Morgunblaðið - 15.05.2003, Síða 38

Morgunblaðið - 15.05.2003, Síða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku afi minn. Ég trúi þessu varla ennþá, það getur ekki bara verið að þú sért far- inn frá okkur. Ég sakna þín rosalega mikið. Ég kom að heimsækja þig á spítalann og sat hjá þér og var að rifja upp allar þær stundir sem ég hef átt með þér. Ég man þegar ég kom með þér heim til ömmu þegar við keyrðum frá Eyrarbakka alla miðvikudaga og ég gisti hjá ykkur. Útilegurnar sem ég og Valborg frænka fórum í með ykkur og ömmu, alltaf heitt kakó og brauð með pepperóní og lauk sem amma var búin að gera handa okkur þegar við vöknuðum. Ég man þegar við fórum saman niður í kjallara og svo hljóp ég á undan þér upp og slökkti og lokaði hurðinni á þig. Ég mun sakna þess að hafa þig ekki þegar ég kem í heimsókn heim til ömmu, sakna þess að sjá þig sofna við sjónvarpið eftir erfiðan vinnudag og mest af öllu mun ég sakna þess að hafa þig ekki í fjölskyldunni þegar við hittumst öll, því að þetta verður nú ekki eins þegar þú ert ekki. Afi minn, mér þykir ótrúlega mikið vænt um þig og þú átt stóran stað í hjartanu mínu og ég mun aldrei gleyma þér, ég veit að það er bara ekki hægt. Þín Sædís Alexía. Fjölskyldufaðirinn Haraldur Lúð- víksson er fallinn frá. Mikið ofboðs- lega getur lífið verið ósanngjarnt. Eftir standa hans ástkæra eiginkona, börnin þeirra fjögur, ásamt öllum barnabörnunum og syrgja þennan HARALDUR LÚÐVÍKSSON ✝ Haraldur Lúðvíks-son vélfræðingur fæddist í Reykjavík 1. janúar 1930. Hann and- aðist á Landspítalanum við Hringbraut 30. apr- íl síðastliðinn og var út- för hans gerð frá Lang- holtskirkju 8. maí. einstaklega hlýja og góða mann. Þó svo að ég hafi einungis þekkt hann í þrjú ár finnst mér eins og ég hafi þekkt hann alla mína ævi, enda viðmót hans og vingjarnleiki slíkur að annað er ekki hægt. Það sem mér þótti ein- kenna Hadda var það hve ofboðslega mikla hlýju hann gaf frá sér, en alltaf er maður fór í heimsókn upp í Álf- heima komu þau skötuhjú brosandi fram í forstofu, kysstu mann og knús- uðu, eins og við hefðum ekki sést í langan tíma, þó svo að við hefðum e.t.v. hist daginn áður. Ást hans á eiginkonu sinni var ein- stök. Þó svo að þau hafi verið saman frá því þau voru unglingar var alltaf eins og þau væru nýbyrjuð saman, þau voru svo ofboðslega ástfangin og báru svo mikla virðingu hvort fyrir öðru. Þau voru hin eina sanna ást hvors annars, það fór aldrei á milli mála. Svona ástríkum hjónum hlaut að hlotnast hamingjusöm fjölskylda og sú er raunin. Ég hef aldrei séð jafnsamheldna fjölskyldu sem þessa; alltaf eitthvað í gangi, útilegur, veiði- túrar, morgunverðarhlaðborð (að hætti Stellu) eða annars konar sam- komur og alltaf er jafnkátt í höllinni er þau hittast. Samheldni þeirra kom einnig berlega í ljós er Haddi veiktist svo skyndilega en þau vöktu yfir hon- um dag og nótt og það sem hélt þeim gangandi var trúin á það að honum myndi batna. Seinna breyttist þessi trú í von og því næst í bæn …um kraftaverk og að lokum í sorg. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Elsku besta Stella, Eiki, Lúggi, Elsa, Halli og aðrir fjölskyldumeðlim- ir; við skulum trúa því að alltaf þegar sólin skín sé það Haddi að senda okk- ur sína hlýju strauma. Ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Ilmur Dögg Níelsdóttir. Látinn er Haraldur Lúðvíksson, vélstjóri, Álfheimum 25. Þar er geng- inn mætur maður og kær. Haraldur lést eftir stutta en erfiða sjúkdóms- legu. Hann veiktist fyrir um þremur mánuðum og segja má að eiginkona hans og fjölskylda hafi alfarið setið við sjúkrabeð hans allan aprílmánuð. Við erum varla farin að gera okkur grein fyrir að hann sé farinn því gang- ur sjúkdómsins var svo hraður og um- skiptin svo snögg og stöðugt haldið í vonina um bata. Haraldur fæddist í Reykjavík og átti heima þar alla tíð. Foreldrar hans voru Alexía Pálsdóttir og Lúðvík Sig- mundsson. Þau eignuðust 6 börn, þrjá syni, Pál, Harald og Sigmund, (d. l976) og þrjár dætur, Kristínu, Guð- laugu og Erlu. Faðir þeirra lést 1. jan- úar 1947 á 17 ára afmælisdegi Har- aldar og var það mikil sorg fyrir alla fjölskylduna. Börnin voru þá á aldr- inum 10–20 ára, öll í námi og urðu næstu árin þeim ákaflega erfið. Bræðurnir Páll og Haraldur byggðu saman hús í Álfheimum 25 hér í Reykjavík og fluttu báðir með sínar fjölskyldur í húsið árið 1960 og hafa búið þar síðan eða í 43 ár. Náin samvinna hefur alla tíð verið á milli heimila okkar. Alexía móðir þeirra átti íbúð í húsinu og einnig Jóna tengdamóðir Páls og var þetta því sannkallað fjölskylduhús og allir bjuggu þar í sátt og samlyndi. Við átt- um oft saman ljúfar stundir sem við geymum í minningunni og sem hefðu mátt vera fleiri. Haraldur kvæntist Valborgu Ei- ríksdóttur haustið 1952 og áttu þau gullbrúðkaup á síðasta ári. Hjóna- band þeirra var gott og farsælt. Val- borg er fyrirmyndar húsmóðir og þau voru samhent um að byggja upp fal- legt heimili því Haraldur var mikill fjölskyldumaður. Þau eignuðust fjög- ur börn, eina dóttur og þrjá syni og eiga nú tólf barnabörn og tvö langafa- og langömmubörn, allt traust, gott og dugmikið fólk. Haraldur var mikill verkmaður að hverju sem hann gekk og má segja að hann hafi starfað af fullum krafi allt fram til þess síðasta er hann lagðist inná sjúkrahúsið. Það er alltaf erfitt að missa þá sem nákomnir eru og ennþá erfiðara þeg- ar aðdragandi er lítill og viðkomandi virðist hress. Sárast er það fyrir eig- inkonu og fjölskyldu. Elsku Stella, við biðjum Guð að styðja þig og styrkja og vottum fjöl- skyldunni allri innilegustu samúð. Blessuð sé minning Haraldar Lúð- víkssonar. Ása Þorgeirsdóttir, Páll Lúðvíksson. Um jarðneska upphefð eina margur spyr og aðrir stara á himnaríkis dyr. Taktu aðeins málminn engin vonarbréf. Þótt ómi fjarlæg trumba sittu kyr. Þetta ljóð úr Rubáiyát eftir Omar Khayyám kemur okkur í hug, þegar við setjum niður nokkur fátækleg orð til minningar um Hadda mág okkar og svila. Fyrir nokkrum vikum hefði okkur ekki komið til hugar að hann yrði hrif- inn á brott frá okkur öllum svona snöggt. Hann sem alltaf var svo heilsuhraustur og bjó yfir fullri starfsorku fram að því síðasta. Þó svo að hann væri búinn að fylla sjöunda áratuginn var hann samt sem áður í fullu fjöri. Við fórum saman á þorra- blót til Akureyrar og var hann þá hress eins og ætíð áður. En maðurinn með ljáinn er óvæginn og hlífir engum og oft finnst manni að hann eiri engu og ekki er spurt hver sé næstur. Það var fyrir meira en hálfri öld, að Haddi kom inn í fjölskyldu okkar, þegar hann og Stella eldri systir mín kynntust. Ég man svo vel hvað við mæðgurnar þrjár urðum strax hrifn- ar af honum og ánægðar með val Stellu. Haddi var svo myndarlegur, ljúfur og góður. Hann vildi öllum gott gera. Þau höfðu elsta barn okkar Tryggva, Skúla, í umsjá sinni fyrsta sumarið hans. Við Tryggvi gátum þá bæði stundað vinnu þetta sumar. Tryggvi átti þá eftir einn vetur í