Morgunblaðið - 08.04.2003, Qupperneq 18
STRÍÐ Í ÍRAK
18 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HARÐAR deilur standa á milli
bandaríska utanríkisráðuneytisins
og varnarmálaráðuneytisins (Penta-
gon) um stjórnun Íraks að stríðinu
loknu, að því er haft er eftir hátt-
settum embættismönnum. Deila
ráðuneytin um samsetningu vænt-
anlegrar setuliðsstjórnar Bandaríkj-
anna, sem mun fara með völd í land-
inu í fyrstu, og skipan bráðabirgða-
stjórnar Íraks, sem mun fylgja í
kjölfarið, og hugsanlegt hlutverk
Sameinuðu þjóðanna.
Missætti ráðuneytanna hófst með
karpi um neyðaraðstoð til Íraka, en
hefur aukist og gerir nú erfitt um
vik að flýta skipan bráðabirgða-
stjórnar, sögðu embættismennirnir,
sem ekki vildu láta nafns síns getið.
Þeir vildu ekki ganga svo langt að
segja að deilurnar myndu tefja fyrir
því langtímamarkmiði Bandaríkja-
manna og bandamanna þeirra að
fela stjórn Íraks í hendur írösku
þjóðinni.
Nokkur hefð er fyrir deilum milli
þessara ráðuneyta, en embættis-
mennirnir sögðu að óvissa um fram-
gang herfararinnar hefði aukið mis-
sættið. „Þetta er alltsaman orðið
mjög flókið og umdeilt,“ sagði hátt-
settur embættismaður. „Það ríkja
svo sannarlega engir kærleikar milli
utanríkisráðuneytisins og varnar-
málaráðuneytisins.“
Powell óttast andúð fólksins
Donald Rumsfeld varnarmálaráð-
herra hefur hvatt til að þegar verði
skipuð bráðabirgðastjórn, a.m.k. í
suðurhluta Íraks, og verði hún að
miklu leyti skipuð íröskum stjórn-
arandstæðingum, er verið hafa í út-
legð. Colin Powell utanríkisráðherra
óttast, líkt og flestir í leyniþjónust-
unni, að þetta geti vakið andúð íbú-
anna á svæðinu og gert að engu til-
raunir til að bæta samskiptin við
Evrópu og arabaheiminn.
Rumsfeld rökstuddi hugmynd
sína með því, að fyrrverandi útlagar
myndu eiga auðveldara með að
stjórna vegna reynslu þeirra af því
að búa á Vesturlöndum. Gerði hann
grein fyrir þessu í Hvíta húsinu í
síðustu viku. Þá var Powell staddur í
Evrópu að reyna m.a. að afla Banda-
ríkjunum stuðnings stríðsandstæð-
inga á meginlandinu með því að lofa
því að Sameinuðu þjóðirnar myndu
gegna „mikilvægu“ skipulagshlut-
verki við uppbyggingu í Írak að
stríði loknu.
Ónafngreindu embættismennirnir
sögðu að Powell hefði reiðst þegar
hann frétti af hugmynd Rumsfelds
og að á leiðinni aftur til Washington
hefði Powell hringt í þjóðarörygg-
isráðið til að mæla gegn henni.
„Powell varð fremur fúll á leiðinni
heim í gær út af þessum hugmynd-
um,“ sagði einn embættismannanna.
„Hann þrýstir virkilega á þjóðarör-
yggisráðið að reyna að kæfa þær.“
Mótrök Powells kunna að hafa
haft áhrif því að háttsettur embætt-
ismaður í Hvíta húsinu segir að ekki
komi til greina að skipuð verði
bráðabirgðastjórn eingöngu með
þátttöku íraskra útlaga. Powell
sagði við fréttamenn fyrir helgi:
„Við viljum að skipuð verði bráða-
birgðastjórn með þátttöku allra
þeirra hópa sem eiga hagsmuna að
gæta vegna framtíðar Íraks.“
Rumsfeld og menn hans í Penta-
gon vilja að setuliðsstjórn til
skamms tíma verði að langmestu
leyti skipuð hermönnum og almenn-
ir borgarar hafi þar sem minnst
áhrif. Powell, aftur á móti, meðvit-
aður um viðbrögð alþjóðasamfélags-
ins, telur óráðlegt að setuliðsstjórn-
in verði svo einhliða skipuð.
Bandarísk ráðuneyti deila
um framtíðarskipulag í Írak
„Hefðbundið karp“ orðið
að missætti og deilum
Washington. AFP.
CONDOLEEZZA Rice, þjóðarör-
yggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, átti
í gær fund sem skipulagður var í flýti
í Moskvu með fulltrúum utanríkis-
og varnarmálaráðuneyta Rússlands.
Síðar um daginn hitti hún Vladímír
Pútín, forseta landsins.
Fundurinn kom í kjölfar þess að
skotið var á fimm rússneska stjórn-
arerindreka er ráðist var á bílalest
þeirra á sunnudaginn, þar sem þeir
voru að flýja styrjöldina í Írak.
Bandarískur embættismaður
sagði að Rice hefði „átt góðan fund“
með Sergei Ívanov varnramálaráð-
herra, Ígor Ívanov utanríkisráð-
herra og yfirmanni rússneska örygg-
isráðsins, Sergei Rushailo. Rice átti
klukkustundar langan fund með
Vladimír Pútin forseta. Greindi hún
forsetanum frá því að enn væri ekki
ljóst hvort bandarískir hermenn
hefðu skotið á stjórnarerindrekana.
Sendiherra Rússlands í Írak var
ekki í vafa og fullyrti í gær að Banda-
ríkjamenn hefðu „viljandi“ ráðist á
bílalestina. Sendiherrann er nú í
Sýrlandi en hann særðist í árásinni.
