Morgunblaðið - 15.05.2003, Qupperneq 36
MINNINGAR
36 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Astrid Vik Skaft-fells fæddist í
Vik í Noregi 23.
október 1910. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni 6.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Thor og Hege
Vik. Systkini Astrid-
ar eru Ranheid (lát-
in), Arne (látinn),
Olaf, Tordis og Sol-
veig.
Astrid giftist 1939
Marteini Skaftfells
kennara, f. 14. ágúst
1903, d. 20. febrúar 1985. Þau
bjuggu nánast allan sinn búskap í
Hamrahlíð 5 í Reykjavík. Þeirra
sonur er Hákon Skaftfells, f. 2.
janúar 1945. Hann giftist Ernu
Nielsen, f. 10. júlí 1935. Þau
skildu. Þeirra börn eru Ásta Ósk
Hákonardóttir, f. 17. júlí 1972,
gift Ara Eyberg
Sævarssyni, f. 3.
ágúst 1967, og eiga
þau eina dóttur,
Astrid Eyberg, f. 14.
janúar 2002; og
Garðar Georg Niel-
sen, f. 30. apríl
1963, kvæntur
Hanne B. Clausen, f.
17. september 1968,
og eiga þau tvær
dætur, Natalíu Rós,
f. 26. nóvember
1997, og Júlíu Ösp,
f. 1. nóvember 2000.
Astrid lærði
hjúkrun og starfaði við hana í
Noregi og fyrst eftir að hún flutt-
ist til Íslands starfaði hún á
Hvítabandinu. Hún lærði einnig
svæðanudd og tók fólk heim í
það en var að öðru leyti heima-
vinnandi. Útför Astridar fór
fram í kyrrþey að hennar ósk.
Allar ömmur eru góðar. En mín
var best.
Elsku amma. Frá því að ég var lítil
stelpa hef ég kviðið því að þú færir, en
nú er komið að kveðjustund. Ég var
heppin að hafa þig í 30 ár og á því fullt
af minningum sem ég get yljað mér
við.
Vorið og sumarið var alltaf þinn
tími. Allt byrjað að grænka og blómin
að springa út, enda varstu natin í
garðinum þínum. Það var því þér líkt
að kveðja um vor, 17. maí á næsta
leiti, en þú hélst alltaf hátíðlega upp á
þann dag. Klæddir þig upp í norska
búninginn þinn og tókst þátt í hátíð-
arhöldum á vegum Normanslaget.
Ég fékk auðvitað að vera með á
barnaskemmtunum og átti meira að
segja norskan þjóðbúning. 17. maí
mun ávallt skipa sess í hjarta mínu og
minna mig á þig.
Fyrstu minningar mínar eru úr
Hamrahlíð 5 en þar bjuggu amma og
afi nánast öll sín búskaparár. Oft var
mikill erill af fólki í Hamrahlíðinni,
enda tók afi á móti fólki heim og
fræddi það um hollustu og heilsuvör-
ur. Heimili ömmu og afa var öllum op-
ið og það er ekki síst umburðarlyndi
og góðmennsku ömmu að þakka að
fólki fannst gott að koma til þeirra og
fá góð ráð. Á heimili ömmu og afa var
gott að vera, svo hlýtt og notalegt
andrúmsloft. Ég man eftir þér stand-
andi í elhúsinu með svuntuna og
stundum með skuplu á höfðinu, alltaf
að passa að allir fengju nóg að borða.
Ég man eftir ilminum af nýbökuðu
brauði og bollum eða marmaraköku
eins og ég hefði verið í elhúsinu í
Hamrahlíð í gær. Kúmpulyktin á
sunnudögum var ómótstæðileg og allt
var svo gott á bragðið enda varstu
myndarleg húsmóðir. Þú varst svona
ekta mjúk amma sem var svo gott að
koma þreytt til eftir skóla. Þá út-
bjóstu eitthvað gott að borða og sagð-
ir svo gjarnan: „Viltu ekki bara leggja
þig?“ Ég lagðist þá upp í sófa og tikk-
ið í stofuklukkunni og tifið í prjón-
unum þínum var svo notalegt. Handa-
vinna var stór hluti af lífi þínu,
vefnaður, hekl, útsaumur og prjóna-
skapur og allt lék þetta í höndunum á
þér. Þær eru ófáar útprjónuðu peys-
urnar sem ég á eftir þig og margir
dáðust að og öfunduðu mig af. Þú
varst listræn og málaðir rósamáln-
ingu á nokkra fallega hluti og einnig
verð ég að minnast á barnabókina
sem kom út eftir þig, Ævintýri bók-
stafanna, en þar bæði samdirðu sög-
una og teiknaðir allar myndirnar líka.
