Morgunblaðið - 15.05.2003, Síða 51

Morgunblaðið - 15.05.2003, Síða 51
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 51 ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, líkt og forveri hans, Atli Eðvaldsson, hefur lagt hart að Eyjólfi Sverrissyni að koma á nýjan leik í landsliðið og leggja því hjálparhönd í komandi leikjum gegn Færeyingum og Litháum í und- ankeppni EM. „Ég sagði við Ásgeir að ég væri tilbúinn að koma ef þeir teldu að ég gæti hjálpað til en auðvitað ræður mestu hvort ég verði í nógu standi líkamlega. Þegar Atli sóttist eftir kröftum mínum í vetur var ég ekki í formi enda búinn að vera í meiðslum en núna er ég kominn á fullt við æf- ingar en leikæfinguna skortir,“ sagði Eyjólfur við Morgunblaðið í gærkvöld. Eyjólfur segir að hann og Ásgeir ætli að vera í sambandi og meta stöðuna þegar nær dregur leikjunum í júní. Eyjólfur ráðgerir að flytja til Ís- lands 2. júní og spurður hvort hann ætli að spila hér heima í sumar segir hann; „Ég hef enn ekki tekið ákvörð- un. Félagaskiptaglugginn lokar 31. maí og það er klárt að ég geri ekkert fyrir þann tíma. Hann opnar á nýjan leik þann 15. júní og ég ætla að skoða bara málin vel þegar ég kem heim. Fram að því held ég öllu opnu, bæði með hvaða liði ég hyggst leika og hvort ég ætla að spila,“ segir Eyj- ólfur sem oftast hefur verið orðaður við Fylki en einnig Grindavík og KR. KVENNALIÐ Breiðabliks í knatt- spyrnu hefur fengið góðan liðsauka fyrir tímabilið. Erna Sigurðardóttir, sem hefur verið frá keppni síðan í september 2001, er komin á fulla ferð með Kópavogsliðinu og nú hefur annar sóknarmaður bæst í hópinn, Ellen DeClovet frá Bandaríkjunum. Þær Erna, sem á að baki fjölda leikja með yngri landsliðunum og 49 úrvalsdeildarleiki með Breiðabliki, og DeClovet eru báðar 21 árs og eld- fljótir sóknarmenn. Erna sleit kross- band í tvígang en hefur náð sér af þeim meiðslum og leikið með Breiða- bliki af fullum krafti að undanförnu. DeClovet hefur leikið við hlið Breiðabliksstúlkunnar Helgu Óskar Hannesdóttur í vetur í bandarísku háskólaknattspyrnunni og er marka- hæsti leikmaður liðsins. Hún er væntanleg til landsins á laugardag og missir því af opnunarleik úrvals- deildar kvenna en Breiðablik tekur á móti Þór/KA/KS í fyrsta leik Ís- landsmótsins í knattspyrnu á Kópa- vogsvelli á laugardaginn. Blikar frá góðan styrk Stjarnan Komnar: Ashley Backer (Banda- ríkjunum), Dusty Griffy (Bandaríkj- unum), Guðlaug Sunna Gunnars- dóttir (Grindavík), Jóna Júlíusdóttir (Grindavík), Þórdís Gunnlaugsdóttir (Grindavík). Farnar: Engar. Þróttur/Haukar Komin: Halla Gunnarsdóttir (Leikni Fáskrúðsfirði). Farnar: Björk Einarsdóttir (Sviss), Heiða S. Haraldsdóttir (Ægi), Pála Marie Einarsdóttir (Val). mestu eftir þó að röðin sé ekki alveg rétt,“ sagði Ólafur Þór, en hann ætl- ar að vera með lið í tveimur deildum í sumar. „Það var gott að verða meistarar meistaranna og komast í úrslit deildarbikarsins þó að sá leikur hafi ekki verið góður af okkar hálfu. Við komumst þó þangað og erum nokk- uð ánægð með keppnina sjálfa. Þetta verður gott hjá okkur í sumar þó að við höfum misst nokkra leik- menn og aðrir að stíga upp úr meiðslum. Við erum með stóran hóp og ætlum að prófa spila í tveimur deildum, Landsbankadeildinni og 1. deild. Það gefur okkur líka færi á að hafa leikmenn þegar útlendingarnir fara út. Hinsvegar er Valur með góðan og breiðan hóp, hefur haldið sínum leikmönnum og fengið auk þess fimm landsliðskonur til liðs við sig á meðan önnur lið hafa verið að tapa mannskap. Það gefur Val for- skot því aðrir eru að fá leikmenn frá til dæmis Bandaríkjunum. Svo held ég að ÍBV verði ofar en spáin segir. FH fékk fallsætið Fallsætið kom í hlut FH og telur Valdís Rögnvaldsdóttir, fyrirliði Hafnarfjarðarliðsins, erfitt sumar framundan