Morgunblaðið - 30.03.2003, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 30.03.2003, Qupperneq 51
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 51 Fyrirtæki til sölu: Upplýsingar um fyrirtæki aðeins veittar á skrifstofunni. Vinsamlega pantið tíma. Síminn er 533 4300.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Atvinnutækifæri: Rótgróinn pylsuvagn í atvinnuhverfi. Opnunartími virka daga kl. 10—17. Ágætar tekjur, auðveld kaup.  Teygjustökk. Allur búnaður, þjálfun og viðskiptasambönd. Mikill hagnaður.  Meðeigandi óskast að veitingahúsi í miðbænum. Æskilegt að viðkom- andi sé kokkur, þjónn eða maður vanur veitingarekstri.  Blómabúð í nýju hverfi í Kópavogi.  Skyndibitastaðurinn Kebab-húsið í Kringlunni.  Þekkt dömuverslun með náttföt og sundfatnað. Eiginn innflutningur.  Blóma- og gjafavöruverslun með eigin innflutning, sem upplagt væri að breyta í heildverslun.  Ljósmyndavöruverslun, framköllun og stúdíó. Ársvelta 15 m. kr.  Ein af stærstu og þekktustu húsgagnaverslunum landsins.  Sérstaklega góður söluturn í miðbæ Kópavogs. Yfir 100 m. kr. ársvelta.  Myndlistargallerý leitar að meðeiganda.  Kaffihús með vínveitingaleyfi við Laugaveg. Verð 6 m. kr.  Rótgróin ritfangaverslun í verslunarmiðstöð. Góður rekstur og skemmti- legt tækifæri.  Lítil og rótgróin prentsmiðja. Mikið með föst verkefni. 3 starfsmenn.  Deild úr fyrirtæki. Mjög þekkt umboð fyrir ferðatöskur. Ársvelta 8 m. kr.  Veitingahúsið Dinerinn í Ármúla. Velta 1.200 þús. kr. á mánuði. 49 sæti + bakkamatur. Stuttur opnunartími.  Stór og vinsæll pub í miðbænum. Mikil velta.  Flutningaþjónusta á Suðurnesjum. Þægilegt dæmi.  Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki. Frábær staðsetning.  Kaffihús á Vesturlandi. Eigið húsnæði. Auðveld kaup.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagn- aður. Eigið húsnæði.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40-50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fagmenn. Rekstrarleiga möguleg.  Lítið sandblástursfyrirtæki með miklum tækjabúnaði. Hentugt fyrir tvo samhenta menn eða viðbót t.d. fyrir málningarfyrirtæki.  Deild úr fyrirtæki með útstillingarvörur.  Heildsala/smásala í snyrtivörugeiranum. Miklir vaxtarmöguleikar.  Járnsmíðaverkstæði í Kópavogi. Ársvelta 32 m. kr. Ágæt verkefna- staða.  Matvöruverslun á uppgangsstað í nágrenni Reykjavíkur. Ársvelta 136 m. kr. Góð afkoma.  Þekkt heildverslun með 100 m. kr. ársveltu og ágæta markaðsstöðu.  H-búðin Garðatorgi. Rótgróin fataverslun með eigin innflutning. Skemmtilegt tækifæri fyrir tvær samhentar konur.  Lítil heildverslun/verslun í Hafnarfirði með gjafavörur.  Góð sólbaðstofa í Breiðholti. Besti tíminn framundan.  Tískuvöruverslun í lítilli verslunarmiðst. Eigin innflutningur, góð merki.  Gott þjónustufyrirtæki í prentiðnaði.  Sólbaðstofa og naglastofa í góðu bæjarfélagi á stór-Reykjavíkursvæðinu. 6 bekkir, þar af 5 nýir. Verð 7,5 m. kr.  Söluturn í atvinnuhverfi í Kópavogi. Verð 11 m. kr. Góð greiðslukjör fyrir gott fólk.  Lítill iðnrekstur til sölu. Mjög hentugur fyrir verndaðan vinnustað. 4-6 störf.  Þekkt heildverslun með tæki og búnað fyrir byggingaverktaka.  Meðeigandi óskast að góðum veitingastað á Akureyri.  Grensásvídeó. Ágætur hagnaður, auðveld kaup. Rekstrarlega möguleg.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda. Ársvelta 40 m. kr.  Rótgróin snyrtistofa í verslunarkjarna. Verð 3 m. kr.  Dagsöluturn við Laugaveg. Fallegur og snyrtilegur staður.  Þekkt barnavöru- og heildverslun. Góð umboð. Ársvelta 25 m. kr.  Lítil málmsteypa. Hentar vel fyrir grafískan hönnuð á landsbyggðinni.