Morgunblaðið - 15.05.2003, Side 34

Morgunblaðið - 15.05.2003, Side 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í slenskt þjóðerni hefur komið til skoðunar á und- anförnum árum, varpað hefur verið fram spurn- ingum um sjálfsmynd okkar Íslendinga og sýnist sitt hverjum. Slík endurskoðun er holl hverri þjóð, rétt eins og það er hollt hverjum manni að hugleiða af og til eigin tilveru, rýna eitt and- artak inn í sálarletrið. Ef vel tekst til getum við lært ýmislegt um okkur sjálf – og í leið- inni (vonandi) þroskast ofurlítið sem manneskjur. Athyglisverð er í þessu sam- bandi sú staðreynd að sá maður sem hvað mest hefur lagt af mörk- um til þessa endurmats á eðli íslensks þjóðernis (og umfjöllunar um það) er alls ekki sjálf- ur íslenskur að ætt og uppruna. Ég er hér að tala um Toshiki Toma, prest innflytjenda á Íslandi, en hann hefur síðustu misserin ritað fjöldamargar greinar um þessi efni hér í Morgunblaðið. Hafa spurningar hans gjarnan verið þess eðlis, að þær vekja mann mjög til umhugsunar. Sjónarhorn Toma er auðvitað svolítið annað en hinna, sem um málið hafa fjallað og kannski sann- ast hér hið fornkveðna að glöggt er gests augað – þó auðvitað sé rangt að tala um Toshiki Toma sem gest því hann hefur verið búsettur á Ís- landi um nokkra hríð. Á hinn bóginn er þessi spurning um hvað kalla skuli Toshiki Toma (gest, innflytjanda eða barasta Ís- lending?) ofurlítið í stíl við þá um- fjöllun sem hann hefur sjálfur staðið fyrir, en Toma hefur einkum og sér í lagi velt fyrir sér hlutskipti innflytjenda í íslensku samfélagi, samskiptum þeirra við hina inn- fæddu og þeim núningi sem óhjá- kvæmilega verður við slík sam- skipti eftir því sem hlutfall innflytjenda af íbúum á Íslandi hækkar. Toma spyr í grein í Morgun- blaðinu hinn 8. febrúar árið 2000 hvort ekki sé kominn tími til að ís- lenskt samfélag hlusti á hvað inn- flytjendur hafi að segja, fremur en hvernig þeir tali (hugsanlega bjag- að og vitlaust). Hann beinir þar sjónum sínum að mikilvægi ís- lenskunnar fyrir íslenska sjálfs- mynd, eða það sem ég myndi kalla mýtuna um íslenska tungu. Sú mýta felur í sér þá kenningu að tungan sé helsti merkimiði ís- lensks þjóðernis, án íslenskunnar sé engin íslensk þjóð. Eins og Toma bendir á í mörg- um greina sinna í Morgunblaðinu veldur krafan um íslenskukunn- áttu (og raunar einnig um að allir menn á Íslandi deili aðdáun á ís- lenskri tungu) aðskilnaði milli hópa í þessu samfélagi; er þar vísað til þeirrar staðreyndar að fjöldi inn- flytjenda í landinu hefur vaxið mjög á síðustu árum. Hversu mikl- ir „Íslendingar“ innflytjendur séu ráðist gjarnan af því hversu gott mál þeir tali í hugum okkar „inn- fæddu“ Íslendinganna. Tali þeir mjög vitlaust (eða alls ekki) verði þeir seint boðnir velkomnir í fjöl- skylduna sem er íslensk þjóð. Toma bendir á í þessu sambandi að hættan sem steðji að íslenskri tungu sé mun fremur komin frá yngri kynslóðum Íslendinga sjálfra heldur en innflytjendum. „Það er út í hött að þjóðin krefjist þess að innflytjendur læri þessa erfiðu tungu fullkomlega um leið og innfæddir Íslendingar sjálfir vanrækja viðleitni til að varðveita tunguna,“ segir hann í Morgun- blaðsgrein 29. desember 2001. En (þörf) ábending Toma er víð- tækari. Hann bendir á að þó að ís- lenskan sé mikilvæg og dýrmæt menningu landsins megi hún ekki verða viðmið til að meta mannkosti annarra. „Að þessu leyti sýnist mér að algengur misskilningur eigi sér stað í íslensku samfélagi, og sumir dýrki tungumálið eins og Guð. Stolt og virðingin fyrir fal- legri íslensku getur ómeðvitað breyst í fyrirlitningu og fordóma gagnvart innflytjendum sem ekki hafa tileinkað sér góða íslensku,“ segir Toma í grein 8. febrúar árið 2000. Lýsir hann jafnframt þeirri skoðun sinni að menning Íslend- inga muni sjálf skaðast ef við úti- lokum ákveðið fólk frá samfélaginu „vegna ofdýrkunar á íslensku“. Í annarri grein, sem birtist 7. júní árið 2000, bendir Toma á að málefni innflytjenda snerti ekki aðeins útlendinga, heldur séu þetta mál sem varði tilveru Íslendinga eða sjálfsmynd þeirra. „Hverjir eru Íslendingar og hvað er gild- ismat þeirra? Hverjir eru náungar þeirra?