Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKT herlið á meira en 100 skriðdrekum og brynvögnum réðst í birtingu í gærmorgun inn í Bagdad og náði á sitt vald tveimur höllum Saddams Husseins, forseta Íraks, og þar á meðal hinu opinbera aðsetri hans. Mætti liðið einhverri mót- spyrnu Íraka en talsmaður Banda- ríkjahers sagði, að ekki hefði verið um eiginlega innrás í Bagdad að ræða, heldur hefði tilgangurinn verið að sýna hverjir réðu ferðinni í stríð- inu. Íraskir hermenn í úrvalssveitum Lýðveldishersins veittu bandaríska herliðinu mótspyrnu þegar það réðst á aðsetur Saddams en í sömu bygg- ingasamstæðu er íraska upplýsinga- og utanríkisráðuneytið. Mikill brennisteinsfnykur lá yfir miðborg- inni og heyra mátti skothríð úr öllum áttum en svo virtist sem upplýsinga- og utanríkisráðuneytið væri enn í höndum Íraka síðdegis í gær. Vildu Bandaríkjamenn ekkert um það segja hvort eða hvenær herliðið yrði kallað burt frá Bagdad en í gærkvöldi var sagt að brynsveitin myndi ekki halda á brott að sinni. Fréttir voru um mikil átök við Rashid-hótelið, ekki langt frá höllum Saddams. Látlaust sírenuvæl Sírenuvælið í sjúkrabílum var meira eða minna alveg látlaust í allan gærdag í Bagdad og eru öll sjúkrahús í borginni yfirfull af særðu fólki. Að minnsta kosti 14 óbreyttir borgarar létu lífið þegar flugskeyti var skotið á íbúðahverfi í borginni en það eyði- lagði að minnsta kosti þrjú hús. Breska sjónvarpsstöðin Sky sýndi í gær myndir af bandarískum her- mönnum inni í einni af höllum Sadd- ams í borginni en þær eru á vestur- bakka Tígris-fljóts. Mike Birmingham majór og tals- maður 3. fótgönguliðssveitarinnar sagði, að með innrásinni hefðu þeir viljað sýna íröskum almenningi, að Saddam og menn hans réðu engu um stjórn mála í landinu. „Við getum gert það, sem við viljum, og farið hvert, sem við viljum,“ sagði Birmingham. Saddam í sjónvarpi Bandaríkjamenn sögðu í gær, að Írakar hefðu sprengt upp tvær brýr yfir Diyala-fljót, eina af þverám Tígr- is, í þeim tilgangi að tefja framsókn Bandaríkjamanna. Rennur fljótið fyr- ir austan Bagdad og er nú verið að koma þar fyrir flotbrúm. Á sama tíma og Bandaríkjamenn fóru sínu fram í miðborg Bagdad sýndi íraska sjónvarpið Saddam Hussein með helstu herforingjum sínum og einig Qusay, syni sínum og yfirmanni Lýðveldisvarðarins. Sjást æ oftar myndir af honum í sjónvarpi og líklega til að sýna, að hann haldi enn um stjórnvölinn. Réðust inn í hallir Sadd- ams í miðborg Bagdad Öll sjúkrahús í borginni sögð vera yfirfull af særðu fólki Bagdad. AP, AFP. AP Bandarískur bryndreki á leið inn í miðborg Bagdad í gærmorgun. Minnismerkið með sverðunum var reist 1988 til að fagna meintum sigri yfir Írönum eftir átta ára, blóðugt stríð. Hnefarnir voru mótaðir eftir hnefum Saddams. Bandarískur fótgönguliði, staddur á efri hæð einnar af höllum Saddams. BANDARÍKJAMENN hafa undan- farna daga flutt bardagamenn sam- taka íraskra útlaga til Íraks til að gera þeim kleift að taka þátt í herför- inni. Um er að ræða liðsmenn Íraska þjóðarráðsins (INC), þekktustu samtök íraskra útlaga, og er einn af leiðtogum þeirra, Ahmed Chalabi, kominn til Nasiriyah í Suður-Írak. „Þarna eru á ferðinni íraskir ríkis- borgarar sem vilja