Morgunblaðið - 15.05.2003, Side 49
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 49
FÓLK
ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi
Ólafsson, sem hafa tekið við þjálfun
landsliðsins í knattspyrnu, halda út
fyrir landsteinana um helgina. Þeir
fara til Noregs og Belgíu til að fylgj-
ast með íslenskum leikmönnum í leik.
ÞEIR hafa haft samband við Eyj-
ólf Sverrisson, fyrrverandi fyrirliða,
sem hefur lítið leikið með Herthu
Berlín í Þýskalandi vegna meiðsla í
vetur – tvo leiki í byrjunarliði og
komið tvisvar inná sem varamaður,
til að kanna hvort hann sé tilbúinn að
leika gegn Færeyingum á Laugar-
dalsvellinum 7. júní.
MARGT þykir benda til þess að
markahrókurinn Kevin Phillips verði
seldur til Middlesbrough frá Sunder-
land. Vitað er að Tottenham, Leeds,
Aston Villa, Portsmouth, Manchest-
er City, Rangers og Celtic hafa einn-
ig rennt hýru auga til Phillips sem
skoraði 30 mörk á leiktíðinni.
EKKI er langt síðan Phillips var
verðlagður á 12 millj. punda, 1,4
milljarða króna, en nú er talið að
Sunderland geti selt hann fyrir um
þriðjung þeirrar upphæðar.
SAMNINGAVIÐRÆÐUR á milli
Leeds og AS Roma um kaup ítalska
liðsins á Oliver Dacourt eru langt
komnar og lýkur nær örugglega með
samkomulagi fyrir helgina. Roma
greiðir 4,2 millj. punda, um 495 millj.
króna, fyrir Dacourt sem hefur verið
í leigu hjá félaginu síðan í janúar.
RUDI Völler, landsliðsþjálfari
Þjóðverja í knattspyrnu, afhendir
fyrirliða Bayern Mücnhen meistara-
skjöldinn eftir leik Bayern og
Stuttgart á Ólympíuleikvanginum í
München á laugardaginn. Þetta er í
átjánda sinn sem Bayern München
verður þýskur meistari í knatt-
spyrnu.
EKKI kemur til greina að Teddy
Sheringham leiki með Millwall á
næstu leiktíð, að sögn umboðsmanns
hans, en forvígismenn félagsins hafa
lýst yfir áhuga á að tryggja sér kapp-
ann sem er laus mála hjá Tottenham.
CHRISTOPH Daum segist ekki
vera á leið í þýsku knattspyrnuna á
nýjan leik, en vangaveltur hafa verið
í þýskum fjölmiðlum síðustu daga um
að Daum verði næsti þjálfari
Schalke. Daum þjálfar nú austur-
ríska meistaraliðið Austria Vín og
segist ætla að halda því áfram. Þrjú
ár eru liðin síðan Daum var sagt upp
sem þjálfara Bayer Leverkusen eftir
að upp komst að hann var kókaín-
fíkill. Daum fór síðar í meðferð vegna
fíknar sinnar en honum gekk illa að
fá vinnu um tíma á eftir.
JOE Cole, hinn ungi fyrirliði West
Ham, var í gær kallaður inn í enska
landsliðshópinn. Hann kemur fyrir
Kieron Dyer frá Newcastle sem get-
ur ekki leikið með í þeim þremur
landsleikjum sem fram undan eru hjá
Englendingum vegna meiðsla. Cole
átti að spila með enska 21 árs lands-
liðinu í vor en hefur nú verið hækk-
aður í tign.
CARLOS Bilardo, þjálfari argent-
ínska knattspyrnufélagsins Estud-
iantes, vill fá Diego Maradona til
sín sem aðstoðarþjálfara. Bilardo,
sem gerði Estudiantes að argent-
ínskum meisturum fyrir 21 ári,
sneri aftur til félagsins fyrir tveim-
ur vikum og hefur rétt hlut þess
eftir magurt gengi með því að
krækja í fjögur stig í tveimur leikj-
um. Bilardo stýrði argentínska
landsliðinu um árabil og það lék tvo
úrslitaleiki í HM undir hans stjórn,
með Maradona sem fyrirliða.
