Morgunblaðið - 30.03.2003, Qupperneq 49
FRÉTTIR/ÞJÓNUSTA
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 49
ORÐIN er að finna íLúkasarguðspjalli:En á sjötta mánuði varGabríel engill sendur fráGuði til borgar í Galíleu,
sem heitir Nasaret, til meyjar, er var föstn-
uð manni, sem Jósef hét, af ætt Davíðs, en
mærin hét María. Og engillinn kom inn til
hennar og sagði: „Heil vert þú, sem nýtur
náðar Guðs! Drottinn er með þér.“ En hún
varð hrædd við þessi orð og hugleiddi, hvílík
þessi kveðja væri. Og engillinn sagði við
hana: „Óttast þú eigi, María, því að þú hefur
fundið náð hjá Guði. Þú munt þunguð verða
og son ala, og þú skalt láta hann heita Jesú.
Hann mun verða mikill og kallaður sonur
hins hæsta. Drottinn Guð mun gefa honum
hásæti Davíðs föður hans, og hann mun
ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu, og á ríki hans
mun enginn endir verða.“
Þetta er upphafið, hingað er
rótanna að leita til þeirrar miklu
dýrkunar Maríu, sem enn er við
lýði í kaþólskum löndum.
En hugmyndir manna um
Guðsmóðurina voru framan af
öldum nokkuð á reiki, en loks
komust þeir að niðurstöðu um,
hver staða Maríu ætti að vera í
kristninni. Á kirkjuþingi í Efesus í
Litlu-Asíu árið 431 var fallist á
það sjónarmið, að guðlegt og
mannlegt eðli hefði samtengst í
móðurlífi hennar. Hún væri því
öllum helgum mönnum æðri. Þar
með var braut hennar rudd til
þeirrar vegsemdar og dýrkunar,
sem hún átti eftir að njóta upp frá
því.
Upptök Maríudýrkunar hér á
landi eru óviss. Líklegt er þó talið,
að hún skjóti rótum á Íslandi í lok
12. aldar og einkum þó á 13. öld,
en nái ekki verulegri útbreiðslu
fyrr en á 14. öld. Á þessu tímabili
eru margar sögur um hana færðar
í letur, Maríukvæði ort og kirkjur
reistar henni til dýrðar. Og úti í
heimi voru tónskáldin þegar farin
að lofa hana í ódauðlegum verkum
sínum, notandi hinn gamla lat-
neska texta, sem byrjar á orð-
unum Ave Maria (Heil vert þú,
María), og héldu því áfram, allt til
okkar daga. Þar eiga einhverjar
fegurstu perlur Giulio Caccini,
Franz Schubert, Franz Liszt,
Charles Gounod, Camille Saint-
Saëns, Georges Bizet, Hans Ny-
berg og Antónia Szabó Hevesiné.
María átti ekki upp á pallborðið
hjá lútherskum mönnum frekar
en annað úr kaþólsku, þegar
breytingarnar miklu gengu yfir
Evrópu á 16. öld, í trúarlegum
efnum. Þegar litið er til baka, fjór-
um öldum síðar og rúmlega það,
finnst mörgum, og er ég sjálfur
þar í hópi, að of langt hafi verið
gengið í að ryðja öllu því burt, sem
kaþólskunni tiheyrði, þótt e.t.v.
hafi nauðsyn borið til þá, vegna
hinna sögulegu aðstæðna. Ég
minni í þessu sambandi á orð
Gissurar Einarssonar, fyrsta
biskups lútherskra manna á Ís-
landi, sem hann lét falla í umburð-
arbréfi sem fór um allt Skálholts-
biskupsdæmi árið 1547, en þar
segir orðrétt:
Vel mega kristnir menn hafa vors herra
líkneski, sællar Maríu, höfuðfeðranna og
postulanna, svo sem til minnelsi, því þar til
stoða þau að áminna oss, því þá vér lítum
mynd krossins eða upprisumynd Christi, þá
jafnan kallar oss til minnis heilsusamlegur
dauði hans og upprisa, hversu hluta minning
er mjög nytsamleg og nauðsynleg.
Og af því að við erum gerð af
holdi og blóði og í okkur settar til-
finningar, ætti okkur að vera ljúft
og skylt að halda á lofti því sem
gott er, að umfaðma allar dýr-
mætar minningar um horfna ein-
staklinga, sem höfðu mikið gildi
fyrir kristnina áður, sýndu hvað
unnt var að gera með ákveðinni
hegðun og atferli. Sem betur fer
eru kirkjudeildir nú í auknum
mæli farnar að endurskoða mörg
fyrri tíðar skilrúm, og opna þar
rifur eða jafnvel dyr, vitandi það
sem er, að öll tilheyrum við einni
hjörð, að öll erum við eitt í Kristi.