“ spyr Toma en fátt hefur því miður orðið um svör. Hér snýst þjóðmálaumræðan svo gjarnan um fisk; eða a.m.k. um það hvaða að- ferðum skuli beita til að veiða fisk. Vert er að huga að því að Toma er ekki að fara fram á að Íslend- ingar leggi minni áherslu á menn- ingu sína og tungu. Hann telur hins vegar að sú áhersla sem lögð er á þessa þætti útiloki stóran hóp, skipti þjóðinni upp í „íslenska“ og „óíslenska“. Hann heldur því fram að þjóðarsjálfsmynd sem tengd sé við borgaralegar hugmyndir hafi ekki þróast nóg á Íslandi og er þar að tala um tilvísanir í stjórnarskrá og umburðarlyndi við framandi lífshætti. Þjóðin geti alveg verndað menningu sína á sama tíma og til- vist öðruvísi menningarheima hér- lendis sé viðurkennd, en það muni leiða til stækkunar íslenskrar sjálfsmyndar. Toma tekur fram í grein sinni 29. desember 2001 að langflestir innflytjendur vilji gjarnan læra ís- lenskuna. Það taki hins vegar lang- an tíma og viðkomandi geti líklega aldrei náð jafnri leikni og inn- fæddur Íslendingur. „Samt sem áður er hann jafnmikill íbúi lands- ins og aðrir. Þetta er staðreynd sem bæði innflytjendur og Íslend- ingar þurfa að viðurkenna. Að mínu mati eru það Íslendingar sem þurfa að íhuga þetta enn frekar,“ segir Toshiki Toma. Rýnt inn í sálartetur þjóðar […] kannski sannast hér hið forn- kveðna að glöggt er gests augað – þó auðvitað sé rangt að tala um Toshiki Toma sem gest því hann hefur verið bú- settur á Íslandi um nokkra hríð. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ✝ Jóhannes GarðarJóhannesson fæddist á Mógilsá á Kjalarnesi 8. júlí 1925. Hann lést 5. maí 2003 á Landspít- alanum í Landakoti. Foreldrar hans voru Jóhannes G. Jóhann- esson og Thelma Ólafsdóttir. Árið 1945 giftist Garðar eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingveldi Sigurðar- dóttur. Þau eignuð- ust fjórar dætur. Þær eru: 1) Álaug, f. 13.9. 1945, gift Þorfinni Þórarinssyni og eiga þau þrjá syni og fjögur barnabörn. 2) Thelma, f. 25.6. 1948, gift Ólafi Guðnasyni, eiga þau tvo syni og þrjú barnabörn. 3) Ásrún, f. 23.10.1950, gift Böðvari Þor- steinssyni, þau eiga fjögur börn og tólf barnabörn. 4) Ingv- eldur Björk, f. 12.1.1954, gift Inga Þórðarsyni og eiga þau þrjú börn. Garðar ólst upp í Reykjavík og vann ýmsa vinnu frá ung- lingsaldri, þó lengst af hjá Pólar raf- geymum. Einnig spilaði hann á harm- oniku með ýmsum þekktum hljómsveitum fyrri tíma. Útför Garðars fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Það koma margar myndir upp í hugann er ég minnist Garðars, eig- inmanns Ingu æskuvinkonu minnar. Hann var sumarstrákur í Grímsnes- inu fyrir og um fermingu, fyrst í Miðengi og síðan á Efri-Brú. Inga var á sumrin í sveit hjá afa og ömmu sinni í Arnarbæli. Ég tók eft- ir þessum laglega strák á skemmt- unum á Minni-Borg, en þangað fengu flestir unglingar sveitanna að fara, sérstaklega ef það var kven- félagshlutavelta. Ekki minnkaði hann í áliti þegar fréttist að hann gæti spilað á harmoniku, en þá voru harmonikuspilarar aðalsjarmörar landsins, og sumarið þegar hann var 15 ára gat hann hvílt Eirík frá Bóli og leyft honum að fara í smá- pásu, en í þá daga var