Jólin voru í miklu uppáhaldi hjá
okkur báðum, við skreyttum allt hátt
og lágt, bjuggum til jólakort og pökk-
uðum inn jólagjöfum sem sendar voru
til Noregs. Svo var auðvitað bakað og
þá voru piparkökurnar í mestu uppá-
haldi. Þá fór heill dagur í að fletja út
piparkökudeig og stinga út. Við bök-
uðum saman piparkökur í mörg ár,
þú bjóst til deigið og ég fékk að stinga
út stjörnur og hjörtu en þú sást um
karlana og kerlingarnar og settir í
ofninn. Síðustu ár sá ég um þetta að
mestu en þú sast hjá og passaðir ofn-
inn. Það tilheyrði jólunum að baka
saman piparkökur og þá skipti engu
máli að ég var orðin fullorðin. Jóla-
bjallan, sem alltaf var hengd upp síð-
ast og var öruggt merki um að jólin
væru komin, mun hanga hjá mér í
framtíðinni og skapa góðan jólaanda.
Ferðirnar okkar til Noregs eru
ógleymanlegar. Það var þér svo mik-
ils virði að ég kynntist fjölskyldunni
þinni og eru þessar ferðir mér dýr-
mæt minning. Fólkið þitt var eins og
þú, elsku amma, umhyggjusamt og
hjartahlýtt. Og heima í Noregi varstu
í essinu þínu því þú varst fyrst og
fremst Norðmaður í hjarta þínu og
hafðir svo sterkar taugar heim. Þrátt
fyrir að hafa búið hér á Íslandi í meira
en 60 ár var Noregur heima í þínum
augum. Þið systkinin voruð samrýnd
og þú saknaðir þeirra svo mikið en
bréfaskriftir og ferðirnar til Noregs
gerðu heimþrána auðveldari. Alltaf
þegar þú fékkst bréf að heiman byrj-
aðirðu á að renna hratt yfir það til að
athuga hvort allir væru heilir heilsu
og svo lastu bréfin aftur og aftur og
sagðir mér fréttir af fólkinu þínu.
Við vorum alltaf nánar og tengd-
umst órjúfanlegum og sérstökum
böndum allt fram á þinn síðasta dag.
Nokkrum vikum áður en þú fórst
leistu í augun á mér og vissir leynd-
armálið mitt. Það kom mér í raun
ekki á óvart þótt ég hafi verið hissa og
er það yndisleg minning svona í lokin.
Þú barst hag minn svo fyrir brjósti að
orð voru ekki alltaf nauðsynleg. Þú
vissir alltaf hvernig mér leið og alltaf
gat ég leitað til þín og gat sagt þér öll
mín dýpstu leyndarmál. Við deildum
saman gleði og sorg í gegnum þessi ár
og talaðirðu stundum um það að þú
yrðir að reyna að halda sambandi við
mig með einhverjum hætti eftir að þú
yfirgæfir þennan heim. Ég efast ekki
um að þú munt fylgjast með mér og
að þér líður vel þar sem þú ert núna.
Þú trúðir sterkt á líf eftir dauðann og
hafðir mikinn áhuga á andlegum mál-
um. Þú last allt sem þú gast komist
yfir um þessi mál og eyddum við oft
miklum tíma í að ræða saman um allt
sem þú hafðir komist að.
Þú varst svo lítillát og þakklát fyrir
allt sem gert var fyrir þig. Það var
auðvelt að gera þér greiða því ég fékk
það svo margfalt til baka í ást og um-
hyggju. Þú sagðir svo oft að þú værir
svo heppin að eiga mig að en ég svar-
aði alltaf að við værum heppnar að
eiga hvor aðra. Það eru forréttindi að
hafa átt svona ömmu eins og þig, allt-
af varstu brosandi og hlý og gafst
öðru fólki svo mikið af þér.