þó hún leggi ekki árar á bát. „Spáin er svipuð og við áttum von á og ég tel hana nokkuð góða fyrir okkur því það er ekki hægt að fara neðar og leiðin liggur þá bara upp á við. Samt sem áður tel ég að við höfum átt að vera fyrir ofan lið- in, sem spáð var ofar en okkur. Við höfum burði til að reyta stig af lið- unum fyrir ofan ef við náum að hafa kollinn í lagi. Okkar markmið er að halda okkur í deildinni, við teljum okkur hafa burði til þess og ætlum okkur að sýna það. Þetta er þriðja sumarið sem við berjumst fyrir lífi okkar og viljum nú festa okkur í sessi þó að vitum að það verði mjög erfitt.“ Valdís sagði enga útlendinga í herbúðum FH í sumar. „Við höfum misst fjóra leikmenn frá síðasta ári og það er nokkuð stór biti að kyngja fyrir lið sem er ekki með breiðan hóp en við verðum að sjóða þetta saman. Við verðum ekki með útlend- inga í sumar og stólum á þær sem fyrir eru en okkur hefur helst vant- að reynslu.“ Morgunblaðið/Sverrir Þjálfarar og forráðamenn liðanna í Landsbankadeild kvenna. Frá vinstri: Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals, Jóhannes Karl Sig- ursteinsson í meistaraflokksráði KR, Ásbjörn Sveinbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Breiða- bliks, Sigurður Víðisson, þjálfari FH, Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, og Íris B. Eysteinsdóttir, þjálfari Þróttar/Hauka. Á myndina vantar fulltrúa frá Þór/KA/KS. Eyjólfur Sverrisson er í startholunum Morgunblaðið/Sverrir Eyjólfur Sverrisson GRAHAM Taylor, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa – og fyrrverandi landsliðsþjálfari Eng- lands, sagði í gær upp störfum sínum hjá félaginu eftir fimmtán mánaða starf. Ástæðu uppsagnarinnar segir Taylor ekki vera gengi liðsins á nýafstöðnu tímabili heldur hafi aðrir þættir skipt þar sköpum, ekki síst fjármál félagsins. Óvíst er hvort afsögn Taylors hefur áhrif á framtíð Jóhannesar Karls Guð- jónssonar hjá Aston Villa. Það var fyrir frumkvæði Taylors að Villa fékk Jóhann- es að láni frá spænska liðinu Real Betis og Taylor lýsti því yfir eftir leikinn við Leeds um síðustu helgi að hann ætlaði að beita sér fyrir því að Aston Villa keypti Skagamaninn frá Real Betis. Taylor hættur hjá Villa NÝKRÝNDIR Ítalíumeistarar Juv- entus komu, sáu og sigruðu þegar þeir öttu kappi við Evrópumeistara Real Madrid í síðari rimmu liðanna í undanúrslitum meistaradeildarinnar í knattspyrnu í Tórínó í gærkvöldi. Stjörnuliðið frá Madrid mætti til leiks með 2:1-forystu eftir fyrri leik- inn í Madrid en þvert á allar spár tókst Juventus að vinna upp muninn og gott betur því lokatölur urðu 3:1 og samanlagt 4:3. Það verður því alí- talskur úrslitaleikur sem fram fer á Old Trafford í Manchester 28. þessa mánaðar þegar Juventus og AC Mil- an leiða saman hesta sína. Heimamenn fengu óskabyrjun á Del Alpi í gær þegar Frakkinn Trezeguet skoraði á 12. mínútu. Snillingurinn Del Piero bætti við öðru á 43. mínútu og staðan því orðin vænleg fyrir Ítalina. Real Madrid skipti Ronaldo fljótlega inn á í síðari hálfleik og hann var ekki búinn að vera þar lengi þegar hann fiskaði vítaspyrnu. Figo tók spyrnuna en hinn frábæri markvörður Juventus, Buffon, sá við honum og varði. Pavel Nedved rak svo síðasta naglann í lík- kistu Real Madrid þegar hann skor- aði þriðja markið á 73. mínútu en síð- asta orðið átti gamli Juventus- maðurinn Zidane þegar hann lagaði stöðuna fyrir Evrópumeistarana skömmu fyrir leikslok. „Þetta er stórkostleg stund. Okk- ur tókst að leggja að velli frábært lið og komast í úrslitin eftir margra ára hlé. Þetta er tímabil er þegar orðið hreint æðislegt og vonandi getum við farið alla leið,“ sagði Marcelo Lippi þjálfari Juventus. Juventus sem hampaði ítalska meistaratitilinum í 28. sinn um síð- ustu helgi hefur tvívegis unnið sigur í Evrópukeppni meistaraliða og leik- ur nú í sjöunda sinn til úrslita í keppninni. Juventus sló stjörnulið Real Madrid út Reuters Pavel Nedved, leikmaður Juventus, krýpur á hnén og tekur fyr- ir andlitið í þann mund sem Urs Maier dómari lyftir upp gula spjaldinu. Nedved er þar með kominn í leikbann og missir af úrslitaleiknum gegn AC Milan.  