Morgunblaðið - 15.05.2003, Síða 47

Morgunblaðið - 15.05.2003, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 47 DAGBÓK 1.990 áður 3.990 Svart st. 36-41 Kringlan, sími 533 5150 1.990 áður 3.990 Ljósblátt og hvítt st. 36-41 1.990 áður 3.990 Gallaefni st. 36-41 5.990 áður 11.990 Kamelbrúnt st. 36-40 HELGARTILBOÐ fimmtudag - föstudag - laugardag - sunnudag ONE 4.990 áður 5.990 Svart st. 40-46 Nýtt! Hörkjólar Hörjakkar STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð heillandi og hug- myndarík. Gerið ráð fyrir meiri einveru á komandi ári, á meðan þið vinnið að sér- stöku verkefni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er fullt tungl og það veldur því að þú lætur fjárhags- áhyggjur hafa óvenjumikil áhrif á þig. Staðan er sú sama og hún var í gær og hún verður eins á morgun. Naut (20. apríl - 20. maí)  Tunglið er fullt í sporðdreka. Það er gagnstætt sól í nauts- merkinu og því verður þú að sýna óvenjumikla þolinmæði og skilning í samskiptum þínum við maka þinn og nána vini í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sættu þig við að koma ekki miklu í verk í vinnunni í dag. Fult tungl veldur alltaf árekstr- um á milli fólks. Notaðu kímni- gáfu þína og samskiptahæfni til að auðvelda samskipti og sam- vinnu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er tilgangslaust að rífast við vin þinn um eitthvað. Þú þarft ekki að telja aðra á þitt band. Það er nóg að þú sért sann- færð(ur) um lífsviðhorf þín. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir lent í deilum við yf- irboðara þína, foreldra eða kennara í dag. Reyndu ekki að sigra þá sem eru sterkari en þú, a.m.k. ekki í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er tilgangslaust að deila um trúmál, stjórnmál eða heimspeki í dag. Tunglið er fullt og það ger- ir þér erfitt að halda þræðinum í rökræðum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það veldur þér vonbrigðum að fá ekki eitthvað sem þú hefur von- ast eftir. Þetta er ekki góður dagur til að berjast fyrir rétti þínum. Bíddu þar til síðar í vik- unni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sættu þig við að vera ósammála maka þínum eða vini. Samband ykkar skiptir meira máli en sig- ur í rökræðum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Kappsemi þín í vinnunni kemur í veg fyrir að þú sjáir heildar- myndina. Reyndu að líta upp úr smáatriðunum og fá yfirsýn yfir verkið í heild. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sýndu sérstaka þolinmæði í samskiptum þínum við börn og unglinga í dag. Fullt tungl hefur ekki síður áhrif á unga fólkið en þá sem eldri eru. Þolinmæði og umburðarlyndi skila oft miklum árangri. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Tunglið er fullt og það veldur sérstaklega mikilli spennu með- al vatnsberanna. Forðastu fjöl- skyldudeilur og rökræður við foreldra þína og yfirmenn. Reyndu að halda ró þinni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér er óvenjuhætt við óhöppum í dag. Ef þú heldur vöku þinni og gefur þér tíma til að gera hlutina vel ætti allt að ganga vel. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DRAUMUR HJARÐSVEINSINS Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á, þar bunaði smálækjar spræna. Mig dreymdi, að í sólskini sæti ég þá hjá smámey við kotbæinn græna. - - - Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 15. maí, er áttræður Guð- mundur G. Halldórsson frá Kvíslarhóli, fyrrverandi hrognakaupmaður og bóndi. Hann dvelur nú á Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík. Guðmundur verð- ur að heiman í dag. 80 ÁRA afmæli. Í dagfimmtudaginn 15. maí er áttræður Bjarki Elíasson, fyrrverandi lög- regluþjónn og skólastjóri Lögregluskólans, Frosta- skjóli 11, Reykjavík. Eig- inkona hans er Þórunn Ást- hildur Sigurjónsdóttir kennari. SPILAGJÖFIN bauð upp á miklar sviptingar í leik Ís- lands og Svíþjóðar í