
bar nafn með rentu: „Herskip henn-
ar hátignar myndu leita uppi íslensk
varðskip, annaðhvort í landhelgi eða
á úthafinu og leggja til atlögu við
þau. Til greina kemur að sökkva
varðskipunum, gera þau óvirk eða
senda vopnaðar sveitir til að hertaka
þau, og yrðu þær að vera nægilega
vel vopnum búnar til þess.“ Jafn-
framt mætti íhuga að herskip færu
„inn í íslenska landhelgi til að ná aft-
ur togara sem hefði verið tekinn.
Hér var því aftur rætt um að freigát-
urnar sigldu inn á firði og upp í land-
steina. Kostirnir við svo snörp við-
brögð væru umtalsverðir, sögðu
menn í varnarmálaráðuneytinu og
sátu greinilega við sama keip og um
vorið. En ekki mætti sýna neitt hálf-
kák þannig að „Ísland gæti ... tekið
upp eigin árásir á ný þegar sjóherinn
hyrfi á brott. Þetta þýðir að ná yrði
öllum eða nær öllum varðskipum
sem væru í færi, eða grípa til að-
gerða gegn íslenskum togurum sem
Ísland gæti ekki þolað til lengdar.“
Ráðamenn í Reykjavík myndu þá sjá
að þeim væri hollast að semja um
lausn deilunnar.
Aftur viðurkenndu forsvarsmenn
flotans að leiftursókn af þessu tagi
gæti haft mjög alvarlegar pólitískar
afleiðingar. Íslenskur almenningur
léti sig tæplega hafa það að vera í
hernaðarbandalagi með þjóð sem
skyti á og sökkti jafnvel varðskipum
þeirra. Þá væri Keflavíkurstöðin í
voða og lagaleg rök um sjálfsvörn
eða að Íslendingar hefðu fyrst beitt
valdi voru líka mjög veik. Lokanið-
urstaðan var þess vegna sú að „þessi
deila [verði] ekki leyst með vopn-
um.“ En færi svo að bresk stjórnvöld
teldu sig ekki eiga annarra kosta völ
en að beita herskipum til að vernda
togarana og knýja Íslendinga til að
láta undan, þá væri snörp árás ill-
skárri en langvinn herskipavernd.
Skjóta skal á brú eða vélarrúm
Það var lán bæði Íslendinga og
Breta að hinum harkalegu ráðum
breska flotans var aldrei fylgt. Hins
vegar var það ógæfa beggja að bresk
stjórnvöld, jafn seinþreytt til vand-
ræða og þau voru, létu loks til leiðast
og skipuðu herskipum að vernda
togarana í hólfum innan fiskveiðilög-
sögunnar. Þetta varð 19. maí 1973,
og ómaði þá Land of Hope and Glory
í talstöðvum togaranna.
Í átakareglum fyrir freigátukap-
teina á Íslandsmiðum, Rules of En-
gagement, sagði að þeir mættu stað-
setja skip sín milli varðskips og
togara og sigla þannig að það gæti
ekki klippt á togvíra, án þess þó að
stuðla að árekstri. Og þeir máttu
aldrei skjóta á eða að varðskipum
nema í sjálfsvörn. Innan skamms
sauð samt upp úr á Íslandsmiðum.
Skipstjórar stórra dráttarbáta, sem
voru herskipunum til halds og
trausts, tóku lítt hátíðlega fyrirmæli
um að forðast árekstra við varðskip,
svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Freigátukapteinar ákváðu líka
stundum að þola árekstra frekar en
að víkja úr vegi fyrir varðskipum og
þykja minni menn í allra augum á
miðunum. Og nokkrum sinnum báðu
þeir um heimild til að hóta skotárás-
um og fylgja því eftir ef nauðsyn
kræfi. Í varnarmálaráðuneytinu
hafði áður verið bent á að yrði slík
heimild veitt félli hún undir tiltekna
reglu um skotárásir: „Skjóta skal ...
