Morgunblaðið - 12.06.2003, Síða 44
ÍÞRÓTTIR
44 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
RETO Stiffler, forseti
belgíska 1. deildarliðsins
Standard Liege, ásamt
einum af yfirþjálfurum
liðsins, Michel Preud-
’homme, sem á árum áður
lék í marki Belga, voru á
meðal áhorfenda á leik Ís-
lendinga og Litháa í
Kaunas. Þeir voru aðal-
lega að fylgjast með
Brynjari Birni Gunnars-
syni. Forsetinn setti sig í
samband við Ásgeir Sig-
urvinsson, landsliðsþjálf-
ara, sem einmitt hóf at-
vinnumannaferil sinn hjá
Standard, og fékk nánari
upplýsingar um Brynjar
Björn. Preud’homme lék
með Ásgeiri hjá Stand-
ard.
Brynjar Björn hefur
leikið með liði Stoke und-
anfarin ár en samningur
hans við félagið er út-
runninn. Hann fékk á
dögunum nýtt tilboð frá
félaginu og hefur frest
fram til loka mánaðarins
til að ákveða hvort hann
riti nafn sitt undir nýjan
samning. Brynjar var til
skoðunar hjá Braga í
Portúgal fyrir skömmu
en hann hefur ekkert
heyrt frá forráðamönnum
liðsins eftir þá heimsókn.
Standard
Liege skoðar
Brynjar Björn
Brynjar Björn
EIÐUR Smári Guðjohnsen jafnaði í gær markamet
Atla Eðvaldssonar fyrir Ísland í Evrópukeppni lands-
liða þegar hann skoraði annað markið gegn Litháen í
Kaunas í gær. Þeir hafa nú báðir skorað 5 mörk fyrir
Ísland í EM. Þetta var áttunda mark Eiðs Smára fyrir
A-landsliðið og hann hefur því skorað meira en helm-
ing sinna marka í Evrópukeppni landsliða. Hann er nú
í 12.–16. sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Íslands
frá upphafi.
Hermann Hreiðarsson, sem skoraði sitt þriðja mark
fyrir Ísland, og Þórður Guðjónsson, sem gerði sitt 12.,
skoruðu báðir sitt annað mark í EM.
Þórður fjórði markahæstur
Þórður er orðinn fjórði markahæsti leikmaður A-
landsliðs Íslands frá upphafi. Aðeins Ríkharður Jóns-
son með 17 mörk og þeir Ríkharður Daðason og Arnór
Guðjohnsen með 14 hafa skorað fleiri mörk fyrir Ís-
lands hönd. Þórður fór fram úr þeim Pétri Péturssyni
og Matthíasi Hallgrímssyni sem nú eru í 5.–6. sæti á
markalistanum með 11 mörk.
Eiður jafnaði
EM-met Atla MORGUNBLAÐIÐ hefur heimildir
fyrir því að landsliðsmarkvörður-
inn Árni Gautur Arason sé inni í
myndinni hjá þýska liðinu 1860
München, en félagið er á hött-
unum eftir nýjum markverði. Árni
tók þá ákvörðun fyrr á þessu ári
að framlengja ekki samning sinn
við norsku meistarana Rosenborg
og verður hann laus allra mála um
næstu áramót nema að eitthvert
félagið kaupi hann strax.
Rosenborg seldi finnska lands-
liðsmanninn Janni Saarinen til
1860 München á dögunum og í
kjölfarið spurðust forráðamenn
þýska liðsins fyrir um Árna Gaut
sem hefur verið úti í kuldanum hjá
Rosenborg frá því hann ákvað að
rita ekki nafn sitt á nýjan samn-
ing.
Þá hefur Árni Gautur verið
nefndur í sambandi við Ipswich.
Árni Gautur
til München?
PÉTUR Guðmundsson, körfu-
knattleiksmaður sem eitt sinn lék í
NBA í Bandaríkjunum, hefur verið
ráðinn umsjónarmaður yngri flokka
starfs hjá körfuknattleiksdeild
Grindavíkur. Jafnframt mun Pétur
þjálfa meistaraflokk kvenna hjá fé-
laginu.
ÍSLANDSMEISTARAR kvenna í
handknattleik, ÍBV, eru taldir vera
að reyna að fá rússneska landsliðs-
markvörðinn Nigienu Saidowa til
liðs við sig. Saidowa hefur leikið um
30 landsleiki fyrir Rússland. Vigdís
Sigurðardóttir, sem var aðalmark-
vörður ÍBV á síðustu leiktíð, er hætt
að leika handknattleik.