Meistari Sigurbjörn, alltaf jafn
hlýr, innilegur og glöggur, hefur
líka sagt, í prédikun á Boð-
unardegi Maríu 1971:
Ég vil … mælast til þess, að menn gangi
hljóðlega um, þar sem María er í nánd,
hljóðlátlega og með lotningu, þar sem móðir
Krists er annars vegar.
En hitt er nauðsynlegt að
árétta, að íslenska þjóðkirkjan
notar ekki dýrlinga sem milliliði
að guðdóminum.
Að endingu skulum við líta á
ástæðu þess, að María hefur verið
svo elskuð og rómuð meðal kaþ-
ólskra í aldanna rás. Svarið er að
finna á heimasíðu Kaþólsku kirkj-
unnar á Íslandi (www.vortex.is/
~catholica/efnis.html), en þar
segir m.a.:
Í bæninni sameinar Heilagur Andi okkur
persónu hins eina Sonar í dýrlega gerðu
manneðli hans, en það er í gegnum hana og í
henni að sonarbæn okkar sameinar okkur í
kirkjunni móður Jesú.
María gaf samþykki sitt í trú við boðunina
og viðhélt því af festu við fætur krossins. Æ
síðan er hún móðir bræðra og systra sonar
hennar „sem enn eru á vegferð á jörðunni
umkringd hættum og erfiðleikum.“ Jesús,
meðalgangarinn eini, er bænavegurinn okk-
ar; María, móðir hans og móðir okkar, leiðir
hann fullkomlega í ljós: Hún er „vegvís-
irinn“ …, hún er sjálf „táknið“ um veginn
samkvæmt hefðbundnum helgimyndum úr
vestri og austri.
Vegna einstaks samstarfs Maríu við verk
Heilags Anda hófu kirkjurnar að þróa bæn
sína til heilagrar Guðsmóður og var mið-
punktur hennar persóna Krists eins og hann
birtist í leyndardómum sínum …
María er hinn fullkomni Orans (biðjandi),
ímynd kirkjunnar. Þegar við biðjum til
hennar fylgjum við með henni fast eftir fyr-
irætlun Föðurins sem sendi Son sinn til að
frelsa alla menn. Líkt og hinn elskaði læri-
sveinn fögnum við móður Jesú inn á heimili
okkar því hún hefur gerst móðir allra lif-
enda. Við getum beðið með henni og til
hennar. Bæn kirkjunnar er haldið við með
bæn Maríu. Hún sameinast hennar bæn í
von.
Ave Maria
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Boðunardagur Mar-
íu, helsta dýrlings
kaþólskra manna,
var í síðustu viku,
nánar tiltekið 25.
mars. Af því tilefni
rifjar Sigurður Æg-
isson upp atburðinn
góða og hvetur til
þess, að Guðsmóð-
urinni sé, eins og
fyrrum á Íslandi, virðing
sýnd í hvívetna.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú einstakt
tækifæri í vor til að dveljast við
frábærar aðstæður á suðurströnd
Spánar í 2, 3 eða 4 vikur á ótrú-
legum kjörum. Beint flug til
Benidorm þar sem þú nýtur
þjónustu fararstjóra Heimsferða
allan tímann og fyrir þá sem vilja
njóta vorsins á Spáni er þetta
fallegasti tími ársins. Þú bókar
núna og 4 dögum fyrir brottför
segjum við þér hvað þú gistir.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Stökktu til
Benidorm
27. apríl
frá kr. 29.962
Verð kr. 29.962
Flugsæti á mann m.v. hjón með 2 börn,
með sköttum.
Verð kr. 39.962
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 27.
apríl, 17 nætur, stökktu tilboð.
Verð kr. 49.950
M.v. 2 í íbúð, 17 nætur. Flug, gisting,
skattar. Stökktu tilboð.
Benidorm – 27. apríl
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15.
Upplýsingar í s. 563 1010.
BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni
eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða
543 1000 um skiptiborð.
LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn-
arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30
v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og
símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um
helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770.
SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í
Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og
slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá-
tíðir. Símsvari 575 0505.
VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10–
16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369.
LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn-
isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl.
í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–
24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið kl. 8–24. S. 533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið kl. 8–24. Sími 564 5600.
BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl.
