Morgunblaðið - 15.05.2003, Side 48

Morgunblaðið - 15.05.2003, Side 48
ÍÞRÓTTIR 48 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bláa Lóns mótið Sunnudaginn 18. maí Höggleikur með/án forgj., hámarksforgj. karla 24, konur 28. Keppnisgjald kr. 3.000 Ræst út frá kl. 8-15, skráning á www.golf.is og í síma 421-4100. Verðlaun 1. sæti m. forgj. Flugfarseðill fyrir tvo til Evrópu með Icelandair og Dekurdagur í Bláa lóninu 2. sæti m. forgj. Flugfarseðill fyrir einn til Evrópu með Icelandair og Dekurdagur í Bláa lóninu 3.-5. sæti m. forgj. Vöruúttektir og Dekurdagur í Bláa lóninu 1. sæti án forgj. Flugfarseðill fyrir tvo til Evrópu með Icelandair og Dekurdagur í Bláa lóninu 2. sæti án forgj. Flugfarseðill fyrir einn til Evrópu með Icelandair. Dekurdagur í Bláa lóninu 3. sæti án forgj. Vöruúttekt og Dekurdagur í Bláa lóninu Nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins = Dekurdagur í Bláa lóninu Allir keppendur fá teiggjafir frá Bláa lóninu EIÐUR Smári Guðjohnsen segir að Chelsea hafi burði til að hafna í einu af þremur efstu sætum ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu næsta vetur, ef félagið hafnar tilboðum í sína bestu leikmenn í sumar. Eiður sagði við netmiðilinn Soccernet í gær að ef hópurinn héldist saman, yrði jafnvel styrktur, og nokkrir leikmanna spiluðu betur en í vetur, væri allt hægt. Chelsea hafnaði í fjórða sæti á nýliðnu tímabili og fer því í úrslitaumferð um sæti í Meist- aradeildinni næsta haust. „Nú þurfum við að byrja á því að tryggja okkur sæti í sjálfri Meist- aradeildinni, og í framhaldi af því að setja stefnuna á toppinn. Við eigum að geta verið í hópi þriggja efstu næstu tvö árin, takist okkur að ná aðeins meiri stöðugleika í liðið,“ sagði Eiður Smári. Forráðamenn Chelsea biðu með allar viðræður við leikmenn þar til fyrir lægi hvort félagið næði fjórða sætinu. Takist Chelsea að komast inn í sjálfa Meistaradeildina er talið að hagnaður af því verði um 1,1 milljarður króna. Eiður Smári hefur við og við verið orðaður við sölu frá félaginu, sem og William Gallas og John Terry. Reiknað er með að Gianfranco Zola haldi áfram en helst er talið að Jody Morris sé á förum. Eiður Smári vill stefna á toppinn ÚT er komin hér á landi bókin (kilja) Ég er hann Diego, sem er sjálfsævisaga argentínska knatt- spyrnumannsins Diego Armando Maradona. Bókin var gefin út á Spáni árið 2000, en Ingólfur Pét- ursson þýddi hana á íslensku og gefur hana út að eigin frumkvæði. Bókin er komin í dreifingu í versl- anir en hún hefur verið þýdd á yfir 20 tungumál. „Bókin fjallar um líf Maradona frá því hann man eftir sér og endar þegar hann er kominn í meðferð vegna fíkniefnaneyslu á Kúbu. Maradona er litrík persóna, hann hefur frá afar mörgu að segja á skrautlegum ferli sínum og hlífir engum í skrifum sínum. Maradona er vafalaust í hópi eftirminnileg- ustu knattspyrnumanna fyrr og síð- ar og óhætt er að segja að hann komi víða við í þessari bók,“ sagði Ingólfur Pétursson (sjá mynd) við Morgunblaðið. Ingólfur segir að Maradona greini á skemmtilegan hátt frá því þegar hann ákvað að yfirgefa risa- félag á Spáni til þess að ganga til liðs við lítið félag á Ítalíu og svo rekur hann feril sinn með landsliði Argentínu. 