Morgunblaðið - 15.05.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.05.2003, Qupperneq 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 23 ÞESSIR skemmtilegu karlar kíkja upp fyrir hljóðmön sem skýlir húsum við Seyðisfjarðarveg á Egilsstöðum. Ein- hverjir hug- myndaríkir íbúar hafa komið þeim fyr- ir til að gleðja öku- menn sem fram hjá fara. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kátir karlar á hljóðmön Egilsstaðir KNATTSPYRNUDEILD Víkings í Ólafsvík og Bónus gerðu með sér styrktarsamning keppnistímabilið 2003 og er Bónus aðalstyrktaraðili félagsins. Liðið mun leika í búning- um í sumar með auglýsingu frá Bón- us eins og keppnistímabilið 2002. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, lék með Vík- ingi í fjölda ára, og var einn sterkasti varnarmaður liðsins. Er mikill hugur í knattspyrnumönnum Víkings á komandi keppnistímabili, og hefur Esjub Purisevic verið ráðinn þjálfari liðsins, en hann hefur þjálfað meist- aradeild Vals sl. tvö ár. Fyrirhugað er að úrvalsdeildarlið Vals komi til Ólafsvíkur í byrjun maí í æfingar- búðir, og spili leik við heimamenn. Morgunblaðið/Alfons Á myndinni má sjá Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss, til hægri, og Jónas Gest Jónasson, formann meistaraflokksráðs Víkings Ó., undirrita samninginn í íþróttahúsi Ólafsvíkur. Bónus styrkir Víking Ólafsvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.