Morgunblaðið - 30.03.2003, Page 26
26 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Reuters
Í
BORGINNI gömlu við
sundið er vorið komið
með fuglasöng í nöktum
trjám, freyðandi bjórg-
lösum og rjúkandi kaffi á
sólbökuðum borðum utan
við kaffihúsin. Þykkar
úlpur, kápur og frakkar á hröðu
undanhaldi, komin aftur á böggla-
bera, yfir handleggi, á stólbök, inn
í skápa.
Á hverjum morgni er hann
mættur á lestarstöðina áður en
mannfjöldinn tekur að ryðjast upp
og niður tröppurnar. Kominn á
sinn stað,
sestur upp við
vegginn fyrir
ofan tröpp-
urnar niður að
brautarpalli
númer fjögur.
Þar bíður hann, tilbúinn.
Og fólkið kemur, kjagandi eftir
gangstéttum, hjólandi eftir reið-
hjólabrautum, akandi í bílum og
strætisvögnum. Um götur, yfir
brýr, fyrir horn. Inn í sólskinið
eða skuggann. Það stansar og bíð-
ur á gatnamótum eftir grænu, eða
á biðstöðvum eftir strætó. Hraðar
sér svo yfir, eða treður sér aftar í
vagninn, allir á leiðinni, hver á
sinn áfangastað.
Hann setur nokkur dagblöð
undir rassinn, því í steingólfinu
býr ískaldur skugginn af milljón
skósólum. Hann er líka að fara.
En hans áfangastaður er lengra
en svo í burtu að það sé hægt að
komast þangað með lestinni til
Køge eða Klampenborg. Hans lest
hefur seinkað töluvert.
Það er búið að taka yfirbreiðsl-
una af Kristjaníuhjólunum og
börnin í kerrukössunum píra aug-
un upp í sólina, eða snúa sér undan
og virða fyrir sér allt þetta fólk
sem er mætt til að fylgja þeim í
leikskólann. Stundum ber eitthvað
verulega markvert fyrir augu;
skópar sem hangir í raflínu, borg-
arstarfsmaður að þvo lágmynd-
irnar á brúnni með háþrýstidælu,
sjúkrabíll æðandi út á Nørrebro.
Svo brestur flaumurinn á niður í
jörðina. Með samfelldu dynjandi
bergmáli af markvissum fótatök-
um, ótal skrefum í rétta átt eða
ranga, en altént í áttina eitthvert.
Fæstir láta svo lítið að virða hann
viðlits þar sem hann situr og hrist-
ir pappamálið með klinkinu. Til
þess er enginn tími, það hefur eng-
an tilgang. Þetta er alltaf þessi
sami aumingi að betla.
Jafnvel þótt þetta sé ömurlegsjón og klinkið þungt í vös-unum er tilgangslaust að vera
að henda í hann peningum.
Hann eyðir þeim bara í bjór. Kerf-
ið sér um þetta lið. Það á að sjá um
þetta lið. Það þarf bara að komast
fyrir hornið á stigapallinum og þá
er maður sloppinn. Þá er hægt að
gleyma þessum fjára og snúa sér
að því sem þarf að snúa sér að.
Stimpla miðann, lesa um stríðið í
blaðinu, fylgjast með skermunum,
skoða auglýsingaskiltin.
Hann lætur það ekkert á sig fá.
Þetta er spurning um þolinmæði.
Alltaf einhver inni á milli sem er
ekki nógu fljótur að beygja, ekki
nógu fljótur að þagga niður í sam-
viskunni og vorkunnseminni.
Hann segir ekkert, hvort sem fólk
lætur einhverja smámynt detta í
pappamálið eða ekki. Hann segir
ekki takk, bölvar ekki heldur.
Hann segir bara eins og er. Hann
endurtekur bara þessa einu setn-
ingu í sífellu. Segir til hvers hann
vantar aura. Segir hvert hann er
að fara.
Hann leitast við að brosa örlítið,
svo skín í misheilar tennurnar í
dökku andlitinu. Hann er hér og
um leið er hann líka á öllum hinum
brautarstöðvunum, öllum hinum
gangstéttunum, í hinum borg-
unum. Hann er ekkert að flýta sér.
En hann er samt á leiðinni eitt-
hvert. Heim. Og það er það eina
sem hann segir. Það eru orðin sem
enduróma af veggflísunum. Hann
er á leiðinni heim.
Svo kemur lestin til Køge oglestin til Klampenborg ogsvo aðrar lestir til annarraáfangastaða. Og smám
saman minnkar umferðin. Fólkið
hættir að streyma hjá. Fótatakið
deyr út. Bergmálið þagnar. Aðeins
tvennt heyrist enn. Ein setning,
ein ósk um hjálp til að komast á
áfangastað. Og svo skröltið í klink-
inu í pappamálinu. „Jeg skal til
Grønland,“ segir hann.
