Morgunblaðið - 15.05.2003, Side 57

Morgunblaðið - 15.05.2003, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 57 Laugavegi 54, sími 552 5201 Vorútsala í 3 daga 30% afsláttur af öllum vörum Nýtt kortatímabil því að myndin sé byggð upp á atrið- um þar sem Charlie fæst við sitt starf, en sé svo brotin upp með við- tölum við hann þar sem hann liggur ekki á skoðunum sínum um menn og málefni. „Við tókum upp í þrjá mánuði en vorum svo meira en ár að klippa,“ heldur Haukur áfram. „Kristján Leifur Pálsson hjá fjöllistahópnum Lorti klippti með mér.“ Haukur kynntist Charlie þegar hann var leikmunavörður í erótísku myndinni Leyndardómur skýrslu- málastofnunar, sem sýnd var á sín- um tíma á Skjá einum og skrifuð var af Davíð Þór Jónssyni og Barða Jóhannssyni. Þar fór Charlie með aðalhlutverk. „Einhvern tíma sagði Charlie við mig að hann skildi ekkert í því af hverju enginn væri búinn að gera heimildarmynd um hann,“ segir Haukur og kímir. „Ég sagði þá að bragði að ég skildi það ekki heldur og fór því fram á við hann að ég fengi að gera eina slíka.“ Miðaverð á Bad Boy Charlie er 600 kr. „Ódýrt íslenskt bíó“ eins og Haukur orðar það. KVIKMYNDAKLÚBBUR Alliance française sýnir í samvinnu við Film-Undur Smekksatriði (Une affaire de goût) með Jean-Pierre Lorit, Bernard Giraudeau og Florence Thomassin í aðalhlutverkum. Þessi franska spennumynd er eftir leikstjórann Bernard Rapp frá árinu 2000 og fjallar um Frédéric Delamont, kaupsýslumann á hátindi starfsferils síns. Delamont er maður fágaður, frumlegur og fælinn. Hann kynnist Nicholas Rivière, ungum þjóni, sem vinnur í afleysingum á veitingastað og ákveður að ráða þennan unga mann til sín sem einkasmakkara sinn og greiðir honum há laun fyrir. Samskipti þeirra, í fyrstu formleg þótt sérkennileg séu, snúast brátt upp í hættulegan leik. Myndin hefur hlotið góða dóma og hefur m.a. unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi og var tilnefnd til fimm Cés- ar-verðlauna árið 2001. Athugið að aðgangur er ókeypis fyrir meðlimi í Alliance française sem sýna fé- lagsskírteini og persónuskilríki við innganginn. Frönsk spennumynd tekin til sýninga Með einkasmakkara Hver hefur sinn smekk. Ungi þjónninn Nicholas Rivière fær góð laun fyrir að vera einkasmakkari sérviturs kaupsýslumanns. Spennumyndin Smekksatriði verður sýnd í Háskólabíói í kvöld kl. 22.30, mán. kl. 18 og þri. kl. 20. Enskur texti.  X-97,7  Kvikmyndir.is kl. 6 og 10.10. B.i. 14. / kl. 5.20 og 8. B.i. 14. ÁLFABAKKI / AKUREYRI / KEFLAVÍK ÁLFABAKKI / KRINGLAN ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. B.i. 14.  SG DV  Kvikmyndir.com kl. 5.50, 8 og 10.10. / kl. 10.10. ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 4, 5.30, 8, 9.15 og 10.20. / Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. / Sýnd kl. 8 og 10.15. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.20. B.I. 16. Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur alls staðar slegið í gegn.  ÓHT Rás 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.