Þú varst ótrúlega sterk líkamlega
allt þar til undir það síðasta, heyrnin
að vísu farin að versna og minnið að-
eins farið að bila. Ég er svo ánægð að
þú skyldir geta verið við brúðkaup
mitt og Ara, þar sem þú mættir uppá-
búin í norska búningnum þínum, og
svo við skírn dóttur okkar. Ég veit að
hún mun verða stolt af því að bera
nafnið þitt og verður eflaust mikil
kjarnorkukona eins og þú. Ég mun án
efa segja henni margar sögur af þér
þegar hún hefur aldur til. Það gladdi
þig mikið að eiga nöfnu og í mínum
huga kom aldrei neitt annað nafn til
greina. Þú sagðir reyndar stundum
að þú værir hálffeimin að segja nafnið
hennar upphátt en svona varstu,
amma mín, svo lítillát. Þú varst svo
ánægð að ég væri komin með fjöl-
skyldu og komin í góðar hendur. Þá
varstu tilbúin að fara.
Elsku amma, ég syrgi þig og sakna
þín en í hjarta mínu er ég glöð fyrir
þína hönd að þú hafir fengið hvíld. 92
ár eru langur tími og þú upplifðir
margt á öllum þessum árum. Þú varst
ekki í vafa um að þín biði gott líf hin-
um megin. Ég sé þig fyrir mér í sveit-
inni heima í Noregi og afi hefur tekið
á móti þér og brosir nú kankvíslega til
þín, ánægður að vera búinn að fá sína.
Mér fannst svo táknrænt að hún litla
nafna þín tók fyrstu skrefin daginn
sem þú varst kistulögð. Hver veit
nema þú hafir leitt hana þessi fyrstu
spor hennar? Ég veit að þú munt
fylgjast með okkur og vera styrkur
fyrir okkur eins og þú ávallt varst.
Ég vil að lokum þakka þeim Hörpu
og Stefaníu í heimahjúkrun fyrir
ómetanlega aðstoð síðustu ár ömmu í
Bólstaðarhlíð, einnig starfsfólki
Landakots og síðast en ekki síst
starfsfólki Sóltúns þakka ég frábæra
umönnun og hlýju í garð ömmu.
Blessuð sé minning ömmu og afa
sem gáfu mér óendanlega ástúð og
hlýju og eru svo stór hluti af því hver
ég er.
Fallin er hjartans fögur rós
og föl er kalda bráin.
Hún sem var mitt lífsins ljós
ljúfust allra er dáin.
Þú alltaf verður einstök rós,
elsku vinan góða.
Í krafti trúar kveiki ljós
og kveðju sendi hljóða.
(Jóna Rúna Kvaran.)
Hvíl í friði, elsku amma mín, og ég
bið að allir englar guðs vaki yfir þér.
Þín elskandi sonardóttir,
Ásta Ósk.
Elsku langamma.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Þín langömmustelpa
Astrid Eyberg.
Ferð þín er hafin
fjarlægist heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem fara til nýrra staða
og sjónhringar nýir
sindra þér fyrir augum.
(Hannes Pét.)
Kær vinkona, Astrid V. Skaftfells,
er látin. Hún kom inn í fjölskyldu
okkar þegar sonardóttir hennar, Ásta
Ósk, og Ari Eyberg, sonur okkar
Sævars, bundust tryggðaböndum.
Það var mjög auðvelt að láta sér
þykja innilega vænt um þessa öldnu
konu sem mildi og blíða skein af. Hún
var fædd og uppalin í Noregi en
fylgdi sínum hjartans ástvini og eig-
inmanni Marteini Skaftfells til Ís-
lands og bjó hér alla tíð síðan. Mann
sinn missti Astrid fyrir allmörgum
árum. Þau áttu einn son, Hákon
Magnús, en hann missti heilsu sína
sorglega snemma á ævi sinni og býr
nú í Hveragerði. Kona hans var Erna
Nielsen og eiga þau saman dótturina
Ástu Ósk. Fyrir átti Erna soninn
Garðar Georg, kvæntan Hanne Clau-
sen. Dætur þeirra eru tvær, Natalía
Rós og Júlía Ösp.
Milli Ástu tengdadóttur okkar og
Astrid ömmu hennar mynduðust
snemma órjúfanleg kærleiksbönd og
var Ásta hennar stuðningur og lífsljós
og síðar þau Ari bæði. Þau voru sam-
hent í að hlúa að og hugsa um elskaða
ömmu. Mikill var kærleikurinn og
umhyggjan sem þau, Erna ásamt
Garðari og hans fjölskylda veittu
henni alla tíð. Ekki síst síðustu þung-
bæru veikindamánuðina.