Og hristir klinkið. „Jeg skal til
Grønland.“
Og skröltið í klinkinu bergmálar
í mannlausum tröppunum upp í
sólskinið.
Lestin til Grænlands
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Sveinbjörn I.
Baldvinsson
F
YRSTA kvikmynd Dags Kára Pét-
urssonar í fullri lengd, Nói albínói,
er tvímælalaust eitthvert mesta af-
rek íslenskrar kvikmyndagerðar.
Þetta er mynd sem er allt í senn;
mannleg, raunsæ, áhrifamikil,
meinfyndin og snjöll. Virkilegt
gleðiefni fyrir menningarlífið þegar svona hæfi-
leikaríkur og djarfur íslenskur kvikmynda-
gerðarmaður stígur fram á sjónarsviðið og það
þetta fullþroskaður, en þær eru fáar íslensku
myndirnar sem eru heilsteyptari og úthugsaðri
listaverk og bera svona sterk höfund-
areinkenni. Í ofanálag er Dagur Kári fjölhæfur
mjög því hann leikstýrir
ekki einasta og skrifaði
handritið að myndinni
heldur samdi hann tónlist-
ina í félagi við góðvin sinn,
Orra Jónsson, en saman
hafa þeir starfrækt hljóm-
sveitina Slowblow um árabil. Dagur Kári virð-
ist og naskur á samstarfsfólk og þá allra helst
leikara, sem standa sig hver öðrum betur í Nóa,
jafnt þeir reyndu sem óreyndu. Allt í allt er Nói
albínói einhver allra best heppnaða íslenska
myndin sem gerð hefur verið og á mælistika
sögunnar vafalítið eftir að undirstrika þá full-
yrðingu rækilega.
Aðstandendur, dómnefndir og gestirvirtra erlendra kvikmyndahátíðahafa enda fallið í stafi yfir Degi Káraog Nóa og myndin nú þegar sópað til
sín fleiri vegtyllum en nokkur önnur íslensk
mynd, leyfi ég mér að fullyrða. Besta norræna
myndin á Gautaborgarhátíðinni, fyrst allra ís-
lenskra mynda, besta frumraun á hátíðinni í
Rotterdam, tvenn verðlaun í Angers í Frakk-
landi og nú síðast æðstu verðlaun norrænu
kvikmyndahátíðarinnar í Rúðuborg þar sem
myndin var tekin fram yfir margrómaðar
myndir á borð við Lilju að eilífu eftir Lukas
Moodysson og Elska þig að eilífu eftir Susanne
Bier. Fagtímaritin Screen International og
Variety hafa bæði lofað myndina í hástert og
lýst því yfir að fram á sjónvarsvið alþjóða kvik-
myndagerðar sé stiginn nýr hæfileikamaður,
Íslendingurinn ungi Dagur Kári. Frumlegt
myndmál, mannleg og nærgætin kímnigáfa og
gott skynbragð á fáránleika hverdagsins eru
orð sem fallið hafa um hæfileika Dags Kára og
þegar er farið að gæta spennu ytra yfir því hver
næstu skref hans verða. Og vitanlega hafa er-
lendir kaupendur bitist um þennan litla og
óvænta gullmola sem fannst á eyjunni á miðju
Norður-Atlantshafinu – af öllum stöðum – en
sýningarrétturinn hefur verið seldur til allra
helstu bíósvæða heimsins og því verið fleygt að
myndin sé uppseld, hvað sem það nú þýðir.
Hér heima hafa fjölmiðlar verið dug-legir að flytja fréttir af velgengniNóa albínóa á erlendri grundu ogsýnt jafnt Degi Kára sjálfum, sem
leikurum og framleiðendum, mikinn áhuga og
athygli. Gagnrýnendur hérlendir halda heldur
ekki vatni og eru á einu máli um að hér sé á ferð
mynd sem hafi þegar skipað sér í hóp merkari
kvikmynda íslenskra.
Eftir öll þessu lofsamlegu ummæli í fjöl-
miðlum og allar erlendu vegtyllurnar, hver var
svo áhugi landans fyrir myndinni þegar hinir
hugrökku ungu framleiðendur hennar hjá Zik
Zak ákváðu að hraða frumsýningu hennar hér-
lendis? Vægast sagt dræmur, alveg hneyksl-
anlega dræmur. Innan við eitt þúsund gestir
fyrstu sýningarhelgina og nú eftir að hafa verið
sýnd í mánuð eða svo hafa ekki nema 7.500
manns séð myndina. Þetta eru álíka margir og
sáu myndina um Kjánaprikin (Jackass), ögn
fleiri en sáu bandarísku delluna Juwanna Man
og nær helmingi færri en sáu framhaldsmynd-
ina Analyze That og hafa séð rómantísku gam-
anmyndina Two Weeks Notice, sem enn er
sýnd. Helmingi fleiri lögðu svo leið sína á fram-
haldsmyndina Final Destination 2 nú um síð-
ustu helgi en sáu Nóa fyrstu sýningarhelgina.