Stýrimannaskólanum. Þau voru okk- ur mikil hjálparhella eins og oft áður og síðar. Skúli var hjá þeim allan sól- arhringinn því ég vann vaktavinnu. Þess vegna var ég einnig hjá þeim meira og minna. Skúla þótti mjög vænt um þau hjón og leit mikið upp til þeirra frænda sinna Lúðvíks og Ei- ríks, sem voru eldri en hann. Það hef- ir alltaf verið mjög náið samband á milli okkar fjölskyldna. Árin, sem Tryggvi var til sjós gat ég alltaf leitað til Hadda, ef bilaði hjá mér Trabantinn, eða ef eitthvað fór úrskeiðis innan veggja heimilisins. Haddi var maður verklaginn, vand- virkur og bóngóður og fljótur að bregðast við ef hjálpar var þörf. Þeg- ar við byggðum í Hrauntungunni lagði hann miðstöðina í íbúðina nán- ast kauplaust. Haddi var einstaklega góður við mömmu og þótti þeim afar vænt hvoru um annað og báru virðingu hvort fyrir öðru. Við fórum oft saman í ferðalög og er mér sérstaklega minnisstæð ferð sem við fjögur, Haddi og Stella og við Tryggvi, fórum til Englands. Ferðin var farin til að heimsækja Diddu syst- ur og fjölskyldu hennar, en þau búa í Englandi. Þetta var svo skemmtileg ferð. Við ferðuðumst mikið um Eng- land og skemmtum okkur öll vel. Í veikindum Hadda hafa Stella, börnin þeirra, tengdabörn og barna- börn staðið eins og klettur við hlið hans. Þau voru hjá honum nótt sem dag síðustu vikurnar og sýndu í verki hvað þeim þótti öllum vænt um hann. Elsku Stella, Lúðvík, Eiríkur, Guð- finna Elsa, Haraldur Valur og fjöl- skyldur. Við Tryggvi og fjölskylda okkar sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur. Minningin um elskulegan eigin- mann, föður og afa mun ylja ykkur, þegar sárasti söknuðurinn, sem nú ríkir líður hjá. Við Tryggvi biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk. Blessuð sé minning Hadda. Þóra. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þessar línur komu okkur í hug þeg- ar við heyrðum að Haddi frændi væri dáinn, eftir skamma sjúkralegu. Haddi var sífellt starfandi og unni sér Okkar ástkæra móðir og tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF GUÐRÚN GUÐBJÖRNSDÓTTIR frá Straumi, Skógarströnd, síðast til heimilis í Skólatúni 4, Bessastaðahreppi, sem lést fimmtudaginn 8. maí, verður jarðsung- in frá Breiðabólsstaðakirkju á Skógarströnd laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Guðmundur Sverrisson, Ásta Grímsdóttir, Ólafur Sverrisson, Ósk Jóhannesdóttir, Hulda Sverrisdóttir, Egill Tyrfingsson, Þórdís Sverrisdóttir, Einar Jakobsson, Bjarnfríður Sverrisdóttir, Snorri Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, SKÚLI MAGNÚSSON, Tókastöðum, Austur-Héraði, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 8. maí. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 17. maí kl. 13.00. Anna Einarsdóttir, Eyjólfur Skúlason, Eyrún Heiða Skúladóttir, Jódís Skúladóttir og fjölskyldur þeirra. ✝ Birgir Karlssonfæddist í Reykja- vík 15. mars 1932. Hann lést á Landspít- ala í Fossvogi mið- vikudaginn 7. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sigríð- ur Pétursdóttir, hús- freyja í Reykjavík, f. 22. júlí 1902 í Ólafs- vík, d. 26. maí 1989, og Karl Guðmunds- son, verslunarmaður í Reykjavík, f. 18. júlí 1901, d. 14. nóvem- ber 1968, ættaður úr Reykjavík. Systkini Birgis voru: Ása, f. 29. mars 1924, Erla, f. 13. febrúar 1928, Laufey, f. 4. maí 1929. Hálfsystkin eru Hulda, f. 4. desember 1940, Karl Guðmundur, f. 17. ágúst 1937, Kolbrún Inga, f. 1934, d. 1973, og Steinunn, f. 1935. Hinn 18. nóvember 1961 kvænt- ist Birgir Svövu Aldísi Ólafsdótt- ur, f. 2. maí 1941. Foreldar hennar voru Ólafur Jónasson, húsgagna- smiður í Reykjavík, f. 1. mars 1908, d. 18. nóvember 1974, ætt- aður úr Reykjavík, og Jórunn Þorkels- dóttir, f. 1. október 1913, d. 30. nóvem- ber 2002, ættuð úr Borgarfirði. Synir Birgis og Svövu eru: 1) Georg, f. 14. apríl 1962, í sambúð með Laufeyju Berglind Friðjónsdóttur, börn þeirra eru Kári, f. 9. október 2000, og Haukur, f. 19. maí 2002. 