á brú og/eða vélarrúm og halda því
áfram uns skipið hlýðir fyrirskipun-
um.“ Önnur almenn regla ætti þó
einnig við: „Skotárásir eiga einungis
að miða því að gera vopn andstæð-
ingsins óvirk.“ Á fundi í forsætis-
ráðuneytinu í Lundúnum fóru emb-
ættismenn ráðuneytisins nánar út í
þá sálma hvernig haga mætti skot-
árásum á íslensk varðskip. Í skýrslu
um fundinn segir:
„Í fyrsta lagi sögðu þeir að grund-
vallarsjónarmiðið um „lágmarks-
árás“ ætti við í því tilfelli. Á hinn
bóginn viðurkenndu þeir að það félli
þá undir fyrstu aðgerðir í röð stig-
vaxandi viðbragða [sem gætu leitt til
skotárása á brú eða vélarrúm] ... Í
öðru lagi sögðu þeir að í þeim vá-
lyndu veðrum sem gætu orðið undan
Íslandi snerist málið um að hitta skip
frekar en hluta þess.“ Að vísu var
bent á að vel gæti viðrað og skot-
hríðin gæti verið af stuttu færi.“
Vandinn var líka sá að fallbyssurn-
ar á freigátunum voru ekki ætlaðar
til skotbardaga í návígi. Skipherra
breska sjóhersins, sem stýrði skipi í
þessu þorskastríði, sagði síðar frá
því hvernig hann hefði búið sig undir
að beita byssunum ef þörf krefði:
„Ég og skotvopnaliðsforinginn vörð-
um talsverðum tíma í að athuga
hvernig best væri að standa að því að
skjóta úr aðalfallbyssunum (4,5
þumlunga skotvídd) ef það reyndist
nauðsynlegt að miða á tiltekinn hluta
skips, t.d. reykháf af 200 yarda færi.
Ekki hafði verið gert ráð fyrir því við
hönnun skotkerfisins sem hentaði
auðvitað betur þegar fjarlægðin var
um 20.000 yardar! Okkur tókst þó
vel upp; ég held að lausnin hafi falist
í miðun með stýripinna í skotturni en
fínni stillingu eftir augsýn.“
Versta lausnin
Svo fór að leyfi til skotárása var
aldrei veitt í Lundúnum, þótt full-
yrða megi að ráðherrar hafi eitt sinn
verið komnir á fremsta hlunn með að
fyrirskipa hertöku Ægis með öllum
tiltækum ráðum. Það gerðist eftir að
varðskipið skaut mörgum skotum að
togaranum Everton í lok maí 1973.
En þeir sátu á sér. Áfram var allt
stál í stál.
Frá þröngu sjónarmiði sjóhersins
var það versta lausnin. Nokkurra
ára herskipavernd virtist í uppsigl-
ingu þar sem varðskipin gætu
keppst við að klippa án þess að Bret-
ar mættu beita þeim vopnum sem
þeir byggju yfir. Íslandsvinurinn Sir
Andrew Gilchrist, sem var sendi-
herra þeirra í Reykjavík í fyrsta
þorskastríðinu, sagði síðar í bók
sinni Þorskastríð og hvernig á að
tapa þeim að það hefði verið „óskilj-
anlegt að stjórnin skyldi hverfa aftur
að sömu ráðum sem höfðu reynst
áhrifalaus og fánýt.“ En tæpast gat
hún gefist alveg upp. Orðstír hennar
hefði beðið hnekki og breskir ráða-
menn voru líka handvissir um að ís-
lensk stjórnvöld væru í órétti, enda
mátti deila um þau lagalegu rök sem
Íslendingar notuðu til að færa út ein-
hliða og afneita fyrri skuldbinding-
um um málskot til Haag.
„Þetta sögðum við!
Á hinn bóginn gat breska ríkis-
stjórnin ekki gengið milli bols og höf-
uðs á Íslendingum. Þótt greinar-
gerðir varnarmálaráðuneytisins sýni
að sá möguleiki var íhugaður verður
að líta á þær í réttu samhengi. Menn-
irnir herskáu í Lundúnum virðast til
dæmis hafa gert ráð fyrir að stjórn-
völd í Reykjavík myndu gefa eftir,
annað hvort við harðvítugar hótanir
einar saman eða fljótlega eftir að sjó-
herinn sýndi mátt sinn og megin, án
þess að til átaka kæmi. Bretar hefðu
þá bara gabbað Íslendinga.
Og engan klæjaði í fingurna að
skjóta á vinaþjóð. Íslenskir varð-
skipsmenn höfðu bjargað mörgum
breskum sjómönnum úr sjávarháska
og voru rómaðir fyrir hugrekki á
hættustund. Jafnframt verður að
hafa í huga að í varnarmálaráðuneyt-
inu voru menn öðrum þræði aðeins
að benda á að herskipavernd með
gamla laginu frá fyrsta þorskastríð-
inu myndi ekki skila árangri, eða
reynast allt of dýrkeypt. Ef hún yrði
engu að síður reynd – og brygðist –
þá gætu þeir sagt: „Þetta sögðum
við!“
Eftir stendur þó alltaf að forsvars-
menn breska flotans vildu frekar
beita meiri hörku en minni, væri her-
skipa þörf á Íslandsmiðum, og frei-
gátukapteinum fannst súrt í broti að
vera uppálagt að vernda breska tog-
ara á „hinu frjálsa hafi“ en mega svo
lítið gera til að gegna þeirri skyldu.