Er nema von að maður klóri sér í hausn-um og spyrji hvað sé eiginlega að þeg-ar að bíósmekk okkar Íslendinga kem-ur? Hvað þarf íslenskur
kvikmyndagerðarmaður eiginlega að gera til að
fá landa sína til að sjá mynd sína ef ekki dugir
að gera frumlega og skemmtilega mynd sem í
alla staði er frábærlega gerð? Út frá markaðs-
legum sjónarmiðum má hæglega fara út í – og
hefur verið gert – að velta sér uppúr hvort
markhópur Nóa sé ekki nægilega skýr. Hvort
vandinn sé ekki sá að hún hafi hvorki augljósa
skýrskotun til ungra áhorfenda né eldri, að
hamagangurinn sé ekki nægilegur fyrir hina
yngri og húmorinn sé full fríkaður fyrir þá
eldri. Slíkar vangaveltur eru samt helber þvæla
því þetta er íslensk mynd um íslenskt fólk á öll-
um aldri, sem lifir í íslenskum veruleika, hefur
íslenskan húmor og stendur frammi fyrir ís-
lenskum vandamálum. Hvernig á að vera hægt
að finna breiðari skýrskotun en það fyrir ís-
lenska áhorfendur?
Með fullri virðingu fyrir bandarískum af-
þreyingarmyndum og erlendum myndum al-
mennt fæ ég hreinlega ekki skilið hvers vegna
íslenskir bíóunnendur taka ekki frambærilega
íslenska bíómynd framyfir þær? Er virkilega
svo komið fyrir bíómenningu landans að hann
hafi ekki lengur áhuga á að sjá aðrar íslenskar
myndir en ærslafulla farsa með þekktum and-
litum í hverri rullu. Ein vinsælasta mynd síð-
asta árs, Hafið, bendir vissulega til annars, sem
er vel, en hún græddi þó vel á að vera gerð eftir
þekktu leikriti. Englar alheimsins var og gerð
eftir þekktri bók, líka 101 Reykjavík. Þannig að
svo virðist sem ein ástæðan fyrir áhugaleysi
landans á Nóa sé óvissan. Menn virðast hrein-
lega ekki tilbúnir til að sjá íslenskar myndir
með nýjum, frumsömdum og krefjandi sögum.
Sem er hið versta mál, ef rétt er.
Hér á síðum Morgunblaðsins hafa blaða-
menn af og til lýst yfir áhyggjum sínum af bíó-
uppeldi Íslendinga. Að sú fábreytta flóra
mynda sem bíóin bjóða að jafnaði uppá – úrval-
ið reyndar með besta móti um þessar mundir
enda óskarsvertíð í algleymingi – og yfirburðir
bandarískra afþreyingarmynda séu hreinlega
búnir að deyða forvitni landans og áhuga á ann-
ars konar myndum. Er hægt að draga aðra
ályktun af áhugaleysinu á viðlíka gæðamynd og
Nóa en þá, að íslenskar myndir séu nú komnar
í flokk með þessum annars konar myndum?
Þegar forvitnin er fyrir bí finnur sá, sember efa í brjósti, ekki lengur fyrir þörf-inni til að prófa eitthvað nýtt og öðru-vísi. Virðist þá sem engu máli skipti
hversu hátt fjölmiðlar, gagnrýnendur og er-
lendir kvikmyndahátíðargestir básúni ágæti
viðkomandi bíómynda. Gott ef það sé ekki
hreinlega farið að hafa þveröfug áhrif, fæli frá
og segi þessum þröngsýna hópi það eitt að hér
hljóti að vera á ferð einhver listræn leiðindi,
gallsúrt „evródrasl“, eins og myndir á annarri
tungu en þeirri engilsaxnesku eiga til að vera
kallaðar í bíóhúsabransanum. Eru okkar eigin
myndir virkilega komnar í þennan flokk? Eru
þær íslensku bíómyndir þar sem menn voga sér
að segja nýjar sögur eða gera eitthvað öðruvísi
en áður hefur verið gert orðnar að „evródrasli“
í huga landans?
Efist þú þá skaltu bara prófa
Er virkilega svo komið fyrir íslenskri bíómenn-
ingu að íslenska myndin Nói albínói sé álitin
eitthvert „evródrasl“?
AF LISTUM
Skarphéðinn
Guðmundsson
skarpi@mbl.is