Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 11 GÖGN sem notuð voru til að meta íslenska vatnið í skýrslu UNESCO þar sem íslenska vatnið lenti í 19. sæti á heimsvísu, lýstu ekki neysluvatni á Íslandi heldur yf- irborðsvatni í ám og vötnum. Að auki virðist sem UNESCO hafi ekki haft aðgang að bestu fáan- legum gögnum frá Íslandi og ætti íslenska vatnið því að hafa lent of- ar á lista en það gerði. Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra segir að þetta verði leiðrétt í samvinnu við Umhverfisstofnun. Gunnar Steinn Jónsson, líffræð- ingur hjá stofnuninni, segir að UNESCO hafi byggt á upplýsing- um um yfirborðsvatn, en 95% af neysluvatni á Íslandi sé grunn- vatn. Þá segir Gunnar að upplýs- ingar um árvatn, sem stofnunin hafi notað, séu sumar hverjar mjög vafasamar og ekki í sam- ræmi við gögn Umhverfisstofnun- ar. Vitleysan verður hrakin Gaunnar segir að fjögur atriði séu einkum notuð til að meta gæði vatns, rafleiðni, fosfór, grugg og súrefnisinnihald. Gunnar segir að rafleiðni sé lág í íslensku vatni al- mennt, nema í jarðhitavatni. Lítið grugg sé í fersku vatni en mjög mikið aftur á móti í jökulvatni. Eins telji stofnunin það magn af fosfóri sem miðað er við of hátt fyrir íslenska vatnið auk þess sem hún telur að súrefnisinnihald ís- lenska vatnsins ættti að vera betra en UNESCO gefi upp. „Þarna virðist vera um ófull- komnar upplýsingar og gögn af mismunandi toga að ræða og spurning að hve miklu leyti við eigum að elta ólar við það. Það er einnig spurning hvort við ættum að efla alþjóðlegt samstarf á þessu sviði og taka meira þátt í að senda gögn í gagnagrunna,“ segir Gunn- ar Steinn en það væri stjórnvalda að ákveða slíkt. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir engar tillögur um að efla alþjóðlegt samstarf hafi komið fram, en það yrði skoðað legði Umhverfisstofnun það til. „Við er- um með eitt besta neysluvatn sem er að finna á jörðinni,“ segir Siv. Hún bendir á að Ísland hafi fengið mjög háa einkunn í samanburði á umhverfismálum á heimsvísu og það sé fráleitt að íslenska vatnið lendi svo neðarlega á lista. „Við munum láta kanna þetta til að hrekja þessa vitleysu,“ segir Siv. Ingólfur Gissurarson, matvæla- fræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir íslenskt vatn vera mjög hreint. Skýrslan fjalli í raun um ferskvatn en ekki neysluvatn. Í ná- grannaríkjunum sé yfirborðsvatn gjarnan hreinsað og notað til neyslu, þetta eigi eingöngu við um 4% neysluvatns hér á landi. Það sé því erfitt að bera Ísland saman við önnur lönd. Yfirborðsvatn á Ís- landi sé einnig það hreint að mjög lítið þurfi að hreinsa það til neyslu. Neysluvatn sé í raun matvæli og því meðhöndlað á þann hátt. Íslenskt vatn sé rannsakað mjög vel, t.d. þættir sem geti valdið of- næmi, óþoli og sýkingum í fólki. Engar bakteríur að ráði hafi greinst í íslensku vatni. Farið sé eftir neysluvatnsreglugerð Evr- ópusambandsins og mælist Ísland þar langt undir öllum mörkum. „Varðandi alla þessa öryggisþætti erum við í mjög góðum málum. Svo er það bara mat neytenda hvað þeir telja gott vatn,“ segir Ingólfur. Lúxusvandamál Gunnar Steinn segir listann að- allega notaðan til að skoða hvar í heiminum neysluvatn sé lakast. „Það er spurning hvort við eigum að leggja aðaláhersluna á að hífa okkur upp á þessum lista eða hvort við eigum að taka þátt í því að hafa áhyggjur af þessum þjóð- um heims sem eru þarna neðst á listanum og eru að nýta það sem neysluvatn. Þetta er lúxusvandamál að vera að deila um í hverju af efstu sæt- unum við erum þegar við eigum kannski að einbeita okkur að þeim sem eru í lægstu sætunum og reyna að laga það,“ segir Gunnar Steinn. Misræmis gætti við mat á íslensku vatni Gögn sem UNESCO not- aði lýsa ekki íslensku vatni ENN berast fregnir af prýðilegum gangi mála á sjóbirtingsslóðum. Holl sem var í Tungufljóti um helgina náði t.d. 20 fiskum og voru þó aðeins tvær stangir af fjórum mættar til veiða. Tveir stærstu birtingarnir voru 80 sentimetrar sem væru að hausti lík- lega 12–15 punda. Þá sleit sig lausan risahængur sem veiðimaðurinn, Ólaf- ur Vigfússon í Veiðihorninu, áætlaði metralangan. Alls voru komnir 77 fiskar í veiði- bók að umræddum tuttugu meðtöld- um. Flestir eru á bilinu 50 til 70 senti- metrar. Helgarhópurinn veiddi mest á flugurnar Flæðarmús, appelsínu- gulan Nobbler, Maríu, Temple Dog og Rocket. 17 var sleppt, en þrír kok- gleyptu og var slátrað Enn tröll í Tungulæk Þriðji 90 sentimetra birtingurinn úr Tungulæk á þessu vori veiddist á sunnudaginn. Hann var talsvert hor- aður og erfitt að meta vigt að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka. 200 fiskar voru komnir á land í gær og helgarhollið veiddi 23 fiska á fyrstu vakt og 10 til 20 stykki á dag eftir það. Á fyrstu vaktinni voru sex fiskar á bilinu 70 til 90 sentimetrar, sem sagt stórfiskar. Þröstur taldi fiskinn rýrari en í fyrra og kenndi um hlýjum vetri. Sogið enn dauft Það er lítið um að vera á Sogsbökk- um enn sem komið er, fyrstu fiskarnir ókomnir á land í Ásgarði og Alviðru á sunnudagskvöld. Óljóst með Bílds- fellið. Mjög kalt hefur verið við Sogið þessa fyrstu daga vertíðar og bleikjan er mun viðkvæmari fyrir slíku en sjó- birtingur. Einn sá flottasti í vor. Stór birtingur úr Tungulæk. Metralangt tröll sleit sig af ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.