Morgunblaðið - 30.03.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.03.2003, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 23 Ég fékk sting í hjartað meðan fán-inn brann hægt og rólega. Því- líkt og annað eins að horfa upp á. Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um þennan atburð, sem okkur finnst tíðindum sæta þótt lítilfjörlegur sé í samhengi við þær hörmungar sem dynja yfir í stríðs- hrjáðum löndum. Um fánabrunann hefur m.a. verið sagt að fáninn okkar hafi verið brenndur af misskilningi. Það kann að vera, en mikil heppni er þá yfir mótmælendunum að hafa komist yf- ir íslenska fánann, hann er ekki auðfáanlegur hvar sem er utan Ís- lands. Þá hefur verið sagt að mótmæl- endurnir hafi kannski tekið feil á ís- lenska fánanum og þeim breska. Kann að vera – en þá eru þeir ungu menn í Danmörku sem ég sá í út- sendingu fréttarinnar óvenju lítt kunnugir fótbolta, ég efast um að hægt sé að finna t.d. marga íslenska unga menn sem ekki þekkja breska fánann, svo oft er hann sýndur í sjónvarpi m.a. í tengslum við hin frægu bresku fótboltalið. Gæti verið að mótmælendurnir hafi með fullri vitund víxlað danska og íslenska fánanum í þessu tilviki? Íslendingar og Danir hafa einir Norðurlandaþjóða lýst sig fylgjandi stríðsrekstrinum í Írak en Danir hafa gengið lengra og taka þátt í hernaðinum. Samkvæmt upplýsing- um þarlends lagaprófessors banna dönsk lög áróður þar í landi til stuðnings óvini sem Danir eiga í stríði við að viðlagðri refsingu. Ís- land losnaði hins vegar úr öllum tengslum við Danmörku 1944 og því ekki refsivert í sama mæli að viðhafa áróður af þessu tagi tengdan Íslandi á danskri grundu. Það er ljóst að þær aðstæður sem nú eru uppi í alþjóðamálum hafa með öðru orðið til þess að mjög hafa skerpst línurnar í skoðunum lands- manna. Það er víða grunnt á hár- beittum ágreiningi, svo grunnt að þegar maður er boðinn á mannamót þar sem ekki er með öllu vitað hvernig „landið liggur“ hvað skoð- anir viðstaddra snertir þá talar mað- ur varlega af tillitssemi við húsráð- endur. Ég hef ekki þá reynslu að hafa bú- ið við stríðsástand en hef eigi að síð- ur dundað mér af og til við að skipta fólki í flokka eftir því hvort ég myndi velja það í andspyrnuhreyfingu með mér eða ekki. Hvernig þessi flokkun fer fram á ég erfitt með að skýra. Einna helst má segja að einhver innri rödd segi mér í óspurðum frétt- um að þessi eða hinn væri góður í andspyrnuhreyfinguna en svo aðrir alls ekki. Þessi flokkun á ekkert skylt við ytra útlit, stöðu eða fram- komu. Hún ræðst kannski af ein- hverri útgeislun sem ekki er nokkur leið að skýra en ég held samt að margir kannist við. Setjum svo að maður komi inn á þéttsetna lækna- stofu, þá líst manni t.d. strax misvel á viðstadda. Sem betur fer er oftast að minnsta kosti einn í herberginu sem maður myndi umsvifalaust treysta, – jafnvel fyrir lífi sínu, – nokkrir sem ábyggilega væri hægt að treysta fyrir skilaboðum og slíku, – og svo nokkrir sem maður sér í hendi sér að best væri að halda al- gerlega utan við alla andspyrn- ustarfsemi ef ekki ætti illa að fara. Líklega hef ég viðhaft þessa flokk- un fyrir áhrif frásagna úr seinna stríði, t.d. var mér Dagbók Önnu Frank mikil uppspretta hugsana af þessu tagi. En þegar ég horfði á fánann okkar brenna fékk ég í fyrsta skipti þá til- finningu að verið gæti að þeir tímar kæmu að maður þyrfti í raun og veru að taka til við svona flokkun í veru- leika sínum og að líf manna gæti olt- ið á að hún tækist vel. Fremur ógn- vænleg tilhugsun og óraunveruleg sem verður til þess að allar fréttir af stríðsrekstrinum í Írak ganga manni enn frekar beint í hjartastað. Víst er að Ísland er ekki eins „langt frá heimsins vígaslóð“ og við hér viljum gjarnan trúa - sú stað- reynd mun ábyggilega taka sinn toll í samskiptum okkar innbyrðis, við nágrannaþjóðir og við aðra þá sem við skiptum við á erlendum vett- vangi. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Brá ekki fleirum en mér? Heimsins vígaslóð Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur MÉR brá í brún þegar ég sá í frétta- tíma sjónvarps íslenska fánann brenndan á Ráðhústorginu í Kaup- mannahöfn. – Þennan fána sem ég veifaði sem lítil stúlka 17. júní, skreytti með jólatré þegar ég fór að búa, horfði á eldra fólk í götunni minni draga að húni á öllum hátíð- isdögum og blakta við hálfa stöng á opinberum byggingum á föstudag- inn langa og þegar dauðsföll valds- manna urðu. Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r Fermingarskartgripir Skarthúsið, s. 562 2466, Laugavegi 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.