DAVID Seaman, markvörður Arsenal, er meiddur á hálsi og ekki er öruggt að hann geti leikið með lið- inu í úrslitaleik ensku bikarkeppn- innar í knattspyrnu gegn South- ampton á laugardaginn. Hann hefur verið í stöðugri meðferð vegna meiðslanna frá því Arsenal lék við Sunderland í lokaumferð úrvals- deildarinnar á sunnudaginn.  ÞEGAR liggur fyrir að Patrick Vieira, fyrirliði, verður ekki með vegna meiðsla og Sol Campbell verður í leikbanni. Varnarmennirnir Lauren, Pascal Cygan og Oleg Luzhny eru allir tæpir vegna meiðsla, sem og Ray Parlour sem haltraði af velli gegn Sunderland.  CRAIG Burley, miðjumaður Derby County, tilkynnti í gær að hann gæfi ekki framar kost á sér í skoska landsliðið. Burley lék í fyrsta skipti undir stjórn Berti Vogts þeg- ar Skotland tapaði fyrir Austurríki, 0:2, í vináttuleik um síðustu mánaða- mót en það var hans 46. landsleikur.  BURLEY segir að það vanti allan metnað í skoska liðið og það sé erfitt að sjá bjarta tíma framundan hjá því. „Það var gaman að spila fyrir Skotland meðan Craig Brown var við stjórnvölinn en ég fann ekki fyrir slíku að þessu sinni. Þetta var minnsti undirbúningur sem ég hef upplifað fyrir landsleik,“ sagði Burley.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, segir að Markus Babbel, þýski bakvörðurinn, leiki væntanlega ekki meira með félag- inu. Babbel hefur ekki náð sér á strik eftir að langvarandi veikindi sem ógnuðu lífi hans og ferli um skeið.  HOULLIER segist vera vonsvik- inn með framkomu Babbels, eftir að félagið hafi stutt dyggilega við bakið á honum og samið við hann til þriggja ára þrátt fyrir veikindin. Babbel lék síðast gegn Aston Villa í deildabikarnum í desember en var þá tekinn af velli snemma leiks og hefur ekki komist í hópinn síðan.  HOULLIER segir að það hafi ekki verið slæm viðbrögð Babbels á þeim tíma sem hafi gert útslagið. Hann hafi á stuttum tíma verið tvívegis rekinn af velli í leikjum með vara- liðinu, nú eigi hann sekt yfir höfði sér og sé ekki lengur í framtíðar- áætlunum hans.  RUUD van Nistelrooy, hollenski sóknarmaðurinn hjá Manchester United, hefur verið útnefndur besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í kjöri sem tengt er styrktaraðila deildarinnar, Barclaycard. Van Nistelrooy fékk jafnframt gullskó- inn sem kenndur er við fyrirtækið og honum fylgdu 25 þúsund pund, eitt þúsund fyrir hvert mark sem hann skoraði í deildinni í vetur. Þá upphæð, samtals um 2,9 milljónir króna, hefur hann þegar gefið til góðgerðarstarfsemi í Hollandi.  EIN breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðinu í sundi sem tek- ur þátt í Smáþjóðaleikunum á Möltu um næstu mánaðarmót. Guðlaugur Már Guðmundsson kemur inn í stað Hjartar Más Reynissonar. Alls keppa 16 sundmenn fyrir hönd Ís- lands á Smáþjóðaleikunum en til- kynnt var eftir Innanhússmeistara- mót Íslands í Vestmannaeyjum í mars sl. hverjir færu til Möltu.  MÖGULEGT er fyrir sundmenn að ná lágmarksárangri til þátttöku á Ólympíuleikunum í Aþenu á næsta ári á Smáþjóðaleikunum og því er eftir nokkru að slægjast að keppa á Möltu. Einn sundmaður hefur þegar tryggt sér farseðilinn til Aþenu, Jakob Jóhann Sveinsson, bringu- sundsmaður úr Ægi.  LEMGO varð í gær þýskur meist- ari í handknattleik í annað sinn í sögu félagsins þegar liðið lagði Hamburg á útivelli, 33:27. Markus Baur var markahæstur í liði Lemgo með 9 mörk. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.