Morgunblaðið - 08.04.2003, Síða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRYNSVEITIR Í BAGDAD
Bandarískar brynsveitir voru enn
í miðborg Bagdad seint í gærkvöldi
og hermdu óstaðfestar fregnir að
ekki væru uppi áform um að kalla
liðsaflann þaðan. Greint var frá því í
gær að bandarískt herlið hefði náð á
sitt vald tveimur höllum Saddams
Husseins forseta Íraks án teljandi
mótspyrnu.
Kostnaður 16–27 milljarðar
Kostnaður ríkissjóðs vegna
skattalækkana af ýmsu tagi sem
stjórnmálaflokkarnir hafa boðað fyr-
ir komandi kosningar er talinn geta
numið 16–27 milljörðum króna. Í
Mbl. í dag eru tillögur flokkanna í
skattamálum raktar.
Gallar á fjölþrepaskatti
Fjármálaráðherra segist þeirrar
skoðunar að núverandi skattkerfi
hafi mikla yfirburði yfir fjölþrepa-
skattkerfi. Þetta sé m.a. að hans
mati staðfest í nýútkominni skýrslu
nefndar sem fjallaði um kosti og
galla fjölþrepaskattkerfis.
Skiptinemar kallaðir heim
Allir skiptinemar á vegum skipti-
nemasamtakanna AFS í Hong Kong
hafa verið kallaðir heim vegna
ástandsins þar en 23 hafa látist af
völdum bráðrar lungnabólgu sem
geisar nú um Asíu og hefur meðal
annars orðið vart í Evrópu. Í hópi
skiptinemanna eru tvö íslensk ung-
menni og komu þau heim á laug-
ardag.
Miðar í samkomulagsátt
Verulega miðaði í samkomulags-
átt á samningafundi EFTA-ríkjanna
og Evrópusambandsins í Brussel í
gærkvöldi um aðlögun EES-samn-
ingsins að stækkun ESB. Halldór
Asgrímsson utanríkisráðherra seg-
ist „bærilega bjartsýnn“ á að sam-
komulag náist á samningafundi sem
boðaður er kl. 11 í dag. Skv. heim-
ildum Mbl. er m.a. rætt um að Ísland
hækki framlag sitt úr 100 milljónum
króna í allt að 500 m. kr.
Lík Efnavopna-Ali fundið
Breski herinn staðfesti í gær að
íraski hershöfðinginn Ali Hassan al-
Majid, öðru nafni „Efnavopna-Ali“,
hefði fallið í árás á heimili hans í
borginni Basra á laugardag.
Þriðjudagur
8. apríl 2003
Prentsmiðja
Morgunblaðsins blað B
Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu
Hagstæð
íbúðalán 8
Sameiginlegur
kostnaður
Ómissandi
þægindi
Greiðsluskylda
eigenda 32
Vatnsveitur og
salerni 43
ÞAÐ vekur ávallt athygli, þegar góð
íbúðarhús í vesturbæ Reykjavíkur
koma á markað. Hjá fasteignasöl-
unni Höfða er nú til sölu fallegt
íbúðarhús við Ásvallagötu 67. Húsið
er í funkisstíl, á tveimur hæðum auk
kjallara sem er með sér tveggja her-
bergja íbúð.
Sérinngangur er á 1. hæð. Þrjár
stofur eru á hæðinni með fallegum
listum í lofti og parketi á gólfi. Úr
holi er parketlagður stigi upp á efri
hæð en á þeirri hæð eru þrjú rúm-
góð herbergi með parketi á gólfi.
Útgangur er út á rúmgóðar svalir.
Kjallaraíbúðin er snyrtileg og hún
er með sérinngangi en búið er að
hanna glæsilegan garð. Ásett verð
er 27,9 millj. kr.
Sögulegt gildi
„Ásvallagata 67 er hús sem hefur
menningarsögulegt gildi og góða
sál,“ segir Ásmundur Skeggjason
hjá Höfða. „Það er eitt af þeim hús-
um sem Byggingasamvinnufélag
Reykjavíkur hóf byggingu á 1934–
35.
Byggingasamvinnufélagið reisti
íbúðarbyggð á reit sem afmarkast af
Hringbraut, Vesturvallagötu, Sól-
vallagötu og Bræðraborgarstíg, en
bæjaryfirvöld veittu undanþágur
fyrir byggingu svo margra timbur-
húsa. Þau voru öll hönnuð í anda
funkisstefnunar.