„Við vorum að reyna að berjast með
hendur bundnar fyrir aftan bak,“
sagði einn þeirra löngu síðar.
Þorskastríðinu um 50 mílna út-
færsluna lauk með bráðabirgða-
samningi í nóvember 1973. Sam-
komulagið var keimlíkt drögunum
frá sumrinu árið áður og eftir á má
segja að hvorki Bretar né Íslending-
ar hefðu mikils misst við að sýna þá
örlítið meiri sáttavilja. Það er reynd-
ar freistandi að segja að fljótt á litið
hafi frekar staðið upp á Íslendinga í
þeim efnum þótt ekkert skuli um það
fullyrt hér.
Vald hinna veiku
Hitt er augljóst að helstu ráða-
menn íslenskir í þessu þorskastríði,
Ólafur Jóhannesson og Lúðvík Jós-
epsson, töldu sig vita að þegar á allt
væri litið stæðu Íslendingar betur að
vígi en Bretar og því væri óhætt að
láta slag standa. Þegar Henry Kiss-
inger kom til Íslands sumarið 1973 í
fylgd með Nixon Bandaríkjaforseta
ræddu íslenskir ráðherrar auðvitað
við þá um átökin við Breta. Kissin-
ger, manna fróðastur um styrjaldir
og stjórnmálasögu, var „furðu lost-
inn“ eins og hann skrifaði síðar:
„Hér höfðum við 200.000 manna ey-
þjóð sem hótaði að fara í stríð við
fimmtíu milljón manna heimsveldi,
út af þorski. ... Íslensku ráðherrarnir
héldu fast við stefnu sem fyrr á öld-
um hefði verið dauðadómi líkust.
Mér varð hugsað til þeirra orða
Bismarcks [fyrsta kanslara Þýska-
lands á nítjándu öld] að vald hinna
veiku ykist við óskammfeilni þeirra
en þeir sterku veiktust vegna eigin
fjötra.“
Vald í alþjóðasamskiptum var orð-
ið flóknara en svo að það yrði mælt í
fjölda herskipa. Áhyggjur breskra
stjórnarerindreka vegna herstöðv-
arinnar í Keflavík og veru Íslands í
Atlantshafsbandalaginu staðfesta að
hernaðarmikilvægi landsins í kalda
stríðinu skipti geysilegu máli um
lyktir þorskastríðsins. Íslenskir
ráðamenn, bæði þá og í öðrum fisk-
veiðideilum við Breta, beittu þessu
„vopni“ miskunnarlaust. Aukið vægi
alþjóðalaga kom Íslendingum einnig
vel. Stjórnvöld í Lundúnum báru það
mikla virðingu fyrir lögum og rétti
að þau freistuðust aldrei til þess að
sýna varðskipsmönnum í tvo heim-
ana. Þorskastríðið var líka að mörgu
leyti áróðursstríð og Bretar vissu að
víða um heim yrðu þeir alltaf sakaðir
um að ráðast á lítilmagnann, jafnvel
þótt þeim sjálfum þættu Íslendingar
vera í hlutverki ribbaldans.
Í stuttu máli má segja að það hafi
annars vegar sýnt siðferðisstyrk
Breta og sáttahug að þeir ákváðu
aldrei að berjast til þrautar, en hins
vegar sýnir sú ákvörðun að senda
herskip á vettvang, eiginlega með
hálfum huga, að breska ríkisstjórnin
gat ekki horfst í augu við óumflýj-
anlegan ósigur. Því það breytti engu
hvort Bretar ynnu orrustur á Ís-
landsmiðum, töpuðu þeim eða héldu í
horfinu. Stríðinu myndu þeir alltaf
tapa.
Lögreglan skakkar leikinn eftir mótmæli við breska sendiráðið.
Þorskastríðið fékk sinn skerf athyglinnar á forsíðum breskra dagblaða.
Í forgrunni myndarinnar eru John McKenzie, sendiherra Breta á Íslandi, og lafði
Tweedsmuir, aðalsamningamaður bresku stjórnarinnar.
Höfundur er sagnfræðingur.
gudnijohannesson@yahoo.com