Það þótti til marks um þungan hug
Rússa að þarlendir embættismenn
sögðu að allir fundir Rice hefðu verið
haldnir að beiðni Bandaríkjamanna.
BRESKI herinn staðfesti í gær að
íraski hershöfðinginn Ali Hassan al-
Majid, sem kallaður hefur verið
„Efnavopna-Ali“, hefði fallið í árás á
heimili hans í borginni Basra á laug-
ardagskvöld. Lífvörður Alis féll einn-
ig í árásinni, sem og yfirmaður írösku
leyniþjónustunnar í Basra. Flugvélar
bandamanna beittu leysistýrðum
sprengjum í árásinni á laugardag, en
talið hafði verið hugsanlegt að Ali
væri í húsinu.
Andrew Jackson, majór í breska
hernum, greindi frá því að í kjölfar
þess að lík Alis fannst hefði verið
ákveðið að fótgöngulið Breta héldi inn
í Basra á sunnudag, enda var talið
hugsanlegt að mótspyrna Íraka í
borginni myndi hrynja við fall hans.
Virðist þetta hafa komið á daginn en í
gær sögðu Bretar
að bardaganum
um Basra væri nú
að mestu lokið,
breskir hermenn
stjórnuðu nú
mestum hluta
borgarinnar.
Fjögur þúsund
hermenn, 200
skriðdrekar og
hundruð bryn-
vagna eru nú sagðir komnir til borg-
arinnar.
Myrtu 5.000 manns í Halabja
Ali Hassan al-Majid var náfrændi
Saddams Husseins, hefur verið hægri
hönd hans og stjórnað vörnum Suður-
Íraks frá því að stríðið hófst. Hann
hefur verið kallaður Efnavopna-Ali
frá því að hann fyrirskipaði gasárás á
Kúrda í bænum Halabja í Norður-
Írak árið 1988. Talið er að um 5.000
óbreyttir borgarar, aðallega konur og
börn, hafi látið lífið í árásinni.
Ali stýrði hernámsliði Íraka í Kúv-
eit 1990-1991 og var síðan varnar-
málaráðherra í stjórn Saddams 1991–
1995, auk þess sem hann var leiðtogi
Baath-flokksins í Suður-Írak. Fjölda-
margar sögur hafa verið sagðar af
grimmd hans og aðgerðir hans til að
bæla niður uppreisn shíta í Suður-
Írak eftir Persaflóastríðið einkennd-
ust af „aftökum, gerræðislegum
handtökum, mannshvörfum, pynting-
um og öðrum grimmdarverkum“, að
sögn mannréttindahreyfingarinnar
Human Rights Watch.
Reuters
Breskur fallhlífarhermaður umkringdur börnum á Siyamar-torgi í gamla borgarhlutanum í Basra í gær, aftar er veggspjald með mynd af Saddam Huss-
ein. Bretar sögðust í gær hafa tryggt sér nær alveg stjórn á borginni en enn héldu fámennir hópar uppi mótspyrnu. Basra er næststærsta borg Íraks.
Lík „Efnavopna-
Alis“ fundið í Basra
Basra, Saliyah. AP, AFP.
Ali Hassan
al-Majid
Reuters
Condoleezza Rice ásamt Sergei Ív-
anov, varnarmálaráðherra Rúss-
lands, á sunnudagskvöld.
Rice
ræðir við
Rússa
Moskvu. AFP.
TVEIR fréttamenn, spænskur
blaðamaður dagblaðins El Mundo og
þýskur ljósmyndari, féllu ásamt
tveimur bandarískum hermönnum í
eldflaugaárás Íraka á fjarskiptamið-
stöð sunnan við Bagdad í gær.
Alls hafa átta
blaða- og frétta-
menn týnt lífi í
Írak frá því að
átökin hófust þar.
Á sunnudag
var frá því skýrt
að David Bloom,
þekktur banda-
rískur sjónvarps-
maður sem starf-
aði fyrir NBC,
hefði látist nærri Bagdad. Bloom
sem var 39 ára virtist hafa látist af
völdum blóðtappa sem ekki varð rak-
inn til átakanna í Írak.
Michael Kelly, dálkahöfundur
Washington Post, fórst í slysi sem
varð þegar hann var á ferð með
þriðja herfylki fótgönguliðs Banda-
ríkjahers í Írak.
Kelly var fyrsti bandaríski blaða-
maðurinn sem lætur lífið í átökunum
í Írak.
Michael Kelly fórst er þungvopn-
uðum Humvee-herjeppa, sem hann
var í, var ekið ofan í skurð þegar
íraskir hermenn hófu skothríð á
hann nálægt alþjóðaflugvelli Bagd-
ad-borgar.
Átta blaða-
menn látnir
í Írak
Washington. AFP.
Michael Kelly
BRETAR munu hugsanlega
beita nýrri gerð af sprengjum
gegn skriðdrekum Íraka, leysi-
stýrðum sprengjum sem eru að
mestu leyti úr steinsteypu, að
sögn BBC. Kosturinn er sá að
sprengjan veldur síður tjóni á
vopnlausu fólki í grennd við
skotmarkið.
Sprengja af þessu tagi vegur
um 500 kílógrömm og getur
með fallþunganum valdið svo
miklu tjóni á bryndrekum og
öðrum þungavopnum að þau
verði ónothæf.
Oft kemur fyrir að sprengja
virkar ekki strax. Er steypu-
sprengjan máluð blá til þess að
sprengjuleitarmenn átti sig á
því síðar að hún er hættulaus ef
þeir rekast á hana.
Sprengjur
úr steypu?