Sá hluti húsanna sem var úr
timbri var ýmist múrhúðaður eða
klæddur bárujárni, en einnig voru
nokkur með timburklæðningu. Sam-
vinnubústaðirnir voru eins konar
millistéttarhverfi í Reykjavík þar
sem húsin voru nokkuð dýr. Þarna
voru byggðar 39 íbúðir, þar af 33
einbýlishús og er Ásvallagata 67 eitt
af þessum húsum og það eina sem
ekkert hefur verið breytt frá upp-
hafi.
Fyrsti eigandi að Ásvallagötu 67
var Eysteinn Jónsson, fyrrverandi
ráðherra, sem var einn af stofn-
endum Byggingasamvinnufélags
Reykjavíkur, sem var hið fyrsta
sinnar tegundar hér á landi. Ey-
steinn og fjölskylda bjuggu í húsinu
til ársins 1984 en þá keyptu húsið
þau Hafsteinn Þór Stefánsson, fyrr-
verandi skólastjóri Fjölbrautaskól-
ans í Ármúla, og Bryndís Guðjóns-
dóttir bankastarfsmaður.
Árið 1996 keyptu svo núverandi
eigendur húsið en þau eru Stefán
Hermannsson húsasmíðameistari og
Arnfríður Einarsdóttir skrifstofu-
maður.“
„Nú bíður húsið bara eftir því að
nýir eigendur gefi sig fram,“ sagði
Ásmundur Skeggjason að lokum.
Hús með sál og sögu í
funkisstíl við Ásvallagötu
Morgunblaðið/Golli
Húsið er í funkisstíl, á tveimur hæðum auk kjallara, sem er með sér tveggja
herbergja íbúð. Ásett verð er 27,9 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Höfða.
Stjórnbúnaður
fyrir
varmaskipta
w
w
w
.f
rj
a
ls
i.
is
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur
komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent
tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is
Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan
hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa
fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem
veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign.
Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.*
Vextir % 6,50% 7,50% 8,50% 9,50% 10,00%
5 ár 19.600 20.000 20.500 21.000 21.200
15 ár 8.700 9.300 9.800 10.400 10.700
30 ár 6.300 7.000 7.700 8.400 8.800
*Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta.
Frjálsa fjárfestingarbankans
Fasteignalán
Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar
!"!#$!
% "
#$
&'(
)*+
&'(
) *+
,
!
"#$!
%$ "&&%
-%.$/#$
%"/++%
01%23+
456#0!+
(1+1/7+ !+
8+ 23+
'%" 9+
"
:$+;
% ":$+;
$!+%.+
:$+;
% ":$+;
'
(%<) "%"+$
+$ 1+=""+)>>>1+
?"/@+AB
*
*
*
*
! ! ! !",
#$
()
*" /@AB
,%-
&
.
"&
".
/
,
,0/
"$-&"
,%10
,/
,2/1"
,,1&
6+B
3! 4
! $ %,$
.$ "&&%
8%"+#$!
&"
%""+
" %"
%
$ $
Greiðslubyrði
oghúsbréf
„EINBÝLISHÚS fara fljótt og 2ja og
3ja herb. íbúðir seljast strax, enda
eftirspurnin eftir þeim mikil,“ segir
Magnús Geir Pálsson hjá fasteigna-
sölunni Borgir í viðtali hér í blaðinu í
dag, þar sem fjallað er um nýjar
íbúðir við Hlynsali, sem nú eru til
sölu.
Íbúðirnar eru á miklum útsýnis-
stað í Salahverfi í Kópavogi. Mark-
aðurinn hefur tekið þessum íbúðum
mjög vel. Sunnudaginn 30. marz
var haft opið hús til þess að kynna
íbúðirnar og þá komu hátt í 300
manns til þess að skoða þær.
Magnús Geir telur mikla bjartsýni
ríkjandi á markaðnum nú og meiri
en var. „Það er búin að vera hörku-
sala að undanförnu,“ segir hann.
„Margir hafa trú á að hér verði gott
atvinnuástand og uppsveifla í efna-
hagslífinu, enda miklar stór-
framkvæmdir framundan, bæði við
virkjanir og álver. Þetta hefur sín
áhrif á fasteignamarkaðinn.“
Hann segir einkum mikla þörf
fyrir fleiri litlar íbúðir á höfuðborg-
arsvæðinu og að gera þyrfti stór-
átak til þess að koma til móts við
eftirspurnina. / 27
Morgunblaðið/Jim Smart
Bjartsýni á
markaðnum
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 32
Viðskipti 13/15 Minningar 33/35
Erlent 16/19 Hestar 37
Höfuðborgin 20 Bréf 40/41
Akureyri 21 Dagbók 42/43
Suðurnes 22 Íþróttir 44/47
Landið 23 Fólk 48/53
Neytendur 24 Bíó 50/53
Listir 24/26 Ljósvakar 54
Forystugrein 28 Veður 55
* * *
ÞRÍR unglingar, tveir drengir og ein stúlka, liggja
enn á sjúkrahúsi eftir öfluga gassprengingu í
fyrrakvöld en líðan þeirra er sögð góð eftir atvik-
um. Slysið átti sér stað í raðhúsi við Draumahæð í
Garðabænum og höfðu unglingarnir verið að lykta
af gasi þegar sprengingin varð.