SIGURÐUR Ingimundarson verð-
ur áfram þjálfari Keflavíkur í körfu-
knattleik karla. Sigurður hefur þjálf-
að karlalið Keflavíkur í sjö tímabil og
gert liðið að Íslandsmeisturum þrisv-
ar sinnum og tvisvar hefur liðið orðið
bikarmeistari undir hans stjórn.
STEVE Finnan, sem Liverpool
hefur ákveðið að kaupa frá Fulham,
er mjög ánægður með að fá tækifæri
til að leika með Liverpool. „Þegar ég
mun klæðast rauðu skyrtunni í fyrsta
sinn verður það augnablik sem ég
mun ávallt varðveita. Mig langar að
vera hjá félagi þar sem ég á mögu-
leika á að vinna titla og ég tel að hjá
Liverpool séu mjög góðar líkur á
því,“ sagði Finnan.
MANCHESTER United er talið
hafa áhuga á að klófesta franska
markvörðinn Sebastien Frey frá
Parma. Frey er mjög eftirsóttur og
hefur verið bendlaður við Barcelona
og Arsenal á liðnum vikum. Sir Alex
Ferguson, knattspyrnustjóri United,
er að leita að nýjum markverði eftir
að Fabien Barthez féll í ónáð hjá hon-
um.
CHARLTON Athletic hefur áhuga
á að fá Teddy Sheringham til liðs við
sig. Sheringham, sem er 37 ára gam-
all, hefur yfirgefið Tottenham og
hafa fjölmörg lið sett sig í samband
við hann. Nokkur ensk úrvalsdeild-
arlið og lið frá Portúgal, Spáni, Jap-
an og Bandaríkjunum vilja næla í
Sheringham.
TIM Floyd hefur verið ráðinn þjálf-
ari New Orleans Hornets í NBA-
deildinni. Floyd hefur áður þjálfað
Chicago Bulls en hætti með liðið árið
2001. Hann stjórnaði Bulls í 239 leikj-
um en náði aðeins að stýra liðinu til
sigurs í 49 þeirra.
SANTIAGO Canizares, markvörð-
ur Valencia, hefur sagt að Arsenal
hafi gert Valencia tilboð í sig. „Ég
veit að Arsenal hefur boðið í mig og
það er heiður fyrir mig. Núna er þó
ekki rétti tíminn til að hugsa um hvar
ég leik á næstu leiktíð þar sem ég á
enn eftir að ljúka tímabilinu með Val-
encia,“ sagði Canizares.
FÓLK
Það er varla með orðum lýsthversu samhent íslenska liðið
var á vellinum í gær og menn tilbúnir
að fórna sér í verk-
efnið og ekki síður að
gera leikinn eftir-
minnilegan fyrir
Rúnar Kristinsson
sem var að leika sinn 100. landsleik og
ekki síður fyrir Guðna Bergsson sem
var að ljúka löngum og glæsilegum
knattspyrnuferli sínum. Landsliðs-
þjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og
Logi Ólafsson töluðu mikið um það
fyrir leikinn að til að eiga möguleika á
að leggja Litháana að velli yrði liðs-
keðjan að vera sterk, baráttan og vilj-
inn fyrir hendi og sjálfstraustið í lagi.
Allir þessir hlutir skiluðu sér til strák-
anna og það var í raun aðdáunarvert
að sjá kraftinn, baráttuna og sigur-
viljann sem skein út úr hverju andliti.
Fyrri hálfleikinn lék íslenska liðið af
mikilli skynsemi. Litháar voru meira
með boltann en náðu ekki að finna leið
framhjá vel skipulögðum leik Íslend-
inga. Þegar Þórður Guðjónsson skor-
aði fyrsta markið eftir 14 mínútna leik
í síðari hálfleik snerist leikurinn al-
gjörlega á band Íslendinga og síðasti
hálftíminn er einhver sá besti sem ís-
lenskt landslið hefur sýnt um árabil. Í
stað þess að bakka aftar á völlinn sem
oft og iðulega hefur gerst í kjölfarið á
marki létu Íslendingar kné fylgja
kviði. Þeim tókst að lokka Litháa
framar á völlinn en þar mættu þeir ís-
lenskum varnarmúr sem ekki gaf
nein færi á sér. Íslendingar beittu
baneitruðum skyndisóknum gegn
óþolinmóðum andstæðingum sínum
og úr tveimur slíkum skoruðu Eiður
Smári Guðjohnsen og Hermann
Hreiðarsson falleg mörk og innsigl-
uðu glæstan sigur og með smá heppni
hefði sigurinn getað orðið stærri því
Tryggvi Guðmundsson fékk úrvals-
færi skömmu fyrir leikslok þegar
hann slapp innfyrir vörn Litháa eftir
sendingu Rúnars Kristinssonar en
skot hans fór himinhátt yfir markið.
