Morgunblaðið - 15.05.2003, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.05.2003, Qupperneq 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÉR ríkir mjög sérkenni-legt ástand. Öll innristarfsemi landsins erlömuð sem felur í sér að skortur er á eldsneyti, engir fjöl- miðlar eru starfandi, verslanir eru opnar að mjög takmörkuðu leyti og þrátt fyrir að fólk reyni almennt að sækja vinnu fær það engin laun. Auk þess eru ruslahaugar á víð og dreif um borgina og skolplagnir víða í ólagi.“ Þetta er að sögn Sigrúnar Árna- dóttur, framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands, það ástand sem íraskir borgarar og Rauði krossinn vilja helst bæta úr í Bagdad. Almenningur óttasleginn Sigrún segir þó meginvanda bandamanna og hjálparstarfs- manna felast í því að tryggja öryggi borgaranna og koma á skipulagi, lögum og reglu í landinu. „Það hef- ur ekki tekist að tryggja öryggi hins almenna borgara og það haml- ar hjálparstarfi og hefur mjög lam- andi áhrif á líf fólks.“ Hún segir að strax eftir að stríð- inu lauk hafi verið farið ránshendi um allt enda voru þá öll fangelsi opnuð og fangar gengu lausir. „Allt sem hægt var að taka var tekið, meira að segja rafmagnslagnir og innstungur. Það er sama hvert maður kemur, alls staðar blasir sami vandinn við og þrátt fyrir að reynt hafi verið að fjölga í lögreglu- liði Bagdad-borgar hefur það haft lítið að segja til að koma í veg fyrir það stjórnleysi sem hér ríkir. Fólk er almennt mjög hrætt. Það vill að öryggi landsmanna verði tryggt og að hjólin fari aftur að snúast.“ Hörmulegt ástand á eina geðsjúkrahúsi borgarinnar Sigrún kynnti sér ástandið á eina starfandi geðsjúkrahúsinu í Bagd- ad sl. þriðjudag en alþjóða Rauði krossinn hefur ráðstafað veruleg- um fjármunum í fyrirhugaða enduruppbyggingu þess. Margir ósakhæfir afbrotamenn sluppu af sjúkrahúsinu þegar ránsflokkar gerðu atlögu að því og stálu öllu steini léttara að stríðinu loknu. „Ættingjar margra sjúklinganna sóttu þá á sjúkrahúsið áður en átökin hófust og hafa þeir sjúkling- ar nú flestir skilað sér til baka þrátt fyrir að aðbúnaður sé bágur. Margra sjúklinga er saknað og stjórnendur sjúkrahússins óttast að allt að 60% þeirra sem áður nutu aðhlynningar á sjúkrahúsinu séu nú annað hvort í reiðileysi á göt- unum eða látnir.“ Sigrún hefur eftir starfsfólki geðsjúkrahússins að erfitt sé um vik að grennslast fyrir um afdrif þessara sjúklinga vegna þess að símkerfi Íraks er með öllu óvirkt auk þess sem mikið af gögnum glataðist í átökunum. Aðspurð segir Sigrún ekki bera á matvælaskorti í Írak en Rauði krossinn hafi þó aðstoðað við dreif- ingu matar á sjúkrahús, bæði til sjúklinga og starfsmanna. „Það eru fyrst og fremst öryggismálin sem eru í ólestri hérna og úr því þarf að bæta,“ segir hún og bætir við að mikill fjöldi vopna hafi fundist um alla borg og hernámsliðið safni þeim saman og fargi. Sigrún tekur fram að á fundi full- trúa þrjátíu og þriggja landsfélaga Rauða krossins sem haldinn var sl. þriðjudag hafi verið samþykkt stuðningsyfirlýsing við það hjálpar- starf sem fram undan er í Írak. Að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá alþjóðasamtökum Rauða krossins um niðurstöðu fundarins var jafnframt samþykkt að lýsa yfir fullri samstöðu með írösku þjóðinni. Þá er lögð áhersla á að í uppbyggingarstarfi því sem framundan er skuli grunnþarfir írösku þjóðarinnar vera forgangs- atriði. Auk þess er lögð áhersla á að ábyrgð á uppbyggingarstarfinu liggi fyrst og fremst hjá hernáms- veldinu. Morgunblaðið/Þorkell Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, kynnti sér ástandið í eina starfandi geðsjúkrahúsinu í Bagdad. Húsið er þó vart starf- hæft eftir að öllu steini léttara var stolið þaðan í stríðinu. Fyrir átökin voru þar um 1.500 sjúklingar. Óttast er að margir þeirra séu á vergangi eða látnir. Kona afgreiðir flóttafólk í lyfjabúð í flóttamannabúðum fyrir Palestínumenn í írösku höfuðborginni. Sjálfboðaliðar frá Rauða hálfmánanum í Írak reyna að hafa uppi á fórnar- lömbum stríðsátakanna í landinu, og stundum eru líkum fórnarlambanna teknar nýjar grafir eftir að kennsl hafa verið borin á þau. Starfsmenn Rauða hálfmánans og Rauða krossins aðstoða Íraka í Bagdad við að hringja í ættingja erlendis. Margir hafa enn ekki komið boðum til eða heyrt frá ættingjum sínum í landinu þar sem allt símkerfi er lamað. Biðröð er eftir aðgangi að símanum, en á götunum eru menn sem veita sömu þjónustu en taka 50 dali á mínútuna. Margir hafa alls ekki ráð á því. „Forgangsmál að tryggja öryggi borgaranna“ Samkvæmt Genfar- sáttmálanum er það hlutverk hernaðar- aðila að tryggja ör- yggi borgara að loknu stríði. Það hefur að mati Sigrúnar Árna- dóttur, framkvæmda- stjóra Rauða kross Ís- lands, sem er stödd í Bagdad, ekki gengið eftir. Þorkell Þorkels- son, ljósmyndari Morgunblaðsins, er einnig staddur í borg- inni á vegum Rauða krossins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.