oftast einn harmonikuspilari látinn spila allt ballið. Garðar óx heilmikið í áliti hjá okkur stelpunum við þetta, en svo feiminn var hann að hann sneri baki í dansgólfið og sá því ekki hvað við Inga tjúttuðum flott eftir músíkinni hans. En feimnin fór af og Garðar gerðist alvöruspilari og var það hans aukabúgrein í yfir 50 ár með ýmsum góðum hljómsveitum og síð- ast hans eigin sem spilaði mest í Lindarbæ og hjá eldri borgurum og eru eflaust margir sem muna hann þaðan. Þau voru mjög ung, Inga og Garðar, er þau ákváðu að ganga lífs- veginn saman og nú 12. maí hefðu þau átt 58 ára brúðkaupsafmæli. Garðar hafði gaman af að renna fyrir silung og fóru þau mörg ár með sama hópnum í veiðiferðir. Eins ferðuðust þau mikið um landið og áttu tjaldvagn hin seinni ár. Fyr- ir átta árum fóru þau með okkur hjónunum til Kanaríeyja. Það ætl- aði nú ekki að ganga alveg þrauta- laust að fá hann til að koma, hann hafði ákveðið þá með sjálfum sér að fara aldrei upp í flugvél, en eftir nokkurt þóf hafðist það og var þá björninn unninn. Eftir það hafa þau farið á hverju ári og stundum tvisv- ar og haft mikla ánægju af og hef ég oft fengið þakkir fyrir frekjuna að drífa hann af stað. Garðar vann í 35 ár hjá Pólar hf. og var þar vel liðinn af samstarfs- fólki og eigendum. Í gegnum árin hafa lífsþræðir okkar hjóna legið saman og höfum við átt margar góðar stundir með þeim. Ég sé Garðar fyrir mér spilandi á nikkuna í þeim himnasal sem hann er í nú og Björn Þorgeirs, vin hans sem lengi söng með hljómsveitinni hans, syngja með, en hann lést fyrir stuttu. Blessuð sé minning þeirra beggja. Við Guðmundur sendum Ingu, dætrunum fjórum og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Ingunn Erla Stefánsdóttir. Kveðja frá Félagi harmoniku- unnenda í Reykjavík Garðar Jóhannesson gekk snemma til liðs við Félag harmon- ikuunnenda í Reykjavík og var traustur liðsmaður þess til hinstu stundar. Hann var einn af þessum félögum, sem ekki trana sér fram, en eru sjóður af fróðleik, þegar eftir er leitað. Garðar taldi ekki eftir sér að miðla okkur hinum af þeim sjóði. Hann hóf snemma að fást við harm- onikuna og þrettán ára lék hann á sínum fyrsta dansleik, þegar hann leysti af í korter á Minni-Borg í Grímsnesi þann fræga mann Eirík Bjarnason á Bóli. Þar með var haf- inn fimmtíu ára ferill hans sem dansspilara, en mun lengri, þegar árin með FHUR bætast við og hann var ætíð reiðubúinn að hlaupa undir bagga, þegar félagið hélt skemmt- anir, og það var uppskrift að góðum dansleik þegar Garðar Jóhannesson stjórnaði ferðinni. Síðustu árin lék hann nær eingöngu á skemmtunum félagsins og þeir voru ófáir dans- leikirnir, sem hann lék fyrir dansi, og okkur félögum hans þótti fengur í að fá hann til að byrja dansleikina. Tækist honum ekki að ná fólki út á gólfið var okkur vandi á höndum, en til þess kom aldrei. Þrátt fyrir að vera sjóaður á þessu sviði var Garð- ar alltaf aðeins hikandi, þegar dans- inn hófst, en um leið og fyrsta parið fór af stað tóku fingurnir völdin og gólfið fylltist von bráðar. Hann hafði þennan náttúrlega takt, sem ekki verður lærður af bókum. Hann er meðfæddur. Það er aðeins hægt að segja frá honum, en erfitt að út- skýra. Í gagnrýni sinni var hann málefnalegur og hógvær, en ákveð- inn og nákvæmur. Eins og margir góðir tónlistarmenn hafði hann mik- ið skap, sem hann kunni að fara með. Hann var ekki aðeins einn af okkar bestu harmonikuleikurum heldur kunni hann einhver ógrynni af lögum og það var oft gaman, þeg- ar hann var að rifja þau upp. Hann lyfti höfði, leit aðeins til hægri og horfði út í bláinn smástund. Svo byrjuðu fingurnir að hreyfast án þess að koma við borðið og skyndi- lega hljómaði lagið. Svo þegar hann hafði leikið það til enda, yfirleitt kórrétt, leit hann á viðstadda, eins og hálfundrandi, og sagði brosandi út að eyrum: „Ég hélt ég væri búinn að gleyma þessu.