Morgunblaðið - 15.05.2003, Síða 55
hinni áströlsku Nicole Kidman,
sem auðvitað mun heiðra hátíðina
með nærveru sinni, en síðast þeg-
ar hún kom – fyrir tveimur árum
til að kynna Rauðu mylluna – stal
hún senunni gjörsamlega með út-
geislun sinni og reisn. Aðrar
myndir í keppninni sem augu
manna beinast að eru mynd Gus
van Sants Fíll (Elephant); mynd
Hectors Babencos Carandiru, þá
Sundlaugin (The Swimming Pool)
eftir Francois Ozon, Bjarta fram-
tíð (Akarui Mirai) eftir Kurosawa
Kiyoshi og svo auðvitað Falda
fljótið (Mystic River) eftir Clint
Eastwood en hann hefur löngum
verið í uppáhaldi hjá aðstand-
endum hátíðarinnar.
Fulltrúi Íslands í opinberri dag-
skrá hátíðarinnar er svo auðvitað
Stormviðri (Stormy Weather) eft-
ir Sólveigu Anspach en hún er
sýnd í dagskránni „Un Certain
Regard“, sem er flokkur fyrir
nýja og upprennandi leikstjóra.
Myndin var að stórum hluta tekin
í fæðingarbæ Sólveigar, Vest-
mannaeyjum, og eru Íslendingar í
nokkrum af helstu hlutverkum,
þ.á m. Didda, Baltasar Kormákur
og Ingvar E. Sigurðsson. Formleg
frumsýning myndarinnar verður
næstkomandi þriðjudag.
Aðrar íslenskar myndir sem
kynntar verða sérstaklega á há-
tíðinni hjá kvikmyndamiðstöð og
á markaði eru m.a. Hafið, Maður
eins og ég, Salt, Fálkar og Nói
albínói og má gera ráð fyrir að
aðstandendur þessara mynda
verði viðstaddir hátíðina.
Það er siður hér í Cannes að
nota tilefnið til að minnast verka
gömlu meistaranna. Eins og sagði
í upphafi er röðin komin að Fell-
ini, kvikmyndagerðarmanni sem
sannarlega tilbað kvikmyndir og
fagnaði þeim í hverri mynd sem
hann sendi frá sér. „Lifi kvik-
myndirnar! Lifi kvikmyndirnar!“
er yfirskrift Cannes-hátíðarinnar.
Vonandi verður hægt að taka
undir með aðstandendum og Fell-
ini er yfir lýkur 25. maí en þá
verður Gullpálminn eini og sanni
afhentur.
tulip
TENGLAR
.....................................................
www.festival-cannes.org
skarpi@mbl.is
Reuters
Ítalska leikkonan Gina Lollobrigida veifar til fjöldans af rauða dreglinum.
Hún fór með aðalhlutverkið í upprunalegri gerð Fanfan la tulip frá 1952.
Reuters
Meg Ryan á sæti í dómnefnd þetta
árið. Hér er hún ásamt formanni
dómnefndar, franska leikstjór-
anum Patrice Chereau.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 55
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Sýnd kl. 5.30. B.i 12
www.regnboginn.is
HK DV
X-97,7
HJ MBL
Kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
HOURS
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12. Sýnd kl. 10.30. B.i 12.
HL MBL
HK DV
Kvikmyndir.com
X-97,7
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i 16.
Brjálaður morðingi,
Stórhættulegir
dópsmyglarar
Nú er honum að
mæta.
Svakaleg
spennumynd með
töffaranum
Vin Diesel
úr xXx.
"Tvöfalt
húrra"
Frétta-
blaðið
HK DV
SV MBL
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
400
kr
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 400 kr.Sýnd kl. 8 og 10.
Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. B.i. 12
SV MBL
HK DV
"Tvöfalt
húrra"
Frétta-
blaðið
Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.15 B.i. 16
Svakaleg spennumynd
með töffaranum
Vin Diesel úr xXx.
ÞÝSKA fyrirsætan Claudia Schiffer, Matthew Vaughn, eig-
inmaður hennar, og Caspar, þriggja mánaða gamall sonur
þeirra, sluppu ómeidd úr árekstri í vesturhluta Lundúna í
dag. Aðstoðarmaður Shiffers, sem ók bílnum, og barnfóstra
sluppu einnig án meiðsla. Engan sakaði heldur í hinum bíln-
um.
Schiffer, sem er 32 ára, eignaðist Caspar í janúar en þau
Vaughn giftu sig fyrir hálfu ári. Vaughn er kvikmyndafram-
leiðandi og framleiddi m.a. myndina Lock, Stock and Two
Smoking Barrels.
Claudia Schiffer í hættu Reut
er
s