Bilardo og Maradona störfuðu
saman hjá Boca Juniors árið 1996
en þá var Maradona fyrirliði liðsins
undir stjórn Bilardo. Eftir það
lagði hann skóna á hilluna og hefur
síðan meira og minna barist við eit-
urlyfjafíkn sína en hann hefur að-
allega dvalið á Kúbu þar sem hann
hefur gengist undir meðferð.
„Það verður ætíð pláss fyrir
Diego hjá mér. Ég sagði um leið og
ég tók við liðinu að Diego væri vel-
kominn ef hann kærði sig um,“
sagði Bilardo í gær.
Bilardo vill fá Maradona
STEFÁN Logi Magnússon mark-
vörður er genginn til liðs við 1.
deildarlið Víkings í knattspyrnu.
Stefán Logi, sem er 22 ára gamall,
lék með Víkingi og Fram í yngri
flokkunum og spilaði með yngri
landsliðunum. Hann var í unglinga-
liði Bayern München í Þýskalandi
um skeið en fór þaðan til Öster í
Svíþjóð, og var í rúm tvö ár hjá Far-
um í Danmörku. Þaðan fór hann til
B1909 í janúar en hafði skamma
viðdvöl, fór til Englands og var hjá
enska 1. deildarliðinu Bradford
City síðari part vetrar. Þar meidd-
ist hann í fyrsta leik með varaliðinu
og kom ekkert við sögu hjá aðalliði
félagsins.
Stefán Logi
til Víkings
LITHÁÍSKI markvörðurinn Egid-
ijus Petkivicius er genginn til liðs
við Framara. Hann hefur leikið
með KA-mönnum undanfarin tvö
ár en var þar áður í herbúðum
Vals og FH. Petkivicius er snjall
markvörður, með mikla og góða
reynslu sem verður Frömurum
góður liðsstyrkur en að sama
skapi er brotthvarf hans mikil
blóðtaka fyrir KA-liðið.
Sebastian á Selfoss?
Sebastian Alexandersson og
Magnús Erlendsson hafa varið
mark Safamýrarliðsins und-
anfarin ár en horfur eru á að
annar eða jafnvel þeir báðir yf-
irgefi liðið í sumar. Magnús
hyggur á nám í Danmörku í
haust og bíður eftir svari frá
skólanum en Sebastian á í við-
ræðum við Selfyssinga um að
taka að sér þjálfun liðsins.
Framarar reikna með að halda
öllum öðrum leikmönnum sem
léku með liðinu á nýafstöðnu
tímabili, Þeir hafa bætt tveimur
nýjum leikmönnum í lið sitt fyrir
átökin næsta vetur, Petkivicius
og Birni Friðrikssyni línumanni,
sem kom frá Stjörnunni, og
Framarar útiloka ekki að frekari
liðsstyrkur sé á leiðinni.
Petkivicius til
liðs við Framara
RÓBERT Gunnarsson, landsliðs-
maður í handknattleik, hefur
gert nýjan samning við danska
úrvalsdeildarfélagið Århus GF
sem gildir til tveggja ára. Róbert
fór til danska liðsins fyrir síðasta
tímabil, frá Fram, og lék stórt
hlutverk með því í vetur ásamt
Tjörva Ólafssyni, fyrrverandi
leikmanni Hauka. Århus GF hafn-
aði í fimmta sæti deildarinnar og
missti af því í síðustu umferð að
komast í fjögurra liða úrslitin um
danska meistaratitilinn.
Erik Veje Rasmussen, lands-
liðsmaður Dana um árabil, hefur
verið ráðinn þjálfari Århus GF
fyrir næsta tímabil en hann hefur
síðustu árin stjórnað liði Flens-
burg í Þýskalandi með góðum ár-
angri.
