Morgunblaðið - 08.04.2003, Síða 19

Morgunblaðið - 08.04.2003, Síða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 19 HJÚKRUNARKONUR á alþjóða- flugvellinum í Sydney í Ástralíu fylgd- ust í gær með því hvort komufarþegar væru sýktir af bráðri lungnabólgu (HABL), sem nú mun hafa orðið alls eitt hundrað manns að bana í heim- inum, flestum í Kína. Í gær var til- kynnt um 23. dauðsfallið af völdum sjúkdómsins í Hong Kong. Alls hefur verið tilkynnt um 2.779 tilvik smits. Áströlsk stjórnvöld hafa gripið til harkalegra aðgerða til að hefta út- breiðslu sjúkdómsins þar í landi. Hafa heilbrigðismálayfirvöld í landinu fengið heimild til að setja alla sem sýna einkenni sjúkdómsins í sóttkví, jafnvel gegn vilja þeirra. Einnig er nú heimilt að loka skólum, opinberum stöðum og landamærastöðvum í Ástr- alíu. Reuters 100 hafa látist af völdum HABL TUTTUGU og eitt barn og kennari þeirra fórust er eldur kom upp í skóla í Austur-Síberíu í gær að því er fram kom hjá talsmanni rússnesku almannavarnanna. Fréttir um aldur barnanna voru nokkuð á reiki og voru þau ýmist sögð vera frá fimm til 11 eða 11 til 17 ára. Þá sagði einn, að sjö börn hefðu verið flutt á sjúkrahús en annar 10. Slysið átti sér stað í bænum Sydy Bal í Jakútíu og hafa stjórnvöld þar skipað sérstaka nefnd til að rann- saka tildrögin. 21 barn fórst í eldi Moskvu. AFP. ÞRJÁR manneskjur, majór í breska hernum, eiginkona hans og mennta- skólakennari frá Wales, voru í gær fundin sek um að hafa svindlað í sjónvarpsþættinum „Viltu vinna milljón?“ Charles Ingram, Diana, kona hans, og kennarinn Tecwen Whittock voru dæmd fyrir að hafa haft rangt við þegar Ingram vann rúmlega 121 milljón íslenskra króna í spurningaþættinum. Fóru þau þannig að, að Whittock, sem sat á áhorfendapallinum, hóstaði á réttum tíma þegar spyrillinn las upp hugs- anleg svör. Ingram og kona hans voru dæmd í 18 mánaða fangelsi skilorðsbundið og til að greiða rúmlega 1,8 milljónir króna í sekt og 1,2 millj. í málskostnað. Whittock var dæmdur í árs fangelsi skilorðsbundið, 1,2 millj. kr. sekt og til að greiða rúm- lega 900.000 kr. í málskostnað. Þá fær Ingram að sjálfsögðu ekkert af verðlaunafénu en það var fryst strax og grunur vaknaði um svindl. Sannað þótti, að Whittock hefði veitt Ingram upplýsingar um rétt svar með háværum hósta þegar við átti. Var þátturinn ekki sýndur beint, heldur tekinn upp og þegar farið var að skoða upptökuna vöktu hóstarokurnar í Whittock athygli. Var þá strax hafin rannsókn á mál- inu og af þeim sökum var þátturinn aldrei sýndur í sjónvarpi. Breski herinn hefur nú hafið sína eigin rannsókn á þessu máli og er allt eins víst, að Ingram verði rekinn. Reuters Charles Ingram og Diana, kona hans, er þau gengu fyrir dómarann í gær. Þrjú fundin sek um svindl London. AFP. „Viltu vinna milljón?“ Í JÚNÍ fer fram uppboð á tveimur nýjum útvarpsrásum, sem eiga að ná til allrar Danmerkur. Í útboðslýsingu segir, að önnur rásin skuli ná til u.þ.b. 78% íbúa Danmerkur. Skal hún senda út að minnsta kosti 1.000 stundir af frétt- um á ári og hafa að minnsta kosti 30% tónlistar norræn. Engar slíkar kvaðir eru lagðar á sjöttu rásina, sem gert er ráð fyrir að nái til um 37% danskra eyrna, að því er segir á fréttavef dagblaðsins Politiken. Uppboð á útvarpsrásum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.