Morgunblaðið - 15.05.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 15.05.2003, Síða 22
KIWANISKLÚBBURINN Skjálf- andi færði á dögunum öllum sjö ára börnum á Húsavík reið- hjólahjálma að gjöf. Þeir Kiw- anismenn hafa gert þetta um ára- bil og að þessu sinni fór athöfnin fram á planinu við Naust, hús Björgunarsveitarinnar Garðars. Eftir að hafa afhent börnunum hjálmana var viðstöddum boðið upp á grillaðar pylsur og svala- drykk. Lögreglan mætti einnig á svæð- ið og kynnti Hreiðar Hreiðarsson börnunum m.a. hvernig nota ætti hjálmana og eins brýndi hann fyr- ir þeim, og foreldrum þeirra, að hjóla aldrei án þeirra og tóku all- ir vel í það. Að þessu loknu fór fram reið- hjólaskoðun. Varð strax nóg að gera í því hjá lögreglunni þar sem allir vildu fá skoðun á hjólin sín og helst af öllu miða sem sýndi að allt væri í stakasta lagi með þau. Að sögn Skarphéðins Aðalsteins- sonar lögreglumanns var ástand hjólanna misjafnt en í heildina mætti segja að það væri þokka- legt. Við þetta sama tækifæri afhenti Kiwanisklúbburinn Skjálfandi Skátafélaginu Víkingi á Húsavík góðar gjafir. Var þar um að ræða veglegan gasofn og gashellu ásamt gaskútum til að nota í úti- legum. Þuríður Sigurðardóttir skátaforingi þakkaði gjafirnar fyrir hönd skátanna og sagði þær koma fljótlega að góðum notum því fyrirhuguð væri ferð hjá fé- laginu innan skamms. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Skarphéðinn Aðalsteinsson lögreglumaður skoðar reiðhjól Elfu Bjarkar Víðisdóttur en lögreglan kenndi börnunum einnig að nota hjólahjálma. Færðu sjö ára börnum reiðhjóla- hjálma Húsavík LANDIÐ 22 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í LOK aprílmánaðar heimtust af fjalli þrjú veturgömul lömb sem höfðu vetursetu í Kaldalóni við Ísafjarðardjúp. Eigendur urðu að vonum hissa þegar þríeykið kom til byggða; gimbur og hrútur frá Melgraseyri og hrútar frá bænum Skjaldfönn. Þegar fréttaritari bankaði upp á hjá þeim Snævari Guðmundssyni og Önnu Guðnýju Gunnarsdóttur nokkrum dögum síðar var gemlingurinn borinn og ekki ann- að að sjá en móður og lambi heils- aðist vel. Hinn fjallmyndarlegi lambhrútur, sem jafnframt var lambakóngur á bænum, fékk nafnið Sigvaldi Kaldalóns. Morgunblaðið/Kristín S. Einarsdóttir Veturseta búfjár í Kaldalóni Hólmavík FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur samið við Forsvar ehf. á Hvammstanga um smíði upplýsinga- kerfis sem halda á utan um fjárhags- áætlanir sveitarfélaga á Íslandi í framtíðinni. Samið er um að smíð- inni verði lokið í apríl 2004, en hluti kerfisins verði kominn í notkun fyrir næstu áramót. Einnig er samið um uppfærslu og viðhald til ársloka 2006. Unnið hefur verið að samn- ingsgerð um þessa framkvæmd frá september á liðnu ári. Það voru félagsmálaráðherra, Páll Pétursson og Karl Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Forsvars ehf. sem undirrituðu samninginn á Hvammstanga. Viðstaddir undirrit- un voru einnig Garðar Jónsson skrif- stofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, Elín R. Líndal markaðsfulltrúi For- svars ehf., Þorvaldur Böðvarsson stjórnarmaður Forsvars ehf. og Örn Steinar Ásbjarnarson tölvunarfræð- ingur hjá Forsvari ehf. Ráðherra lýsti ánægju með að ráðuneytið hafi náð samstarfi við að- ila á landsbyggðinni um slíkt verk- efni. Karl ræddi um, hve miklu skipti fyrir þjónustufyrirtæki á landsbyggðinni að ná að semja um áhugaverð verkefni til úrvinnslu. Þetta væri fyrsti samningur For- svars ehf. við stjórnsýslu landsins og vonandi kæmu fleiri samningar á eftir. Aðrir viðstaddir lýstu ánægju sinni með verkefnið. Fyrsta verk- hluta við gerð upplýsingakerfisins mun Forsvar kaupa að hluta til hjá Ágústi Þorgeirssyni tölvunarfræð- ingi hjá Ráðbarði sf. á Hvamms- tanga. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Páll Pétursson og Karl Sigurgeirsson. Fyrir aftan eru f.v. Örn Steinar Ás- bjarnarson, Garðar Jónsson, Þorvaldur Böðvarsson og Elín R. Líndal. Samningur um upplýsingakerfi Hvammstangi BORGFIRSKU háskólarnir tveir á Bifröst og Hvanneyri kynntu námsframboð nýlega í verslunar- miðstöðinni Hyrnutorgi. Þetta var í fyrsta sinn sem þessir skólar taka sig saman um að kynna námsframboð og með framtakinu er verið að gera tilraun með að færa upplýsingagjöf um nám nær almenningi. Að sögn kynningar- stjóranna tveggja sýndu margir skólunum áhuga og fengu upplýs- ingar um nám á sviði viðskipta, lögfræði, náttúruvísinda og land- búnaðar. Fyrir utan þetta kynningarsam- starf hafa viðræður á milli Bifrast- ar og Hvanneyrar undanfarið leitt af sér nýjan möguleika í fram- haldsnámi á Bifröst, þar sem í haust verður boðið upp á sérhæf- ingu á sviði umhverfis- og auð- lindahagfræði og svæðafræði í samvinnu við Landbúnaðar- háskólann. Umsóknarfrestur um háskólanám á Hvanneyri eða Bif- röst rennur út í byrjun júní næst- komandi. Morgunblaðið/Guðrún Vala Guðrún Jónsdóttir, kynningarstjóri Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, og Auðbjörg Agnes Gunnarsdóttir, kynningarstjóri Viðskiptaháskólans á Bifröst, veita Hrefnu B. Jónsdóttur upplýsingar um nám heima í héraði. Borgfirskir háskól- ar með kynningu Borgarnes NÝLEGA var heiðraður starfsmað- ur á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Það var Eyrún Ósk- arsdóttir sem starfað hefur þar í rúmlega 21 ár og þökkuðu bæði Jó- hanna Friðriksdóttir hjúkrunarfor- stjóri og Drífa Hjartardóttir, for- maður stjórnar stofnunarinnar, Eyrúnu fyrir afar farsæl og vel unnin störf. Þær færðu henni að gjöf leirmuni eftir Hrönn Walters- dóttur. Eyrún er þó hvergi nærri hætt störfum en tímabært þótti að sýna henni þakklætisvott í tilefni 20 ára starfsafmælisins. Enginn annar starfsmaður hefur unnið svo lengi á Lundi en alls starfa þar um 40 manns. Starfs- maður heiðraður Hella Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Jóhanna Friðriksdóttir, hjúkrunar- forstjóri á Lundi, flytur þakkar- ávarp til Eyrúnar Óskarsdóttur. Til hægri er Drífa Hjartardóttir, for- maður stjórnar Lundar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.