Morgunblaðið - 08.04.2003, Síða 39

Morgunblaðið - 08.04.2003, Síða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 39 Ráðstefna EJS um öryggismál EJS stendur fyrir ráðstefnu föstu- daginn 11. apríl. Þar munu erlendir öryggissérfræðingar fjalla um örygg- islausnir frá Cisco, Microsoft, Trend Micro, Checkpoint, RSA, Veritas og kynna öryggisbúnað og -þjónustu. Ráðstefnan er í tengslum við end- urnýjun samnings EJS og Trend Micro um sölu á Trend Micro vörum. Í samningnum er EJS skilgreint sem eini dreifingar- og þjónustuaðilinn á Íslandi fyrir öryggislausnir Trend. Skráning á ráðstefnuna fer fram á heimasíðu EJS, www.ejs.is. Á NÆSTUNNI Skógræktarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu standa fyrir „Opnu húsi“ í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 í dag, þriðjudaginn 8. apríl, kl. 20. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti, verður með erindi um skógrækt og Guðjón Jónsson frá Fagurhólsmýri fjallar um skóg- rækt i Öræfasveit. Fundurinn er í fræðslusamstarfi skógræktarfélag- anna og Búnaðarbanka Íslands og er í umsjón Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. „Heimur unga fólksins“ er yf- irskrift dagskrár sem Íslensk- japanska félagið heldur í Alþjóða- húsinu í kvöld kl. 20. Ragnar Þor- varðarson segir frá dvöl sinni í Japan í máli og myndum. Einnig halda erindi María Hilmarsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir. Árni Kristjánsson tónlistarmaður fjallar um tónlist í Japan. Fræðslufundur félags aðstand- enda Alzheimer-sjulklinga verður haldinn í dag, þriðjudaginn 8. apríl, kl. 20 í hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. Sigurbjörn Björnsson yfirlæknir, Birna Svavarsdóttir og Jóna Magnúsdóttir ræða um vandamál sem tengjast sjúkdómn- um. Í DAG ÓSÆTTI setti svip sinn á skemtanahald í mið- borginni nú um helgina. Á föstudag datt kona fyrir utan veitingastað í Hafnarstræti og var talið að hún hefði handleggsbrotnað. Seinna um kvöldið lenti maður í útistöðum við dyravörð á veitingastað í sömu götu, sem lyktaði með því að mað- urinn var talinn nefbrotinn. Þá átti fólk í deilum á veitingastað í Tryggvagötu sem endaði með tann- broti. Hjón komu á Miðborgarstöðina til að kvarta undan dyraverði veit- ingastaðar í austurborginni en þau sögðu hann hafa ráðist á sig og meinað sér inngöngu á staðinn. Þá kom á lögreglustöðina maður blóð- ugur í andliti og kvaðst hafa orðið fyrir árás á veitingastað í Tryggva- götu. Einnig kom maður sem sagð- ist hafa verið bitinn í þumalfingur. Hann vissi ekki hver hafði bitið. Maður var sleginn í andlitið og hann rotaður á veitingastað í Bankastræti. Konu var hrint fyrir utan veit- ingastað í Tryggvagötu með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði. Þá kom þar að maður sem eitthvað ætl- aði að aðgæta með konuna en hon- um var þá hrint og við það féll hann í götuna og fótbrotnaði. Mun rólegra var aðfaranótt sunnudags en þá nótt var bara einn fluttur á slysadeild eftir slagsmál fyrir framan veitingastað við Hverf- isgötu. 26 umferðaróhöpp Um helgina var tilkynnt um 26 umferðaróhöpp. 