83 myndir prýða bókina og segir Ingólfur að hún sé mjög hentug fyr- ir fólk að taka með sér í sumarfríið enda létt og þannig bundin að auð- velt er að ferðast með hana. „Yngri kynslóðin þekkir kannski ekki alveg Maradona en ég hef fulla trú á að bókin seljist vel. Hann er goðsögn og líf hans utan vallar sem innan hefur verið ansi skrautlegt. Hann var einn af mínum uppáhalds- leikmönnum og ég veit um marga sem héldu mikið upp á hann.“ Bókin er 320 blaðsíður. Sjálfsævisaga Maradona Morgunblaðið/Kristinn David Moyes hjá Everton hefur verið kjörinn knatt-spyrnustjóri ársins í Englandi af samtökum knatt- spyrnustjóra. Moyes, sem er 39 ára gamall Skoti, er yngsti stjórinn í úrvalsdeildinni en undir hans stjórn reif Everton sig upp úr áralangri fallbaráttu, hafnaði í 7. sæt- inu í vetur og var hársbreidd frá því að vinna sér sæti í UEFA-bikarnum. Moyes er tengdur Íslandi en faðir hans, Kenny Moyes, hefur um langt árabil staðið fyrir blómlegum samskipt- um milli íslenskra og skoskra félaga og var á sínum tíma heiðraður af Knattspyrnusambandi Íslands. Harry Redknapp hjá Portsmouth var valinn stjóri árs- ins í 1. deild en undir hans stjórn vann liðið sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í fjórtán ár. Paul Jewell hjá Wigan var útnefndur í 2. deildinni en lið hans vann yf- irburðasigur þar, náði 100 stigum og spilar í fyrsta skipti í 1. deild næsta vetur. Þá var fyrrum varnarjaxl Stoke City, Denis Smith, útnefndur í 3. deildinni en lið hans, Wrexham, vann átta síðustu leikina og komst þannig upp í 2. deild. Alex Ferguson hjá Manchester United var heiðraður sem knattspyrnustjóri fyrsta áratugarins í úrvalsdeild- inni, frá 1992, eins og áður hafði verið tilkynnt. „Þetta er nú bara vegna þess að ég er sá eini sem hef lifað af tíu ár í deildinni,“ sagði Ferguson í léttum dúr þegar hann tók við viðurkenningunni. David Moyes á hliðarlínunni í leik hjá Everton. Moyes knatt- spyrnu- stjóri ársins San Antonio Spurs náði á ný und-irtökunum gegn meisturum Los Angeles Lakers í undanúrslita- einvígi liðanna í vesturdeild NBA í fyrrinótt. San Antonio sigraði, 96:94, og er þar með forystu, 3:2. Liðið getur tryggt sér sæti í úrslit- um vesturdeildarinnar með sigri í sjötta leiknum í Los Angeles, en annars verður oddaleikur í San Ant- onio. Litlu munaði að San Antonio tap- aði niður 25 stiga forskoti því Lakers átti góðan endasprett. Robert Horry átti þriggja stiga skot undir lokin en það geigaði og heimamenn sluppu með skrekkinn. Phil Jackson stjórnaði Lakers á ný, þremur dögum eftir að hafa gengist undir hjartaþræðingu. Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers og Shaquille O’Neal 20. Tim Duncan skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Tony Parker 21. Dallas í sömu stöðu Dallas komst í sams konar stöðu gegn Sacramento, vann 112:93 á heimavelli og er yfir, 3:2. Sjötti leik- urinn er í Sacramento í nótt. Steve Nash skoraði 25 stig fyrir Dallas í fyrrinótt og Nick Van Exel var með18 stig. Doug Christie skoraði 21 stig fyrir Sacramento og Júgóslavinn Peja Stojakovic var með 19stig. AP Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers (t.v.), reynir hér að stöðva skot Davids Robinsons, hins sterka leikmanns San Antonio Spurs, í leik liðanna í fyrrinótt. Meistarar Lakers upp við vegg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.