Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 2.45. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 4, 8 og 10. Sýnd kl. 2.45. Sýnd kl. 6 og 8. Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! Þeir líta bara út eins og löggur! Grínið er farið í gang með tveimur geggjuð- um - Steve Zahn og Martin Lawrence! i lí i l ! í i f i í i j i ! Sýnd 10. Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i 12. Sýnd kl. 1.40, 3.45 og 5.50. Sýnd kl. 3, 8 og 10.20. B.i. 16 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. Sýnd kl. 3, 5,30, 8 og 10.20. kl. 8. Eingöngu í LÚXUSSAL kl. 5.30 og 10.30. B.i.12 Skemmtilegasta rómantíska gamanmyndin síðan Pretty Woman! Rómantík, grín og góð tónlist í frábærri mynd!  Radíó X  Kvikmyndir.com X-IÐ 6 ÓSKARSVERÐLAUN M.A.BESTA MYNDIN Þeir líta bara út eins og löggur! Grínið er farið í gang með tveimur geggjuð- um - Steve Zahn og Martin Lawrence! i lí i l ! í i f i í i j i ! HK DV HL MBL Eingöngu í LÚXUSSAL kl. 2. B.i.12 Nintendo-tölvunni minni er fyr- irtaks skemmtun og önnur lög ekki síðri; gaman verður að heyra plötu frá þeim félögum. Fendrix keyra á rafgítarrokki og byggst á samkeyrslu tveggja hryn- gítara sem skreytt er með snyrti- legum laglínum þriðja gítarleik- arans. Þeir stóðu sig og bráðvel, laglínur góðar og samtaka í keyrsl- unni. Drain leikur nýbylgjukennt popp og tekst allvel upp þegar spilað er á hljómborð en miður þegar bara eru notaðir gítarar. Þeir félagar mættu leggja meiri rækt við sönginn, treysta sönglínur, og einnig gera lögin hnitmiðaðri. Húsvíska rokksveitin Betlehem var geysiþétt og skemmtileg und- anúrslitakvöldið, en náði ekki að komast almennilega í gang að þessu sinni; í raun var það ekki fyrr en í síðasta lagi sveitarinnar sem allt gekk upp og það var líka fyrirtak – grimmdarkeyrsla. Frábært lag. Enn ein sólin leikur metalpönk sem gengur því betur upp sem minna er af metal. Þannig var fyrsta lag sveitarinnar fullt af skemmtilegum frösum og pósum flytjenda, en vantaði nokkuð upp á að úr yrði lag. Annað lagið var strax mun betra, mjög flott lag, en það þriðja sýnu best – gott kraft- mikið pönk. Doctuz komu mjög sterkir til leiks að þessu sinni, tónlistin mjög gott klifunarkennt rokk með fínum laglínum. Þeir félagar létu það ekki á sig fá þótt þeir lentu í tækjaklúðri í öðru laginu og voru svo í topp- formi í lokalaginu. Mjög efnileg sveit. Djasssveit komst í fyrsta sinn í úrslit í Músíktilraunum sem gaf kvöldinu óneitanlega skemmtilega MÚSÍKTILRAUNUM Tóna- bæjar og Hins hússins lauk með bravúr sl. föstudagskvöld. Úrslitin voru haldin í Austurbæ og hafa ekki verið haldin á betri stað, að- staða öll til fyrirmyndar og hljómur góður. Það kom sér vel að sæti voru þægileg því aldrei hafa eins margar hljómsveitir leikið í úrslit- um, þrettán hljómsveitir alls, og ekki örgrannt um að áheyrendur hafi verið orðnir mæddir undir það síðasta. Það er ekki öfundsvert að vera fyrstir á svið og þeir Lokbrár- félagar voru líka smátíma að kom- ast í rétta stemmningu. Það bráði þó fljótt af þeim taugaóstyrkurinn og undir lok fyrsta lags voru þeir farnir að hljóma afskaplega vel. Minningarlagið um George Harri- son var síðan flutt af snilld; skemmtilegt lag sem ber vott góðri þekkingu á rokksögunni, ekki síður en frumlegri hugsun. Þriðja lagið var ekki síðra og sérstaklega var gítarhljómur í því góður. Frábær sveit og mikil framför. Heimskir synir voru aftur á móti ekki eins sterkir og þegar þeir komust áfram, flæðið ekki eins gott og raddir og undirspil féllu ekki vel saman. Lokalag þeirra, Steinhaltu kjafti, var aftur á móti mun betra, ekki síst fyrir það að fyrirtaks söngkona sveitarinnar var nú með í fjörinu. Hiphopsveitin Dáðadrengir var hinsvegar í banastuði, skemmtilega kæruleysislegir og galsafengnir og fluttu lög sín með látum. Jesú er í tónlistarlega vídd. Danni og félagar hans Dixieland-dvergarnir voru aft- ur á móti langt í frá eins sannfær- andi og í undanúrslitum, ekki sami galsinn og skemmtanin; voru kannski að vanda sig fullmikið. Still Not Fallen leika kraftmikið harðkjarnakennt keyrslurokk en fyrsta lag þeirra gekk ekki upp. Snörp keyrslan í öðru laginu kom aftur á móti vel út og þriðja lagið var afskaplega gott, skemmtilegar skiptingar í því. Það var meira rokk á boðstólum hjá næstu sveit, Delta 9, sem stát- aði meðal annars af tveimur traust- um söngvurum. Hugsanlega hafa þeir goldið þess að vera ellefta hljómsveit af þrettán, en hvað sem því líður þá voru þeir ekki ekki að virka eins vel og í undanúrslitunum, keyrslan of einsleit. Amos náði ekki nógu vel til áheyrenda að þessu sinni en stóð sig afskaplega vel. Söngvari og gít- arleikari sveitarinnar er upprenn- andi stjarna og stóð sig sérdeilis vel. Sérstaklega kom þriðja lag sveitarinnar vel út með skemmti- legum hljómborðskafla. Dáðadrengir slá í gegn Úrslit Músíktilrauna 2003, haldin í Aust- urbæ. Þátt tóku Lokbrá, Heimskir synir, Dáðadrengir, Fendrix, Drain, Betlehem, Enn ein sólin, Doctuz, Danni og Dixie- land-dvergarnir, Still not fallen, Delta 9, Amos og Brútal. Áheyrendur um 500. Morgunblaðið/Björg Dáðadrengirnir Karl Ingi Karlsson, Helgi Pétur Hannesson, Atli Erlendsson, Björgvin Karlsson og Sindri Eldon Þórsson – bestir að mati dómnefndar og áheyrenda og Karl Ingi að auki besti forritari tilraunanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.