25 ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt. Þá voru 6 ökumenn kærðir, grunaðir um að vera ölvaðir við aksturinn. Aðfaranótt sunnudags var lögreglan með sérstakt eftirlit með ölvunar- akstri í miðborg Reykjavíkur. Voru stöðvuð um 50 ökutæki. Enginn ökumannanna reyndist ölvaður. Tilkynnt var um 24 innbrot og 13 þjófnaði um helgina. Þá var tilkynnt um 15 skemmdarverk. Flest inn- brotanna eru í bifreiðar og er yf- irleitt stolið úr þeim hljómflutnings- tækjum. Þá var úr einni bifreiðinni stolið 50 til 60 þúsund krónum, sem var uppgjör úr verslun en það hafði verið geymt í hanskahólfi bifreið- arinnar. Á föstudag lenti maður með handlegg í tannhjóli prentvélar með þeim afleiðingum að handleggurinn tættist illa. Saman dag var kona handtekin í lyfjaverslun í austurborginni eftir að hafa stolið þar töluverðu af skarti. Þá var þrennt, sem hafði verið konunni samferða, handtekið í bifreið fyrir utan staðinn. Fannst í bifreiðinni þýfi úr nokkrum innbrot- um. Vegna innbrots var farið í húsleit í Holtunum eftir að úrskurður dóm- ara lá fyrir. Við húsleitina fannst það sem að var leitað og einnig tölu- vert af öðru þýfi og ætluð fíkniefni. Á föstudagskvöldið var tilkynnt um eld í bifreið á Réttarholtsvegi. Slökkviliðið slökkti eldinn. Talið er að kviknað hafi í hvarfakút bifreið- arinnar. Um miðnætti á föstudag hand- tóku dyraverðir á veitingastað í Austurstræti konu sem hafði stolið fjórum veskjum og GSM-síma. Tókst að hafa uppi á eigendum veskjanna og koma þeim til skila. Konan var færð á lögreglustöð til yfirheyrslu. Á laugardag var drengur hand- samaður í austurborginni eftir að hafa farið inn í tvær bifreiðar. Ann- ar mun hafa verið með honum en sá slapp. Lögreglan tók drenginn í sína vörslu og færði á lögreglustöð. Á laugardagskvöldið var bifreið sem í voru þrjú ungmenni stöðvuð á Strandvegi. Við leit í bifreiðinni fannst ætlað þýfi og voru þá ung- mennin handtekin og færð á lög- reglustöð til yfirheyrslu. Dagbók LR, helgina 4.–7. apríl Slegist á veitinga- húsum í Reykjavík Frambjóðendur B-listans í Norð- vesturkjördæmi verða með opinn fund á Finnabæ, Bolungarvík, í dag, þriðjudag 8. apríl, kl. 20.30. Á morg- un, miðvikudaginn 9. apríl, kl. 20.30 verða frambjóðendur B-listans með opinn fund á Vagninum, Flateyri. Einnig munu frambjóðendur heim- sækja fyrirtæki í Bolungarvík og á Flateyri. Árni Magnússon, framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins, sem skipar 2. sætið á lista Framsókn- arflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur opnað heimasíðu á slóðinni www.arnimagg.is. Árni mun daglega birta á heimasíðunni pistla um stjórnmál og fréttir úr kosninga- baráttunni. STJÓRNMÁL VELFERÐARSJÓÐUR barna á Ís- landi veitti Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur öðru sinni tvær millj- ónir króna til styrktar börnum frá efnalitlum heimilum til dvalar í sum- arbúðum í sumar. Á síðasta ári greiddi nefndin fyrir 96 börn í sum- arbúðir KFUM og K fyrir tilstuðlan Velferðarsjóðs barna. Að þessu sinni verður boðið upp á sumardvöl í Ævintýralandi að Reykjum í Hrútafirði. Úthlutun hefst miðvikudaginn 9. apríl á Sólvallagötu 48, kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Úthlutun í sumarbúðir Hrafnaþing á Hlemmi Opið fræðsluerindi Náttúrufræðistofn- unar Íslands verður á morgun, miðvikudaginn 9. apríl kl. 12.15, í sal Möguleikhússins á Hlemmi, Reykjavík. Guðmundur A. Guð- mundsson fuglafræðingur flytur er- indið „Eru milljón heiðlóur á Ís- landi?