Fast sæti í landsliðinu
Róbert sagði við dagblaðið År-
hus Stiftstidende í gær að hann
vonaðist til þess að góð frammi-
staða sín með liðinu tryggði sér
fast sæti í íslenska landsliðinu en
hann er á heimleið um helgina til
að taka þátt í landsliðsæfingum.
Það eru 58 ár síðan kona tókþátt í atvinnumannamóti fyrir
karla og segir Singh að stórfyr-
irtæki sem standa á baki við Sör-
enstam græði mest á þátttöku
hennar. „Hvað ætlar hún að sanna?
Þetta er fáránlegt. Hún er besta
konan sem hefur atvinnu af að
leika golf og ég legg áherslu á að
hún er kona! Það er mótaröð fyrir
karlmenn og það er önnur mótaröð
fyrir konur. Hún er að taka sæti
frá öðrum keppendum sem hefðu
glaðir tekið þátt í þessu móti. Ég
vona að hún komist ekki í gegnum
niðurskurðinn þar sem hún á ekki
heima á mótaröð fyrir karlmenn,“
segir Singh.
Forráðamenn PGA-mótaraðar-
innar hafa brugðið á það ráð að
hafa nafn Singh ekki í hattinum
þegar dregið verður í ráshópa og
er engin hætta á að Sörenstam
endi í ráshópi með Singh.
Nick Price, sem sigraði á Colon-
ial-mótinu fyrir ári segir að þátt-
taka Sörenstam sé í raun auglýsing
fyrir hana og þá aðila sem standa á
bak við hana. „Hún hefði átt að
fara í gegnum úrtökumót líkt og
aðrir kylfingar,“ segir Price.
Scott Hoch, sem lék eitt sinn
með Sörenstam á móti þar sem
keppt var í tveggja manna liðum
sem skipuð voru karli og konu,
segir að hann vilji að Sörenstam
gangi vel á mótinu í Colonial. „Þá
geta menn séð hve mikill munur er
á mótaröð atvinnukvenna og at-
vinnukarla,“ segir Hoch.
Singh er sá fyrsti sem hefur látið
í ljós skoðun sína á þátttöku Sören-
stam og til viðmiðunar tekur hann
Lauru Davies sem tók þátt í móti
sem fram fór í fjórum mismunandi
borgum í Asíu árið 1998. Davies
var 39 höggum á eftir Singh sem
sigraði á mótinu.
„Laura slær langt og er meðal
þeirra bestu. Það er mikill munur á
körlum og konum í golfinu og ég
tel að það sé rangt að leyfa Sör-
enstam að vera með. Við gætum al-
veg eins látið Williams-systurnar
keppa á mótaröð atvinnumanna í
tennis. Allir vita að þær eru bestar
í röðum kvenna en þær eiga lítinn
möguleika gegn körlum þrátt fyrir
að þær séu gríðarlega sterkar.“
Sörenstam sigraði á 13 atvinnu-
mannamótum í fyrra sem hefur
ekki gerst í 40 ár en fyrir tveimur
árum varð hún fyrst allra kvenna
til þess að leika 18 holur á 59 högg-
um.
Reuters
Sænska golfstúlkan Annika
Sörenstam fagnar, eftir að
hafa sett niður 30 feta pútt.
Reuters
Vijay Singh frá Fídjíeyjum
horfir á eftir golfboltanum
eftir upphafshögg.
Singh lét
Sörenstam hafa
það óþvegið
KYLFINGURINN Vijay Singh
liggur ekki á skoðun sinni á
þátttöku sænsku konunnar
Annika Sörenstam á PGA-
mótinu sem fram fer á Colon-
ial-vellinum í næstu viku.
Singh segir að Sörenstam hafi
ekkert að gera í keppni á at-
vinnumannaröð fyrir karla og
hefur hótað því að taka ekki
þátt verði hann í ráshóp með
Sörenstam.
Róbert
samdi við
Århus GF