Laust fyrir miðnætti á sunnudag var slökkvilið-
inu tilkynnt um eld og sprengingu í húsinu en þeg-
ar komið var á staðinn var ljóst að mikil gas-
sprenging hafði orðið í bílskúrnum þar sem tveir 9
kílóa gaskútar voru geymdir, en slíkir kútar eru
meðal annars mikið notaðir við útigrill.
Sprengingin var gífurlega öflug og olli miklum
skemmdum á bílskúrnum og íbúðinni. Bílskúrs-
hurð rifnaði af og flaug út á hlað, gluggar í íbúðinni
sprungu, gluggakarmar flugu víða út í heilu lagi
og loftklæðning hrundi niður að hluta.
Fjórir unglingar voru í húsinu þegar spreng-
ingin átti sér stað, þrír inni í bílskúrnum og slös-
uðust þeir allir en einn var staddur í íbúðinni og
slapp hann við meiðsli. Unglingarnir leituðu skjóls
hjá nágrönnum þar til slökkvilið og lögregla komu
á staðinn.
Var að horfa á umfjöllun um stríðið í Írak
Bjarni Svavarsson, sem býr í næsta húsi við
slysstaðinn, var heima við þegar sprengingin varð
og var fyrstur á staðinn. „Við hjónin vorum að
horfa á umfjöllun um stríðið í Írak í sjónvarpinu
þegar við heyrðum mikla sprengingu. Hún var
gríðarlega öflug og mér finnst alveg stórskrýtið að
ekkert hafi skemmst hérna hjá okkur. Þetta var
alveg ólýsanlegt,“ segir Bjarni. Hann segist hafa
heyrt tvo þunga og háværa hvelli, hvorn á eftir
öðrum og allar rúður hafi nötrað. Bjarni hljóp
strax út þar sem hann mætti tveimur drengjum
sem hlupu fram og aftur um planið fyrir framan
húsið og voru í mikilli geðshræringu. „Svo sá mað-
ur bílskúrshurðina ofan á bílnum úti á plani og
maður horfði bara í gegnum húsið og spurði sjálf-
an sig: Hvað í ósköpunum hefur gerst hér? Mér
finnst kraftaverki líkast að ekki hafi orðið alvar-
legra slys,“ sagði Bjarni. Hann segir að ungling-
arnir hafi greinilega verið í losti og enginn virtist
vita hvað hafði komið fyrir. Kona Bjarna og aðrar
nágrannakonur hlúðu að einum unglinganna og
kældu brunasárin með vatni þar til sjúkrabílar
mættu á staðinn.
Bjarni segir að einhver eldur hafi verið í bíl-
skúrnum eftir sprenginguna og nágranni hafi
slökkt í honum með slökkvitæki. Hann segir einn-
ig að lögregla hafi borið gaskútana heila út úr bíl-
skúrnum eftir slysið þannig að ljóst sé að þeir hafi
ekki sprungið sjálfir heldur hafi verið um þrýst-
ingssprengingu að ræða.
Enn er ekki ljóst hvað olli sprengingunni þótt
vitað sé að skrúfað hefur verið frá gasi í bílskúrn-
um en að sögn Hjartar Gunnarssonar, sviðsstjóra
eldvarnarskoðana hjá slökkviliðinu, þarf ekki mik-
ið til að koma af stað sprengingu ef skrúfað er frá
gasi í lokuðu rými. Gasið sé þyngra en andrúms-
loftið og leggist við jörðu en þegar það hefur náð
ákveðinni hæð geti orðið sprenging. Þá nægi að
gasið nái í rafmagnsrofa á tæki sem kveiki á sér, til
dæmis frystikistu, til þess að sprenging verði.
Hjörtur segir að best sé að geyma gas þar sem
lofti vel um það, helst úti við, til dæmis á svölum,
þar sem fólk kemur því við.
Þrír enn á sjúkrahúsi eftir
gassprengingu í Garðabæ
Morgunblaðið/Júlíus
Sjúkraflutningamenn flytja hina slösuðu af vettvangi eftir sprenginguna í fyrrakvöld.