Litháar ógnuðu marki Íslendinga
aðeins einu sinni í fyrri hálfleik. Þá
áttu þeir skot beint úr aukaspyrnu
rétt utan teigs en Árni Gautur Arason
var öryggið uppmálað og varði vel
eins og allan leikinn. Íslendingar áttu
besta færið í fyrri hálfleik þegar
Þórður Guðjónsson komst á auðan sjó
en misheppnað skot hans með vinstra
fæti fór langt framhjá markinu.
Litháar hófu síðari hálfleikinn með
nokkrum krafti. Árni Gautur þurfti að
taka á honum stóra sínum þegar hann
sló kollspyrnu Razanunkas í horn en
fáeinum mínútum síðar fékk Eiður
Smári gott færi þegar hann skaut við-
stöðulausu skoti yfir mark Litháa eft-
ir góðan undirbúning Þórðar Guð-
jónssonar. Þetta færi Eiðs kveikti
mikinn neista í íslenska liðinu og eftir
glæsilegan undirbúning Eiðs Smára
skallaði Þórður í net Litháa. Markið
gerði það að verkum að Litháar gerð-
ust óþolinmóðir í leik sínum. Þeir
sóttu að mörgum mönnum en
gleymdu vörninni og við það náðu Ís-
lendingar mjög skæðum skyndisókn-
um.
Á 71. mínútu átti Jóhannes Karl
Guðjónsson glæsisendingu innfyrir
fáliðaða vörn Litháa þar sem Eiður
Smári afgreiddi boltann á sinn hátt í
netið og á lokamínútunni stráði Her-
mann Hreiðarsson enn meira salti í
sár Litháa þegar hann skallaði af
krafti í netið eftir fallega fyrirgjöf
Eiðs Smára.
Það braust út gífurlegur fögnuður
hjá íslensku landsliðsmönnunum þeg-
ar rúmenski dómarinn flautaði til
leiksloka. Frækinn íslenskur sigur í
höfn og eftir mikið skvaldur á liðinu
hafa þeir Ásgeir og Logi heldur betur
tekið til hendinni og komið liðinu á
rétta braut. Það er kannski ósann-
gjarnt að taka einhverja leikmenn út
sem léku betur en aðrir því allt liðið á
mikið lof skilið fyrir frammistöðuna.
Það var ekki veikan hlekk að finna og
liðsheildin ótrúlega samhent. Árni
Gautur steig ekki feilspor í markinu
og varði vel þau skot sem komu á
markið. Aftasta varnarlínan, Guðni,
Hermann og Lárus, spiluðu af miklu
öryggi og yfirvegun. Guðni stjórnaði
eins og hershöfðingi og maður spyr
sig hvernig íslenska liðið getur án
hans verið í komandi verkefnum.
Hermann og Lárus voru geysiöflugir
og unnu öll sín návígi. Mikið mæddi á
Þórði og Arnari Þór, bæði hvað varn-
arleikinn varðar og eins í framspilinu.
Báðir leystu þeir hlutverk sín vel.
Miðjumennir, Rúnar, Brynjar og Jó-
hannes Karl, stóðu í ströngu og höfðu
oftast betur, Brynjar vann vel, og
Rúnar og Jóhannes voru hættulegir.
Framherjarnir Helgi og Eiður
Smári unnu geysilega vel. Helgi fékk
kannski ekki úr miklu að moða og þó
svo að Eiður hafi á köflum virkað svo-
lítið þungur er hann gulls ígildi. Hann
kom við sögu í öllum mörkunum og
skilaði leiðtogahlutverki sínu með
sóma. Íslenska liðið sýndi það hversu
megnugt það getur verið og nú er lag
að byggja ofan á þennan árangur og
mæta til leiks síðar í sumar með sama
hugarfar og vilja og þá er ekki spurn-
ing um að Ísland getur tekið þátt í
baráttu um efstu sætin í riðlinum.