berjast fyrir frelsi Íraks, sem munu mynda kjarna nýs hers í Írak þegar búið er að frelsa landið,“ sagði hershöfðing- inn Peter Pace, varaforseti banda- ríska herráðsins, í viðtali á ABC- sjónvarpsstöðinni. Um sjö hundruð útlagar eru sagð- ir komnir til Íraks og hafa þeir komið upp bækistöðvum í Nasiriyah. Tals- menn INC sögðu að um léttvopnaðar sveitir væri að ræða og að þær myndu sinna ýmsum verkefnum, s.s. koma nauðþurftum til almennings í Írak eða leita uppi stuðnings- menn stjórnar Saddams Huss- eins. Bandaríkja- menn sögðu að þær myndu taka þátt í bardögum, sinna túlkastörf- um og aðstoða bandamenn við að eiga samskipti við heimamenn. „Við erum stoltir af því að leggja til mannskap í þessum aðgerðum,“ var í gær haft eftir Chalabi. Hann hefur ekki búið í Írak í 45 ár en er sagður njóta stuðnings áhrifamanna í varnarmálaráðuneytinu banda- ríska. Í utanríkisráðuneytinu eru menn hins vegar sagðir minna hrifn- ir af þeirri hugmynd, að leiða hann til áhrifa í Írak. Er því m.a. haldið fram að hann njóti ekki mikilla vinsælda meðal Íraka sjálfra. Flogið með útlaga- sveitir til S-Íraks Washington, Kaíró. AFP, AP. Ahmed Chalabi NOKKUÐ kveður að því að vopnaðir hópar fari um sveitir suðvesturhluta Íraks og víðar með ránum og gripdeildum. Kvarta margir undan því að stigamenn með alvæpni fari um og ræni dráttarvélum og flutn- ingabílum, steli varningi úr verksmiðjum og hafi í hótunum við fólk. Breskir hermenn, sem nú hafa að mestu náð Basra, næststærstu borg Íraks, á sitt vald hafa einnig með höndum að leita uppi íraska hermenn, sem ganga lausir á þessu svæði, og afvopna íbúana. „Þetta er að breytast í frið- argæslu rétt eins og í Bosníu og Kosovo,“ sagði breskur her- maður. „Ég kom hingað til að heyja stríð.“ Annar hermaður lýsti því hvernig hann aðstoðaði bónda úr þorpinu Mushirij, sem er um tíu kílómetra vestur af Basra, við að ná dráttarvél sinni. Elti hann dráttarvélarþjófinn uppi á 100 tonna skriðdreka. „Bandaríkjamennirnir her- námu okkur, þeir sögðust mundu vernda okkur,“ sagði Íraki, sem ekki vildi láta nafns getið. „En þjófarnir koma og stela frá fyrirtækjum okkar. Hvernig getum við hafið störf í fyrirtækjum okkar?“ Óttast þjófa og breska hermenn Maðurinn segir að ótti ríki bæði við þjófana og breska her- menn. „Ef þetta heldur áfram í sjö daga eða lengur munum við berjast við þá,“ sagði maðurinn og átti við bresku hermennina. „Við höfum ekki byssur, en við getum orðið okkur úti um byssur. Ef hér verður hvorki komið vatn né rafmagn munum við berjast við þá. Meira að segja þetta barn,“ sagði hann og klappaði átta ára dreng á kollinn. Annar þorpsbúi sagði að fyr- ir innrásina hefði öryggi ekki verið vandamál. Þá hafi íraska lögreglan verið á staðnum. Nú sé engin lögregla. Rán og grip- deildir Basra. Washington Post. STRÍÐ Í ÍRAK „Við getum gert það sem við viljum, og farið hvert sem við viljum“ MIKE BIRMINGHAM, MAJÓR Í BANDARÍKJAHER VIÐ BAGDAD                                                 !        " # $" %# & '("&# # )& * + #"#  # ,-.*! ! / "  % # & #  &     0 1  23 24          5 #  2    2   2  # " 67 8  #  9         :         ;                       ;. >9# <     
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.