2) Ólafur, f. 17. október 1964, kvæntur Robyn Anne Redman, þau eru búsett í Bandaríkjunum. Birgir og Svava bjuggu fyrstu árin í Reykjavík en fluttu í Garða- bæ 1969 og bjuggu þar síðan. Birgir starfaði lengst af sem flug- þjónn hjá Loftleiðum, síðar Flug- leiðum. Hann var mikill áhuga- maður um útivist, veiðar og ferðalög. Útför Birgis verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Við minnumst góðs drengs og heimilisvinar með hryggð í hjarta. Gamlar minningar koma upp í hug- ann. Fyrir 40 árum héldu þrenn hjón á vit öræfanna, Veiðivatna. Farið var á kláf yfir Tungná í þá daga. Þegar skyggja tók sáu sumir glitta í ljós hér og hvar. Skyldi huldufólkið vera að elda? Ferðin tók lengri tíma en áætlað var því að við villtumst upp í Jökulheima. Farið var að birta af degi þegar við tjölduðum í morgun- sólinni í Veiðivötnum. Eftir smálúr var haldið til veiða. Veiðin gekk vel en allt í einu heyrðust hróp og köll, því að fiskur, sem hafði gleypt beit- una, var kominn með vængi og sveif upp í loftin blá í líki kjóa. Á bakaleið- inni var tjaldað í Landmannalaug- um, þar sem við grilluðum og snædd- um kvöldverð við kertaljós í kyrrð öræfanna. Margar ferðir fórum við með Birgi og Svövu vestur í Dali til veiða í ánni þeirra, Dunká. Þá var nú oft glatt á hjalla í litla veiðihúsinu þeirra, grill- aðar steikur, spilað og sungið. Þar var Birgir kóngur í ríki sínu og hrók- ur alls fagnaðar. Þá var nú gaman að lifa. Við söknum góðs vinar. Hann átti góðsemina, hjartahlýjuna og æðru- leysið. Alfreð og Dóra. Birgir er dáinn. Hann og Svava voru bestu vinir foreldra minna og var mikill samgangur þeirra á milli. Ég man því eftir Bigga frá því ég var lítill polli að alast upp í Garða- bænum. Það sem einkennir þessar minningar er einstök góðmennska og hjálpsemi Bigga. Hann var alltaf tilbúinn að aðstoða ef eitthvað bját- aði á. Ég man eftir einu atviki sem lýsir þessu vel. Það var 1. apríl og pabbi var nýkominn úr flugi frá Am- eríku. Hann hafði fengið sér bjór á tröppunum fyrir utan hús og ákvað nú að stríða Bigga aðeins með lauf- léttu aprílgabbi. Hann hringdi í Bigga og sagði honum að það hefði sprungið hitavatnsleiðsla í þvotta- húsinu og allt væri á floti. Það skipti engum togum að Biggi var mættur á svæðið innan örfárra mínútna með hjólbörur, skóflur og dregla og ætl- aði að fara að hjálpa til við að þurrka upp. Kannski fór þetta aprílgabb að- eins yfir strikið en auðvitað fyrirgaf Biggi þetta fimm mínútum eftir að hann var búinn að átta sig á því hvað væri á seyði. Þetta lýsir Bigga vel. Biggi náði alltaf einstaklega góðu sambandi við okkur krakkana þann- ig að það var alltaf gaman þegar Biggi og Svava voru í heimsókn. Það er mikill söknuður í að eiga ekki von á að sjá Bigga skjótast óvænt inn um dyrnar á heimili foreldra minna enda hafði hann ýmislegt til málanna að leggja sem gaman var að spjalla um. Minningin um einstakan mann lif- ir. Sigurður Olsen. BIRGIR KARLSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.