“ Hrafnaþing á Hlemmi eru öllum opin. Nánari upplýsingar um erindið og Hrafnaþing er að finna á heimasíðu stofnunarinnar www.ni.is undir liðnum „Efst á baugi“. Hádegisverðarfundur Félags við- skipta- og hagfræðinga verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 9. apríl kl. 12–13.30, í Hvammi Grand Hótel Reykjavík. Fyrirles- arar eru: Árelía Eydís Guðmunds- dóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík og Hjalti Sölvason, starfsþróunarstjóri Nýherja. Fund- urinn er opinn öllum. Verð með há- degisverði er 2.800 kr. fyrir fé- lagsmenn og 3.800 kr. fyrir aðra. Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti fvh@fvh.is Jafnrétti fjölmenning og fjöl- tyngi Hólmfríður Garðarsdóttir, lektor í spænsku, heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungu- málum, á morgun, miðvikudaginn 9. apríl kl. l6.30, í stofu 201 í Odda. Fyrirlesturinn ber titilinn: Jafnrétti fjölmenningar og fjöltyngis: Um kynferði málfræði, málnotkun og þýðingar. Fyrirlesturinn verður túlkaður á táknmál. „Börn og umhverfi“ Reykjavík- urdeild Rauða krossins gengst fyrir námskeiðinu „Börn og umhverfi“ áður barnfóstrunámskeið, fyrir nemendur fædda 1989, 1990 og 1991. Námskeiðið hefst miðviku- daginn 9. apríl og stendur í fjögur kvöld. Námskeiðið er haldið í Fákafeni 11, 2. hæð kl. 18–21. Markmiðið er að nemendur öðlist aukna þekkingu á börnum og um- hverfi þeirra. Leiðbeinendur eru leikskólakennari og hjúkrunarfræð- ingur. Á MORGUN LÖGREGLAN í Reykjavík lýs- ir eftir bifreiðinni VF-156 sem er rauður Mitsubishi Lancer, árgerð 2000. 2. mars sl. var brotin upp hurð á bílskúr við Blesugróf og bílnum stolið þaðan. Þeir, sem geta gefið upplýsingar hvar bif- reiðina er nú að finna, eru vin- samlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir bifreið 34. ÓLYMPÍULEIKARNIR í eðl- isfræði fara fram í Taipei á Taívan 12.-20. júlí næstkomandi. Mennta- málaráðuneytið hefur þekkst boð menntamálaráðherra Taívan um að senda fullt keppnislið til leikanna og hefur liðið nú verið valið með landskeppni sem Eðlisfræðifélag Íslands og Félag raungreinakenn- ara gengust fyrir í febrúar og mars. 5 piltar sem stóðu sig framúrskar- andi vel í úrslitakeppninni, og enn eru yngri en tvítugir 30. júní næst- komandi, verða fulltrúar Íslands á þessu alþjóðlega móti afburðaung- linga. Efstu keppendurnir voru Eyvind- ur Ari Pálsson frá MR með 64 stig, Shlok Smári Datye frá MA með 59 stig, Eysteinn Helgason frá VÍ með 58 stig, Wing Wa Yu frá MH með 57 stig og Jón Karl Sigurðsson frá VÍ með 55 stig. Þessir piltar fengu allir peningaverðlaun frá Morgun- blaðinu. Þeir komast þó ekki allir á Ólympíuleikana í eðlisfræði þar sem Eyvindur keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í stærðfræði og Jón Karl er orðinn tvítugur. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði eru árleg keppni framhaldsskólanem- enda og eru þeir nú haldnir í 34. skipti, að þessu sinni í Taipei á Taívan. Ólympíuleikarnir hófust 1967 í Póllandi sem keppni 5 þjóða í Austur-Evrópu en smám saman hefur þátttökuþjóðum fjölgað og hófu Íslendingar þátttöku 1984 með tveimur nemendum frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð undir stjórn Hans Kr. Guðmundssonar, rektors NorFa, og Viðars Ágústs- sonar, framkvæmdastjóra Hug- fangs. Íslenska keppnisliðið er að þessu sinni skipað þremur nem- endum frá Menntaskólanum á Ak- ureyri, þeim Einari Hrafni Hjálm- arssyni, Shlok Smára Datye og Hauki Sigurðarsyni, Eysteini Helgasyni frá Verslunarskóla Ís- lands og Wing Wa Yu frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Keppnis- liðið mun fá þjálfun í þrjár vikur fyrir Ólympíuleikana í Háskóla Ís- lands undir stjórn fararstjóranna Ingibjargar Haraldsdóttur, deildar- stjóra í eðlisfræði við Menntaskól- ann í Kópavogi, og Kristjáns Rún- ars Kristjánssonar, doktorsnem- anda í eðlisfræði við Háskóla Ís- lands. Ólympíuleikar í eðlis- fræði í Taipei á Taívan Íslenska keppnisliðið á Ólympíuleikunum ásamt fararstjóra. MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að veita 2,7 milljónir úr Þróunarsjóði leikskóla í styrki til alls 13 verkefna á skólaárinu 2003–2004, segir í fréttatilkynn- ingu frá menntamálaráðuneytinu. Auglýst var eftir umsóknum eink- um á tveimur forgangssviðum, annars vegar tvítyngd börn og fjölmenningarlegur leikskóli og hins vegar samstarf foreldra og barna. Leikskólinn Sólborg hlaut hæsta styrkinn eða 350 þúsund krónur til verkefnisins Gildi snemmtækrar íhlutunar fyrir málþroska tví- tyngdra barna – heyrandi barna heyrnarlausra foreldra, en upphæð styrkja var á bilinu 100–350 þús- und. Leikskólinn Efstihjalli hlaut 300 þúsund og sömu upphæð fengu Bæjarskrifstofur Garðabæjar. Aðrir sem hlutu styrk voru leik- skólarnir Dalur, Iðavöllur, Hof, Álfheimar, Sjónarhóll, Dverga- steinn og Leikskólinn Stykkis- hólmi. Einstaklingar sem hlutu styrki voru Kolbrún Vigfúsdóttir, Inga Valdís Einarsdóttir og Rann- veig Oddsdóttir. 2,7 milljónum úthlutað til leikskóla HREPPSNEFND Hrunamanna- hrepps hefur áhyggjur af ástandi vega í sveitarfélaginu og í uppsveitum Árnes- sýslu. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt samhljóða á fundi hreppsnefndar fyrir nokkru. Þar segir meðal annars að ástand safnvega, tengivega og hluta stofn- brauta innan marka sveitarfélagsins sé með öllu óviðunandi og ástand þeirra skaði mjög ferðaþjónustu og verslun í sveitarfélaginu auk þess sem núverandi ástand raski möguleikum íbúa til at- vinnu og atvinnurekstrar. Jafnframt séu tengi- og safnvegir þjóðvegur íbúa á svæðinu og þeirra milljón ferðamanna sem sækja svæðið heim ár hvert og því mikilvægt að úrbætur verði gerðar. Í ályktuninni kemur fram að um þriðjungur stofnbrautar í gegnum Hrunamannahrepp sem jafnframt er hluti „Gullna hringsins“ sé enn óupp- byggður og brýnt sé að ljúka þeirri leið og tengja sveitarfélagið að nýju við helstu ferðamannaleiðir svæðisins. Hreppsnefndin skorar á þingmenn og samgöngunefnd Alþingis að beita sér fyrir því að stórauknu fé verði varið til tengi- og safnvega með sértækum að- gerðum. Áhyggjur af vegum í Hruna- mannahreppi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.