Morgunblaðið - 15.05.2003, Side 8

Morgunblaðið - 15.05.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ég er komin heim, elskan. Vorþing á Keldum Merkar rann- sóknir kynntar TILRAUNASTÖÐHáskóla Íslands ímeinafræði gengst fyrir vorþingi á Keldum nk. föstudag milli klukkan 13 og 16.30. Um er að ræða hálfs dags fund sem haldinn er á bókasafni Til- raunastöðvarinnar að Keldum. Fundurinn er öll- um opinn og þátttakend- um að kostnaðarlausu. Morgunblaðið ræddi við Sigurð Ingvarsson, for- stöðumann Tilraunastöðv- ar HÍ í meinafræði, og fara svör hans hér á eftir. – Er þetta frumraun með vorþing af þessu tagi? „Það má segja það. Við vorum með dagsráðstefnu í fyrra sem heppnaðist mjög vel. Þetta vorþing er þó frá- brugðið því að því leyti að deild- arstjórar einstakra deilda eða aðrir útvaldir af þeim bera ábyrgð á þeim erindum sem flutt verða.“ – Segðu okkur aðeins nánar hvað hér er á ferðinni... „Þetta er heildarkynning á starfseminni sem hér fer fram. Vorþingið er hugsað fyrir þá sem áhuga hafa á þessum málefnum, en er kannski fyrst og fremst hugsað fyrir faghópana sem koma við sögu. Þetta er mikil- vægt fyrir innra starfið því mis- munandi deildir kynnast verkefn- um hver annarrar. Þá er nauðsynlegt að háskólasamfé- lagið geti fylgst með þeim rann- sóknum sem hér fara fram og tengjast dýralækningum og dýra- sjúkdómum. Þá er vorþingið opið íslensku þjóðinni, við tökum við fólki á meðan húsrúm leyfir.“ – Hvaða aðstöðu hafið þið? „Við erum með rúmgott bóka- safn með þokkalega stórum fyr- irlestrasal hér á Keldum. Þar rúmast eitthvað á annað hundrað manns.“ – Og þarna flytja sumsé deild- arstjórar eða aðrir útvaldir er- indi? „Já, eins og ég gat um áðan. Alls verða flutt átta erindi. Sjálf- ur mun ég setja vorþingið, en síð- an ávarpar okkur Vilhjálmur Lúðvíksson sem er innlegg frá menntamálaráðuneytinu og mun hann fjalla um nýskipan rann- sóknarmála. Þá tek ég aftur til máls og reifa ársskýrslu stofnun- arinnar og að því loknu verða um- ræður um skýrsluna. Síðan byrja vísindaerindin og ríður Eggert Gunnarsson á vaðið með erindi um starfsemi bakter- íu- og sníkjudýradeildar. Þá segir Hrund Ýr Ólafsdóttir frá rann- sóknum á holdhnjósku í hrossum. Kaffihlé verður gert að loknu er- indi Hrundar. Síðan tökum við aftur til við erindi og Bergljót Magnadóttir verður með kynn- ingu á verkefnum veiru- og sam- eindalíffræðideildar. Á eftir henni kemur í pontuna Valgerður Andr- ésdóttir sem segir frá rannsókn- um á mæði-visnuveiru. Sigurður Helgason tekur þá við með erindi um verkefni fisksjúk- dómadeildar og síðan greinir Árni Krist- mundsson frá rann- sóknum á sníkjudýrum í álum. Helgi S. Helgason framkvæmda- stjóri slítur síðan þinginu.“ – Verða ekki einhverjar um- ræður um erindin? „Það er sjálfstæður dagskrár- liður sem heitir umræður um árs- skýrslu. Hvað erindin varðar þá verður fyrirspurnum svarað í lok erinda. Þau eru í eðli sínu of ólík til að hægt sé að brydda upp á pallborðsumræðum.“ – Að öðrum erindum ólöstuð- um, gætir þú bent á einhver sem flutt verða sem eru líklegri en önnur til að innihalda eitthvað nýtt og spennandi? „Þá vil ég nefna erindi Berg- ljótar Magnadóttir sem hefur tekið þátt í Evrópsku samstarfs- verkefni sem snýr að rannsókn- um á ónæmiskerfum fiska. Berg- ljót hefur mikið rannsakað þorskinn, en sem kunnugt er er litið til þorsksins sem framtíðar- tegundar í matfiskaeldi. Ég reikna með að Bergljót verði með skemmtilegt innlegg. Ég vil ennfremur nefna erindi Valgerðar Andrésdóttur sem hef- ur rannsakað svokallaða mæði- visnuveiru, sem eru þær rann- sóknir sem komið hafa frá Keld- um sem hlotið hafa hvað víðtækasta alþjóðlega viðurkenn- ingu. Valgerður hefur haldið sínu góða starfi áfram og verður með dæmi um hversu gott verkfæri sameindalíffræðin er. Þá vil ég einnig fá að nefna Árna Kristmundsson. Hann er í mastersnámi og á að verja rit- gerðina sína í næstu viku. Hann er að fjalla um sjúkdóma og sníkjudýr í álum eins og ég kom að áðan. Þetta er svið sem lítið hefur verið skoðað og Árni verður með ýmislegt skemmtilegt og óvænt fram að færa.“ – Er stofnun ykkar alfarið rannsóknar- stofnun? „Það má segja að auk rannsóknastarf- seminnar fari hér fram þjónustustarfsemi vegna grein- ingar og eftirlits með heilbrigði dýra og dýrasjúkdómum, þar með talið fiskisjúkdómum. Á Til- raunastöðinni eru þrjár fagdeild- ir, fisksjúkdómadeild, bakteríu- og sníkjudýradeild og veiru- og sameindalíffræðideild, auk einnar stoðdeildar, skrifstofan og búsýsl- an. Sigurður Ingvarsson  Sigurður Ingvarsson er fædd- ur í Reykjavík 14. október 1956. BS-próf í líffræði frá HÍ og dokt- orspróf í krabbameinslíffræði frá Karolinska-stofnuninni í Stokkhólmi árið 1989. Hann hef- ur tvisvar, árin 1981–1984 og 1991–2001, starfað við Rann- sóknarstofnun Háskóla Íslands í meinafræði. Árin 1984–1989 var hann við krabbameinslíf- fræðideild Karolinska og 1989– 1991 á sameindalíffræðideild sama sjúkrahúss. Frá 2001 hefur Sigurður verið forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum, auk þess að vera prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Sníkjudýr ála, ónæmiskerfi þorsks og mæði visna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.