Morgunblaðið - 30.03.2003, Síða 46

Morgunblaðið - 30.03.2003, Síða 46
MINNINGAR 46 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Miðasala í síma 555 2222 eftir Ólaf Hauk Símonarson laugard. 29. mars frumsýning kl.14 uppselt sunnud. 30. mars 2. sýning kl.14 örfá sæti laugard. 5. apríl kl. 14 sunnud. 6. apríl kl.14 Elsku hjartans frændi minn er látinn, aðeins nokkurra mánaða gamall. Söknuðurinn er mikill og hugur okkar er hjá frænku minni, Helgu James, og fjölskyldu hennar í Gulf Shores í Alabama. Við vorum nýbúin að endurnýja gömul kynni í sept. 2002 og bjuggum í góðu yf- irlæti hjá föðursystur minni, Kiddý, og Sonny. Það voru góðar samveru- stundir sem við áttum saman. Það var mikil tilhlökkun eftir að nýja barnabarnið liti dagsins ljós. Hinn 26. sept. 2002 fæddist þeim Helgu og Jeff yndislegur drengur sem var gefið nafnið Sonny í höfuðið á afa sínum. Kiddý hringdi í mig og tjáði mér að ég hefði eignast yndislegan frænda sem myndi bera nafn afa síns, Sonny. Við vorum yfir okkur ánægð með komu nýja frændans og hlökkuðum mikið til að sjá hann þeg- ar við kæmum næst í heimsókn. Í byrjun febrúar fengum við þau vá- legu tíðindi að frændi minn hefði greinst með krabbamein í mænu og að krabbameinið væri ólæknandi. Læknarnir töldu að hann ætti ekki langan tíma eftir. Margar hugsanir SONNY MAXWELL JAMES ✝ Sonny MaxwellJames fæddist í Gulf Shores í Alabama í Banda- ríkjunum 26. sept. 2002. Hann andaðist á St. Jude children research hospital í Memphis í Tenn- essee 5. mars síðast- liðinn. Hann var son- ur hjónanna Helgu Rachel Barr James og Jeffrey Allan James, þau eiga fyrir dótturina Oliviu Kristjönu James. Útför Sonny Maxwell var gerð í Gulf Shores 10. mars. og erfiðir tímar fóru í hönd og bænir okkar og hugsanir dvöldu hjá ástvinum okkar með von um að miskunn- samur Guð bænheyrði okkur og aðstoðaði ást- vini okkar. Hinn 5. mars 2003 dó frændi minn, Sonny Maxwell James, eftir aðeins nokkra mánuði í þessari jarðvist. Okkar hugsanir og bænir sendi ég föðursystur minni, Kiddý, og eigin- manni hennar, Sonny Barr, frænkum mínum, eiginmönn- um þeirra og dætrum. Okkar inni- legustu samúðarkveðjur og vonum að Guð almáttugur vaki yfir þeim og styrki á þessum erfiða tíma. Ég er ekki í neinum vafa um að ástkær fað- ir minn sem kallaður var Bóbó og varð bráðkvaddur um mitt árið 2001 og foreldrar hans, Ragna og afi Helgi, taka vel á móti frænda mín- um. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku hjartans Helga og Jeff, hugur okkar er hjá ykkur og við biðjum þess að algóður Guð gefi ykkur þann styrk sem þið þurfið á að halda. Í elskulegri minningu um ást- kæran frænda minn, þar sem sorgin er mest og söknuðurinn sárastur. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Þín frænka á Íslandi, Sif Björk Hilmarsdóttir. ✝ Elísabet Axels-dóttir fæddist á Ísafirði 14. janúar 1927. Hún lést í Los Angeles 20. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Axel Ketilsson, f. á Ísafirði 1887, d. 16. maí 1941, út- gerðarmaður og kaupmaður á Ísa- firði, síðan í Reykja- vík, og Ólöf Björns- dóttir, f. á Ísafirði 1893, d. 5. janúar 1960. Systkini Elísa- betar eru: Sigríður bankamaður, f. 1920, d. 1997, Axel, f. 1921, bú- settur í Bandaríkjunum, Soffía Svava Ólöf, skrifstofu- og banka- maður, f. 1923, Björn verkfræð- ingur, f. 1928, búsettur í Banda- ríkjunum, Ketill, kaupmaður í Reykjavík, f. 1930, d. 2002, og Ólöf, f. 1940, búsett í Danmörku. Fyrri maður Elísabetar var Stephen Alvin Thomas f. 