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 RAÐGREIÐSLUR Frábært úrval Gott verð 10% afsláttur m.v. staðgreiðslu Sími 861 4883 á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík Sölusýning í dag, sunnudag 30. mars, kl. 13-19 Kæru viðskiptavinir! Hef hafið störf að nýju og flutt mig í Mosfellsbæinn í Hárhús Önnu Silfu, Háholti 14, sími 566 8989 Indversk grænmetismatargerð Námskeið í indverskri grænmetis- matargerð, fæða fyrir sál og líkama Skemmtilegt eitt kvöld 7. apríl, 9. apríl, 14. apríl eða 16. apríl frá kl. 18–22.30 með Shabönu, sími 581 1465, 659 3045 og 698 0872. Indversk matargerð í eldhúsinu þínu. Shabana Zaman Ef þú vilt halda veislu þá kem ég á staðinn og sé um matinn HVAÐ myndum við segja, ef læknir færi að skrifa í blöðin til að segja okk- ur frá því hvað knattspyrna sé hættu- leg íþrótt og það ætti að banna hana? Hann myndi færa fyrir þessu þau rök að árlega slasast hér á landi fjöldi manna við iðkun þessarar íþróttar, sumir varanlega og illa og ná sér aldr- ei og verða jafnvel öryrkjar. Hann myndi benda á algengar fréttir á íþróttasíðum blaðanna, sem fjalla um það að þessi eða hinn sé meiddur og geti ekki leikið með liðinu, hann sé meiddur í nára, ökklabrotinn, með slitna hásin, meiddur í baki, hafi feng- ið slæmt höfuðhögg, hafi tognað, sé tábrotinn, sé sárkvalinn og þjáður, sé í meðferð hjá sjúkraþjálfara o.s.frv., en sé nú sem betur fer á batavegi og geti vonandi farið að leika aftur eftir 3 vikur eða eitthvað. Við myndum segja við þennan lækni að þetta sé nú dálítið einhliða lýsing á knattspyrnuíþróttinni, íþrótt- in hafi ekki bara galla heldur líka kosti. Við myndum segja honum að knattspyrna sé óhemju skemmtilegur leikur bæði fyrir þátttakendur og áhorfendur, við myndum segja hon- um að íþróttin hafi uppeldisgildi og efli félagsþroska, samkennd og sam- vinnu, kenni fólki drengskap og veiti fólki hugarfró, sem geti leitt til betri heilsu og vellíðunar. Svo myndum við líka segja honum að það sé hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort hann vilji iðka þessa íþrótt og taka þá áhættu sem í því felst. Þessa lýsingu á knattspyrnu má heimfæra upp á margt. Það er áhætta að ganga yfir götu, en við tökum hana samt, það er áhætta (miklu meiri áhætta) að keyra mótorhjól, en við tökum hana samt. Það er áhætta að ferðast. Það er (mjög) áhættusamt að ganga á Everest. Stundum er sagt að ekki skuli taka óþarfa áhættu. Þetta þýðir að menn skyldu vega og meta áhættu og ávinning af því sem þeir vilja gera og taka síðan ákvörðun um framhaldið á grundvelli þess hvort þeir meta meir áhættuna eða ávinn- inginn. En hvað myndum við nú segja við þennan sama lækni ef ofannefndir gallar knattspyrnunnar fylgdu henni ekki, þ.e.a.s. enginn hefði svo vitað væri slasast af völdum knattspyrnu- iðkunar þrátt fyrir útbreidda ástund- un hennar í 30 ár, en læknirinn héldi því hins vegar fram að ekki lægju fyr- ir nægjanlegar langtíma rannsóknir sem sýndu fram á að knattspyrna væri hættulaus? Myndum við ekki segja við lækninn að hann væri sirkabát ekki að meika sens og ætti að endurskoða afstöðu sína? Ég held það. En þetta er þó það sem nýlega gerðist hér í Morgunblaðinu. Magnús Jóhannsson, læknir, lýsti þar and- stöðu sinni við svonefndan Atkins- megrunarkúr þrátt fyrir að hann geti ekki sýnt fram á nein skaðleg áhrif hans, en ber við skorti á rannsóknum á langtímaáhrifum. Hvað veldur þess- ari furðulegu afstöðu? Ætti þá ekki miklu fremur að vera á móti iðju, sem sannanlega getur og hefur oft haft skaðleg áhrif á iðkendur hennar eins og til dæmis að ganga á Everest-tind? Getur verið að slík gagnrýni sjáist ekki, vegna þess að þeir sem ganga á Everest eru hetjur, fræknir garpar í góðri þjálfun með rándýran útbúnað, „toppmenn“ eins og Davíð Oddsson sagði um Harald Örn Ólafsson þegar hann hringdi af toppnum. Getur verið að þeir sem eiga við matarfíkn að stríða séu ekki alveg eins fínt fólk og Everest-farar, að þeir séu kannski lausir við sjálfsaga, latir, heimskir og gott ef ekki líka leiðinlegir. Fólk, sem þó að vísu hefur þann þægilega eig- inleika að vera ómerkilegra en maður sjálfur og því gott viðmið í eigin sjálfs- upphafningu? Það skyldi þó ekki vera. Fólki er heimilt að taka áhættu, ef það vill ná eftirsóknarverðum og dýrmætum markmiðum sínum og það er óheimilt að tala niður til þess eins og það sé einhverjir bjánar, jafnvel þótt maður sé læknir. Viðtekin sannindi reynast stundum mesta della jafnvel þótt þau séu borin fram af hámenntuðum sérfræðingum. Hætt er við að svo muni reynast um þau manneldismarkmið sem gilt hafa í hinum vestræna heimi undanfarna áratugi og ekki hafa leitt annað yfir vestrænar þjóðir en stóraukna offitu með tilheyrandi sjúkdómum og hörm- ungum. BALDUR PÁLSSON, Urðarstekk 3, 109 Reykjavík. Hvað myndum við segja? Frá Baldri Pálssyni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.