Morgunblaðið - 08.04.2003, Side 55

Morgunblaðið - 08.04.2003, Side 55
VEÐUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 55 /                               ! " "               "./'#-  #?'@"A0" *B%0?'@"A0" &',C*-DB0"     !"#$" %&"'( )! ' * '+ EF > ? , , ,  - - - ?G  ,  ,  , ,  ?  ,  , , ,  ?G ,  ,  ,  G9>> G  9  F G9   !   , , , , , , , ,  ,  ,  ,  ,  ,     ?   ,  - - - - - - - - - - - -         . /''    # "00 1' " # & '+  2 #$" # '3   2  4  , *  4 ''  # "00 1' " # & '+- " 1'" & "#$ ",    > F H4FII       #$#%& #%$'"      ( )   !*    (    !    +          56  "00 1'" # /"&#" * '+ J6 -  J6 -  J6 -  "    #  .     F '     LGM    (G >F   7 7   4  2,  , '!4  #1 1 3 3 +  2,  ,  1 2  1 1 41 41  G 2   &   B 5 %   C # ? 2 - #    7  41 41 8&"!  #1 1 2 2  #1 41 '!4 '!& 2   % C 7   7 "G ?   N  >  2  5 / 6 7 D      7 7  2 1  #1 2 ' 41 2 2 41  '!& 8&"!  #1 ?M  . & 1  $# "- ' 3 2 " '+, .   %     9&   (6   & + 2 4 , . +" ! ''+ ",            "  -  ) & + 2 ''  3 + "''' & ' '+- ' 1 & 3&" 2 '&"'  , . 2    ,-- #.. ,- # # !" #" $" %" &'"&&" $" $" $" #" %" EINN er sá þáttur sem þykir toppa hinn tiltölulega nýtilkomna geira í sjónvarpsmenningu nútímans, þ.e. „draslsjónvarpið“ („trash- television“). Hér er ég að sjálf- sögðu að tala um Kjánaprikin eða Jackass en af öðrum, skyldum þátt- um mætti nefna Piparsveininn og Heimsmetabók Guinness. All- nokkur umræða hefur verið um þennan þátt að undanförnu, bæði vegna þess að útskot þáttarins, sýningin Ekki reyna þetta heima (Don’t try this at home) er á leið til landsins og verður sett upp næstu helgi. En einnig af því að æskulýð- ur landsins er víst farinn að apa asnastrikin upp eftir „hetjunum“ með miður góðum afleiðingum, í einhverjum tilfellum a.m.k. Ég er 29 ára gamall og þykist nokkuð meðvitaður um mikilvægi þess að vera ungur í anda. A.m.k. vil ég ekki detta í þá gryfju að verða forpokaður predikari, ein- ungis vegna aldurs, tautandi um hvað unglingarnir í dag séu á mikl- um villigötum. Engu að síður hefur þessi Kjánapriksumræða valdið töluverðu hausklóri hjá mér. Ég hreinlega veit ekki hvaða afstöðu mér ber að taka í þessu efni. Ann- ars vegar virðist þetta vera spurn- ing um óheft tjáningarfrelsi en hins vegar um að gæta þess að blessuð börnin fari sér ekki að voða og hafi heilbrigð lífs- og upp- eldisgildi fyrir framan sig. Bera „listamennirnir“ ábyrgð hér? Ég man eftir því að Paul McCartney vísaði því algerlega á bug að frægð Bítlanna setti þeim einhverjar skorður, t.a.m. í eitur- lyfjaneyslu og umræðu um þau. Ég velti líka fyrir mér ofbeldinu í Tomma og Jenna. Sitthvað hefur nú verið sett út það. Og hvað með aðra miðla eins og meintan djöfla- boðskap þungarokkssveita eða þá ofbeldisfulla tölvuleiki? Er ekki verið að drepa mann og annan í skák? Og í Íslendingasögunum? Já, hvar eru mörkin í ritskoðun og vel meintri forsjárhyggju dreg- in? Það sem setur Kjánaprikin í dá- lítinn sérflokk, og er uppspretta umræðunnar er að a) þetta er veruleikasjónvarp, þar sem fífla- lætin eru framkvæmd af mönnum eins og „mér og þér“ (allt í lagi. Kannski eru þeir ekki alveg eins og ég og þú!) og b) markhópurinn er að stórum hluta fólk á þeim aldri, þar sem áhrifagirnin er hvað mest. Löngum hefur tíðkast að „yf- irvöld“ setji þar til gerðar merk- ingar á menningarafurðir sem taldar eru skaðlegar mannssálinni. Þetta valdboð hefur löngum verið mikið bitbein og skal engan undra. Rappdiskar eru merktir með lím- miðum þar sem varað er við mál- fari og kvikmyndir eru metnar eft- ir því hvort óhætt sé fyrir ákveðna aldurshópa að sjá þær. Í sumum til- fellum er þetta ætlað sem leiðbein- andi ábendingar, í sumum ekki. Teiknimyndirnar um ævintýri hinna forheimsku Beavis og Butt- head, framleiddar af MTV líkt og Kjánaprikin, ollu upphlaupi í Bandaríkjunum á sínum tíma þeg- ar einhver áhorfandinn setti kött- inn sinn í þvottavélina (eða eitt- hvað þvíumlíkt). Í kjölfarið var þáttunum ávallt fylgt úr hlaði með varnaðarorðum. Beavis og Butt- head eru teiknimyndahetjur, á meðan Kjánaprikin eru „gaurarnir í hverfinu“. Á einhvern hátt standa þeir manni nær. Um þessar mundir er hægt að fylgjast með stríði í beinni og einhvern tíma lýsti ein- hver sjónvarpsþáttaframleiðandinn því yfir að ef hann kæmist upp með að drepa fólk, til að auka áhorf, þá myndi hann gera það. Mörk skáld- skapar og raunveruleika í sjón- varpi eru sífellt að verða þoku- kenndari. En er réttlætanlegt að grípa inn í þá þróun? Þrátt fyrir skiljanlegar áhyggjur er að mörgu leyti ekkert nýtt undir sólinni hvað Kjánaprikin varðar. Fæstir þeirra sem horfa á hryll- ingsmyndir fara út á götu til að drepa fólk í kjölfarið. Og fæstir þeirra sem horfa á Kjánaprikin kveikja í djásnunum dýru í kjölfar- ið. Eða hvað? Engir dómar verða felldir um Kjánaprikin hér. Ég læt mér nægja að rifja upp spakmæli óþekktu móðurinnar: „Ef vinir þínir myndu hoppa ofan af Hallgrímskirkju- turni myndir þú þá gera það?“ Klifrað yfir krókódílum. Kjánaprikunum er ekkert heilagt. Hvar á að draga mörkin? Ljósvakinn Arnar Eggert Thoroddsen Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, virka daga frá kl. 9-15.30 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-14. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs- ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík – Símar 515 1735 og 515 1736 Bréfasími 515 1739 – Farsími 898 1720 Netfang: oskar@xd.is ÚTVARP/SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.