Morgunblaðið - 08.04.2003, Page 3

Morgunblaðið - 08.04.2003, Page 3
Við Íslendingar viljum sjá efni sem fjallar um okkur sjálf, tilveru okkar og samfélag. Við höfum þörf fyrir að spegla líf okkar í þessum öflugasta fjölmiðli samtímans. Börnum okkar er það nauðsyn að geta sótt sér fyrirmyndir, fróðleik og skemmtun í sjónvarpsefni sem sprottið er úr íslenskum raunveruleika – íslenskri menningu. Jafn margir Íslendingar horfa á leikinn íslenskan sjónvarpsþátt á einu kvöldi og koma í Þjóðleikhúsið á einu ári. Leikið efni í sjónvarpi er þannig raunverulegt þjóðarleikhús sem allir landsmenn fá notið – án tillits til búsetu. Þótt leikið sjónvarpsefni kosti peninga er það skoðun okkar að íslenska þjóðin hafi ekki efni á þeirri menningarlegu fátækt sem ríkir á þessu sviði. Því skorum við á stjórnmálamenn okkar að finna nú þegar leið til að hefja hér menningarlega endurreisn með öflugri framleiðslu leikins íslensks sjónvarpsefnis. Tinna Gunnlaugsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson formaður Rithöfundasambands Íslands Ari Kristinsson formaður Framleiðendafélagsins SÍK Áslaug Thorlacius formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna Björn Br. Björnsson formaður Félags kvikmyndagerðarmanna Björn Th. Árnason formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna Edda Þórarinsdóttir formaður Félags íslenskra leikara Friðrik Þór Friðriksson formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra Hlín Gunnarsdóttir formaður Félags leikmynda- og búningahöfunda Kjartan Ólafsson formaður Tónskáldafélags Íslands Magnús Kjartansson formaður Félags tónskálda og textahöfunda Margrét Bóasdóttir formaður Félags tónskálda og textahöfunda Ólöf Ingólfsdóttir formaður Félags íslenskra listdansara Valdís Bjarnadóttir formaður Arkitektafélags Íslands Viðar Eggertsson formaður Félags leikstjóra á Íslandi Á hverju ári sýna íslenskar sjónvarpsstöðvar yfir 4000 klukkustundir af leiknu erlendu sjónvarpsefni á móti 8 klukkustundum af leiknu íslensku sjónvarpsefni. Með leiknu sjónvarpsefni er átt við heildstæð verk sem framleidd eru fyrir sjónvarp, stakar myndir eða þáttaraðir, ekki skemmtiefni eða kvikmyndir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.