9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími
585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232.
Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar.
NEYÐARÞJÓNUSTA
NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar-
hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000.
EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring-
inn. S. 525 1111 eða 525 1000.
ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar-
hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð.
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra
daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep-
urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum
trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar-
og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að-
standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr.
Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til
að tala við. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek-
ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif-
stofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar-
hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús.
Neyðarnúmer fyrir
allt landið - 112
HUGVEKJA
„FRAMSÓKNARFLOKKURINN
stendur á traustum grunni og feyk-
ist ekki til og frá í sviptivindum
dagsins. Kjósendur okkar vita fyrir
hvað við stöndum og geta treyst orð-
um okkar,“ sagði Dagný Jónsdóttir,
þriðji maður á lista Framsóknar-
flokksins í Norðausturkjördæmi.
Þetta kom fram á stjórnmálafundi
Framsóknarflokksins á Egilsstöðum
í fyrrakvöld, þar sem Dagný, Val-
gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, og Jón Kristjáns-
son heilbrigðisráðherra fluttu fram-
sögur og sátu fyrir svörum. Rúm-
lega 40 manns sóttu fundinn.
„Eitt af því sem skipti miklu máli í
sambandi við að Alcoa var tilbúið að
setja sig niður á Íslandi og fjárfesta
hér, var að tekjuskattur fyrirtækja
hafði verið lækkaður niður í 18%,“
sagði Valgerður í umfjöllun sinni um
stóriðjumálin eystra. „Það skiptir
máli vegna samkeppnisstöðu og við
höfum séð það svart á hvítu með því
að láta fara fram athugun á sam-
keppnisstöðu Íslands varðandi
stofn- og rekstrarmöguleika fyrir-
tækja. Fjárfestingarstofa bar okkur
saman við 87 borgir í 10 löndum og
kom í ljós að Ísland kemur næstbest
út og stendur best á sviði hugbún-
aðarfyrirtækja, rannsókna- og þró-
unarstarfsemi og stoðtækni.“
Unnið að byggðaverkefnum
Þá sagði Valgerður að upp á síð-
kastið hefði verið unnið með öðrum
ráðuneytum að verkefnum tengdum
byggðamálum og nefndi hún auð-
lindalíftækni sem dæmi um það. Í
samstarfi við landbúnaðar- og sjáv-
arútvegsráðuneyti munu þannig
vera uppi áform um að koma upp
svokölluðu öndvegissetri við Háskól-
ann á Akureyri, sem tengjast á land-
búnaðar- og sjávarútvegslíftækni.
Jón Kristjánsson fjallaði um mál-
efni sem Framsóknarflokkurinn hef-
ur komið að á heilbrigðissviði á kjör-
tímabilinu. Nefndi hann m.a.
samkomulag við Samtök aldraðra
um hækkun bóta, uppbyggingu
hjúkrunarrýma, eflingu heimaþjón-
ustu og nú síðast breytingu örorku-
kerfisins fyrir unga öryrkja. Hann
gat þess og að 110 milljarðar króna
færu á yfirstandandi ári í trygginga-
og heilbrigðiskerfið.
Jón kom eins og bæði Valgerður
og Dagný inn á áhrif virkjana- og
stóriðjuuppbyggingar á Austur-
landi.
„Ég finn það mjög vel að undir-
búningur og hliðaráhrif þessara
framkvæmda eru hér í fullum
gangi,“ sagði Jón. „Við framsóknar-
menn höfum staðið í mikilli baráttu
um þessa uppbyggingu. Sennilega
mestu baráttu sem háð hefur verið
síðan á kreppuárunum, þegar mjög
heitt var í kolunum í pólitík. Menn
hafa ekki barist, en það jaðrar við
það. Við erum stolt af því að hafa
staðið í lappirnar í þessu. Það er ein-
mitt uppáhaldsmáltæki hjá Stein-
grími J. Sigfússyni, sem er alltaf að
tala um hvort Framsókn standi í
lappirnar. Framsókn stendur í lapp-
irnar og mun gera það áfram. Við er-
um stolt af því að þetta baráttumál
okkar er nú að skila árangri,“ sagði
Jón Kristjánsson að lokum.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi héldu opinn
stjórnmálafund á Egilsstöðum í fyrrakvöld. F.v. Valgerður Sverrisdóttir
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Katrín Ásgrímsdóttir fundarstjóri og í
ræðustól Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra.
Segja Framsókn
standa á traust-
um grunni
Egilsstöðum. Morgunblaðið.