Íslendingar voru á toppnum – fyrir ofan Þjóðverja í tvær klukkustundir
ÍSLENSKA þjóðin getur svo sannarlega verið stolt af landsliði sínu í
knattspyrnu eftir magnaða frammistöðu þess á móti Litháum í Kaun-
as í gærkvöld. 3:0 sigur íslenska liðsins og frábær leikur frá fyrstu
mínútu til hinnar síðustu á lengi eftir að lifa í minningunni og þegar
rýnt er í sögubækur landsliðsins er ekki nokkur vafi að leikurinn í
Kaunas er í hópi bestu útileikja landsliðsins frá upphafi. Undirritaður
varð vitni að sigri Íslendinga á Ungverjum á Nep-leikvanginum í Ung-
verjalandi fyrir 11 árum, 2:1, og það var ekki laust við að sá leikur rifj-
aðist upp þegar íslensku hetjurnar í Kaunas voru að brjóta niður
Litháa og salla á þá mörkum í síðari hálfleik. Tveir sigrar í röð hafa nú
fleytt Íslendingum upp í annað sætið í riðlinum og draumur um að ná
einu af tveimur efstu sætunum er sprellifandi, nokkuð sem fáa
dreymdi um eftir ósigrana tvo á móti Skotum. Ísland var á toppnum í
riðlinum í tvær klukkustundir í gærkvöldi, eða þar til Þjóðverjar skor-
uðu mörk sín á elleftu stundu í Færeyjum, 2:0.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
frá Kaunas
Strákarnir sýndu
glansleik í Kaunas
Ísland 0:3 Litháen
Leikskipulag: 3-5-2 Undankeppni EM, 5. riðill
Dariaus ir Gireno - Kaunas
Miðvikudag 11. júní 2003
Aðstæður:
Rakur völlur en góður.
Áhorfendur: Um 7.500.
Dómari:
Sorin Corpodean,
Rúmeníu, 4
Aðstoðardómarar:
Marcel Savaniu,
Ion Muresan
Skot á mark: 11(6) - 9(5)
Hornspyrnur: 4 - 11
Rangstöður: 3 - 4
Leikskipulag: 3-5-2
Árni Gautur Arason MM
Lárus Orri Sigurðsson MM
Guðni Bergsson MM
Hermann Hreiðarsson MM
Þórður Guðjónsson M
Brynjar Björn Gunnarsson M
Rúnar Kristinsson M
Jóhannes Karl Guðjónsson M
(Arnar Grétarsson 86.)
Arnar Þór Viðarsson M
(Indriði Sigurðsson 88.)
Eiður Smári Guðjohnsen M
Helgi Sigurðsson M
(Tryggvi Guðmundsson 80.)
Gintaras Stauce
Deividas Semberas
Ignas Dedura
Tomas Zvirgzdauskas
Nerijus Barasa
(Darius Maciulevicius 71.)
Aurelijus Skarbalius
Vadimas Petrenka
Igoris Morinas
Raimondas Zutautas
(Tomas Danilevicius 62.)
Edgaras Jankauskas
(Dmitrijus Guscinas 77.)
Tomas Razanauskas
0:1 (59.) Eiður Smári Guðjohnsen gaf fyrir markið frá vinstri inn á vítateiginn þar
sem Þórður Guðjónsson skallaði knöttinn í netið frá markteigshorninu
fjær.
0:2 (72.) Jóhannes Karl Guðjónsson gaf stungusendingu inn fyrir flata vörn
heimamanna og Eiður Smári Guðjohnsen var á auðum sjó þegar hann
skaut knettinum í markið úr miðjum vítateignum.
0:3 (90.) Eiður Smári Guðjohnsen gaf sendingu fyrir markið frá hægri á fjær-
stöngina þar sem Hermann Hreiðarsson var mættur og skallaði knött-
inn í fjærhornið af miklu afli.
Gul spjöld:
Tomas Zvirgzdauskas, Litháen (35.) fyrir brot.
Deividas Semberas, Litháen (55.) fyrir brot.
Tryggvi Guðmundsson, Íslandi (87.) fyrir brot.
Rauð spjöld: Deividas Semberas, Litháen (86.) fyrir brot.
SIGURINN í Kaunas í gær, 3:0, er
stærsti sigur Íslands á útivelli í Evr-
ópukeppni landsliða frá upphafi. Áð-
ur hafði íslenska liðið aðeins sigrað
tvisvar á útivelli í keppninni, Noreg
1:0 árið 1987 og Andorra 2:0 árið
1999. Í heildina var þetta hins vegar
14. EM-sigurinn frá upphafi en Ís-
land hefur fagnað ellefu slíkum á
heimavelli.
Stærsti sigurinn í mótsleik á úti-
velli er 4:0 gegn Liechtenstein í und-
ankeppni HM árið 1997 og síðan 4:1
gegn Möltu í sömu keppni árið 2001.
Stærsti útisigur í EM