1914, d. 1972. Sonur þeirra er Harvey Alvin Thomas f. 1954, fyrri kona hans var Debra Nora Luna, f. 1955, þau eiga: a) Sharlo Marie, f. 1972, maki Mathew Romero, börn þeirra eru Jadine, f. 1999, og drengur, f. 2001, og b) Jakob Moon, f. 1978. Harvey eignaðist Ryan, f. 1983, með Kimmie Huges. Seinni kona Harveys er Nancy, f. 1963. Seinni maður Elísabetar var William Day, f. 1927, hann er lát- inn. Útför Elísabetar var gerð í Los Angeles. Látin er í Corona í Suður-Kali- forníu yndisleg íslensk kona, Elísa- bet Axelsdóttir Thomas-Day. Þegar ég hóf rannsóknir mínar á íslenskum konum sem giftust bandarískum hermönnum á stríðsárunum sendi ég bréf til margra kvenna til að kynna mig og verkefni mitt. Konurnar tóku mér misvel eins og við var að búast. Sumar svöruðu alls ekki, aðrar sendu mér kveðju, óskuðu mér alls hins besta en sögðu að reynsla þeirra á stríðsárunum hefði verið of sárs- aukafull til að fara rifja hana upp. Aðrar konur sýndu rannsókninni áhuga, en voru á varðbergi, voru hræddar um að ég ætlaði að fara að vekja upp gamla drauga og ýta enn frekar undir fordóma í þeirra garð. Síðan voru það konur sem voru yfir sig ánægðar með framtak mitt og tóku mér opnum örmum, ein þeirra kvenna var Beta. Beta bjó í Bellflower, sem er ein af útborgum Los Angeles. Þegar ég sagði henni að ég væri á leið til LA til að hitta konurnar þar bauð hún mér strax að búa hjá sér. Ég hafði aldrei komið til LA og gerði mér enga grein fyrir vegalengdum í borginni og átt- aði mig ekki á því að ég hefði getað bókað flug á flugvöll rétt hjá Betu en ekki á völl í rúmlega klukkutíma fjarlægð. En Beta taldi það ekki eftir sér að keyra alla leiðina til að ná í mig, ekki frekar en annað. Beta var afskaplega gestrisin, eindæma skap- góð, létt og kát og alltaf stutt í kímn- ina og hláturinn. Það var mjög gaman að koma inn á heimili Betu og William Day, seinni manns Betu. Litli kaliforníski búngalóinn þeirra var svo ólíkur þeim heimilum íslenskra kvenna sem ég hafði áður heimsótt. Beta lagði ekki mikið upp úr blúndugardínum og dönskum postulínsdiskum; heim- ili hennar var fyrst og fremst vett- vangur fyrir athafnasemi hennar og sköpunargleði. Beta hafði yndi af bókum og blöðum og handavinnu og saumaskap og bar betri stofa Betu þess greinilega merki. Þegar ég heimsótti Betu vann hún sem sjúkraliði á hermannasjúkra- húsi í Long Beach og var á nætur- vöktum. Ég eyddi með henni einni nótt þar, en hennar verkefni var að sinna ungum sem öldnum hermönn- um sem þurftu á umönnum að halda allan sólarhringinn. Alls staðar var Betu fagnað og sinnti hún sjúkling- um sínum af einstakri alúð og natni. Næturvaktinni lauk í sömu mund og sjúklingarnir mættu til morgunverð- ar. Þeir voru allir klæddir í eins nátt- föt og náttsloppa, en voru ekki sáttir við að vera allir eins, svo þeir settu upp hatta til að skilja sig hvor frá öðrum. Ég uppgötvaði einmitt svip- aðan hlut í rannsókn minni. Íslensku konurnar sáu verðandi eiginmenn sína ekki sem nafnlausa, einkennis- klædda hermenn, heldur sem ein- staklinga sem þær kolféllu fyrir og það gerði Beta. Hennar stóra ást var Steven Thomas, óbreyttur hermað- ur, ættaður frá Kaliforníu, sem hún hitti kornung á Íslandi og ákvaðu þau fljótt að gifta sig. Fjölskyldu Betu leist ekki vel á ráðahaginn og hið sama var að segja um fjölskyldu Steve. Áður en Steve hélt til Íslands hafði hann verið heitbundinn annarri stúlku, en því sambandi var lokið þegar hann bað Betu. Fjölskylda hans gerði sér vonir um að