Morgunblaðið - 30.03.2003, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 61
Sýnd kl. 2 og 4. / Sýnd kl. 4.
ÁLFABAKKI / AKUREYRI
Sýnd kl. 6 og 8.
ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 12. / Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.12.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. / Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 16. / Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.
ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI
Sýnd kl. 2, 4, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. / Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 16. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16.
ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10. B.i. 14.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. B.I. 16.
Kvikmyndir.is
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. / Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12.
Með hinum rauðhærða
Rupert Grint sem
leikur Ron Weasley í
HARRY POTTER
myndunum
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
SV MBL
Radíó X
SG DV
ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK
sv mbl
Mögnuð spennumynd sem sló rækilega í gegn við
opnun í Bandaríkjunum í síðustu viku með
óskarsverðlaunahöfunum Tommy Lee Jones og
Benicio Del Toro í aðalhlutverki.
Kvikmyndir.isi i i
Kvikmyndir.is
FRÁ LEIKSTJÓRA “ROMEO MUST DIE” OG “EXIT WOUNDS”
INNIHELDUR FRÁBÆRA TÓNLIST MEÐ DMX, EMINEM OG 50 CENT
ÁLFABAKKI / AKUREYRI
ÁLFABAKKI
kl. 2 og 4. Ísl. tal. / kl. 2 og 4. Ísl. tal. / kl. 2. Ísl. tal / Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl.tal.
EF ég á að vera alveg hreinskil-
inn þá var ég svolítið efins um tón-
leika þessarar fornfrægu hljóm-
sveitar The Yardbirds. Og kannski
ekki nema von, þær hafa nú ekki
allar gert orðspori sínu gott þessar
gömlu sveitir að vera að bögglast
þetta endalaust, kannski með eng-
an af upprunalegu liðsmönnunum
innanborðs, afbakandi gömlu
lummurnar, miklu fremur af illri
nauðsyn en ánægju. Ef mig minnir
rétt þá voru þær einmitt ófáar slík-
ar sveitirnar sem „heiðruðu“ land-
ann með nærveru sinni á níunda
áratugnum, eins og t.d. The Trem-
eloes, Herman’s Hermits, Swing-
ing Blue Jeans, The Searchers og
hvað þær nú heita allar saman, er
þær léku fyrir dansi á Broadway
þegar sá staður var enn í Mjódd-
inni. Í ofanálag var ég ekki fæddur
þegar The Yardbirds flaug sem
hæst og þekking mín á sveitinni
því miklu fremur byggð á sagn-
fræðilegum grunni en tilfinninga-
legum, þ.e. ég hafði kynnt mér
þessa sveit fyrst og fremst á
grundvelli hins sögulega mikilvæg-
is hennar, bæði sem forystuafls í
bresku ritmablúsrokki og tilrauna-
mennsku á 7. áratugnum en auðvit-
að einnig vegna goðsagnarinnar
margtuggnu um gítarþríeykið
makalausa sem lék þá með sveit-
inni, Clapton, Beck og Page, hver á
eftir öðrum.
Ég var því við öllu búinn er ég
tók mér stöðu í gryfjunni rétt utan
við senuna á Broadway. Mér hafði
reyndar verið tjáð að sveitin væri
býsna vel spilandi og reyndar
sjaldan leikið betur en einmitt um
þessar mundir enda sami hópurinn
ekki leikið svo lengi saman undir
nafninu The Yardbirds. Og það er
skemmst frá því að segja að þeim
fimmmenningum nægði eitt lag til
þess að vinna mig á sitt band,
þessa kvöldstund í það minnsta.