ÚTSÖLUVERÐ á eldsneyti lækkar
frá og með deginum í dag hjá Olíufé-
laginu og Skeljungi um 1,50 kr. á
hvern lítra. Hjá Olís voru verðbreyt-
ingar einnig til skoðunar í gærkvöldi,
en niðurstaða lá ekki fyrir.
Skv. tilkynningu frá Olíufélaginu
er verð í sjálfsafgreiðslu á þjónustu-
stöðvum á höfuðborgarsvæðinu á
hverjum lítra af 95 oktana bensíni
95,30 kr. eftir breytinguna, á ESSO
Express-stöðvum kr. 94,10 en þjón-
ustuverð er 99,30 kr. Sjálfsaf-
greiðsluverð eftir breytinguna á
Shell-stöðvum á höfuðborgarsvæð-
inu er 95,30 kr. af 95 oktana bensíni.
Verð á elds-
neyti lækkar
FRAMKVÆMDIR við nýja tví-
breiða brú á Vatnsdalsá í
A-Húnavatnssýslu eru langt
komnar. Að sögn Guðmundar
Sigurðssonar, verkstjóra brúar-
vinnuflokks Vegagerðarinnar á
Hvammstanga, standa vonir til að
hleypa megi umferð yfir brúna í
lok apríl eða byrjun maí.
Nýja brúin leysir af hólmi ein-
breiða trébrú sem smíðuð var
1972 og er þá aðeins eftir ein-
breið brú á Síká í Hrútafirði ef
horft er til þjóðvegarins um
Húnaþing.
Guðmundur og menn hans hófu
smíði brúarinnar sl. haust en þrír
aðrir verkþættir voru boðnir út.
Um nýja vegtengingu við brúna
sér Fjörður sf. frá Sauðárkróki,
stálbitarnir voru smíðaðir hjá
Vélsmiðju KÁ á Selfossi og
steypueiningar komu frá Loft-
orku í Borgarnesi. Alls nemur
kostnaður við brúna um 120
milljónum króna.
Guðmundur sagði að nú væri
beðið eftir rétta veðrinu til að
steypa sjálft brúargólfið en í það
fara um 150 rúmmetrar af
steypu. Þegar Morgunblaðsmenn
voru þarna á ferð nýlega voru
brúarsmiðir að hnýta lausa enda í
vírverkinu en 8 manns hafa verið
að störfum við brúna í vetur.
Hefur gott tíðarfar gert smið-
unum auðveldara að halda áætlun
og gott betur en það.
Næstu verkefni brúarvinnu-
flokks Vegagerðarinnar er við-
gerð á einum stöpli Borgarfjarð-
arbrúar við Borgarnes og
brúarsmíði á tveimur stöðum í
Staðarsveit á Snæfellsnesi í sum-
ar. Reisa á tvíbreiða brú á Stað-
ará og breikka brúna yfir Vatns-
holtsá. Þegar mest lætur starfa
allt að 12 menn í brúarvinnu-
flokknum, að sögn Guðmundar,
enda af nógu að taka víða um
land í viðhaldi og nýsmíði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hallmundur Guðmundsson og Böðvar Guðmundsson úr brúarvinnuflokki Vegagerðarinnar voru að ganga frá
járnabindingum á brúargólfinu og gera það klárt fyrir steypuvinnu þegar ljósmyndari var á ferð við Vatnsdalsá.
Nýja brúin á Vatnsdalsá
verður senn tekin í notkun
♦ ♦ ♦
ALLIR skiptinemar á vegum sam-
takanna AFS í Hong Kong hafa ver-
ið kallaðir heim vegna ástandsins í
Hong Kong en þar hafa 23 menn lát-
ist af völdum bráðrar lungnabólgu
(HABL). Meðal skiptinemanna eru
tvö íslensk ungmenni og komu þau
til landsins á laugardag.
Petrína Ásgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri AFS á Íslandi, segir
að alþjóðaskrifstofa samtakanna og
AFS í Hong Kong hafi tekið þessa
ákvörðun. Ástæðan sé þó ekki ótti
við smit heldur fyrst og fremst það
ástand sem hefur myndast í borginni
vegna HABL. Samkvæmt upplýs-
ingum frá AFS í Hong Kong hafi
ástandið í borginni verið mjög sér-
stakt og mikill ótti meðal íbúa. „Öll-
um skólum var lokað og það var ekki
fyrirsjáanlegt að þau hefðu getað
farið í skólann á næstu vikum. Einn-
ig var öllum ferðalögum aflýst,“ seg-
ir Petrína. Íslensku skiptinemarnir
fóru til Hong Kong í ágúst og áttu
eftir tæplega þrjá mánuði af dvöl
sinni þar.
Skiptinem-
ar kallaðir
heim frá
Hong Kong