Rottn- eros-bikarkeppninni um síð- ustu helgi. Í þessu spili höfðu Svíar betur: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ 6532 ♥ G752 ♦ K1082 ♣7 Vestur Austur ♠ ÁKG974 ♠ D8 ♥ 843 ♥ ÁKD10 ♦ G5 ♦ 9 ♣D10 ♣ÁK8532 Suður ♠ 10 ♥ 96 ♦ ÁD7643 ♣G964 AV vinna sex spaða, en sex lauf tapast í reynd þar eð suður á gosann fjórða. Svend-Aake Bjerregaard og Magnús Magnússon fundu spaðaslemmuna þrátt fyrir beinskeyttar hindr- unarsagnir Ásmundar Páls- sonar og Björns Eysteins- sonar: Vestur Norður Austur Suður Sven-Aake Ásmundur Magnús Björn – Pass 1 lauf 3 tíglar 3 spaðar 5 tíglar Pass * Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Allir pass Pass Magnúsar við fimm tíglum er krafa og hann ákveður svo að lyfta í fimm spöðum í sex. Vel heppnað og 1.430 í AV. Á hinu borðinu voru Helgi Jóhannsson og Guðmundur Sv. Hermannsson í AV gegn PO Sundelin og Johan Sylv- an: Vestur Norður Austur Suður Guðm. Johan Helgi Sundelin – Pass 1 lauf * 2 tíglar 2 spaðar 5 tíglar 6 lauf Pass Pass 6 tíglar Dobl Pass Pass Pass Opnun Helga er Precision, lofar 16+ punktum en segir ekkert um skiptinguna. Sagnir taka mjög svipaða stefnu og á hinu borðinu, nema hvað Helgi veðjar á sex lauf yfir fimm tíglum. Það hefði verið góð nið- urstaða fyrir Svíana að leyfa Helga að spila lauf- slemmuna, en Sylvan taldi líklegt að slemman ynnist og fórnaði í sex tígla. Fórnin er ódýr, þrír niður og 500, sem þýddi að Svíar tóku inn 14 IMPa á spilinu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 16. maí, verður María Hauksdóttir í Geirakoti fimmtug. Af því tilefni tekur hún á móti gestum í félags- heimilinu Þingborg kl. 20 á afmælisdaginn. 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 15. maí, er sjötugur Helgi Th. Andersen, Þórkötlustöðum, Grindavík, fyrrum formað- ur verkalýðsfélags Grinda- víkur, fulltrúi í Samtökum hernámsandstæðinga og í stjórn Alþýðusambandsins á fyrri árum. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5 6. Bb3 Bb7 7. d3 Bc5 8. Be3 d6 9. Bxc5 dxc5 10. c3 0-0 11. De2 Dd6 12. Rbd2 Re7 13. Hfe1 Rg6 14. g3 h6 15. Bc2 Rd7 16. a4 Hae8 17. Had1 Rb6 18. axb5 axb5 19. d4 cxd4 20. cxd4 exd4 21. Dxb5 c5 22. b4 Hc8 23. e5 Dc7 24. Bf5 Rd5 25. Dxc5 Dxc5 26. bxc5 Hxc5 27. Rb3 Hc3 28. Rbxd4 Rde7 29. Be4 Bxe4 30. Hxe4 Hd8 31. Hde1 Hd3 32. Kg2 Rf8 33. h4 g6 34. h5 g5 35. Rc2 Re6 36. Re3 Hb8 37. Rh2 Hb2 38. Rhg4 Kg7 39. Ha1 Hd7 40. Ha8 Hbd2 41. He8 Ha7. Staðan kom upp á Sigem- an-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Málmey. Luke McShane (2.592) hafði hvítt gegn Jonny Hector (2.553). 42. Hxe7! Hxe7 43. Rf5+ Kf8 44. Rxe7 Kxe7 45. Rxh6 Rg7 46. Hg4 - svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Demantsbrúðkaup. Í dag, fimmtudaginn 15. maí, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Stella Stefánsdóttir og Gunnar Konráðsson, Lækjargötu 22, Akureyri. Þau eignuðust 14 börn og eru 13 þeirra á lífi. Afkomendur þeirra eru 115 tals- ins og 5 á leiðinni. Kjördæmamót BSÍ Um aðra helgi eða dagana 24.–25. maí fer fram árlegt kjördæmamót og að þessu sinni verður spilað í Fjölbrautaskólanum á Selfossi. Dagskráin hefir verið ákveðin en hún er þessi: Laugardagur 24. maí: Mótsetning kl. 11 1. umf. kl. 11.15–13.15 Hádegisverður – Fundur svæða- formanna – kynning á Félagakerf- inu, allir velkomnir. 2. umf. kl. 14.15–16.15 3. umf. kl. 16.30–18.30 4. umf. kl. 18.45–20.45 Sunnudagur 25. maí: 5. umf. kl. 11–13 6. umf. kl. 13.45–15.45 7. umf. kl. 16–18 Bridsfélag Suðurnesja Þá er síðustu keppninni lokið í bili, ef frá er talin bæjarkeppnin, sem fer fram laugardaginn 17. maí kl. 13. Meistaratvímenningurinn var óvenju jafn og spennandi, en þessir urðu ofaná: Karl G. Karlss. – Gunnlaugur Sævarsson 59 Jóhannes Sigurðsson – Gísli Torfason 55 Arnór Ragnarsson – Svavar Jensen 37 Kjartan Ólason – Óli Þór Kjartansson 32 Grete Ívarsen– Svala Pálsdóttir 32 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.