Garðar átti líka kærleik ömmu
sinnar og það var gagnkvæmt. Kom
hann frá Danmörku þar sem fjöl-
skyldan er búsett gagngert til að
kveðja hana því allir vissu hvert
stefndi. Það var bjargföst ákvörðun
Astrid, tekin fyrir mörgum árum, að
kveðja ekki þetta líf fyrr en Ásta
hennar væri komin í „örugga höfn“,
eins og hún orðaði það. Ekki af því að
hún vantreysti neinum, síður en svo,
en hún vildi fá að upplifa það að sjá
rósina sína eignast lífsförunaut og
eigið hreiður. Þetta gekk eftir. Á
brúðkaupsdegi sólargeisla síns og
Ara sem var henni ákaflega kær
mátti ekki á milli sjá hvor ljómaði
meira, brúðurin eða amman í sínum
norska þjóðbúningi. Astrid bætti síð-
an um betur og hún lifði það að eign-
ast nöfnu. Á tíræðisaldri gekk hún
upp á fjórðu hæð, til íbúðar Ástu og
Ara, til að vera viðstödd skírn litlu
Astrid Eyberg og vorum við hin í
skírnarveislunni bæði hrærð og ham-
ingjusöm yfir gleði Astrid ömmu
þennan dag.
Ég var svo lánsöm að kynnast Ast-
rid áður en hugur hennar hvarf inn í
heim þess sem var endur fyrir löngu,
samt sem áður þekkti hún alltaf sína
nánustu. Þeirra elskuðu andlitum
gleymdi hún ekki. Þegar kæra fjöl-
skyldan hennar fór til Danmerkur í
tilefni brúðkaups Garðars og Hanne
hringdi ég í Astrid hvern dag eftir há-
degið. Ég fann að hún var glöð að
heyra í mér og þakkarorðin voru
mörg. Í þessum samtölum sagði hún
mér frá æskudögum í Noregi og vin-
um sem hún kynntist á Íslandi, en
alltaf enduðum við á að minnast á
Ástu hennar og hún taldi dagana þar
til hún, Ari og Erna kæmu heim.
Gengin er góð kona. Við kveðjum
hana með söknuði í hjarta en um leið
gleði yfir því að hún þurfti ekki að líða
lengur og kvaddi með þeirri vissu að
öllu væri vel borgið meðal ástvina
hennar.
Kæri Hákon, elsku Ásta, Ari, Ast-
rid, Garðar, Hanne, Natalía, Júlía og
Erna. Við Sævar, Sólveig, Guðleif, Jó-
hanna og þeirra fjölskyldur biðjum
guð að leiða ykkur gegnum sorg og
söknuð.
Hér áttu blómsveig
bundinn af elsku
blíðri þökk og blikandi tárum.
Hann fölnar ei, en fagur geymist
í hjörtum allra
ástvina þinna.
(Ók. höf.)
Blessuð sé minning Ástu V. Skaft-
fells.
Álfheiður Bjarnadóttir.
Astrid fæddist í Noregi og ólst þar
upp hjá foreldrum sínum, sem áttu
búgarð nálægt Arenda. Hún kynntist
eiginmanni sínum, Marteini Skaft-
fells, kennara og hugsjónamanni, árið
1937 og hélt með honum til Íslands
við upphaf heimsstyrjaldarinnar síð-
ari árið 1939 og bjó í Reykjavík alla
tíð síðan. Astrid var hjúkrunarkona
og stundaði hjúkrunarstörf bæði í
Noregi og á Íslandi. Astrid og Mar-
teinn eignuðust einn son, Hákon.
Marteinn lést árið 1985.
Þau Astrid og Marteinn áttu mörg
sameiginleg áhugamál. Þau höfðu
bæði áhuga á heilsurækt og hollu
mataræði og skildu, að samband er
milli heilsu og lífernis. Þau aðhylltust
kenningar náttúrulækningastefnunn-
ar og einnig iðkuðu þau jóga frá unga-
aldri og sóttu þangað styrk. Í þessum
efnum voru þau á undan samtíðinni
og í hópi brautryðjenda hér á landi.
Árið 1946 veiktist Marteinn af löm-
unarveiki. Hann lamaðist alvarlega
og var vart hugað líf, en honum tókst
að komast aftur til heilsu og þakkaði
hann það Astrid og Jónasi Kristjáns-
syni, lækni og brautryðjanda nátt-
úrulækningastefnunnar á Íslandi.