Hér voru sko engan veginn á ferð
einhverjir gamlir og rykugir refir
að reyna að gera sér mat úr fornri
frægð. Þetta eru músíkantar fram í
fingurgóma, náungar sem njóta
þess enn að spila lögin sín, gömlu
jafnt sem nýju, og það með hnefa-
fylli af sál í hjarta. Það leyndi sér
ekki að þeim McCarty og Dreja
þykir vænna en svo um nafn sveit-
arinnar að þeir hafi haft á því geð
að hnoða henni saman aftur með
einhverjum slagfærum náungum í
skarði þeirra sem á braut eru
horfnir. Þannig eru nýju liðsmenn-
irnir hver öðrum færari; Glen al-
vöru munnhörpuleikari eins og
maður hefur vart séð hérlendis og
raunar synd að hann hafi ekki
fengið fleiri tækifæri til að leika
listir sínar og
Idan (nauðalík-
ur Beck í útliti)
skemmtilegur
bassaplokkari
með söngrödd
sem hentar vel
bresku blús-
rokki þótt ekki
sé hún eins
kröftug og hjá
Keith heitnum
Relf. Þá er
ógetið þáttar
sólógítaristans
Mayo (nauða-
líkur Clapton í
útliti, ímyndið
ykkur hann
bara í Armani-
fötum), sem
hefur það síður
en svo öfunds-
verða hlutverk
að fylla skarð
þriggja af helstu gítarhetjum rokk-
sögunnar. Þetta er sannarlega
hægara sagt en gert því ekki er
hlaupið að því að temja sér stíl
þessara ólíku gítarleikara, allt á
sömu tónleikum, á sama gítarinn.
Mayo leysti þetta vandasama hlut-
verk með glæsibrag og lék að
mestu listilega vel og með sínum
eigin stíl. Best virðist hann reynd-
ar njóta sín í nýjum lögum sem
sveitin tók, lög sem verður að finna
á plötu sem kemur út á næstu dög-
um og heitir Birdland. Það er
reyndar alls ekkert svo víst að gít-
arhetjurnar færu eitthvað betur
með þessi gömlu sóló sín en Mayo
gerir. Þau eru náttúrlega vel krefj-
andi og alls ekkert á þeim nótum
sem þeir Clapton, Beck og Page
eru á í dag, allra síst Clapton. Vel
á minnst, nýju lögin komu mér í
opna skjöldu því þau standa hinum
gömlu sígildu fyllilega á sporði,
svolítið í gamla stílnum en þó
framsæknari og á öðruvísi nótum,
þökk sé gítarleik Mayo sem var
hreint afbragð, bæði frumlegur og
vandaður.
The Yardbirds lék þessa kvöld-
stund í góða eina og hálfa klukku-
stund flesta gömlu og þekktu slag-
arana, „For Your Love“, „Shapes
of Things“, „Still I’m Sad“, „You’re
a Better Man Than I“ og „Heart
Full of Soul“ (meira að segja tvisv-
ar) við rífandi undirtektir gesta
Broadway sem fyrirsjáanlega voru
flestir af kynslóð sveitarinnar og
margir hverjir tónlistarmenn sjálf-
ir enda hafa The Yardbirds löngum
verið í sérstökum metum hjá koll-
egum sínum. Og ef marka má
frammistöðu þeirra þessa kvöld-
stund þá skil ég vel hvers vegna,
því fyrir mér er The Yardbirds
ekki lengur einhver söguleg heim-
ild heldur fantagóð hljómsveit sem
svo greinilega hefur lagt línurnar í
gegnum tíðina og gerir enn, fyrir
sveitir á borð við White Stripes,
The Hives og The Vines svo ein-
hverjar hinna yngstu séu nefndar.
Og ekki nóg með það heldur lofa
nýju lögin það góðu að ég er farinn
að bíða spenntur eftir plötunni.
Tónleikar
Broadway
THE YARDBIRDS
Tónleikar með bresku hljómsveitinni The
Yardbirds fimmtudagskvöldið 27. mars.
Hljómsveitin var skipuð Jim McCarty
sem lék á trommur og söng bakraddir,
Chris Dreja á ritmagítar og söng bakradd-
ir, John Idan bassaleikara og aðalsöngv-
ara, Gypie Mayo sólógítarleikara og bak-
raddasöngvara og Alan Glen sem lék á
munnhörpu, ásláttarhljóðfæri og söng
bakraddir.
Skarphéðinn Guðmundsson
Morgunblaðið/Sverrir
John Idan bassaleikari og aðalsöngvari The Yardbirds og Chris
Dreja ritmagítarleikari og bakraddasöngvari.
Með sál
í hjarta