Steve skipti um skoðun og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að stía ungu hjónunum í sundur. En Steve elskaði Betu sína og stóð með henni eins og klettur og þau stóðu vörð um hvort annað þar til Steve lést um aldur fram árið 1972. Mesta hamingja í lífi Steve og Betu var Harry sonur þeirra sem fæddist árið 1954. Harry giftist ung- ur og á hann uppkomin börn sem eru gift og eiga börn, svo Beta var orðin langamma þegar hún lést. Beta var mikil barnagæla og líf hennar snerist um Harry, börnin hans þrjú og barnabarnabörnin tvö. William, seinni maður Betu, átti líka börn af fyrra hjónabandi og þau áttu börn og barnabörn, sem hin hjartastóra Beta vafði ást og umhyggju, þannig að áð- ur en yfir lauk var fjölskylda og frændgarður Betu orðinn ansi stór. Tveir bræður Betu, Björn og Axel, fylgdu í fótspor systur sinnar og settust að hér vestra. William, seinni maður Betu, lést fyrir nokkrum árum og bjó Beta ein þar til hún fékk slag fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þá flutti hún til Harry sonar síns og konu hans og þau önn- uðust Betu þar til hún fór á dval- arheimili fyrir aldraða. Við Beta vorum alltaf í sambandi í gegnum árin og hún var dugleg að senda kveðjur og myndir á hátíðum og á afmælum. Síðustu myndina fékk ég vor þar sem Beta sat geislandi af gleði með einu barnabarna sinna. Þegar við Anna Björnsdóttir hóf- um gerð heimildarmyndarinnar Ást og Stríð var frá upphafi ljóst að Beta yrði ein af konunum í myndinni og Beta varð stjarnan myndinni og lék á als oddi. Í einu atriði sat Beta við saumavélina sína og söng hið sígilda lag um saumakonuna Pálínu. Beta situr ekki á hafsbotni núna eins og hin fræga Pálína, þess í stað svífur hún um himingeiminn syngjandi við saumavélina sína og gleður engla al- heimsins með engladúkkukjólum. Blessuð sé minning Elísbetar Ax- elsdóttur Thomas-Day. Inga Dóra Björnsdóttir. ELÍSABET AXELSDÓTTIR Jæja, nú ertu farin frá okkur amma mín. Þú getur verið stolt af þeim tíma sem þú áttir hér. Ég vil þakka þér fyrir okkar kynni sem voru mest þegar við bjuggum í Þingholtsstrætinu og þú á Laufásveg- inum. Alltaf var jafn gaman að kíkja við hjá þér eftir skóla og spjalla, borða kökur og fá gos af háaloftinu. Alltaf talaðir þú við mann eins og full- orðin væri og hafðir mikið að gefa af þér. Þegar leið á veturinn sá ég auglýs- ingu í Æskunni um að börn ættu að HELGA JÓNA ELÍASDÓTTIR ✝ Helga JónaElíasdóttir kenn- ari fæddist í Hörgs- dal á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu 26. nóvember 1905. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 8. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 14. mars. taka viðtal við eldra fólk og yrðu bestu viðtölin birt í blaðinu. Ég bar þetta undir þig og þú varst meira en til í að leyfa mér að taka viðtal- ið við þig. Í þetta eydd- um við töluverðum tíma sem var mjög fræðandi og skemmtilegur. Þar lýstir þú lífinu í sveitinni í gamla daga og því hvernig uppvöxtur þinn var. Einnig bar nú- tímann oft á góma og þar varst þú einnig áhugasöm um alla hluti, eins og t.d tölvuna mína. Alveg hefðir þú viljað eiga eina slíka í þínum upp- vexti. Á einhverjum vikum náðum við að klára viðtalið og senda það í keppn- ina og að sjálfsögðu unnum við og greinin okkar birtist í Æskunni. Ég vil þakka þér fyrir okkar kynni og veit að nú ert þú komin á einhvern fallegan stað þar sem ný verkefni taka við. Hvíl þú í friði. Óli Pétur Pálmason. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.