Á árunum eftir stríð og næstu ára-
tugina þar á eftir var vöruúrval í mat-
vöruverslunum minna en nú er og
sömu sögu var að segja um vítamín og
steinefni. Það leiddi til þess að Mar-
teinn og Astrid stofnuðu heildsölufyr-
irtækið Elmaro og hófu innflutning á
ýmsum heilsuvörum og fæðubótar-
efnum. Mættu þau oft litlum skilningi
yfirvalda á nauðsyn þess að flytja
slíka vöru til landsins, en gáfust ekki
upp. Smám saman spurðist það út að
fá mætti hjálp við ýmsum kvillum
með því að leita til þeirra og fá ráðgjöf
um mataræði og fæðubótarefni auk
þess sem hjartahlýja þeirra yljaði
margri hrelldri sál. Því er ekki að
undra, að mjög gestkvæmt var á
heimili þeirra og gestrisni þeirra ann-
áluð.
Þetta og margt fleira varð til þess
að Astrid og Marteinn eignuðust
marga vini og samverkamenn og þar
kom að tímabært þótti að stofna félag
og gefa út tímarit, sem miðlaði fróð-
leik og gæti komið þeim að gagni, sem
vilja varðveita heilsu sína og bæta
hana. Undirbúningsfundirnir voru
haldnir á heimili þeirra í Hamrahlíð 5
og upp úr því varð til félagið Heilsu-
hringurinn og tímarit með sama
nafni. Þetta félag hefur nú starfað í
aldarfjórðung og vakti Astrid yfir vel-
ferð þess meðan heilsan leyfði og vildi
veg þess sem mestan.
Astrid var hljóðlát og hógvær
kona. Hún tókst á við erfiðleika lífsins
af raunsæi og festu, oft með kærleik-
ann einan að vopni og trú á sigur hins
góða. Hún veitti þeim sem minna
máttu sín styrk og umvafði þá hlýju
og samúð.Við kveðjum hana með
þakklæti og virðingu.
Gamlir vinir hennar og
félagar í Heilsuhringnum.
ASTRID VIK
SKAFTFELLS
Fyrir 18 árum
kynntist ég Lólý þeg-
ar við Laugi yngsti
sonur hennar fórum
að stinga saman nefj-
um. Ég man alltaf eft-
ir því að þegar hann var búinn að
kynna mig spurði hún hvort ég
væri ekki til í að blása og krulla á
sér hárið og þó að sonurinn væri
ekki hrifinn hafði ég mjög gaman
af. Mér var vel tekið af fjölskyld-
unni og varð strax ein af þeim.
Lólý var sérlega hlý og næm
manneskja og það var alltaf gott að
tala við hana, alveg sama hvert um-
ræðuefnið var. Hún var mjög dug-
leg að hrósa og samgleðjast. Alltaf
var gaman að hitta Lólý og Madda
hvort sem það var heima eða í sum-
arbústaðnum, alltaf var nóg til af
mat, bæði smurt og á grillið.
Við fórum í mörg ferðalögin sam-
an, það voru skemmtilegir tímar.
Ég man sérstaklega eftir því þegar
við fórum í Búðardal á gistiheimilið
ÓLÍNA H.
KRISTINSDÓTTIR
✝ Ólína H. Krist-insdóttir fæddist
í Reykjavík 18. nóv-
ember 1932. Hún lést
á Landspítalanum á
Landakoti 2. maí síð-
astliðinn og verður
útför hennar gerð
frá Fossvogskirkju
8. maí.
Bjarg, þar vorum við í
yndislegu veðri í góðu
yfirlæti hjá Villa.
Lólý var mjög stolt
af barnabörnunum
sínum. Það var ekki
oft sem hún gat pass-
að þau sökum veik-
inda, samt var hún öll
af vilja gerð þegar
heilsan leyfði. Sumarið
’99 fór Elmar sonur
okkar með henni í bú-
staðinn. Þau höfðu
dansað með Elvis í
græjunum til kl. tvö
um nóttina. Sváfu svo
til hádegis daginn eftir. Þetta
fannst þeim báðum mjög gaman.
Lólý og Maddi komu með bros á
vör á vökudeild Landspítalans þeg-
ar tvíburarnir okkar fæddust, þeir
Hreimur og Guðmar, það var mjög
ánægjuleg heimsókn.
Ég kveð tengdamóður mína með
söknuði og vona að flestir séu
svona heppnir með tengdamóður
eins og ég. Ég þakka fyrir allar
góðu stundirnar sem við höfum átt
saman og vona að þér líði nú betur
hjá Madda þínum og Kidda elsta
syni þínum.
Ég bið Guð að styrkja okkur hin
sem eftir erum og þá sérstaklega
börn og barnabörn.
Þín tengdadóttir,
Jóhanna M.