“ Þau heiðurshjónin Garðar og Inga voru óþreytandi að fara í úti- legur með öðrum lífsglöðum harm- onikuunnendum og í tjaldvagninn þeirra var ávallt notalegt að koma. Þau höfðu þessa þægilegu nærveru með augun full af glettni og köku- boxin full af góðgæti. Við veikindum sínum nú í ársbyrjun brást hann af æðruleysi og karlmennsku, eða eins og hann orðaði það sjálfur: „Þetta eru búin að vera tæp áttatíu ynd- isleg og skemmtileg ár og ef það er farið að styttast í þeim verður bara að hafa það.“ Við harmonikuunnendur söknum vinar og félaga og þökkum fyrir alla tónlistina sem Garðar Jóhannesson miðlaði okkur af svo mikilli gleði. Hans mun ætíð minnst þegar góða harmonikuleikara ber á góma. Ingu og afkomendum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. JÓHANNES GARÐAR JÓHANNESSON ✝ Engilbert Guð-mundsson fædd- ist á Stokkseyri 8. ágúst 1924. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steinunn Dagbjört Þorsteinsdóttir og Guðmundur Ingj- aldsson. Systkini hans eru, Ragnheið- ur, látin, Bergvin, látinn, Steindór, lát- inn. Einnig átti Eng- ilbert bróður, Karl að nafni, er lést stuttu eftir fæðingu. Eftirlifandi bróðir Engilberts er Guðbjartur. Hinn 4. desember 1948 kvæntist Engilbert eftirlifandi eiginkonu sinni, Inger Ullu Sanne. Börn þeirra eru: Erla, eiginmað- ur hennar er Haf- steinn Viðar og eiga þau þrjú börn, Önnu Maríu, Halldór Við- ar og Engilbert. Einnig áttu þau barn er lést stuttu eftir fæðingu. Barnabörn þeirra eru sex. Reynir, dóttir hans er Inga Rán. Guð- mundur, eiginkona hans er Kirsten og börn þeirra eru Siv og Sebastian. Guðmundur á einn son frá fyrra sambandi, Vilhjálm. Útför Engilberts fór fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 12. maí í kyrrþey að ósk hins látna. Elskulegur afi okkar hefur kvatt okkur. Engilbert afi, eða Betti eins og við kölluðum hann, var hvers manns hugljúfi og eigum við systkinin hug- ljúfar og einstaklega skemmtilegar minningar frá uppvaxtarárum okkar með honum. Gamlárskvöldin skipuðu ávallt stóran sess í fjölskyldu okkar og var þeirra beðið með mikilli eftir- væntingu. Áramótin litaði afi með húmor sínum og var þetta eitt af hans uppáhaldskvöldum og alltaf stutt í prakkarann í honum. Elsku afi, áramótin okkar munu aldrei verða þau sömu án þín. Orðstír þinn og uppákomur á þessum kvöldum vöktu mikla lukku og það ekki bara hér á Íslandi. Verða uppákomur þín- ar mikið söguefni um hver áramót í minnum okkar sem þekktum þig. Afi var mikill fjölskyldumaður og setti ávallt fjölskylduna í fyrsta sæti. Langafabörnin, sem voru orðin sex, hændust mjög að honum eins og allir sem þekktu hann. Það lýsir afa vel að þrátt fyrir slæma heilsu undanfarið voru síðustu tvö skiptin sem hann heimsótti okkur systkinin í Hafnar- firði til að samgleðjast tveimur af langafabörnum sínum á fyrsta og tólfta afmælisdegi þeirra, rétt um mánuði fyrir andlát sitt. Veikindi þín reyndust þér erfið í lokin, en við sátum þér við hlið, eig- inkona, börn og barnabörn, til að styðja þig í gegnum síðustu dagana á meðal okkar. Elsku afi, við erum sannfærð um að þér líði vel þar sem þú ert nú og þú hafir öðlast ró á nýjum stað. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Elsku Betti afi. Þín er og verður sárt saknað. Sofðu rótt. Ástarkveðja og takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Anna María, Halldór Viðar og Engilbert. ENGILBERT GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.